fimmtudagur, apríl 26, 2007

Einmitt það já, ég er rosalega dugleg að blogga í þessum próflestri mínum...
En það er svosem alveg búið að vera shit nóg að gera þannig að ég hef alveg látið bloggið í friði.
Hörður Gunnar tók þátt í Héraðsmóti í frjálsum um daginn. Hann lenti í öðru sæti í hástökki og öðru sæti í langstökki án atr. og fór því brosandi heim með tvo silfurpeninga. Svo er ég bara búin að vera að lesa og lesa. Inn á milli er ég búin að fara vestur með Gunnari að vesenast í grunninum að húsinu okkar. Erum búin að verað reyna losa vatn úr honum. Nú á það allt að vera farið þannig að við getum farið að klára að setja restina af mölinni ofan í. Ég var líka á þvælingi með honum í kringum stóðið. Það þarf að gefa þeim og laga girðingar. Það er bara líka svo gott að vera að þvælast þarna úti. Miklu skemmtilegra en að vera heima með kryppu og lesa.
Ég tók líka tvær næturvaktir síðustu helgi og svo er ég komin í frí frá því þangað til í lok Júní. Það er ágætt á meðan ég er í prófum og svo byrja ég í aðlögun á bráðamóttökunni 15. maí.
Jájá. Nóg að gera. Búin að fá að vita úr þrem verkefnum. 8 - 9,4 - 9,5 - ekki slæmt ;)
Þá er best að halda áfram tempóinu.
Bless í bili.

föstudagur, apríl 13, 2007

Ný örsaga frá Þorsteini Guðmundssyni:

Þrír möguleikar
Ég á kjallara og þegar ég geng inn í hann beygi ég mig vegna þess að dyrnar eru lágar. Ég er ekki stórvaxinn en heldur ekki lágvaxin, hæðin hefur aldrei verið issue.
Ég tók hins vegar eftir því í síðustu viku að ég er hættur að beygja mig þegar ég geng inn í kjallarann. Núna geng ég teinréttur inn um dyragættina án þess svo mikið sem að nikka til höfðinu.
Hvaða skýring er á þessu. Það eru reyndar tveir möguleikar ef ekki þrír. Í fyrsta lagi að ég sé að minnka með árunum, það er ekki óþekkt, í öðru lagi að gólfið í kjallaranum sé að síga og í þriðja lagi að loftið í kjallaranum sé að stíga upp. Ég held það sé sé númer eitt, númer tvö er möguleiki en ég vil ekki loka á númer þrjú. Það væri best.
Aaaahhh!! Það er alltaf gaman að finna sér eitthvað annað að gera en að lesa fyrir próf! Ég bara get ekki slökkt á tölvunni fyrir framan mig. Ég er búin að lesa tvo glærupakka, ítarlega, í hjúkrunarstjórnun. Þetta er ekki beint "jolly" skemmtilegt fag. Ég ætla því að fá mér "Bright Mood" te til að kæta mig aðeins. Vonandi gerir það lesturinn aðeins skemmtilegri.

Þið getið verið ánægð sem voru farin að sakna mín í blogginu. Nú þegar próf nálgast þá bloggar maður og bloggar. Þannig að ég býst við því að síðan muni lifna svolítið við næstu daga...
Blogg fyrir helgina...
...enjoy the music!

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Hvað er að frétta af mér?
Jahh... síðan síðast, þá er ég bara búin að liggja með tær uppí loft í páskafríinu. Borða páskaegg. Leika mér í sveitinni. Fara á tvenna tónleika: Blonde Redhead og Björk. Tók tvær næturvaktir. Ég fór til tannlæknis og ég horfði loksins, loksins á Borat í gærkvöldi. Sem betur fer! Ég var svo annars hugar og hlæjandi inní mér hjá tannlækninum í dag að ég fann ekkert til og var ekkert kvíðin. Þökk sé Borat :o)
En jámm...það styttist í próf. Fyrsta prófið er 4. maí og nú er ekkert annað að gera en að lesa fyrir það. En ég ætla líka að láta draga úr mér tvo jaxla, hitta Sonju og Pavle, fara í spes bíóferð suður og leysa krossgátur.
Ég bið að heilsa í bili.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Ahh... Það er gott að vera í páskafríi.
Ég hef ekkert að segja og nenni ekkert að gera.
Skoðum bara einn Larson í dag...