laugardagur, september 27, 2008

Hanna frænka klukkaði mig... why not taka þátt?
Það er hvort sem er ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu!

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
*Í mjólkursamlagi
*Flokkstjóri í unglingavinnu
*Á bókasafni
*Sem hjúkrunarfræðingur...héðan í frá :)

Fjórar bíomyndir sem ég held upp á:
*Big Lebowsky
*Guest House Paradiso
*Ghost
*Leon

Fjórir staðir sem ég hef búið á
*Kaupmannahöfn
*Akureyri
*Reykjavík
*Akranes

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
*Arrested Development
*My name is Earl
*Spaced
*E.R.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium:
*Roskilde, Danmörk
*Puerto Vallarta, Mexico
*Lowestoft, England
*San Fransisco, U.S. and A.

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
*Visir.is
*Mbl.is
*Facebook
*agla.barnaland.is

Fernt sem ég held upp á matarkyns:
*Indverskur matur
*Mexikó matur
*Rúgbrauð með lifrarkæfu
*Piparmyntute

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
*Draumaráðningabókin mín
*Íslenskar hjúkrunargreiningar
*Dimmalimm
*Palli var einn í heiminum

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
*Auður
*Hrund
*Marta
*Særún

Og hana nú stelpur...ég veit þið hafið bara gaman af því að eyða tímanum í svona vitleysu! :o)

miðvikudagur, september 24, 2008

Dýralífið á Kárastöðum er hreint út sagt stórmerkilegt. Hér erum við náttúrulega með hunda og ketti og nokkra hesta. Síðan hafa bæst við rollur (tímabundið). Svo hér inni er allt morandi í kóngulóm, aðallega í þvottahúsdyrunum. Síðan hafa fuglar verið að fljúga hérna inn og berjast um í gluggakistunum að reyna að komast út. Núna í kvöld sáum við Hörður Gunnar þegar við komum heim UGLU sitjandi á staur fyrir utan þvottahúsdyrnar! Hún horfði djúpt í augun á mér áður en hún flaug letilega af stað út í loftið...magnað alveg hreint!

sunnudagur, september 14, 2008

Stúlkan hefur fengið nafn.

Hún heitir Agla Gunnarsdóttir.

mánudagur, september 08, 2008

Jahh...hvað getur maður sagt...
Verður maður ekki að reyna að fara?!

þriðjudagur, september 02, 2008

EXTREME MAKEOVER

Before......after...
Var ekki kominn tími til annars?