miðvikudagur, apríl 30, 2008

Lokaverkefnið tutlast áfram...fengum frest til 9. maí að skila útdrætti. Síðan er kynning á lokaverkefni 16. maí (ef einhverjum langar að koma og heyra og sjá :)

En halló...á maður ekkert að fá einhverjar einkunnir!? Maður myndi anda enn léttar ef að þær væru komnar í hús...

sunnudagur, apríl 27, 2008

Þetta eru rólegir dagar... en ættu samt ekki að vera það!

Ég sit hér á næturvaktinni (á núna bara 3 vaktir eftir!) og er komin með kvíðahnút í maga yfir því hversu róleg ég er búin að vera síðan á mánudag. Ég kláraði semsagt síðasta prófið mitt síðasta mánudag (jibbbíííí) og gekk það mjög vel. Það var líka skemmtilegt próf, próf í bráða og gjörgæslu hjúkrun. Eftir prófið er ég búin að vera eins og sprungin blaðra...löt og nenni ekki neinu. En vá hvað ég þarf að fara að spýta í lófana! Ég þarf að skila útdrætti á lokaverkefninu mínu 2. maí og ég er ekki ennþá komin með endanlegt lokaverkefni, þ.e.a.s. endanlega kafla! Úff púff...
Nú er um að gera að þiggja smá "æðri" kraft og reyna að klára þetta a.s.a.p.! Hjálp!?

laugardagur, apríl 19, 2008

Æj...þetta er erfitt...

Í gær fór ég í þetta blessaða barnahjúkrunarpróf og því miður þá gekk mér frekar illa. Prófið var fullt af ömurlegum spurningum og það var dregið frá fyrir ranga krossa. Rúsínan í pysluendanum var svo ritgerðarspurning upp á 20% sem ég botnaði ekkert í! Ég gekk því súr á svip út úr þessu prófi, sat allan tímann og skrifaði eins og vitleysingur allt sem mér datt í hug og vona svo að það hafi dugað, að ég nái...

Þegar ég kom heim tók ekki skemmtilegra við. Ég þurfti að bruna heim til mömmu og pabba þar sem kisa lá víst slösuð úti í garði. Þegar ég kom að henni leit hún illa út...eins og það hafi verið keyrt á hana. Kisa greyið gat varla labbað og mjálmaði sárt ef maður kom við hana. Ég fór því með hana til dýralæknis og það endaði með því að ég þurfti að svæfa hana. Hún hefði orðið 18 ára á morgun 20. apríl. Ég er búin að eiga hana síðan ég var 12 ára eða alveg frá því að við fluttum frá Danmörku!

Ég er núna heima hjá mömmu og pabba þar sem þau buðu mér í mat í mínum próflestri, sem ég er ekki að meika lengur. Ég get ekki hugsað eða lesið. Þetta er ömurlegt. Ég fæ kúlu í hálsinn í hvert skipti sem ég hugsa um hana. ÉG þurfti að taka ákvörðunina um að svæfa hana. Ég er búin að velta því fyrir mér hvort það hafi verið rétt. Kannski hefði hún getað náð sér? En nei, hún var orðin svo gömul og illa farin og dýralæknirinn sagði að það væri best að svæfa hana.

Hún sofnaði semsagt í fanginu mínu. Hún var jarðsett í garðinum hjá mömmu og pabba milli birkitrjánna. Ofan á gröfinni hennar sat svo lítill þröstur og söng...Hvíldu í friði Litlarós.

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Það var framið hrottalegt morð í kjallaranum!Ég skildi ekkert í þessum látum í bjöllu kattarins...hélt kannski að Demantur og Elvis væru að leika sér. Eftir smá tíma þá fattaði ég að Demantur var steinsofandi fyrir framan mig. Þá fór ég að athuga með Elvis, hann lá þá steinsofandi og sæll á svipinn fyrir framan tröppurnar að kjallaranum. Þá sá ég "crime scene-ið". Ég þurfti því að setja á mig hanska, ná í plastpoka, Ajax og ryksugu og þrífa viðbjóðinn!

Þetta er held ég það versta við það að eiga ketti...

mánudagur, apríl 14, 2008

Mmm...ég átti svo góðan dag í gær, allavega gott kvöld. Ég byrjaði náttla daginn á því að læra samviskusamlega. Las t.d. hina viðfrægu Zurlinden grein í mólekúl svo eitthvað sé nefnt. Síðan lagði ég af stað um fimm leytið til Reykjavíkur og hitti Særúnu og Snorra og fór að borða með þeim á Ítalíu. Mmm...þar át ég fulla skál af pasta á meðan skötuhjúin átu líka, en ekki nærri eins mikið. Ég skil ekki ennþá hvernig mér tókst að farga þessu! Eftir matinn fórum við Særún í Háskólabíó til að heyra í honum Rufus vini okkar og vá hvað þetta voru æðislegir tónleikar. Hann er líka svo skemmtileg týpa, very gay og mikill húmoristi. Hann söng svo fallega, aldrei feilnóta, píanóið og gítarinn..mmm...þetta var æði. Fyrir utan það þá sátum við Særún á fremsta bekk BEINT fyrir framan hann! :o)

En núna er sælan á enda því nú þarf ég að halda áfram að lesa fyrir próf!
Góðar stundir...

mánudagur, apríl 07, 2008

Gvvuuuð min góður!

Í dag er staðan sú að ég er að fara á einn lítinn fund á morgun hjá Páli leiðbeinanda varðandi lokaverkefnið. Síðan er ég að fara í próflestur! 2 próf - síðustu prófin!
Vá hvað það er lítið eftir - og stutt eftir!! Og bumban stækkar og stækkar! :DUnglingurinn Hörður Gunnar tók þessa mynd af mér...ég tók þessa mynd af honum.Svo koma tvær kisu myndir :o)fimmtudagur, apríl 03, 2008

Hey hó jibbí jeij! Ég er að fara á SÍÐUSTU verknáms vaktina mína í þessu blessaða hjúkrunarfræðinámi mínu í kvöld! Ekki að það sé eitthvað leiðinlegt í verknámi á vökudeild, þvert á móti er það æðislegt. Maður er bara orðinn þreyttur, vill fara að klára þetta, pakka saman og útskrifast!
Eftir þessa kvöldvakt þá fer ég á umræðufund á morgun, klára svo ritgerð í barnahjúkrun um helgina, skila henni á mánudaginn og fer þá líka á umræðufund í val námskeiðinu og skila val ritgerðinni (sem ég er sem betur fer búin með!) og síðan voila, ég fer á fund með Páli leiðbeinanda og við förum yfir það sem ég er búin með í lokaverkefninu svo ég geti sest niður og klárað það!!
Reyndar eru prófin í apríl, en þau eru bara tvö, þann 18. og 21. og síðan er sett í fimmta gír í lokaverkefninu!
Úff..þetta er farið að styttast verulega...en það er bara gaman :)