fimmtudagur, júní 25, 2009

Hvernig væri að blogga?

Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að byrja að blogga aftur. Veit ekki afhverju, en mig langar til að halda lífi í þessari síðu. Ég er líka svo hrædd um að henni verði lokað ef ekkert gerist hér í langan tíma...

Agla stækkar...orðin rúmlega 10 mánaða og er alveg við það að farað labba. Hörður Gunnar verður hinsvegar 10 ára í í haust...styttist í fermingu!!
Húsið...það stendur "rúmlega fokhelt"...flytjum vonandi inn í það í haust (síðasta lagi fyrir jól!)
Við Gunnar..tja, við giftum okkur laugardaginn 20. júní og erum enn í hjónabandsvímu sem mun vonandi endast til æviloka! :o)

Stuttur "byrjenda" pistill eftir langt hlé...góðar stundir!