laugardagur, október 27, 2007

Hæ! Er á næturvakt og finnst þá tilvalið að segja ykkur betur frá tónleikaferðalaginu.

Við vorum semsagt þarna nokkra daga í Prag sem var algjört æði og á hún Sunna sæta miklar þakkir skilið fyrir frábæra "umönnun". Hún sýndi okkur allt það helsta, fór með okkur á góða veitingastaði, kom með okkur í pool og veitti okkur góðan félagsskap.
Við lögðum síðan af stað til Póllands kl 9 um morguninn að mig minnir. Það tók okkur 12 tíma að keyra 550 km til Bydgoszcz! Það skal ég segja ykkur, þjóðvegir Póllands eru ekki ósvipaðir vegum Íslands, nema kannski fleirri bæjir sem maður þarf að keyra í gegnum og þá meina ég að maður þarf helst að keyra í gegnum hvert einasta centrum bæja, framhjá öllum bæjartorgum og kirkjum!
Við komumst þó til Bydgoszcz seint um kvöld (Guði sé lof enn og aftur fyrir GPS tækið!) og fórum beint á hótelið. Okkur fannst það mjög fyndið þar sem það var risastór tennishöll inni í sama húsi og hótelið! En hann Voijték vinur okkar tók á móti okkur og sýndi okkur herbergin okkar og svo var farið beint niðrí bæ og farið á einhvern flottan bar til að hitta fólk sem beið eftir okkur.
Jebb...við fórum með leigubíl í gegnum þoku-kola-mistrið (þar sem fólk kyndir mikið húsin sín með kolamolum) og keyrðum ínn í skrítið dimmt húsasund. Þar var síðan gengið inn um dyr sem voru að hruni komnar, yfir eitthvað byggingarsvæði, drullu og sand og voila, þarna vorum við komin inná flottan bar sem ég bjóst ekki við, miðað við útlitið að utan.
Þarna byrjaði fólk að hrópa og kalla og flauta þegar við komum inn, skrítið, en fullt af fólki kom og kynnti sig og tók í hendurnar á okkur og settist hjá okkur. Bjórinn þarna kostaði um 70 krónur íslenskar þannig að það var mikið drukkið. Eftir mikið spjall og marga bjóra, þá fórum við aftur á hótelið og lögðumst beint upp í rúm enda dauðþreytt eftir langan dag.
Kl. 7 um morguninn vöknuðum við við dúndrandi teknó og pólskt öskur. Þá var einhver brjálaður spinning tími fyrir neðan herbergið okkar, í full action! Ég get svarið það ég hélt það væri geymdur hátalari undir rúminu mínu hávaðinn var svo mikill! Við neyddumst því til að fara á fætur og niður í morgunmat. Þegar við vorum búin að næra okkur þá fórum við aftur upp í rúm og lögðum okkur, enda spinning tíminn búinn. Síðan vorum við sótt um eitt leytið og það var farið með okkur niður í bæ á útvarpsstöð þar sem skipuleggjendur low-fi festivalsins voru að vinna, radio ESKA. Eftir smá stopp þar fór hún Magda okkar með okkur á pönnuköku-veitingahús þar sem eru bestu pönnsur í heimi og við þurftum ekkert að borga. Ekki heldur fyrir hótelið. Allt frítt. Síðan gengum við um og skoðuðum bæinn og tókum myndir. Fórum líka í eina verslunarmiðstöð og komumst að því að föt, skór, gemsar og aðrar munaðarvörur kostuðu jafn mikið og heima. Eftir langt rölt þá fórum við á útvarpstöðina RadioPik, þar sem Steini og Bjarni lentu í 1 og hálfs tíma útvarpsviðtali þar sem þeir töluðu minnst! Það voru semsé tveir útvarpsmenn, tveir aðrir gaurar og einn túlkur. Það var mest megnis blaðrað á pólsku og Steini og Bjarni vissu ekkert hvað var í gangi. Mjög fyndið, en þeir spiluðu fullt af lögum með WIG inn á milli.
Eftir þetta þá var farið á hótelið, chillað aðeins og síðan vorum við sótt aftur á enn einn barinn þar sem voru líka tónleikar tengdir þessu festivali. Þegar við komum þar inn situr fólk í rólegheitum í stórum hornsófa útí horni. Þau eru síðan rekin úr sófanum með látum af því að Worm Is Green eiga þetta pláss! Mjög skrítin tilfinning og mér leið pínu asnalega. Síðan sátum við í þessum hornsófa, fengum svoleiðis raðirnar af bjórflöskum á borðið sem var því miður ekki mikil lyst fyrir og það var mikið horft á okkur. Svo vorum við orðin eitthvað svöng og spurðumst fyrir hvort að við gætum ekki farið og pantað pizzu á hótelið eða eitthvað. Nei, nei, það var bara pöntuð pizza á barinn og þarna sátum við í hornleðursófanum og átum pizzu á meðan sígarettur voru reyktar og bjór drukkinn í kringum okkur. Næs...
Ég og Árni gáfumst fljótt upp og fórum upp á hótel á undan hinum og steinsofnuðum, enda vildum við vera fersk um morguninn þar sem að sándtékk átti að vera kl 11 og svo tónleikarnir um kvöldið. Sem betur fer vöknuðum við ekki við teknó-spinning-tíma um morgunin, heldur vöknuðum við í rólegheitum og fórum og fengum okkur heitt te og brauð með skinku og osti...
....to be continued.

mánudagur, október 22, 2007

Vá hvað þetta er fyndið!

mánudagur, október 15, 2007

Jæja peeps! Komin heim. Nóg að gera. Gat ekki bloggað meira þarna úti. En vá, það var rosalega gaman, ævintýri líkast. Ég á eftir að blogga betri ferðasögu við betri tíma. NÓG að gera hjá mér núna! Ég á líka eftir að fá allar myndirnar úr ferðinni þar sem ég setti þær allar inná tölvuna hans Árna. Þær koma semsé síðar. Get þó sett eina svona "gengis" mynd af okkur útí Póllandi.
Annars....meira seinna :o)Þarna eru Steini, Árni, Bjarni, Snorri driver og Magda leiðsögumaðurinn okkar - frábær stelpa!

þriðjudagur, október 09, 2007

Vá! Ég er í Prag og það er æði!
Við erum semsé búin að vera hérna í Prag síðan við komum á föstudag. Reyndar flugum við til Frankfurt og þurftum að keyra á autobahninu sirka 550km til Prag. Það var bara soldið gaman þó að umhverfið breyttist ekki mikið, en líka svolítið scary. Að vera að keyra á 140km hraða og horfa á aðra bíla þjóta fram hjá eins og eitt strik og hverfa! Þvílíkur hraði. Síðan komum við hérna á hótelið okkar, þökk sé GPS tækinu frá Snorra, og fengum þetta fína herbergi á hótel Holiday Inn Express.
Við spiluðum semsé á laugardagskvöldið hérna á stað sem heitir Abaton. Mjög industrial staður, en flottur samt. Það var bara fullt af fólki og mikið stuð og allir að dilla sér við músíkina. Fyrst hjá Ben Frost, síðan Daníel Ágúst, svo við í WIG og svo seinast Sometime. Allir stóðu sig eins og hetjur!
Síðan erum við búin að nýta okkar stundir síðan í að SKOÐA og SKOÐA og SKOÐA og við erum sko ekki búin að skoða nóg! Við erum líka búin að fara á tvær myndlistar sýningar. Salvador Dali og Alphonso Mucha. Frábærar sýningar. Ég fíla mig ýkt menningarlega. Þetta er mögnuð borg, þvílíkar byggingar! Ég mæli með að allir komi hingað. Þetta er æði, jafnvel þó að það sé allt morandi í ferðamönnun hérna.
Núna er síðasti dagurinn í Prag og við ætlum að taka hann í að versla. Reyndar ætlum við á eina sýningu hérna sem heitir Bodies. En þar er maður, karlmaður skoðaður, sem hefur verið krufinn og skorinn í nokkra bita og það er víst hægt að flétta í gegnum hann eins og CT-skann! Spurning um að vera með nóg af sykri í blóðinu áður en maður fer svo það líði ekki yfir mann...
En jæja. Ég er búin að taka FULLT af myndum. Ég næ kannski að henda þeim inn síðar. Annars fáið þið bara að sjá þegar ég kem heim.
Ég bið að heilsa í bili. Lov jú all!
Dúddz og strákarnir!