miðvikudagur, júlí 30, 2008

HELLÚ!!!

Jæja, ég er flutt, ég er komin með síma og netið, ég er búin að koma mér þannig fyrir að það eina sem á í rauninni eftir að gerast er að barnið á eftir að koma :o) Í dag er ég gengin 39 vikur og 1 dag, fer í mæðraskoðun á morgun sem verður kannski sú síðasta. Ég vona allavega að ég gangi ekki mikið fram yfir 40 vikur. Það væri fínt ef það kæmi bara á settum degi eins og síðast :)
Jæja..vildi bara láta vita af mér. Ég ætla nú ekki að fara að hanga inni í þessari hitabylgju. Best að fara út í berjamó og hrista niður krakkann!

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Nei sko hana frænku mína! :o)
Flottar myndir - hvet alla til að fara og skoða...

laugardagur, júlí 12, 2008

Góðan daginn gott fólk!

Ég sit hér heima hjá tengdó, þar sem við Gunnar og Hörður G. búum í millibilsástandi þessa dagana. Við eigum von á því að geta flutt í næstu eða þar næstu viku í annað leiguhúsnæði...vonandi helst krakkinn inní mér fyrir þann tíma en ég er gengin 36 + 4 daga og komin með mæðraskýrsluna heim þar sem stutt er eftir af meðgöngunni og barnið búið að skorða sér vel niður...
Fyrir þá sem eru óklárir á þessu viku tali og þekkja bara meðgöngu sem 9 mánuði, þá er meðgangan talin vera 40 vikur, plús eða mínus 2 vikur!
Ég er hætt að vinna og því bora ég mikið í nefið þessa dagana. Ég kann ekki að vera í fríi! Ég hef reyndar notið veðurblíðunnar vel síðustu daga enda hef ég aldrei verið svona "brún" áður. Síðan er maður að dunda sér við að þvo gömul barnaföt, setja saman kommóðu og skiptiborð, sækja vöggu úr geymslu og punkta niður á miða hvað maður þarf að hafa með sér í tösku á fæðingardeildina... Maður dundar sér allavega við þetta í rólegheitum og það er svosem fínt :o)
Svona í lokin þá lít ég svona út...Bið að heilsa í bili.

þriðjudagur, júlí 01, 2008

35 vikur

...5 vikur eftir.
Heilsan er góð en ég þreytist meir og meir, sef minna á næturnar og finn til í mjöðmum þegar ég ligg á hliðunum og missi andann þegar ég ligg á bakinu...it's a problem.
Ég hætti að vinna líklegast fyrr en áætlað var. Ég vinn á morgun og hinn og svo er ég hætt. Enda finn ég að ég get minna og minna afrekað með hverjum degi...
Ég er flutt frá Skúlagötunni og komin í herbergi heima hjá tengdó. Það er bara mjög fínt en auðvitað vona ég að við verðum komin með annað húsnæði áður en barnið fæðist. Mamma og pabbi geyma búslóðina og kettina mína inni í bílskúr, takk fyrir það. Tengdó hefur verið rosalega hjálpsöm og þreif alla Skúlagötuna fyrir mig, takk fyrir það. Takk allir sem hjálpuðu!

Jæja...þreytan kallar...held ég fari að skríða uppí rúm. G.N.zzzzzzzzzz