miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Halló...er allt að drabbast niður hér á blogspottinu mínu?
Þessa dagana er Facebook bara málið og ef ég er eitthvað að setja inn myndir, þá fara þær inn á Barnalands síðuna hennar Öglu og þar hripa ég stundum niður einhverjar línur. En þar bloggar maður náttúrulega ekki um kreppu samfélagsins, ónei, en mig langar svosem ekkert til þess að blogga um þessa kreppu. Þetta er bara erfitt fyrir marga og ansi skítt.
Við Gunnar höfum það annars bara ágætt...erum ekkert grátandi yfir skuldum..lifum bara áfram eðlilegu hófsömu lífi...húsbyggingar halda áfram á sínum snigils hraða og svoleiðis.
Það er spurning hvort maður leggi þetta blogg niður...veit ekki...kannski kemst andinn yfir mann aftur...
Læt fylgja hérna nýlegar myndir af börnunum.

Hér eru Agla og Hörður Gunnar með smá kvöldstund fyrir svefn...


Hér er Agla eldhress um morguninn...