þriðjudagur, júní 24, 2008

Jæja...tilkynningarskyldan!

Ég er komin 34 vikur á leið í dag, semsagt, 6 vikur eftir af meðgöngunni ef við förum alveg eftir 40 vikna reglunni.Heilsan er góð, 7-9-13, og ég er enn í minni 80% vinnu. Farin að þreytast pínu, eðlilega, en ég reyni ekki mjög mikið á mig í vinnunni. Starfsstúlkurnar mínar eru líka duglegar að hjálpa mér og segja mér að setjast og hvíla mig, gamla fólkið líka :o)
Ég á heilar 12 vaktir eftir þannig að það fer að styttast í fæðingarorlof.
Ég er líka á fullu þessa dagana að FLYTJA! Kannski ekki alveg djobb fyrir kasólétta konu, en Gunnar og systkini hans eru mjög dugleg að hjálpa :) Við erum að fara í stutt millibils ástand hjá tengdó/mömmu áður en við förum í annað leiguhúsnæði því húsið okkar er ekki ALVEG tilbúið...

Nú svona í lokin þá vil ég óska Karen og Óla innilega til hamingju með nýfæddan dreng!
Ætli það verði líka annar drengur hjá mér? Eða er það stelpa eins og flest allir halda fram? Það má Guð vita...

mánudagur, júní 16, 2008

Myndarlegur hópur......útskrifaðir hjúkrunarfræðingar! :o)

fimmtudagur, júní 05, 2008

Það líður senn að útskrift...

...þeir sem þekkja mig og vilja samgleðjast með mér laugardaginn 14. júní eru velkomnir í snittuveislu heim til mömmu og pabba, Hamravík 12, Borgarnesi, kl. 18:30.
Ef þið ætlið að koma þá væri gott að fá boð um það...þá bý ég til fleiri tapas snittur ;)
Sendið mér meil eða sms.

þriðjudagur, júní 03, 2008

Það er kominn júní mánuður.
Ég er byrjuð að vinna á Dvalarheimilinu í 80% vinnu og líkar það vel.
Ég á svolítið erfitt með frídagana mína...veit ekkert hvað ég á að gera af mér. Maður er svo vanur að vera með nóg af verkefnum í höndunum.
Ég er komin 31 viku á leið - 9 vikur eftir. Mér líður vel. Get ekki kvartað.
Síðast en ekki síst þá er formleg útskrift þar næsta laugardag eða þann 14. júní.
Lífið er yndislegt :o)