fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Jæja, kominn tími á blogg?
Ég sit hér og les allskonar greinar um efni sem tengist lokaverkefni mínu; áfengi, vímuefni, geðsjúkdómar og ofbeldi...og hananú!
Annars vildi ég láta þá sem eru á Vesturlandinu vita að það kemur sérstakt aðventublað Skessuhorns út í dag þar sem er þrusu viðtal við mig og Árna T. um sögu Worm Is Green.... eða eins og stendur á vef Skessuhorns...
"viðtal við krakkana í worm is green..."
Alltaf gaman að vera kallaður krakki nú þegar maður nálgast fertugsaldurinn hratt. Ég er reyndar alltaf álitin vera 10 árum yngri en ég er, semsagt svona 19 ára. Alltaf gaman af því, eða hvað, orðin svolítið þreytt á því þar sem fólk virðist halda að maður sé heimskari en maður er af því að maður er bara krakki..
Æj, ég ætti nú kannski ekki að vera svona neikvæð, ég verð þó allavega ungleg í ellinni og hver vill það ekki???

Bestu kveðjur úr nesinu....

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Tíminn líður hratt... Kettirnir stækka, Hörður Gunnar stækkar, átti 8 ára afmæli 30. október, haustönnin er senn á enda, er í síðasta haust-verknáminu núna sem er heimahjúkrun, búin með fæðingar/kvennahjúkrun og heilsugæsluna. Ég eldist, Gunnar eldist, en hann verður einmitt 30 ára þann 19. nóvember og ég veit ekkert hvað ég á að gefa honum í afmælisgjöf! Einhverjar hugmyndir??? Hið verðandi hús mjakast, það er búið að steypa sökkulinn, nú þarf bara að láta steypuna þorna, rífa timbrið utanaf og moka meiri sand og aftur sand ofan í grunninn. En já, þetta er allavega komið á smá skrið. Krossum fingur fyrir góðu framhaldi.
Ég fór í æðislega bústaðarferð helgina 2.-4. nóvember með mínum ágætu bekkjarsystrum. Þó ekki öllum, bara þessi landsbyggðar klíka :) Við skelltum okkur í bústað í Minniborgum í Grímsnesi. Lágum í heitum potti, borðuðum góðan mat, drukkum rautt og hvítt, spiluðum, sungum og nutum þess að þurfa ekki að hugsa um verkefni og skóla. Þessi bústaðarferð var svooo kærkomin. Endurtökum þennan leik pottþétt aftur.
En núna ætla ég að demba mér í það að byrja á næsta verkefni. Langaði bara að kasta kveðju og henda inn örfáum myndum.
Chiao!mánudagur, nóvember 05, 2007

Blessuð sé minning hans. Hann var stórkostlegur söngvari!
P.s.
Framhald af bloggsögu um Póllands ferð kemur á næstu næturvakt, helgina 16. - 17. nóv.