laugardagur, september 29, 2007

Jæja! Það er svo sannarlega komin tími á blogg og góð ástæða til að lífga aðeins upp á bloggið þessa næstu daga.
Málið er að við í WIG erum að fara í tónleikaferðalag til Tékklands og Póllands í níu daga, frá 5. til 14. október og ég ætla að reyna að vera nettengd og skrifa ferðasögu og setja inn myndir...reyna það allavega.
Þið getið séð allt um okkur á myspace síðunni okkar - allir á myspace!

Annars er allt gott að frétta. Ég sit hér á minni vanalegu helgarnæturvakt og er kát yfir því að vera búin að skila af mér fyrstu ritgerð annarinnar, 50% ritgerð í próflausum áfanga hvorki meira né minna!
Verknám byrjar líka í næstu viku og fyrsta verknámið hjá mér á þessari önn verður barneignir og fjölskyldan, þ.e.a.s. ég verð á fæðingardeild í verknámi :) gaman, gaman!
Síðan fer ég í verknám í heilsugæslu og svo í heimahjúkrun. Það besta er að ég get tekið öll þessi verknám á Akranesi. Þannig get ég aðeins sparað keyrsluna í vetur.

Við Gunnar og H.G. höfum það annars mjög gott í litla kassanum á Skúlagötunni. Við vorum reyndar að pæla í því hvort að fólki fyndumst við eitthvað leiðinlegt því að nánast enginn af okkar vinum hefur komið í heimsókn til okkar!! Halló!?
Allavega, þá eruð þið velkomin í kaffi...ehemm

Jæja, best að fara og sinna vinnunni betur.
Bloggumst síðar!

miðvikudagur, september 12, 2007

Jæja, haustið skollið á með sína fyrstu lægðartussu. Afsakið orðbragðið en ég er alveg að segja það sem allir eru að hugsa, er það ekki?
Í svona veðri á einmitt að elda ljúffenga og matarmikla Íslenska kjötsúpu en það er einmitt það sem ég er að gera núna. Ég er einnig búin að dúllast heilmikið í NÝJU tölvunni minni í dag. Ó já, ég lét Gunnar hafa gömlu lufsuna sem er bæ ðe vei búin að hrynja tvisvar. Ég var ekki alveg að treysta henni fyrir lokaverkefnis-vinnunni minni sem framundan er í vetur. Sú gamla vinnur líka á hraða snígilsins og er því mikil tímasóun fyrir svona bissí manneskju eins og mig.
En já, þið lásuð rétt, lokaverkefni. Síðasta hjúkrunarfræðiárið í Eirberg. Ég er bæði spennt og kvíðin, veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta.
Svona í lokin er líka gaman að segja frá því að kettirnir mínir tveir eru æðislegir! Var ég búin að nefna það? Reyndar þurftum við að skipta um nafn á henni Perlu, sem var víst hann en ekki hún. Hann heitir víst Demantur núna... En þeir eru alveg frábærir þessir kettlingar, fá mann alltaf til að brosa, þó það sé kattarsandur útum alla íbúð. Læt hérna myndir fylgja með til að sýna ykkur hvað það er gaman að eiga kisur :)