mánudagur, mars 24, 2008

Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott

Þetta var málshátturinn sem ég fékk í lakkrís páskaegginu mínu sem er by the way besta páskaegg sem ég hef smakkað! Gunnar fékk málsháttinn Flýtisverk er lýtisverk og er hann því kominn með góða afsökun fyrir því að flýta sér ekki um og of með húsið okkar...

Hörður Gunnar fékk tvö páskaegg þetta árið, eitt frá pabba sínum og eitt frá tengdamömmu. Hann fékk þar af leiðandi tvo málshætti;
Ekki verður bókvitið í askana látið
og síðan
Betra er berfættum en bókarlausum að vera

Við meltum þessa málshætti með súkkulaðinu og spiluðum Yatzy. Ég er ótvíræður Yatzy meistari þessara páska og Gunnar ótvíræður tapari. Hann er meira svona idiot.
Jæja, best að dissa ekki Gunnar meira í þessu páskabloggi. Við höfðum það voða gott sko. Allt Sonju og Pavle, tendgdó og síðast en ekki síst mömmu og pabba að þakka (matarlega séð). Hér koma nokkrar gleðimyndir...


Páskaegg nr 1


Páskaegg nr 2


Búddinn í páskastuði.


Við Gunnar í páskastuði.


Lakkrískurlið í páskaegginu mínu.


Demantur í góðu chilli.


Og Elvis líka...

föstudagur, mars 21, 2008

Páskafrí

En það er nú samt ekkert frí. Það er nóg að gera eða réttara sagt nóg að læra og lesa! Ég er samt búin að vera ansi löt við það. Er búin að þrífa íbúðina. Fara í nokkrar heimsóknir. Sofa út. Leyfa mér hitt og þetta. Ég hef mig ekki í það að fara að byrja á ENN EINNI ritgerðinni! Barasta nenni því ekki. Það er nú líka föstudagurinn langi í dag. Á maður þá nokkuð að vera að gera? Á maður ekki bara liggja í ró?


Kettirnir eru hinsvegar í miklu stuði. Þeir elta núna flugur út um allt og því mikill vorfílíngur í þeim. Fyndnast er þegar þeir hoppa á gluggana til að elta flugurnar. Þeir átta sig ekki á því að þarna er gler :)

þriðjudagur, mars 18, 2008

Geir Guðjóns er skemmtilegur fýr. Hann lét mig fá nýjasta Portishead diskinn um daginn og hann setti líka gamlar FVA myndir inná bloggið sitt. Þar er geimveru mynd af mér. Gaman af því.
Húrra fyrir Geir!

mánudagur, mars 17, 2008

Jæja, vika liðin síðan ég bloggaði síðast sem þýðir að ég er komin 19 vikur og 6 daga á leið og bumban leit svona út í gær.Ég fór í fermingarveislu hjá Agli frænda í gær og át fyrir tvo. Það var gott. Hef aldrei verið mikil köku-hlaðborðs-manneskja, en oh boy hvað ég fór margar ferðir! Matarlystin er góð :)

Ég var að ljúka við að skipuleggja síðustu vaktirnar mínar á Vogi með Bryndísi deildarstjóra. Ég á bara eftir að vinna 7 vaktir samtals! Síðasta vaktin mín verður kvöldvakt þann 24. maí. Þá verð ég líklegast hætt að keyra suður í bili. Rannsóknardagurinn er nefnilega 16. maí og þá er ég búin í skólanum. Svo er bara formleg útskrift þann 14. júní. Úha...þetta er allt að fara að gerast.

Núna er önnur vika af 4 hafin í barnahjúkrun. Þetta er reyndar bara 3 vikur en verða fjórar þarna með páskafríinu. Ég er að fara á kvöldvakt á eftir á vökudeildinni og hlakka til. Það er æðislegt að vera þar :)

Þangað til næst...Auf Wiedersehen!

mánudagur, mars 10, 2008

Lífið er ljúft
Höfuð
Hjartapínu pons

...

Vilhjálmur læknir sagði að ég væri komin 18 vikur og 6 daga á leið samkvæmt sónar.
Barnið er væntanlegt 5. ágúst :o)

sunnudagur, mars 09, 2008

Ég sit hér á næturvaktinni. Þriðja vinnuhelgin í röð. Svo er frí næstu tvær helgar, jibbí.
Ég er að byrja í verknámi, síðasta verknáminu mínu, í barnahjúkrun á mánudaginn. Ég verð á vökudeildin og er ég ansi spennt fyrir því.
Lokaverkefnið gengur ágætlega held ég. Ég er líka byrjuð á val-ritgerðinni minn sem ég á að skila 14. apríl. Þetta er semsagt allt á réttu róli...held ég.
Tvö próf framunda, síðustu prófin! 18. og 20. apríl. Svo er bara að klára lokaverkefnið, skila því, kynna það og útskrifast!
Vá hvað tíminn er fljótur að líða...

miðvikudagur, mars 05, 2008

Hahaha! Góðir...

þriðjudagur, mars 04, 2008

Mig langar í nammi!!

Ég var að fá reikning upp á tæpan 3þús kall frá VV flutningum ehf inná heimabankann minn. Kannast einhver við að hafa skellt þessum reikningi á mig? Ég kannast allavega ekkert við þetta!

mánudagur, mars 03, 2008

Ohh..ég þoli ekki mánaðarmót. Maður fær fullt af peningum og svo hverfa þeir jafnóðum þegar maður borgar reikningana og maður sér fram á mánuð þar sem maður borðar bara súpu og brauð og drekkur vatn...
Svo var ég að fatta það að það eru bara þrír mánuðir eftir í leigu hér á Skúlagötunni. Tíminn er alltof fljótur að líða!