mánudagur, júlí 23, 2007

Danmörk var æði. Ég náði mér þó í hressandi hálsbólgu og kvef áður en ég fór heim. Vann svo viku dauðans og er nú komin í tveggja daga frí. Ahh...
Myndirnar tala sínu máli. Það var gaman hjá okkur. Sérstaklega gaman að hitta líka hana Ragnheiði mína :o)mánudagur, júlí 09, 2007

Hellú! Hvað segið þið? Ég segi allt gott...
Ég sit hér á næturvaktinni, það er rólegt, sem betur fer, því ég gat lítið sem ekkert sofið í sólinni í dag.
Það hefur verið mikið að gera hjá mér undanfarna daga. Ég var líka á næturvakt aðfaranótt laugardags. Síðan fór ég að sofa níu um morguninn (07.07.07) og vaknaði aftur klukkan tólf til að taka mig til fyrir brúðkaup Guðna Rafns og Freyju. Það var alveg yndislegt og þau voru rosalega fín og sérstaklega Rebekka litla og Gabríel Rafn. Verð að setja mynd af þeim hérna við tækifæri. OG mynd af brúðhjónum því þau voru glæsileg!
Síðan var maður komin heim að verða níu um kvöld og þá var ég orðin súr af þreytu og svefnleysi. Ég lagðist nú samt ekki upp í rúm strax heldur fórum við Gunnar að góna á LiveEarth tónleikana og um leið hugsuðum um okkar gang hvað varðar rafmagn og rusl. Ég sá það nú samt að ég er dugleg við ýmislegt svona. Ég fer oft með eitthvað í endurvinnsluna, hvort sem það eru dósir eða dagblöð. Ég spara mjög mikið rafmagn, nota vatn sparlega og ýmislegt fleira. Þetta lærði ég nú bara af afa mínum sem var alltaf að spara rafmagnið...
En jám...svo á ég frídag/svefndag á morgun. Svo verður haldið á kvöldvakt á þriðjudag, morgunvakt miðvikudag og voila - köben á fimmtudag!!
Okkur hlakkar öllum voða mikið til en það er nú samt hálf súrt að fara burt af landi þegar veðrið er svona frábært. Svo er spáð rigningu í Köben næstu helgi! En jæja, ég verð allavega ekki á Hróarskeldusvæðinu heldur á hótelherbergi, þannig að þetta ætti nú alveg að reddast fínt.
Jebb.. Vildi bara kasta sumarkveðju á liðið sem hangir á netinu á sumrin.