föstudagur, maí 25, 2007

AKUREYRI HERE I COME! Það er að segja ef ég verð ekki veðurteppt á Holtavörðuheiðinni!
Ég sit hér heima hjá Særúnu, nývöknuð eftir bráðamóttökunæturvakt, og bíð eftir henni því við ætlum að rúlla saman norður á eftir. Mér hlakkar rosalega til að hitta alla. Sérstaklega nýfædda prinsessu Guðveigar og Fúsa :o) Til hamingju litla fjölskylda!
Ég vona bara að ég komist norður. Mér skilst að það sé snjór og krap og skafrenningur á leiðinni. Týpískt... En það ætti að vera nóg umferð þessa Hvítasunnuhelgi og ég verð því ekki ein á heiðinni.
Þangað til næst,
Góða helgi!

mánudagur, maí 21, 2007

Ég get svarið það! Það er allt hvítt í Hafnarfjalli og það er komið að lokum maí mánaðar! Ég var vitni að miklu hagléli í gærkvöldi og stuttu eftir það kom "stór-flyksu-snjókoma". Aumingja litlu lömbin sem eru komin út á tún í sveitunum.
Ég vona nú að það verði ekki hálka á vegum þar sem allir eru komnir (ættu að vera komnir) á sumardekkin!
Jájá... annars er allt ágætt að frétta. Við Gunnar höfum það voða gott á Skúlagötunni. Hérna getið þið fengið smá innlit í íbúðina og séð hvað við höfum það gott.

Jebb... og svo fer ég á kvöldvakt á í dag. Er orðin ansi góð í því að stinga fólk og setja upp nálar og taka blóðprufur. Jájá, þetta kemur allt saman hægt og rólega :o)

Annars þá er ég líka að spá í að skella mér norður (ef veður leyfir) um næstu helgi þar sem ég á svo gott og langt helgarfrí. Þetta er allt saman pæling eins og er, þarf bara aðeins að skoða það betur. En þá gæti ég loksins farið að heimsækja Sonju og Pavle, alla ættingjana mína og vini þarna fyrir norðan. Alveg kominn tími til!!
Gunnar verður að vera heima og vinna í húsamálum því miður. Hann kemur með næst...

miðvikudagur, maí 16, 2007

Komiði margblessuð og sæl! Ég sit hér með bros á vör, nýbúin að fá í gegn nettenginguna hérna á Skúlagötunni. Það er ósköp ljúft að sitja hér með góða músík í græjunum og gott te í bolla. Svo hleyp ég niður og set í þvottavél, hengi á snúru og brýt saman þvott. Mér finnst það gaman af því að það er MITT!
Ég byrjaði á bráðamóttökunni í gær and oh boy, það var víst mjög róleg vakt í gær en samt nóg að gera hjá mér! Annars líkaði mér bara mjög vel við fyrstu vaktina og ég held að ég eigi eftir að læra alveg heilmikið af þessari sumarvinnu. Hinsvegar verð ég líklegast í aðlögun meirihluta sumarsins því það eru svo ótalmörg smáatriði sem ég þarf að hafa á hreinu þarna. En maður er leiddur vel í gegnum allt þarna og fullt af fólki til að spyrja ef maður er í vandræðum og fullt af fólki sem vill hjálpa.
En jæja, ég ætla ekki að ílengjast hér í dag. Ég fer á kvöldvakt í kvöld en þangað til ætla ég að reyna að raða upp úr restinni af pappakössunum hérna og setja í hillur og svoleiðis...
Þangað til næst! Ble...

þriðjudagur, maí 08, 2007

Hó hó! Já ég er á lífi. Búin að fara í tvö próf og eitt eftir. Það hefur gengið svona mmmm...veit ekki, jújú, kannski...spyrjum að leikslokum. Ég næ allavega held ég.
Nú er sól úti. Sumardekkin komin á bílinn og ég í smá chilli í foreldrahúsum að kíkja á netið, áður en ég leggst yfir bækurnar aftur. Jebb, ég er semsagt flutt og það er alveg yndislegt. Húsið er lítið og sætt og það brakar í gólfinu þegar maður labbar. Við erum notaleg lítil fjölskylda í notalegu litlu húsi og ég fíla það í tætlur.
Allir velkomnir í kaffi á Skúlagötu 19, eftir 12. maí....(þá er ég búin í prófum).
Bestu kveðjur,
Dúdda.

fimmtudagur, maí 03, 2007Já, lambið er komið. Litla sæta lambið er svart og fallegt. Það er forvitið, kemur til manns og þefar af manni. Það er duglegt að sjúga mjólk og er vel braggað. Ég bíð spennt eftir næstu lömbum :o)

miðvikudagur, maí 02, 2007

ÞAÐ ER KOMIÐ LAMB!
Gunnar hringdi í mig áðan og tilkynnti mér þetta. Ég ætla að skjótast frá lærdómi í dag og taka myndir af því og knúsa það.
Ohh...það er svo margt skemmtilegt að gerast akkúrat í þessum próflestri!!!

p.s. fleiri sveitamyndir hér...
Ég get sprungið af gleði!
Ég og Gunnar fengum afhenda lykla að litlu íbúðarhúsi í gær 1. maí, sem mun vera dvalarstaður okkar í sumar. Við byrjuðum að flytja inn smá dót í gærkvöldi. Ég sem er í próflestri sit hér iðandi í stólnum af því að mig langar svo að fara NÚNA og þrífa og koma mér betur fyrir. En, lærdómur gengur fyrir. Við ætlum að mjatla þetta rólega, kvöld eftir kvöld og flytja allt síðasta dótið og klára á laugardaginn og gista. Laugardagur til lukku, ekki satt?
Fyrsta prófið mitt er núna á föstudaginn 4. maí, næsta er 8. maí og síðasta er 12. maí. Þá verður dansað og sungið og kosið og farið í partý/matarboð til Sigrúnar bekkjarsystur minnar á Selfossi. Við Gunnar vorum meira að segja að spá í að vera grand á því og gista á Hótel Selfoss. En, nóttin kostar 17900kr!! Ætlum aðeins að melta það...
Jæja. Ég læt hér fljóta með nokkrar myndir af búskapnum. Góðar stundir!