sunnudagur, október 19, 2008

I am ooold todaaaay....

fimmtudagur, október 09, 2008

Ef það er einhvern tíman tími til að blogga um ástandið í heiminum þá er það núna. En ég er eiginlega bara kjaftstopp. Ég vil bara segja að ákveðnir aðilar eiga að taka á sig ábyrgð og segja upp störfum og fá þá aðra hæfari menn til starfa OG Íslensk alþýða á ekki að þurfa að þrífa upp æluna eftir fyllerí bankamanna með spariféinu sínu!

En að mun skemmtilegri fréttum - þá er Agla tveggja mánaða í dag og er farin að hjala á fullu og rembist við að halda höfði til að spjalla við mann. Hún fór í vigtun í gær, er orðin 4,7 kíló og 58 cm löng. Flott stelpa.

Update!
Agla velti sér yfir á bakið rétt áðan og getur ekki hætt! 2ja mánaða gömul! :o)