föstudagur, ágúst 24, 2007

Má ég kynna nýju fjölskyldumeðlimina, systkinin Perlu og Elvis.mánudagur, ágúst 06, 2007

Jæja, þá fer þessari næturvaktarviku að ljúka. Svo eru tveir frídagar framundan eða réttara sagt 1 svefndagur og 1 frídagur. Svo byrjar maður aftur á fullu á kvöldvakt á fimmtudag. Mér finnst ég hafa hreinlega misst úr viku af lífinu með því að hafa verið svona 6 næturvaktir í viku. Reyndar má líta á þetta þannig að ég hafi skroppið til Bandaríkjanna í viku, þá þarf maður allavega að snúa sólarhringnum við...
Allavega, ég er svo heppin að vera í fríi næsta laugardag og sunnudag þannig að ég get leyft mér að fara á fiskidaga á Dalvík og tjaldað í garðinum hjá Sonju og Pavle :o) Ég vonast til að kallinn geti komið með, annars ætlar Særún að fá að fljóta með ef hennar tími leyfir. Það verður eina útileigan mín í sumar býst ég við. Ég er heldur ekki mikið fyrir það að tjalda, er held ég búin með þann kvóta....
Annars er lítið að frétta af okkur. Við Gunnar erum hinsvegar búin að ákveða að leigja Skúlagötuna áfram í allan vetur þar sem að húsabyggingar hafa ekki gengið mjög hratt fyrir sig í sumar. Við ætlum því að halda áfram að byggja í rólegheitum og þannig eru líka meiri líkur á því að ég flytji inn í húsið þar sem allt verður tilbúið. Ekki eftir að parketleggja eða flísaleggja eða hengja upp einhverja innréttingu... Þess vegna tókum við Gunnar okkur til í gærkvöldi og slógum garð dauðans á Skúlagötunni! Þessi lóð hefur örugglega ekki verið slegin í 2-3 ár, enda sina og ógeð undir öllu þessu grasi. Lóðin ætti að jafna sig eftir nokkra slætti. En það er allavega allt annað að sjá framan á húsið! :o)
Jæja, klukkan að verða sex og ég er að spá í að fá mér morgunmat og fara svo í að taka lífsmörk.
Ég kveð að sinni...

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Gleðilegan ágúst!
Eiga ekki allir fullt af peningum í dag? Skatturinn, besti vinur almúgans...

Er hér á næturvakt að bíða eftir að klukkan verði átta. Búið að vera ansi róleg nótt. Sem betur fer kannski. Dembi mér í nokkrar blóðprufur og hjartalínurit á eftir, þá rúllar tíminn aðeins hraðar.

Sé rúmið mitt í hyllingum....mmm...sofa...og svo aftur á næturvakt næstu nótt!