föstudagur, ágúst 29, 2008

Það er ógeðslegt KVIKINDI í eldhúsglugganum mínum!!!
Hefur einhver hugmynd um hvaða flugu-vespu-tegund þetta er!?fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Ég elska facebook...
...af því að maður getur fundið alla þar!
Ég fann í dag gamla skólann minn í Danmörku. Þar fann ég gamla bekkjarmynd með mér frá því ég var í 4. bekk og þar af leiðandi nokkra gamla bekkjarfélaga. Ótrúlega sniðugt! Ég fékk alveg rosalegt "flassbakk" þegar ég skrifaði síðan danskt "comment" við myndina. Úff hvað það verður gaman að fylgjast með því hve margir bekkjarfélagar finna þessa mynd og hafa samband. Hver veit...kannski fer ég á danskt bekkjar-reunion á næstunni!?

Hér er annars allt gott að frétta. Mikill gestagangur búinn að vera hér á Kárastöðum. Ég er líka alveg að fíla mig í tætlur í húsmóðurhlutverkinu. Er farin að láta mig dreyma um það að vera eins lengi og ég get heima með börnin. Læt bara Gunnar vinna nógu mikið við járningar þannig að ég geti verið launalaust heima ;)

Jæja...best að horfa á 2-3 Coupling þætti áður en ég fer að sofa.
...ég elska líka flakkarann minnn :o)

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Lífið er ljúft...

Við höfum það gott hér á Kárastöðum. Margir búnir að koma í heimsókn og margir gefið okkur flottar gjafir. Takk fyrir það! Ég fór í fyrsta skipti út í búð í gær og je minn hvað það var gott að komast aðeins út! En hinsvegar er líka alveg dásamlegt að vera bara heima og dúlla sér með börnunum sínum :o)
Núna þurfum við Hörður Gunnar hinsvegar að fara að taka herbergið hans í gegn og finna gamalt skóladót sem hægt er að nota og pússa þá upp á nýtt. Það er nefnilega skólasetning á morgun og svo byrjar skólin á fullu á föstudaginn. Það verður ágætt fyrir hann að komast aðeins út líka. Ég hef ekki mikið getað "skutlað" honum hingað og þangað síðustu daga. Hann hefur því verið hálf innilokaður hérna heima líka...í tölvunni! En maður verður víst að láta eftir honum eitthvað smávegis þar sem litla systir hans fær ansi mikla athygli þessa dagana. Stóri bróðir þarf líka að fá sitt...
Talandi um stúlkuna, þá er hún voða vær og góð alltaf. Drekkur vel og sefur vel og allt það. Hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni kom á mánudaginn og vigtaði hana 9 daga gamla. Hún var 3140 gr þegar hún fæddist en var komin í 3280 gr á mánudaginn. Þannig að hún þyngist og dafnar vel.
Jæja...best að fara og sinna eldra barninu á meðan hið yngra sefur.

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar ALLIR! :o)

föstudagur, ágúst 15, 2008

Halló heimur!

Ég vil byrja á því að þakka fyrir allar kveðjurnar, sms-in og e-mailin...
Já, það kom stúlka í heiminn þann 9. ágúst kl. 5:50 þegar sólin fór að skína inn um gluggana á fæðingarstofunni. Hún er sterk og hraust þótt lítil og nett sé. Nánast farin að skríða strax og halda höfði. Ég kom heim á þriðjudaginn eftir yndislega dvöl á fæðingardeild þar sem var stjanað við mig. Fæðingin gekk mjög vel, eins og í sögu. Lára Dóra ljósmóðir sagði að ég hefði verið rosalega dugleg og pantaði mig næst :o)

Þeir vinir og vandamenn sem þekkja mig vel geta kíkt á barnalandssíðuna sem ég hef verið að dunda mér við. (Maður verður að vera eins og allir aðrir...)

Bið að heilsa að sinni...

föstudagur, ágúst 08, 2008

Öhhh...veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta...

Við fórum semsagt upp á fæðingardeild um 9 leytið þar sem ég var komin með verki á ca 5 mín fresti....en þeir voru þó að detta niður í 10 mín fresti...semsagt ekki alveg reglulegir...
Ég fékk nálarstungur til að örva þetta allt saman áfram og svo til að slaka á kvíðanum líka. Ég var mæld með 2 í útvíkkun og full þynntan legháls og var síðan send í góðan göngutúr um götur Akraness. Verkirnir fóru að verða ansi harðir því meira sem ég labbaði EN óreglulegir!
Ég kem aftur upp á fæðingardeild um 12 leytið og fer í mónítor. Verkirnir eru en óreglulegir, mestir ef ég stend og labba um. Útvíkkun er mæld...ég er ENNÞÁ með 2 og engin breyting! Ohhh....
Við ljósan ákvöddum síðan að ég myndi bara fara heim með nóg af verkjastillandi lyfjum með mér og leggja mig og láta þetta malla heima þangað til verkirnir færu að vera REGLULEGIR! Ég fór því heim með fýlusvip og lagðist í rúmið.
Síðan hef ég verið heima, uppi í rúmi og með blað og penna og skrifa niður verkina og þeir eru orðnir svo óreglulegir, semsagt langt bil á milli EN ógeðslega vondir!

Öhhh...kannski kemur það bara á morgun...eða hinn...veit ekki. Er allavega ekki mikið að svara í síman og nenna að spjalla. Læt vita meira síðar. Farin að fá mér eitthvað í svanginn.
Ble í bili.
Jæja gott fólk! Mín er komin með nokkuð reglulega verki eftir að slím fór að losna snemma í morgun. Ég læt vita við fyrsta tækifæri hvenær krakkinn kemur og hverskyns :)

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Jæja...40 vikur og 2 dagar og ekkert að gerast!
Ég var að koma úr mæðraskoðun og svei mér þá við vorum hreinlega ekki vissar um það hvort að það væri rass eða höfuð sem snéri upp! Ég þarf semsé að fara út á skaga á eftir og athuga hvort að barnið sé búið að skorða sér rétt... Það kemur mér svosem ekki á óvart ef það er búið að snúa sér. Ég hef aldrei vitað annað eins brölt í móðurkviði alla meðgönguna! Ekki var Hörður Gunnar svona fjörugur inni í mér en nógu er hann fjörugur fyrir utan legið :D Hvernig verður þá þessi krakki þegar hann/hún kemur út!?
Jæja....ég þori ekki annað en að krossleggja fætur vel í dag því ekki ætla ég að eiga barnið sitjandi eða þá fara í keisara!
Bið að heilsa ykkur í bili...

Öppdeit:
Komin frá Akranesi. Allt í himnalagi. Barnið vel skorðað með höfuðið niður og er ekkert að fara að færa það upp, segir ljósan og læknirinn. En það lætur bíða eftir sér...það hefur það greinilega svo rosalega gott inni í mömmu sinni :)

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

40 vikur í dag og ekkert að gerast. Ég bjóst svosem ekki við því að missa vatnið í nótt. Við Gunnar ákvöddum að ég skyldi kaupa lottómiða ef það myndi gerast því líkurnar á því að maður eigi á settum degi eru litlar. Hvað þá að það gerist tvisvar!
En ég stefni á föstudaginn. 080808 er flott kennitala. Það er samt allt í lagi þó það komi fyrr...

Ég fór góðan rúnt í gær til að reyna að hrista krakkann út. Alla leið upp að Surtshelli! Ég fór nú ekki niður í hellinn sjálfan en ég hristist vel á leiðinni heim þegar við keyrðum Hvítársíðuna tilbaka. Það dugði samt ekki til...

Jæja. Sólin skín úti og ég ætla að leita mér að læk til að busla í með tærnar.
Later folks!

sunnudagur, ágúst 03, 2008

2 dagar eftir...

Ég var að enda við að ryksuga og skúra. Ekkert að gerast. Hélt ég væri að fara á stað þarna á föstudagskvöldið, fékk meiri verki en venjulega og reglulega... En það hætti - false alarm!
Ég bíð semsé ennþá. Kannski þarf ég virkilega að bíða í 2 vikur! Úff...

Jæja, farin í grillveislu og éta mig pakksadda...það kanski ýtir krakkanum út?

föstudagur, ágúst 01, 2008

4 days to go?!

Ég bíð spennt :o)Spurning um að fara að keyra malarvegina á Mýrunum?
Það er 1. ágúst í dag, það er nýtt tungl í dag, það var sólmyrkvi í morgun...eru þetta ekki allt tákn um yfirvofandi fæðingu?