miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Halló...er allt að drabbast niður hér á blogspottinu mínu?
Þessa dagana er Facebook bara málið og ef ég er eitthvað að setja inn myndir, þá fara þær inn á Barnalands síðuna hennar Öglu og þar hripa ég stundum niður einhverjar línur. En þar bloggar maður náttúrulega ekki um kreppu samfélagsins, ónei, en mig langar svosem ekkert til þess að blogga um þessa kreppu. Þetta er bara erfitt fyrir marga og ansi skítt.
Við Gunnar höfum það annars bara ágætt...erum ekkert grátandi yfir skuldum..lifum bara áfram eðlilegu hófsömu lífi...húsbyggingar halda áfram á sínum snigils hraða og svoleiðis.
Það er spurning hvort maður leggi þetta blogg niður...veit ekki...kannski kemst andinn yfir mann aftur...
Læt fylgja hérna nýlegar myndir af börnunum.

Hér eru Agla og Hörður Gunnar með smá kvöldstund fyrir svefn...


Hér er Agla eldhress um morguninn...

sunnudagur, október 19, 2008

I am ooold todaaaay....

fimmtudagur, október 09, 2008

Ef það er einhvern tíman tími til að blogga um ástandið í heiminum þá er það núna. En ég er eiginlega bara kjaftstopp. Ég vil bara segja að ákveðnir aðilar eiga að taka á sig ábyrgð og segja upp störfum og fá þá aðra hæfari menn til starfa OG Íslensk alþýða á ekki að þurfa að þrífa upp æluna eftir fyllerí bankamanna með spariféinu sínu!

En að mun skemmtilegri fréttum - þá er Agla tveggja mánaða í dag og er farin að hjala á fullu og rembist við að halda höfði til að spjalla við mann. Hún fór í vigtun í gær, er orðin 4,7 kíló og 58 cm löng. Flott stelpa.

Update!
Agla velti sér yfir á bakið rétt áðan og getur ekki hætt! 2ja mánaða gömul! :o)

laugardagur, september 27, 2008

Hanna frænka klukkaði mig... why not taka þátt?
Það er hvort sem er ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu!

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
*Í mjólkursamlagi
*Flokkstjóri í unglingavinnu
*Á bókasafni
*Sem hjúkrunarfræðingur...héðan í frá :)

Fjórar bíomyndir sem ég held upp á:
*Big Lebowsky
*Guest House Paradiso
*Ghost
*Leon

Fjórir staðir sem ég hef búið á
*Kaupmannahöfn
*Akureyri
*Reykjavík
*Akranes

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
*Arrested Development
*My name is Earl
*Spaced
*E.R.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium:
*Roskilde, Danmörk
*Puerto Vallarta, Mexico
*Lowestoft, England
*San Fransisco, U.S. and A.

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
*Visir.is
*Mbl.is
*Facebook
*agla.barnaland.is

Fernt sem ég held upp á matarkyns:
*Indverskur matur
*Mexikó matur
*Rúgbrauð með lifrarkæfu
*Piparmyntute

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
*Draumaráðningabókin mín
*Íslenskar hjúkrunargreiningar
*Dimmalimm
*Palli var einn í heiminum

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
*Auður
*Hrund
*Marta
*Særún

Og hana nú stelpur...ég veit þið hafið bara gaman af því að eyða tímanum í svona vitleysu! :o)

miðvikudagur, september 24, 2008

Dýralífið á Kárastöðum er hreint út sagt stórmerkilegt. Hér erum við náttúrulega með hunda og ketti og nokkra hesta. Síðan hafa bæst við rollur (tímabundið). Svo hér inni er allt morandi í kóngulóm, aðallega í þvottahúsdyrunum. Síðan hafa fuglar verið að fljúga hérna inn og berjast um í gluggakistunum að reyna að komast út. Núna í kvöld sáum við Hörður Gunnar þegar við komum heim UGLU sitjandi á staur fyrir utan þvottahúsdyrnar! Hún horfði djúpt í augun á mér áður en hún flaug letilega af stað út í loftið...magnað alveg hreint!

sunnudagur, september 14, 2008

Stúlkan hefur fengið nafn.

Hún heitir Agla Gunnarsdóttir.

mánudagur, september 08, 2008

Jahh...hvað getur maður sagt...
Verður maður ekki að reyna að fara?!

þriðjudagur, september 02, 2008

EXTREME MAKEOVER

Before......after...
Var ekki kominn tími til annars?

föstudagur, ágúst 29, 2008

Það er ógeðslegt KVIKINDI í eldhúsglugganum mínum!!!
Hefur einhver hugmynd um hvaða flugu-vespu-tegund þetta er!?fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Ég elska facebook...
...af því að maður getur fundið alla þar!
Ég fann í dag gamla skólann minn í Danmörku. Þar fann ég gamla bekkjarmynd með mér frá því ég var í 4. bekk og þar af leiðandi nokkra gamla bekkjarfélaga. Ótrúlega sniðugt! Ég fékk alveg rosalegt "flassbakk" þegar ég skrifaði síðan danskt "comment" við myndina. Úff hvað það verður gaman að fylgjast með því hve margir bekkjarfélagar finna þessa mynd og hafa samband. Hver veit...kannski fer ég á danskt bekkjar-reunion á næstunni!?

Hér er annars allt gott að frétta. Mikill gestagangur búinn að vera hér á Kárastöðum. Ég er líka alveg að fíla mig í tætlur í húsmóðurhlutverkinu. Er farin að láta mig dreyma um það að vera eins lengi og ég get heima með börnin. Læt bara Gunnar vinna nógu mikið við járningar þannig að ég geti verið launalaust heima ;)

Jæja...best að horfa á 2-3 Coupling þætti áður en ég fer að sofa.
...ég elska líka flakkarann minnn :o)

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Lífið er ljúft...

Við höfum það gott hér á Kárastöðum. Margir búnir að koma í heimsókn og margir gefið okkur flottar gjafir. Takk fyrir það! Ég fór í fyrsta skipti út í búð í gær og je minn hvað það var gott að komast aðeins út! En hinsvegar er líka alveg dásamlegt að vera bara heima og dúlla sér með börnunum sínum :o)
Núna þurfum við Hörður Gunnar hinsvegar að fara að taka herbergið hans í gegn og finna gamalt skóladót sem hægt er að nota og pússa þá upp á nýtt. Það er nefnilega skólasetning á morgun og svo byrjar skólin á fullu á föstudaginn. Það verður ágætt fyrir hann að komast aðeins út líka. Ég hef ekki mikið getað "skutlað" honum hingað og þangað síðustu daga. Hann hefur því verið hálf innilokaður hérna heima líka...í tölvunni! En maður verður víst að láta eftir honum eitthvað smávegis þar sem litla systir hans fær ansi mikla athygli þessa dagana. Stóri bróðir þarf líka að fá sitt...
Talandi um stúlkuna, þá er hún voða vær og góð alltaf. Drekkur vel og sefur vel og allt það. Hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni kom á mánudaginn og vigtaði hana 9 daga gamla. Hún var 3140 gr þegar hún fæddist en var komin í 3280 gr á mánudaginn. Þannig að hún þyngist og dafnar vel.
Jæja...best að fara og sinna eldra barninu á meðan hið yngra sefur.

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar ALLIR! :o)

föstudagur, ágúst 15, 2008

Halló heimur!

Ég vil byrja á því að þakka fyrir allar kveðjurnar, sms-in og e-mailin...
Já, það kom stúlka í heiminn þann 9. ágúst kl. 5:50 þegar sólin fór að skína inn um gluggana á fæðingarstofunni. Hún er sterk og hraust þótt lítil og nett sé. Nánast farin að skríða strax og halda höfði. Ég kom heim á þriðjudaginn eftir yndislega dvöl á fæðingardeild þar sem var stjanað við mig. Fæðingin gekk mjög vel, eins og í sögu. Lára Dóra ljósmóðir sagði að ég hefði verið rosalega dugleg og pantaði mig næst :o)

Þeir vinir og vandamenn sem þekkja mig vel geta kíkt á barnalandssíðuna sem ég hef verið að dunda mér við. (Maður verður að vera eins og allir aðrir...)

Bið að heilsa að sinni...

föstudagur, ágúst 08, 2008

Öhhh...veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta...

Við fórum semsagt upp á fæðingardeild um 9 leytið þar sem ég var komin með verki á ca 5 mín fresti....en þeir voru þó að detta niður í 10 mín fresti...semsagt ekki alveg reglulegir...
Ég fékk nálarstungur til að örva þetta allt saman áfram og svo til að slaka á kvíðanum líka. Ég var mæld með 2 í útvíkkun og full þynntan legháls og var síðan send í góðan göngutúr um götur Akraness. Verkirnir fóru að verða ansi harðir því meira sem ég labbaði EN óreglulegir!
Ég kem aftur upp á fæðingardeild um 12 leytið og fer í mónítor. Verkirnir eru en óreglulegir, mestir ef ég stend og labba um. Útvíkkun er mæld...ég er ENNÞÁ með 2 og engin breyting! Ohhh....
Við ljósan ákvöddum síðan að ég myndi bara fara heim með nóg af verkjastillandi lyfjum með mér og leggja mig og láta þetta malla heima þangað til verkirnir færu að vera REGLULEGIR! Ég fór því heim með fýlusvip og lagðist í rúmið.
Síðan hef ég verið heima, uppi í rúmi og með blað og penna og skrifa niður verkina og þeir eru orðnir svo óreglulegir, semsagt langt bil á milli EN ógeðslega vondir!

Öhhh...kannski kemur það bara á morgun...eða hinn...veit ekki. Er allavega ekki mikið að svara í síman og nenna að spjalla. Læt vita meira síðar. Farin að fá mér eitthvað í svanginn.
Ble í bili.
Jæja gott fólk! Mín er komin með nokkuð reglulega verki eftir að slím fór að losna snemma í morgun. Ég læt vita við fyrsta tækifæri hvenær krakkinn kemur og hverskyns :)

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Jæja...40 vikur og 2 dagar og ekkert að gerast!
Ég var að koma úr mæðraskoðun og svei mér þá við vorum hreinlega ekki vissar um það hvort að það væri rass eða höfuð sem snéri upp! Ég þarf semsé að fara út á skaga á eftir og athuga hvort að barnið sé búið að skorða sér rétt... Það kemur mér svosem ekki á óvart ef það er búið að snúa sér. Ég hef aldrei vitað annað eins brölt í móðurkviði alla meðgönguna! Ekki var Hörður Gunnar svona fjörugur inni í mér en nógu er hann fjörugur fyrir utan legið :D Hvernig verður þá þessi krakki þegar hann/hún kemur út!?
Jæja....ég þori ekki annað en að krossleggja fætur vel í dag því ekki ætla ég að eiga barnið sitjandi eða þá fara í keisara!
Bið að heilsa ykkur í bili...

Öppdeit:
Komin frá Akranesi. Allt í himnalagi. Barnið vel skorðað með höfuðið niður og er ekkert að fara að færa það upp, segir ljósan og læknirinn. En það lætur bíða eftir sér...það hefur það greinilega svo rosalega gott inni í mömmu sinni :)

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

40 vikur í dag og ekkert að gerast. Ég bjóst svosem ekki við því að missa vatnið í nótt. Við Gunnar ákvöddum að ég skyldi kaupa lottómiða ef það myndi gerast því líkurnar á því að maður eigi á settum degi eru litlar. Hvað þá að það gerist tvisvar!
En ég stefni á föstudaginn. 080808 er flott kennitala. Það er samt allt í lagi þó það komi fyrr...

Ég fór góðan rúnt í gær til að reyna að hrista krakkann út. Alla leið upp að Surtshelli! Ég fór nú ekki niður í hellinn sjálfan en ég hristist vel á leiðinni heim þegar við keyrðum Hvítársíðuna tilbaka. Það dugði samt ekki til...

Jæja. Sólin skín úti og ég ætla að leita mér að læk til að busla í með tærnar.
Later folks!

sunnudagur, ágúst 03, 2008

2 dagar eftir...

Ég var að enda við að ryksuga og skúra. Ekkert að gerast. Hélt ég væri að fara á stað þarna á föstudagskvöldið, fékk meiri verki en venjulega og reglulega... En það hætti - false alarm!
Ég bíð semsé ennþá. Kannski þarf ég virkilega að bíða í 2 vikur! Úff...

Jæja, farin í grillveislu og éta mig pakksadda...það kanski ýtir krakkanum út?

föstudagur, ágúst 01, 2008

4 days to go?!

Ég bíð spennt :o)Spurning um að fara að keyra malarvegina á Mýrunum?
Það er 1. ágúst í dag, það er nýtt tungl í dag, það var sólmyrkvi í morgun...eru þetta ekki allt tákn um yfirvofandi fæðingu?

miðvikudagur, júlí 30, 2008

HELLÚ!!!

Jæja, ég er flutt, ég er komin með síma og netið, ég er búin að koma mér þannig fyrir að það eina sem á í rauninni eftir að gerast er að barnið á eftir að koma :o) Í dag er ég gengin 39 vikur og 1 dag, fer í mæðraskoðun á morgun sem verður kannski sú síðasta. Ég vona allavega að ég gangi ekki mikið fram yfir 40 vikur. Það væri fínt ef það kæmi bara á settum degi eins og síðast :)
Jæja..vildi bara láta vita af mér. Ég ætla nú ekki að fara að hanga inni í þessari hitabylgju. Best að fara út í berjamó og hrista niður krakkann!

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Nei sko hana frænku mína! :o)
Flottar myndir - hvet alla til að fara og skoða...

laugardagur, júlí 12, 2008

Góðan daginn gott fólk!

Ég sit hér heima hjá tengdó, þar sem við Gunnar og Hörður G. búum í millibilsástandi þessa dagana. Við eigum von á því að geta flutt í næstu eða þar næstu viku í annað leiguhúsnæði...vonandi helst krakkinn inní mér fyrir þann tíma en ég er gengin 36 + 4 daga og komin með mæðraskýrsluna heim þar sem stutt er eftir af meðgöngunni og barnið búið að skorða sér vel niður...
Fyrir þá sem eru óklárir á þessu viku tali og þekkja bara meðgöngu sem 9 mánuði, þá er meðgangan talin vera 40 vikur, plús eða mínus 2 vikur!
Ég er hætt að vinna og því bora ég mikið í nefið þessa dagana. Ég kann ekki að vera í fríi! Ég hef reyndar notið veðurblíðunnar vel síðustu daga enda hef ég aldrei verið svona "brún" áður. Síðan er maður að dunda sér við að þvo gömul barnaföt, setja saman kommóðu og skiptiborð, sækja vöggu úr geymslu og punkta niður á miða hvað maður þarf að hafa með sér í tösku á fæðingardeildina... Maður dundar sér allavega við þetta í rólegheitum og það er svosem fínt :o)
Svona í lokin þá lít ég svona út...Bið að heilsa í bili.

þriðjudagur, júlí 01, 2008

35 vikur

...5 vikur eftir.
Heilsan er góð en ég þreytist meir og meir, sef minna á næturnar og finn til í mjöðmum þegar ég ligg á hliðunum og missi andann þegar ég ligg á bakinu...it's a problem.
Ég hætti að vinna líklegast fyrr en áætlað var. Ég vinn á morgun og hinn og svo er ég hætt. Enda finn ég að ég get minna og minna afrekað með hverjum degi...
Ég er flutt frá Skúlagötunni og komin í herbergi heima hjá tengdó. Það er bara mjög fínt en auðvitað vona ég að við verðum komin með annað húsnæði áður en barnið fæðist. Mamma og pabbi geyma búslóðina og kettina mína inni í bílskúr, takk fyrir það. Tengdó hefur verið rosalega hjálpsöm og þreif alla Skúlagötuna fyrir mig, takk fyrir það. Takk allir sem hjálpuðu!

Jæja...þreytan kallar...held ég fari að skríða uppí rúm. G.N.zzzzzzzzzz

þriðjudagur, júní 24, 2008

Jæja...tilkynningarskyldan!

Ég er komin 34 vikur á leið í dag, semsagt, 6 vikur eftir af meðgöngunni ef við förum alveg eftir 40 vikna reglunni.Heilsan er góð, 7-9-13, og ég er enn í minni 80% vinnu. Farin að þreytast pínu, eðlilega, en ég reyni ekki mjög mikið á mig í vinnunni. Starfsstúlkurnar mínar eru líka duglegar að hjálpa mér og segja mér að setjast og hvíla mig, gamla fólkið líka :o)
Ég á heilar 12 vaktir eftir þannig að það fer að styttast í fæðingarorlof.
Ég er líka á fullu þessa dagana að FLYTJA! Kannski ekki alveg djobb fyrir kasólétta konu, en Gunnar og systkini hans eru mjög dugleg að hjálpa :) Við erum að fara í stutt millibils ástand hjá tengdó/mömmu áður en við förum í annað leiguhúsnæði því húsið okkar er ekki ALVEG tilbúið...

Nú svona í lokin þá vil ég óska Karen og Óla innilega til hamingju með nýfæddan dreng!
Ætli það verði líka annar drengur hjá mér? Eða er það stelpa eins og flest allir halda fram? Það má Guð vita...

mánudagur, júní 16, 2008

Myndarlegur hópur......útskrifaðir hjúkrunarfræðingar! :o)

fimmtudagur, júní 05, 2008

Það líður senn að útskrift...

...þeir sem þekkja mig og vilja samgleðjast með mér laugardaginn 14. júní eru velkomnir í snittuveislu heim til mömmu og pabba, Hamravík 12, Borgarnesi, kl. 18:30.
Ef þið ætlið að koma þá væri gott að fá boð um það...þá bý ég til fleiri tapas snittur ;)
Sendið mér meil eða sms.

þriðjudagur, júní 03, 2008

Það er kominn júní mánuður.
Ég er byrjuð að vinna á Dvalarheimilinu í 80% vinnu og líkar það vel.
Ég á svolítið erfitt með frídagana mína...veit ekkert hvað ég á að gera af mér. Maður er svo vanur að vera með nóg af verkefnum í höndunum.
Ég er komin 31 viku á leið - 9 vikur eftir. Mér líður vel. Get ekki kvartað.
Síðast en ekki síst þá er formleg útskrift þar næsta laugardag eða þann 14. júní.
Lífið er yndislegt :o)

föstudagur, maí 23, 2008

Ég er algjörlega búin...eða næstum því...

Ég er búin með lokaverkefnið, búin að skila því prentuðu og innbundnu á skrifstofu hjúkrunarfræðideildar og búin að fá einkunn. Ég á þá bara útskriftina eftir sem er 14. júní. Þeir sem vilja koma og samgleðjast mér á útskriftardaginn eru guðsvelkomnir!

Núna er orkuleysið svo mikið að ég er bara komin með hálfgerða flensu. Er búin að liggja uppí rúmi með hor í nefi og hóstandi og hnerrandi. Ekki frá því að ég sé með kannski 2 til 3 kommur í hita. En ég verð vonandi skárri á morgun, því þá fer ég á SÍÐUSTU vaktina mína á Vogi. Kvöldvakt á Eurovision kvöldinu mikla..æj æj...eða hvað...
Síðan byrja ég að vinna á fullu á Dvalarheimilinu á mánudaginn, sem er fínt...ég þoli ekki að hafa ekkert að gera. Sérstaklega þegar það er búið að vera nóg að gera hjá manni undanfarna daga og vikur, þá er hræðilegt að vera allt í einu heima hjá sér með EKKERT verkefni í höndunum! Ég byrja samt rólega á Dvaló og verð svo bara að vinna eins mikið og ég get og heilsa leyfir. Ég verð nefnilega komin á 30. viku meðgöngu í næstu viku sem þýðir að það eru aðeins 10 vikur eftir! Ansi stutt...

Jæja..heimatilbúin pizza í ofninum, best að farað borða...

þriðjudagur, maí 20, 2008

Ég dó ekki úr stressi á rannsóknardaginn...en var nærri því!
Það gekk bara mjög vel að kynna verkefnið mitt (eftir að hafa nagað ALLAR neglur af mér í biðinni). Þetta var barasta mjög skemmtilegur og áhugaverður dagur sem við útskriftarnemar í hjúkrunarfræðinni megum vera stoltar af! :o)
Ég upplifði bara eitt mesta spennufall ævi minnar og var því með snert af andláti dagana eftir...

Í dag bíð ég eftir síðustu kommentum Páls svo ég geti farið að senda ritgerðina mína í prentun. Langar einhverjum í eintak? Nei ég bara spyr því maður er sko aldeilis búin að svitna vel yfir þessu blessaða verkefni...

Bumbubúinn hefur það annars mjög gott svo best sem ég veit. Ég er í dag gengin akkúrat 29 vikur og krílið inní mér hefur enn nóg pláss til að hringsóla - en þó er farið að þrengja svolítið að. Í gærkvöldi lá ég uppí rúmi með stetoscopið/hlustunarpípuna mína og heyrði í hjartslættinum á fullu. Hann var í ca 160 slögum á mínutu og hægði á sér og hraðaði sér aftur, sem er gott. Barnið á fullu að gera öndunaræfingar og teygjur...
Smá info fyrir þá sem vita ekki hvað er að gerast á þessum tíma...


Vika 29

Nú getur verið erfitt að finna þægilega stellingu til að sofa í. Yfirleitt er ekki mælt með því að barnshafandi konur liggi á bakinu vegna þess að þyngdin frá barninu í leginu getur þrýst á stóru bláæðina sem liggur meðfram hryggnum. Þetta getur valdið vanlíðan og þá jafnframt lélegra blóðflæði um fylgjuna. Ef þig langar að liggja á bakinu getur þú sett kodda undir hægri mjöðmina því þannig léttir á þrýstingnum. Notaðu kodda til stuðnings til að koma þér vel fyrir svo þú getir hvílst.

Barnið hefur nú bætt á sig og er að verða bústnara. Öndunaræfingarnar eru ennþá reglulegri og stöðugri með minni hvíldum inn á milli. Barnið vegur nú um 1.15 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 26 sm.


Hörður Gunnar tók þessa mæðulegu mynd af mér

fimmtudagur, maí 15, 2008

Ég held ég sé að fara yfirum...stressið heltekur mig...ég anda hratt í brúnan bréfpoka...
Rannsóknardagurinn er á morgun. Ef einhver hefur áhuga á því að koma og horfa á mig fá kvíðakast í ræðupúltinu að kynna lokaverkefnið mitt þá er dagskráin hér.

Guð hjálpi mér!

þriðjudagur, maí 13, 2008

Vááá....var að fá mjög svo skrítinn tölvupóst á my-space-inu...

"hæhæ

heyrðu.. ég var að fá nýja sendingu af geðveikum (samt löglegum!) orku og fitubrennslu töflum sem virka veel.. t. d. var ein vinkona mín að taka hydroxicut og jújú það virkaði ágætlega, en svo fór hún að taka polythermex og fór að hreyfa sig aðeins meira, og léttist um 6 kilo á mánuði!! það er reyndar of stuttur timi til að léttast svona mikið en þetta sýnir allavegana að þetta virkar ;D ég hef prófað allskonar töflur, bæði löglegar og ólöglegar, og þessar virka laaang best !
eru líka snilld ef þú ert í íþróttum og villt fá orkuboozt fyrir æfingar eða leiki! ;D smá um þær:

API PolythermeX - Eitt allra magnaðasta fitubrennsluefnið, það virkar alveg ótrúlega vel þegar ætlunin er að tálga af sér aukakílóin. PolythermeX eykur hitastig líkamans og örvar þannig grunnbrennslu hans. það er að segja þú brennir fitu allan daginn. Ekki bara á meðan þú æfir. Efnið dregur einnig úr matarlyst ásamt því að koma í veg fyrir að líkaminn nái að breyta kolvetnum í fitu. Virkar bæði með og án æfinga.

50 töflur á 3500 og 100 á 6000 =)

let me know;)"


...ef það er ekki verið að bjóða mér uppá anorexiu á silfurfati þá veit ég ekki hvað!

fimmtudagur, maí 08, 2008

Á maður að hlæja eða á maður að gráta?

Þetta er búinn að vera skrítinn dagur. Ég byrjaði daginn á því að fara í mæðraskoðun. Allt gekk vel og ljósunni leist voða vel á mig og ástand mitt. Því næst fór ég suður til að hitta Pál því að viti menn, ég fékk tölvupóst frá honum í gærkvöldi þar sem hann sagðist vera búinn að fara yfir verkefnið...Fljótur var hann, veit það á gott eða vont?
Allavega, ég var komin uppí Eirberg og var orðin ansi stressuð fyrir fundinn. Ákvað að kíkja á Uglu svæðið rétt áður en ég fór upp til hans til að gá hvort að síðasta einkunin væri komin. Viti menn...þarna var hún...síðasta einkunnin, í bráða- og gjörgæsluhjúkrun...ég fékk 9,5!!!!!!!!!!! Ég MÁ monta mig! Skemmtilegasta fagið - besta einkunnin mín á mínum HÍ ferli :o)
Svo kom áfallið ...Páll leiðrétti og leiðrétti og leiðrétti...krass og þvers og kruss...ég þarf að laga og laga og laga og endurskrifa sumt! ARG! Ég bjóst svosem við þessum leiðréttingum en hann leiðrétti akkúrat það sem ég hélt hann myndi gera. Sem þýðir, ég veit að ég get gert betur. Maður er bara orðinn svolítið þreyttur og latur og vill bara klára þetta sem fyrst...

miðvikudagur, maí 07, 2008

Í gær skilaði ég lokaverkefninu í heild sinni til Páls leiðbeinanda. Í dag veit ég ekkert hvað ég á að gera af mér! Það verður svosem nóg að gera aftur þegar ég fæ verkefnið tilbaka, með tillögur að leiðréttingum og svona... En gvuð hvað maður er orðinn vanur því að þurfa að vera á spani allann daginn. Ég ætti nú bara að reyna að róa mig niður og njóta friðarins því ég finn að ég er orðin ansi klunnaleg í hreyfingum og þreytan farin að ná mér fyrr á daginn. Ég er í dag semsagt komin 27 vikur og 1 dag á leið og kúlan stækkar og stækkar. Mörgum finnst kúlan nett og lítil, en mér finnst hún alveg nógu stór og hún á bara eftir að stækka!

laugardagur, maí 03, 2008

Þá veit maður það. Þungu fargi af manni létt. Ég náði barnahjúkruninni....
Einu skrefi nær útskrift :)

miðvikudagur, apríl 30, 2008

Lokaverkefnið tutlast áfram...fengum frest til 9. maí að skila útdrætti. Síðan er kynning á lokaverkefni 16. maí (ef einhverjum langar að koma og heyra og sjá :)

En halló...á maður ekkert að fá einhverjar einkunnir!? Maður myndi anda enn léttar ef að þær væru komnar í hús...

sunnudagur, apríl 27, 2008

Þetta eru rólegir dagar... en ættu samt ekki að vera það!

Ég sit hér á næturvaktinni (á núna bara 3 vaktir eftir!) og er komin með kvíðahnút í maga yfir því hversu róleg ég er búin að vera síðan á mánudag. Ég kláraði semsagt síðasta prófið mitt síðasta mánudag (jibbbíííí) og gekk það mjög vel. Það var líka skemmtilegt próf, próf í bráða og gjörgæslu hjúkrun. Eftir prófið er ég búin að vera eins og sprungin blaðra...löt og nenni ekki neinu. En vá hvað ég þarf að fara að spýta í lófana! Ég þarf að skila útdrætti á lokaverkefninu mínu 2. maí og ég er ekki ennþá komin með endanlegt lokaverkefni, þ.e.a.s. endanlega kafla! Úff púff...
Nú er um að gera að þiggja smá "æðri" kraft og reyna að klára þetta a.s.a.p.! Hjálp!?

laugardagur, apríl 19, 2008

Æj...þetta er erfitt...

Í gær fór ég í þetta blessaða barnahjúkrunarpróf og því miður þá gekk mér frekar illa. Prófið var fullt af ömurlegum spurningum og það var dregið frá fyrir ranga krossa. Rúsínan í pysluendanum var svo ritgerðarspurning upp á 20% sem ég botnaði ekkert í! Ég gekk því súr á svip út úr þessu prófi, sat allan tímann og skrifaði eins og vitleysingur allt sem mér datt í hug og vona svo að það hafi dugað, að ég nái...

Þegar ég kom heim tók ekki skemmtilegra við. Ég þurfti að bruna heim til mömmu og pabba þar sem kisa lá víst slösuð úti í garði. Þegar ég kom að henni leit hún illa út...eins og það hafi verið keyrt á hana. Kisa greyið gat varla labbað og mjálmaði sárt ef maður kom við hana. Ég fór því með hana til dýralæknis og það endaði með því að ég þurfti að svæfa hana. Hún hefði orðið 18 ára á morgun 20. apríl. Ég er búin að eiga hana síðan ég var 12 ára eða alveg frá því að við fluttum frá Danmörku!

Ég er núna heima hjá mömmu og pabba þar sem þau buðu mér í mat í mínum próflestri, sem ég er ekki að meika lengur. Ég get ekki hugsað eða lesið. Þetta er ömurlegt. Ég fæ kúlu í hálsinn í hvert skipti sem ég hugsa um hana. ÉG þurfti að taka ákvörðunina um að svæfa hana. Ég er búin að velta því fyrir mér hvort það hafi verið rétt. Kannski hefði hún getað náð sér? En nei, hún var orðin svo gömul og illa farin og dýralæknirinn sagði að það væri best að svæfa hana.

Hún sofnaði semsagt í fanginu mínu. Hún var jarðsett í garðinum hjá mömmu og pabba milli birkitrjánna. Ofan á gröfinni hennar sat svo lítill þröstur og söng...Hvíldu í friði Litlarós.

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Það var framið hrottalegt morð í kjallaranum!Ég skildi ekkert í þessum látum í bjöllu kattarins...hélt kannski að Demantur og Elvis væru að leika sér. Eftir smá tíma þá fattaði ég að Demantur var steinsofandi fyrir framan mig. Þá fór ég að athuga með Elvis, hann lá þá steinsofandi og sæll á svipinn fyrir framan tröppurnar að kjallaranum. Þá sá ég "crime scene-ið". Ég þurfti því að setja á mig hanska, ná í plastpoka, Ajax og ryksugu og þrífa viðbjóðinn!

Þetta er held ég það versta við það að eiga ketti...

mánudagur, apríl 14, 2008

Mmm...ég átti svo góðan dag í gær, allavega gott kvöld. Ég byrjaði náttla daginn á því að læra samviskusamlega. Las t.d. hina viðfrægu Zurlinden grein í mólekúl svo eitthvað sé nefnt. Síðan lagði ég af stað um fimm leytið til Reykjavíkur og hitti Særúnu og Snorra og fór að borða með þeim á Ítalíu. Mmm...þar át ég fulla skál af pasta á meðan skötuhjúin átu líka, en ekki nærri eins mikið. Ég skil ekki ennþá hvernig mér tókst að farga þessu! Eftir matinn fórum við Særún í Háskólabíó til að heyra í honum Rufus vini okkar og vá hvað þetta voru æðislegir tónleikar. Hann er líka svo skemmtileg týpa, very gay og mikill húmoristi. Hann söng svo fallega, aldrei feilnóta, píanóið og gítarinn..mmm...þetta var æði. Fyrir utan það þá sátum við Særún á fremsta bekk BEINT fyrir framan hann! :o)

En núna er sælan á enda því nú þarf ég að halda áfram að lesa fyrir próf!
Góðar stundir...

mánudagur, apríl 07, 2008

Gvvuuuð min góður!

Í dag er staðan sú að ég er að fara á einn lítinn fund á morgun hjá Páli leiðbeinanda varðandi lokaverkefnið. Síðan er ég að fara í próflestur! 2 próf - síðustu prófin!
Vá hvað það er lítið eftir - og stutt eftir!! Og bumban stækkar og stækkar! :DUnglingurinn Hörður Gunnar tók þessa mynd af mér...ég tók þessa mynd af honum.Svo koma tvær kisu myndir :o)fimmtudagur, apríl 03, 2008

Hey hó jibbí jeij! Ég er að fara á SÍÐUSTU verknáms vaktina mína í þessu blessaða hjúkrunarfræðinámi mínu í kvöld! Ekki að það sé eitthvað leiðinlegt í verknámi á vökudeild, þvert á móti er það æðislegt. Maður er bara orðinn þreyttur, vill fara að klára þetta, pakka saman og útskrifast!
Eftir þessa kvöldvakt þá fer ég á umræðufund á morgun, klára svo ritgerð í barnahjúkrun um helgina, skila henni á mánudaginn og fer þá líka á umræðufund í val námskeiðinu og skila val ritgerðinni (sem ég er sem betur fer búin með!) og síðan voila, ég fer á fund með Páli leiðbeinanda og við förum yfir það sem ég er búin með í lokaverkefninu svo ég geti sest niður og klárað það!!
Reyndar eru prófin í apríl, en þau eru bara tvö, þann 18. og 21. og síðan er sett í fimmta gír í lokaverkefninu!
Úff..þetta er farið að styttast verulega...en það er bara gaman :)

mánudagur, mars 24, 2008

Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott

Þetta var málshátturinn sem ég fékk í lakkrís páskaegginu mínu sem er by the way besta páskaegg sem ég hef smakkað! Gunnar fékk málsháttinn Flýtisverk er lýtisverk og er hann því kominn með góða afsökun fyrir því að flýta sér ekki um og of með húsið okkar...

Hörður Gunnar fékk tvö páskaegg þetta árið, eitt frá pabba sínum og eitt frá tengdamömmu. Hann fékk þar af leiðandi tvo málshætti;
Ekki verður bókvitið í askana látið
og síðan
Betra er berfættum en bókarlausum að vera

Við meltum þessa málshætti með súkkulaðinu og spiluðum Yatzy. Ég er ótvíræður Yatzy meistari þessara páska og Gunnar ótvíræður tapari. Hann er meira svona idiot.
Jæja, best að dissa ekki Gunnar meira í þessu páskabloggi. Við höfðum það voða gott sko. Allt Sonju og Pavle, tendgdó og síðast en ekki síst mömmu og pabba að þakka (matarlega séð). Hér koma nokkrar gleðimyndir...


Páskaegg nr 1


Páskaegg nr 2


Búddinn í páskastuði.


Við Gunnar í páskastuði.


Lakkrískurlið í páskaegginu mínu.


Demantur í góðu chilli.


Og Elvis líka...

föstudagur, mars 21, 2008

Páskafrí

En það er nú samt ekkert frí. Það er nóg að gera eða réttara sagt nóg að læra og lesa! Ég er samt búin að vera ansi löt við það. Er búin að þrífa íbúðina. Fara í nokkrar heimsóknir. Sofa út. Leyfa mér hitt og þetta. Ég hef mig ekki í það að fara að byrja á ENN EINNI ritgerðinni! Barasta nenni því ekki. Það er nú líka föstudagurinn langi í dag. Á maður þá nokkuð að vera að gera? Á maður ekki bara liggja í ró?


Kettirnir eru hinsvegar í miklu stuði. Þeir elta núna flugur út um allt og því mikill vorfílíngur í þeim. Fyndnast er þegar þeir hoppa á gluggana til að elta flugurnar. Þeir átta sig ekki á því að þarna er gler :)

þriðjudagur, mars 18, 2008

Geir Guðjóns er skemmtilegur fýr. Hann lét mig fá nýjasta Portishead diskinn um daginn og hann setti líka gamlar FVA myndir inná bloggið sitt. Þar er geimveru mynd af mér. Gaman af því.
Húrra fyrir Geir!

mánudagur, mars 17, 2008

Jæja, vika liðin síðan ég bloggaði síðast sem þýðir að ég er komin 19 vikur og 6 daga á leið og bumban leit svona út í gær.Ég fór í fermingarveislu hjá Agli frænda í gær og át fyrir tvo. Það var gott. Hef aldrei verið mikil köku-hlaðborðs-manneskja, en oh boy hvað ég fór margar ferðir! Matarlystin er góð :)

Ég var að ljúka við að skipuleggja síðustu vaktirnar mínar á Vogi með Bryndísi deildarstjóra. Ég á bara eftir að vinna 7 vaktir samtals! Síðasta vaktin mín verður kvöldvakt þann 24. maí. Þá verð ég líklegast hætt að keyra suður í bili. Rannsóknardagurinn er nefnilega 16. maí og þá er ég búin í skólanum. Svo er bara formleg útskrift þann 14. júní. Úha...þetta er allt að fara að gerast.

Núna er önnur vika af 4 hafin í barnahjúkrun. Þetta er reyndar bara 3 vikur en verða fjórar þarna með páskafríinu. Ég er að fara á kvöldvakt á eftir á vökudeildinni og hlakka til. Það er æðislegt að vera þar :)

Þangað til næst...Auf Wiedersehen!

mánudagur, mars 10, 2008

Lífið er ljúft
Höfuð
Hjartapínu pons

...

Vilhjálmur læknir sagði að ég væri komin 18 vikur og 6 daga á leið samkvæmt sónar.
Barnið er væntanlegt 5. ágúst :o)

sunnudagur, mars 09, 2008

Ég sit hér á næturvaktinni. Þriðja vinnuhelgin í röð. Svo er frí næstu tvær helgar, jibbí.
Ég er að byrja í verknámi, síðasta verknáminu mínu, í barnahjúkrun á mánudaginn. Ég verð á vökudeildin og er ég ansi spennt fyrir því.
Lokaverkefnið gengur ágætlega held ég. Ég er líka byrjuð á val-ritgerðinni minn sem ég á að skila 14. apríl. Þetta er semsagt allt á réttu róli...held ég.
Tvö próf framunda, síðustu prófin! 18. og 20. apríl. Svo er bara að klára lokaverkefnið, skila því, kynna það og útskrifast!
Vá hvað tíminn er fljótur að líða...

miðvikudagur, mars 05, 2008

Hahaha! Góðir...

þriðjudagur, mars 04, 2008

Mig langar í nammi!!

Ég var að fá reikning upp á tæpan 3þús kall frá VV flutningum ehf inná heimabankann minn. Kannast einhver við að hafa skellt þessum reikningi á mig? Ég kannast allavega ekkert við þetta!

mánudagur, mars 03, 2008

Ohh..ég þoli ekki mánaðarmót. Maður fær fullt af peningum og svo hverfa þeir jafnóðum þegar maður borgar reikningana og maður sér fram á mánuð þar sem maður borðar bara súpu og brauð og drekkur vatn...
Svo var ég að fatta það að það eru bara þrír mánuðir eftir í leigu hér á Skúlagötunni. Tíminn er alltof fljótur að líða!

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

"Im too old for this shit..." var einhversstaðar sagt einu sinni eða oftar og ég segi það nú. Ég er að fara á næturvakt í nótt og næstu nótt og mér líst ekkert á það. Ég er ekki eins öflug og ég var fyrst þegar ég byrjaði á næturvöktum. Mér kvíður fyrir þrekleysinu og eftirköstunum eftir næturvaktirnar sem þýðir að ég hef enga orku í lærdóm! Eftir síðustu næturvakt var ég t.d. með hausverk allann daginn eftir. Ef einhver er með töfraformúlu um það hvernig er best að tækla næturvaktir (þar sem er ekki hægt að leggja sig á nóttunni) þá myndi ég alveg þiggja hana.

Annars er allt gott að frétta. Gunnar ætlar að stinga mig af um helgina og fara til London með bróður sínum á fótboltaleik. Allt í lagi, ég treysti honum. Mamma er líka að fara til London með sömu vél þannig að "ég" get fylgst vel með honum! :D

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Kisur í leik og starfi.

Elvis er hrifinn af pokum.

Demantur vill alltaf hjálpa mér að læra.

föstudagur, febrúar 22, 2008

Laugardagslögin

Ég hef nú ekki verið æstur aðdáandi laugardagslaganna, en eitt lag hef ég heyrt oft og er það miklu betra en önnur laugardagslög. Ég hvet því alla landsmenn til að kjósa það lag á morgun en það er lagið "Hvar ertu nú?" eftir Dr. Gunna með hljómsveitinni Dr. Spock!!

Áfram Ísland!

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Jæja, lokaverkefnisvika númer 2 gengin í garð. Klukkan að verða bráðum níu og ég nýbúin að fá mér kaffi og ristað brauð og ávexti og tilbúin í "rit"slaginn.
Það gengur ágætlega með ritgerðina. Er búin að skrifa rúmlega 4 þúsund orð, sem þýðir að það eru bara 8 þúsund eftir! Það er samt svo rosalega mikið eitthvað!!

Hér er annars allt gott að frétta. Meira að frétta síðar...

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Æj æj æj...maður má alltaf reikna með svona klukkutíma sem fer í vaskinn þegar maður ætlar að byrja að læra á morgnana. Blessað netið...

Annars...Til hamingju með daginn mamma!

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Sjálfsagi...hvar ertu?

Það er mjööög erfitt að vera heima þessa dagana og þurfa að vakna klukkan 7-8 til að fara að læra. Það er mjööög freistandi að sofa út. Ohh...vonandi er þetta bara svona fyrstu dagana en ég er semsagt gengin inn í fjögurra vikna lokaverkefnisvinnu. Ég er að reyna að setja mig í gírinn en það er einhver stífla inni í hausnum á mér sem ég veit ekki hvernig ég get losað. Ég sit bara og sötra mitt te og bíð eftir því að fá eldingu í hausinn/hugmynd að næsta skrefi. Og ég vona að ég hafi meiri orku til að vakna fyrr á morgnana...ohh..þetta er svo erfitt...búhúú..

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Hæhó það er kominn febrúar með öllum sínum skemmtilegu dögum. Ég píndi í mig eina bollu í gær og kafnaði næstum í rjóma. Ég er greinilega öðruvísi en allir aðrir því ég er ekkert sérstaklega hrifin af svona bolludags bollum. Í dag er sprengidagur og það lítur allt út fyrir það að ég fá ekki saltkjöt og baunir þar sem ég fer á kvöldvakt í kvöld á slysó. Jebb...er byrjuð í verknámi þar og bíð spennt eftir því hvort slysó muni heilla mig til framtíðarstarfs. En ég er með valkvíða dauðans um það hvað ég eigi að gera eftir útskrift! Margt sem heillar...
Jæja...hárið er flókið og ég er með þurrar varir sökum mikils kulda undanfarna daga. Best að laga sig aðeins til fyrir kvöldvaktina.

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Mmmmm....
Gunnar fór út í sjoppu fyrir mig og keypti handa mér Egils appelsín í gleri og lakkrísrör. Nammmm....

mánudagur, janúar 28, 2008

Hvað er að frétta?

Jú, ég er búin að vera alla síðustu viku í verknámi á BUGL og það var yndislegur tími og ekki ólíklegt að maður eigi eftir að sækja um vinnu þarna í framtíðinni. Ég er líka búin að vera hellings veðurteppt fyrir sunnan eða þá heima. Gist í bænum vegna veðurs eða fengið frí og verið heima vegna veðurs.
Í þessari viku verð ég á gjörgæslunni á Hringbrautinni. Ég byrjaði í dag og það var mjög áhugavert að stökkva úr verknámi á BUGL þar sem aðal meðferðin eru viðtöl við hina og þessa krakka og að stökkva svo í verknám á gjörgæslu þar sem eru hundrað snúrur og tæki sem þarf að fylgjast með 24-7 í kringum einn sjúkling!
Í næstu viku verð ég svo á slysó og hlakkar mér mikið til þess...

Síðan þarf maður að fara að taka það með trukki hvað varðar lokaverkefnið. Ég var komin ágætlega af stað með það. Fékk gott komment frá leiðbeinanda mínum um fyrsta uppkastið, þannig að vonandi rúllar það vel það sem eftir er víst ég er á réttri leið.

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Ég var aðeins að fara í gegnum linka-listann. Tók nokkra út sem hafa ekki bloggað síðan síðasta sumar eða eitthvað...sumir ekki bloggað í meira en 2 ár! Ef þið sem áttuð link byrjið að blogga aftur látið mig þá endilega vita. Ef einhver sem ég þekki er að blogga og ég veit ekki af því, látið mig endilega vita líka :)

Jæja..áfram með smjerið.
Jæja...önnur kennsluvikan senn á enda og þar með hin síðasta því það er síðasti fyrirlestradagurinn á morgun! Svo er bara verknám, verknám, verknám, lokaverkefni, lokaverkefni og svo aðeins meira verknám og svo bara lokaverkefni...
Útskriftin nálgast óðum. Gaman gaman! :o)

Mér gengur ágætlega með lokaverkefnið. Er búin að skrifa nokkrar blaðsíður af bulli hélt ég, en ég sendi það síðan til leiðbeinanda míns og honum leist svona rosa vel á og sagði mér að halda þessu áfram!

Ég átti frídag í dag (var semsagt ekki kennsla í dag) þannig að ég ætlaði aldeilis að vera dugleg og skrifa meira í lokaverkefninu. En nei, þetta er búið að vera einn annasamasti dagur ársins hingað til. Ég er búin að lenda í alls kyns erindum og vesenum í dag og þakka bara fyrir það að það hafi verið frí í skólanum. Nú er ég drullu þreytt og hef enga orku til að læra í kvöld. Ég hlýt að geta puðrað eitthvað við lokaverkefnið um helgina. Annars er frí helgi og þá langar manni alltaf að gera eitthvað sniðugt. Samt langar mig bara að liggja í leti heima. Veit ekki...kemur í ljós.

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Avókadósmjörið hefur vakið gríðarlega lukku. Ekki bara hjá mér, heldur hefur Hörður G. borðað þetta og Gunnar meira að segja líka og það með bestu lyst! Fyrir þá sem vilja prófa þá hljómar uppskriftin svona:

1 Avókadó
150 gr fetaostur
1/2 sítróna, safinn
1 msk ólífuolía
1 hvítlauksrif
smá chilipipar
smá sjávarsalt og nýmalaður pipar

setjið allt í matvinnsluvel og maukið!

Næsta mál á dagskrá er að búa til hummus. Var að enda við að sjóða kjúklingabaunirnar. Ég veit að Gunnari finnst hummus voða gott ofan á brauð. Hann er allur að ganga inná grænmetislínuna hægt og rólega..hehehe :)

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Djííísúús! Ég var að búa til avókadósmjör. Það er guðdómlega gott oná brauð!
Mmmmm...

mánudagur, janúar 07, 2008

Bloggið lifir ágætis lífi þessa dagana enda ætla margir ef ekki allir að taka sig hressilega á á nýju ári í einu og öllu! Ég er byrjuð í lokaverkefnisvinnu aftur EN það gengur hægt og ílla. Ég er alvarlega að hugleiða að taka annan vínkil á verkefninu. Þarf bara að hitta Pál leiðbeinanda og ræða betur við hann *andvarp*

Já...maður ætlar aldeilis að taka hressilega á því núna. Ég fékk sjokk þegar ég keyrði póstinn fyrir Gunnar um daginn (vondu malarvegina á mýrunum) þegar ég fann að það var maga-hliðar-spik sem hristist hressilega þegar dekkinn skullu ofan í holurnar á veginum. Hef aldrei fundið slíkt áður! Þannig að, ég fór áðan og keypti mér ýsu sem ég ætla að gufusjóða í kvöld. Síðan verður tekið á því í grænmetisbransanum og eldaðar kraftmiklar grænmetissúpur og gerð gómsæt grænmetisbuff svo eitthvað sé nefnt. Það er líka hægt að búa til voða hollan og góðan hummus eða pestó, þannig að ég er ekkert að kvelja mig. Það þarf bara að hafa aðeins meira fyrir matargerðinni...ekkert fast-food kjaftæði!

Jæja..ætla að reyna að nota rólegheitin hér og lesa/skrifa meir.

föstudagur, janúar 04, 2008

Guði sé lof og dýrð! Ég náði Heilsugæslunni og meira segja var ég ekki með lægstu einkunnina! Ég sem hélt að þessi kúrs myndi jarðsetja mig og valda því að ég gæti ekki útskrifast í vor. En já...ég náði! Þá er ég búin að ná tveim prófum og bíð spennt eftir hinum tveim. Ekkert glæsilegar einkunnir þessa önnina..en það var líka eitthvað svo erfitt að lesa og læra fyrir þessi próf. Vonandi verður tekinn góður lokahnykkur á þessari loka-útskriftar-önn! :o)
Ú, ú, ú!!!
Gleðitímar í nánd! Nýr diskur með Magnetic Fields kemur út núna í þessum mánuði :o)

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Góðan og blessaðan daginn! Gleðileg jól og gleðilegt ár...þakka liðið!

Ég verð nú að segja það að ég hef verið hálf dauð þessi jól af þreytu og veikindum. Mest verið heima að púsla á meðan annaðhvort ég eða Hörður Gunnar var lasinn eða þá REYNT að lesa bækur sem ég fékk í jólagjöf. Því miður þá er ég ekki alveg tilbúin að fara að lesa í jólafríinu þar sem síðasta prófið var 21.des og ég er ekki ennþá búin að jafna mig. Plús það að ég vann nokkrar næturvaktir í jólafríinu mínu. Ég er semsagt ennþá þreytt og búin að snúa sólarhringnum við!

En hvernig væri að taka smá stuttan annál? Jú..getum byrjað á því að segja að þetta sé held ég barasta lélegasta blogg ár mitt frá upphafi því ég hef bloggað lítið sem ekkert á árinu 2007! Það er svosem nóg annað að gera og get ég alveg skýlt mig á bak við mikla vinnu og mikið nám.

Árið í hnotskurn:

Janúar var viðburðarlítill.

Í febrúar var Hörður Gunnar valinn bestur í flokki polla á frjálsíþróttahátíð UMSB og þar fékk hann fyrsta bikarinn sinn. Fór líka í æðislegt matarboð til Tobbu minnar með mínum yndislegu bekkjarsystrum og þar var étið, drukkið og sungið fram á rauða nótt! Við Gunnar áttum líka tveggja ára afmæli og eins árs trúlofunarafmæli 11.febrúar.

Mars...ég skráði mig í kúrsana lokaverkefni og útskrift 2008. Það var góð en skrítin tilfinning. Við Gunnar leituðum og leituðum að íbúð en ekkert var í boði.

Apríl...skóli, skóli, skóli...grunnur, grunnur, grunnur...reyna að klára grunninn!!!

Maí kom og ég og Gunnar sprungum af gleði því þá fengum við Skúlagötu 19 á leigu! Loksins eftir að hafa verið baggi á heimili blessaðra foreldra minna sem vildu allt fyrir mig gera en þetta var öllum fyrir bestu og öllum líður vel í dag :) Ég sem var að reyna að lesa fyrir vorprófin gat lítið stillt mig um að stelast til að pakka niður og flytja. Eftir próf og flutninga fórum við Gunnar svo á sjálfan kosningadaginn suður á Selfoss og í mat hjá Sigrúnu og Magga með bekkjarsystrum og mökum og það var æði! Fyrsta lambið okkar kom líka 2. maí og enn stalst ég frá próflestri til fara og skoða það. Ég byrjaði síðan að vinna á bráðamóttökunni á Hringbraut 16. maí og oh boy hvað það var strembið, lærdómsríkt og skemmtilegt! Síðan fórum við Særún norður í lok maí um hvítasunnuhelgina, heimsóttum Sonju og Pavle á Dalvík og hittum Guðveigu, Fúsa og nýfædda Ásdísi Lind :)

Í júní vorum við með heimaling í kjallaranum vegna þess að hann var vannærður og mamman vildi hann ekki. Hann lifði því miður ekki lengi og dó fljótlega eftir að við gerðum tilraun til að fara með hann aftur til mömmu sinnar. Annars þá vann ég og vann og vann...

Í júlí skruppum við litla familían til Köpen og áttum þar góðar stundir í Tívolí, Bakken og Den Zoologiske Have svo eitthvað sé nefnt. Við fórum líka í brúðkaup 070707 hjá Guðna Rafn og Freyju og var það alveg yndislegur dagur.

Ágúst. Þá komu nýjir fjölskyldumeðlimir á Skúlagötuna, Perla og Elvis...sem síðar breyttist í Demantur og Elvis þegar við sáum pung á Perlu. Fór líka til Dalvíkur á fiskidaginn mikla og það var algjört æði og Sonja og Pavle sýndu það og sönnuðu enn einu sinni hversu góðir gestgjafar þau eru!

September. Ég keypti mér nýja tölvu fyrir síðasta skólaárið þar sem að ég lagði ekki í það að sú gamla myndi hrynja með lokaverkefnið mitt í farteskinu.

Í október fór ég með Worm Is Green til Prag (Tékkland) og Bydgoszcz (Pólland) og var það alveg einstaklega vel heppnuð tónleikaferð :o) Ég ætlaði nú að skrifa betri ferðasögu um ferðina en myndirnar mínar eiga líka eftir að koma inn þar sem þær eru allar í tölvunni hans Árna ennþá.
Svo átti ég 29 ára afmæli og Hörður Gunnar 8 ára afmæli.

Í nóvember fórum við bekkjarsystur ásamt mökum í bústaðarferð í Grímsnes og átum gúmmilaði mat, lágum í heitum pottum, sungum mikið og rifumst við unglinga. Það var gaman. Síðast en ekki síst þá varð kallinn 30 ára og hélt upp á afmælið í sólarhringspartýi (rúmlega) á Skúlagötunni og vakti það mikla lukku. Ég ætla að slá það út á þrítugsafmælinu mínu í október 2008!

Desember kom og þá hófst erfiðasti próflestur sem um getur í minni skóla sögu! Ég hef aldrei verið jafn neikvæð og ílla fyrirkölluð fyrir próf! Ég vona að ég hafi náð þeim...
Guðbjörg ömmusystir mín kvaddi okkur á þessu ári rétt fyrir jól... blessuð sé minning hennar.
Jólin komu. Áramótin komu. Og ég sit hér með hor í nefi og hugsa til vorannarinnar með kvíða...

Góðar stundir gott fólk!