þriðjudagur, desember 18, 2007

Er maður að úldna eða hvað!?

Ég fór í ömurlegt próf í dag í Hjúkrun sem starfs- og fræðigrein. Það var langt og leiðinlegt. Ég sat og skrifaði stanslaust í þrjá tíma um sama hlutinn á 12 mismunandi vegu...allavega fannst mér ég líka alltaf vera að lesa sömu orðin aftur og aftur nema bara í annarri röð þegar ég var að lesa fyrir þetta próf. Fyrir utan það að prófið var leiðinlegt og langt, þá var það líka frá 13:30 til 16:30 sem þýðir að maður er ekki kominn heim fyrr en rúmlega sex! Þá er maður þreyttur og úríllur og nennir sko alls ekki að fara að læra undir síðasta prófið sem er næsta föstudag. Ég hef því verið að slæpast í kvöld, hlusta á jólalög með Herði Gunnari og taka smá drasl af skrifborðinu mínu svo ég geti haft rými til að anda. Ég ætlaði að baka jafnvel smákökur en nennti ekki að ná í hrærivélina til mömmu. Þurfti samt að fara þangað með þvott því þvottavélin mín er biluð...húrra fyrir því!! Það er semsagt FJALL af þvotti hérna ofan á allt draslið og ég meikaði bara ekki shitt (fyrirgefið orðbragðið) í kvöld!

Ég ætla að vakna snemma á morgun og byrja að lesa barnasjúkdómafræðina. Eins gott að vera dugleg í því vegna þess að það verður DREGIÐ FRÁ FYRIR RÖNG SVÖR í því prófi! Húrra fyrir því!!

Góða nótt!

laugardagur, desember 15, 2007Þessi æðislega flott kona var að gefa út nýjan disk sem heitir White Chalk. Hann er svo góður að ég kemst í besta skap í heimi við að hlusta á hann, bara algjöra vímu!
Ahh...PJ Harvey er æði! :o)

Takk Særún ;)

Annars gekk ágætlega í prófinu í gær. Tvö búin, tvö eftir. Næst er það próf í Hjúkrun sem starfs- og fræðigrein...veeiii...eða hitt og heldur. Mikill lestur og örugglega mikið SKRIF próf!

miðvikudagur, desember 12, 2007

Próflestur heldur áfram. Eitt búið, þrjú eftir.

Heilsugæsluprófið var langt og strembið...þurfti að skrifa og skrifa og skrifa, endalausar ritgerðarspurningar! Ég auglýsi eftir fatla til að hafa handlegginn í.
Annars þá er næsta próf á föstudaginn og það er próf í "ljósmæðrafræði" eða Barneignir og fjölskyldan. Á meðan ég verð í þessu "ljósmæðra-prófi" þá er á sama tíma verið að jarða hana Guðbjörgu ömmusystir mína sem lést fyrir stuttu. Hún var ljósmóðir og tók meðal annars á móti mér inn í þennan heim. Ég er svekkt yfir því að komast ekki á jarðaförina. En samt sem áður er það hálf undarlegt og jafnvel pínu skemmtilegt að vera akkúrat í þessu "ljósmæðraprófi" á meðan. Ég vona að hún verði hjá mér í anda og hjálpi mér í gegnum prófið :)

mánudagur, desember 10, 2007

*Friður*

Jæja...nú er fyrsta prófið á morgun. Það er bannað að vera neikvæður. Það verður allt málað með jákvæðni í dag og næstu daga, því að ég ætla að ná öllum prófum.
Það styttist í jólin, þá mun ríkja enn meiri friður og ró...aahhhhvað mig hlakkar til.

Takk fyrir allt pepp en þið megið alveg senda mér góða Heilsugæsluprófs-strauma í fyrramálið!

fimmtudagur, desember 06, 2007

Til þess að hressa upp á þessa æðislegu tilveru mína þessa dagana þá var ég að fá tölvupóst um það að dregið verður frá fyrir röng svör í barnasjúkdómafræðinni!
Ég ÞOLI ekki svona próf og hef aldrei getað skilið tilganginn með því að draga frá fyrir röng svör!
Asnalegi skóli!!!
Ég er þreytt og ég nenni ekki að lesa fyrir próf. Ég nenni ekki að fara í þessi próf. Ég nenni ekki að vera í þessum skóla lengur....

mánudagur, desember 03, 2007

Ég byrjaði daginn með bros á vör...en síðan missti ég allan kraft...

Ég fór suður að kaupa jólagjafir í dag og var voða dugleg og keypti allar gjafir nema handa Herði Gunnari og Gunnari...erfiðustu gjafirnar. Síðan hitti ég Særúnu í hádeginu. Við fengum okkur súpu í brauði á Svarta kaffi og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Síðan skokkaði ég af stað upp í Eirberg með bréf til eins kennara og athugaði í leiðinni hvort það væri búið að skila einhverjum verkefnum í Örkina. Viti menn, þar beið mín umslag. Umslag með tveim verkefnum úr Heilsugæslu verknáminu. Ég opnaði, skoðaði og það kom svart ský fyrir sólu í kjölfarið....ég vil ekki ræða það meir. Ég er bara mjöööööög ósátt við mína einkunn, finnst ég ekki eiga hana skilið miðað við þá vinnu sem ég lagði í þetta og líka vegna þess að kennarinn....ja...best að blogga ekki meir um það!
Allavega, þá ætlaði ég að fara að lesa fyrir próf. Ég hef enga orku í það. Ég er bara þunglynd, svekkt, reið og sár. Ég veit ekki hvað ég á að gera..fá annað álit? En ég hef engan tíma til að vera að gera eitthvað mál úr þessu þar sem prófin eru alveg að fara að byrja.
Ég vona að ég vakni aftur glöð á morgun...

p.s. það er miklu skemmtilegra að leika sér við kisurnar...enda eru þær líka komnar í jólaskap :)