þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Ég var að uppfæra linkalistann minn. Þeir sem ég strokaði út og eru ekki hættir að blogga eða eru komnir með nýtt blogg, mega alveg láta mig vita, svo ég geti haldið áfram að fylgjast með í forvitni minni...
Ég svaf út í morgun og mikið var það gott!
Ég var náttúrulega að píska mig út síðustu tvær vikur í stjórnunarverknáminu, svo var ég á næturvöktum um helgina. EN, við Gunnar fórum reyndar út að borða á laugardagskvöldinu áður en ég fór á næturvaktina. Við borðuðum hjá Austur-Indía-félaginu og það var algjört æði. Ég elska þennan stað! Við vorum líka að fagna 2ja ára afmæli okkar, og eins árs trúlofunarafmæli okkar :o)
Í gær fékk ég líka að sofa aðeins út, ég þurfti nefnilega ekki að mæta í skólann fyrr en eftir hádegi. Svo var bara legið uppí sófa í gær, horft á Jörðina og svo farið í heimsókn og horft á Lost og étið nammi. Bara leti og gleði líf.
Núna er ég bara að vesenast í hinu og þessu inni í herberginu mínu, enda löngu kominn tími til! Spurning um að taka aðeins til og þurrka rykið af öllu hérna! Svo ætla ég á bókasafnið á eftir og grennslast eftir góðu lesefni handa mér og Gunnari. Það er svosem nóg af námsefni til að lesa...eeenn...langar að lesa eitthvað allt annað núna :o)

föstudagur, febrúar 09, 2007

Í dag er ég búin að vera með bros á vör (þó ég hafi verið sofandi fyrir næturvaktina í nótt), því að ég kláraði stjórnunarverknámið og mér skilst að mér hafi gengið mjööög vel. Allavega tala þær báðar um það, deildarkennarinn minn og sérfræðikennarinn minn. Aðeins að monta mig ;) Ég er sem sagt mjög góð að stjórna, skipuleggja mig og forgangsraða verkefnum.
Ég er líka glöð yfir því að í dag fékk ég pakka frá Amazon með tveim geisladiskum í. Það er nýi diskurinn með 4hero, Play With The Changes og þessi dýrgripur...Algjör snilld. Tvöfaldur remixdiskur. Fyrri diskurinn er stútfullur af lögum með 4hero sem hinir og þessir listamenn hafa remixað. Seinni diskurinn er stútfullur af flottum lögum eftir hina og þessa listamenn sem að 4hero hafa remixað! Þetta er algjör gleði pakki. Gaman að hlusta á nýtt efni og hressandi í bílnum á suðurleiðum mínum, fram og tilbaka.
En jæja, nú líður tíminn, ég þarf að fara að taka mig til fyrir næturvaktina. Við bloggumst síðar...

Góða helgi!!

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Hérna sjáið þið kappann!Stolta mamman :o)
Þetta er fallegur sunnudagur. Snjór úti og sólin skín eins skært og hún getur.
Ég er líka fegin helgarfríinu, sem er búið að vera ansi gott, því síðastliðin vika var vægast sagt mjög erfið og annasöm...
Í gær byrjaði dagurinn þó vel. Við fórum með Hörð Gunnar á íþróttahátíð sem var haldin í íþróttahúsinu. Keppt var í sundi og frjálsum og auk þess var verið að veita verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan árangur síðastliðið ár.
Hvað haldiði, hann Hörður Gunnar fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í pollaflokki, fyrir langstökk, 2,5 metrar. Þar með fékk hann sinn fyrsta bikar og það var brosað breitt það sem eftir var dagsins.
Síðan keppti hann í tveim greinum eftir þetta, spretthlaupi og langstökki án atr. Hann lendi í öðru sæti í báðum greinum, en við og fleiri sáum það reyndar mjög vel að hann var fyrstur í hlaupinu. Dómarinn á skeiðklukkunni vildi bara alls ekki viðurkenna það og lét hann því bara í annað sætið..puff! En við vitum betur. Hann stóð sig eins og hetja og fékk verðlaunapening fyrir vikið :o)

Í gærkvöldi fór ég svo út á skaga í matarboð til hennar Tobbu (ökufélaga og bekkjarfélaga með meiru). Þar mættu fleiri góðar bekkjarsystur vorar. Átum við ljúffenga þríréttaða máltíð a la Tobba og drukkum mikið af gleðidrykkjum í kjölfarið, spiluðum Trivial og sungum í Singstar. Þetta var æðislegt kvöld og ég á svo sannarlega góðar og skemmtilegar vinkonur í þessum blessaða hjúkrunarbekk!

Núna sit ég hér og er að hugsa um morgundaginn. Verknám í stjórnun heldur áfram og ég þarf að skipuleggja morgundaginn í þaula! Því kveð ég að sinni.

Góðar stundir!