miðvikudagur, mars 28, 2007
Í dag fór ég loksins og lét Siggu frænku taka stóra mynd af kjálkanum/tönnunum mínum í "StarWars" myndatökuvélinni. Ég er búin að fresta því í mörg ár að láta taka úr mér endajaxlana. Ég viðurkenni það, ég er hrædd við tannlækna, þó svo að afi minn hafi verið tannlæknir og ég hélt mikið upp á hann. Þó svo að aldrei hafi neitt hræðilegt komið upp á í mínum tannlækna heimsóknum. Það er bara eitthvað ógnandi við tannlækna heimsóknir. Hvað þá að láta draga úr sér endajaxl! Ég allavega get ekki pínt mig lengur. Endajaxlinn er búin að TROÐA sér vel í gegn og það er EKKERT pláss fyrir hann og ég er að farast úr pirringi og verkjum! Guðmundur vildi nú bara taka jaxlana einn, tveir og þrír á staðnum vegna þess að myndin sýndi það að það myndi ekki vera nein stór aðgerð. En þegar hann sagði það þá hvítnaði ég í framan og sagðist þurfa mikið af róandi fyrir aðgerðina og ég ætti eftir að keyra heim og það gæti ég ekki gert eftir það og bla bla bla... Við ákváðum því öll þrjú í sameiningu að ég myndi bara mæta með Gunnar með mér eftir páska. Þá geta þau dregið þessi kvikindi úr kjaftinum á mér og ég get gleymt mér í stólnum á meðan. Gunnar heldur í hendina á mér og keyrir mig svo heim. Mér líst vel á það og líður strax aðeins betur :o)
mánudagur, mars 26, 2007
föstudagur, mars 23, 2007
fimmtudagur, mars 22, 2007
laugardagur, mars 17, 2007
mánudagur, mars 12, 2007
sunnudagur, mars 11, 2007
Úlallaaa...
Alltof langt síðan ég hef bloggað. Ég er alveg að farað gefa upp öndina hérna. Enda er ég algjörlega andlaus þegar ég ætla að farað blogga eitthvað sniðugt.
Nú sit ég hér á næturvaktinni og er að rembast við að halda mér vakandi. Það er róleg nótt, en þó ekki fyrir utan. Ég er búin að vera horfa á bláa blossa og ljósin hérna inni blikka í takt. Jebbs, það eru þrumur og eldingar úti. Enda er veðrið svo fáránlegt þessa dagana, það veit ekki hvort það er að koma eða fara. Það veit ekki hvort það eigi að vera heitt eða kalt...
En ég ætlaði nú ekki að tala um veðrið í þessu bloggi. Ég er enginn veðurfræðingur, en pæli mikið í veðri þegar ég er að keyra svona mikið á milli Borgarnes og Reykjavíkur.
Tilkynningarskyldan:
Ég kláraði verknám í geðhjúkrun á föstudaginn. Núna á ég að vera að vinna verkefni sem ég á að skila á mánudaginn. Það er bara ekki hægt að vinna verkefni svona á nóttinni. Það sem ég les fer inn um eitt og út um hitt.
Á mánudaginn byrja ég svo í nýju þriggja vikna verknámi í öldrunarhjúkrun. Vííí...eða ekki. Ég er bara orðin drullu þreytt og langar að fá viku frí á milli verknáma, alltaf!
Æj..svo er ég bara pirruð. Við Gunnar vorum NÆSTUM því búin að fá þessa fínu íbúð til að leigja þangað til við flytjum í húsið okkar. En nei, okkur var tilkynnt það að við fáum það því miður ekki. Bú fökking hú! Það þýðir að maður bítur þá bara ennþá fastar á jaxlinn.
Jebb...nenniggi að skrifa meir. Ætla að fá mér örvandi te.
Góðar stundir!
Alltof langt síðan ég hef bloggað. Ég er alveg að farað gefa upp öndina hérna. Enda er ég algjörlega andlaus þegar ég ætla að farað blogga eitthvað sniðugt.
Nú sit ég hér á næturvaktinni og er að rembast við að halda mér vakandi. Það er róleg nótt, en þó ekki fyrir utan. Ég er búin að vera horfa á bláa blossa og ljósin hérna inni blikka í takt. Jebbs, það eru þrumur og eldingar úti. Enda er veðrið svo fáránlegt þessa dagana, það veit ekki hvort það er að koma eða fara. Það veit ekki hvort það eigi að vera heitt eða kalt...
En ég ætlaði nú ekki að tala um veðrið í þessu bloggi. Ég er enginn veðurfræðingur, en pæli mikið í veðri þegar ég er að keyra svona mikið á milli Borgarnes og Reykjavíkur.
Tilkynningarskyldan:
Ég kláraði verknám í geðhjúkrun á föstudaginn. Núna á ég að vera að vinna verkefni sem ég á að skila á mánudaginn. Það er bara ekki hægt að vinna verkefni svona á nóttinni. Það sem ég les fer inn um eitt og út um hitt.
Á mánudaginn byrja ég svo í nýju þriggja vikna verknámi í öldrunarhjúkrun. Vííí...eða ekki. Ég er bara orðin drullu þreytt og langar að fá viku frí á milli verknáma, alltaf!
Æj..svo er ég bara pirruð. Við Gunnar vorum NÆSTUM því búin að fá þessa fínu íbúð til að leigja þangað til við flytjum í húsið okkar. En nei, okkur var tilkynnt það að við fáum það því miður ekki. Bú fökking hú! Það þýðir að maður bítur þá bara ennþá fastar á jaxlinn.
Jebb...nenniggi að skrifa meir. Ætla að fá mér örvandi te.
Góðar stundir!
fimmtudagur, mars 01, 2007
Jæja, kominn tími á skemmtilegt blogg?!
Hér sjáið þið skemmtilegu kisuna mína. Hún setur sig oft í skemmtilegar stellingar :o)
Hér sjáið þið skemmtilegu kisuna mína. Hún setur sig oft í skemmtilegar stellingar :o)