miðvikudagur, febrúar 27, 2008

"Im too old for this shit..." var einhversstaðar sagt einu sinni eða oftar og ég segi það nú. Ég er að fara á næturvakt í nótt og næstu nótt og mér líst ekkert á það. Ég er ekki eins öflug og ég var fyrst þegar ég byrjaði á næturvöktum. Mér kvíður fyrir þrekleysinu og eftirköstunum eftir næturvaktirnar sem þýðir að ég hef enga orku í lærdóm! Eftir síðustu næturvakt var ég t.d. með hausverk allann daginn eftir. Ef einhver er með töfraformúlu um það hvernig er best að tækla næturvaktir (þar sem er ekki hægt að leggja sig á nóttunni) þá myndi ég alveg þiggja hana.

Annars er allt gott að frétta. Gunnar ætlar að stinga mig af um helgina og fara til London með bróður sínum á fótboltaleik. Allt í lagi, ég treysti honum. Mamma er líka að fara til London með sömu vél þannig að "ég" get fylgst vel með honum! :D

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Kisur í leik og starfi.

Elvis er hrifinn af pokum.

Demantur vill alltaf hjálpa mér að læra.

föstudagur, febrúar 22, 2008

Laugardagslögin

Ég hef nú ekki verið æstur aðdáandi laugardagslaganna, en eitt lag hef ég heyrt oft og er það miklu betra en önnur laugardagslög. Ég hvet því alla landsmenn til að kjósa það lag á morgun en það er lagið "Hvar ertu nú?" eftir Dr. Gunna með hljómsveitinni Dr. Spock!!

Áfram Ísland!

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Jæja, lokaverkefnisvika númer 2 gengin í garð. Klukkan að verða bráðum níu og ég nýbúin að fá mér kaffi og ristað brauð og ávexti og tilbúin í "rit"slaginn.
Það gengur ágætlega með ritgerðina. Er búin að skrifa rúmlega 4 þúsund orð, sem þýðir að það eru bara 8 þúsund eftir! Það er samt svo rosalega mikið eitthvað!!

Hér er annars allt gott að frétta. Meira að frétta síðar...

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Æj æj æj...maður má alltaf reikna með svona klukkutíma sem fer í vaskinn þegar maður ætlar að byrja að læra á morgnana. Blessað netið...

Annars...Til hamingju með daginn mamma!

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Sjálfsagi...hvar ertu?

Það er mjööög erfitt að vera heima þessa dagana og þurfa að vakna klukkan 7-8 til að fara að læra. Það er mjööög freistandi að sofa út. Ohh...vonandi er þetta bara svona fyrstu dagana en ég er semsagt gengin inn í fjögurra vikna lokaverkefnisvinnu. Ég er að reyna að setja mig í gírinn en það er einhver stífla inni í hausnum á mér sem ég veit ekki hvernig ég get losað. Ég sit bara og sötra mitt te og bíð eftir því að fá eldingu í hausinn/hugmynd að næsta skrefi. Og ég vona að ég hafi meiri orku til að vakna fyrr á morgnana...ohh..þetta er svo erfitt...búhúú..

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Hæhó það er kominn febrúar með öllum sínum skemmtilegu dögum. Ég píndi í mig eina bollu í gær og kafnaði næstum í rjóma. Ég er greinilega öðruvísi en allir aðrir því ég er ekkert sérstaklega hrifin af svona bolludags bollum. Í dag er sprengidagur og það lítur allt út fyrir það að ég fá ekki saltkjöt og baunir þar sem ég fer á kvöldvakt í kvöld á slysó. Jebb...er byrjuð í verknámi þar og bíð spennt eftir því hvort slysó muni heilla mig til framtíðarstarfs. En ég er með valkvíða dauðans um það hvað ég eigi að gera eftir útskrift! Margt sem heillar...
Jæja...hárið er flókið og ég er með þurrar varir sökum mikils kulda undanfarna daga. Best að laga sig aðeins til fyrir kvöldvaktina.