þriðjudagur, júní 26, 2007

Jæja. Ég er búin að panta mér ferð til Kaupmannahafnar, loksins!!Ég fer með drengnum og kallinum í helgarferð 12. til 16. júlí og ohboy hvað við ætlum að njóta þess að vera þarna úti. Flug og hótel bókað og ég farin að huga að hreinum þvotti, enda er ég að vinna einsog mófó þangað til ég fer út. Nýta skal þá tímann vel...
Vildi bara monta mig aðeins.
Ég þakka annars fyrir kveðjurnar.
Ble í bili.

mánudagur, júní 25, 2007


Ég kveð litla heimalinginn með söknuði en hann lést í fyrradag.
Blessuð sé minning hans.

föstudagur, júní 22, 2007

Góðan daginn gott fólk.
Lítið að frétta hér nema bara vinna og aftur vinna.
Kannski er það nú helst að frétta að við Gunnar erum búin að vera með heimaling í kassa tvær nætur á Skúlagötunni. Það er alveg yndisleg móðurtilfinning sem kemur yfir mig þegar ég gef honum Lazarus litla rjóma í pela. Ég mæli með því að fólk fái sér lamb sem gæludýr, ekki kött eða hund.

fimmtudagur, júní 07, 2007

Jæja. Ég er löngu komin heim af norðurlandinu, búin að mæta á nokkrar vaktir á bráðamóttökunni og hef í nógu öðru að stússast.
Ég hafði það svoooo gott fyrir norðan, eyddi nú mestum tíma mínum hjá þeim hjónakornum Sonju og Pavle. Þau eru best í heimi, það segir Hörður Gunnar allavega. Þau elduðu handa mér yndislegan mat, dekruðu við mig og strákinn, fóru með okkur að veiða og spiluðu spil svo eitthvað sé nefnt. Ég get ekki beðið eftir því að fara að heimsækja þau oftar.
En fólk hefur einmitt tækifæri til að njóta matargerðar Sonju á Halastjörnu í sumar. Hún og Pavle munu vinna þar í sumar og bjóða fram glæsilegar máltíðir og góð vín til að plúsa með matnum. Umm....
Um að gera að panta sér borð áður en sumarið líður hjá, það er jú fljótt að líða!