þriðjudagur, desember 18, 2007

Er maður að úldna eða hvað!?

Ég fór í ömurlegt próf í dag í Hjúkrun sem starfs- og fræðigrein. Það var langt og leiðinlegt. Ég sat og skrifaði stanslaust í þrjá tíma um sama hlutinn á 12 mismunandi vegu...allavega fannst mér ég líka alltaf vera að lesa sömu orðin aftur og aftur nema bara í annarri röð þegar ég var að lesa fyrir þetta próf. Fyrir utan það að prófið var leiðinlegt og langt, þá var það líka frá 13:30 til 16:30 sem þýðir að maður er ekki kominn heim fyrr en rúmlega sex! Þá er maður þreyttur og úríllur og nennir sko alls ekki að fara að læra undir síðasta prófið sem er næsta föstudag. Ég hef því verið að slæpast í kvöld, hlusta á jólalög með Herði Gunnari og taka smá drasl af skrifborðinu mínu svo ég geti haft rými til að anda. Ég ætlaði að baka jafnvel smákökur en nennti ekki að ná í hrærivélina til mömmu. Þurfti samt að fara þangað með þvott því þvottavélin mín er biluð...húrra fyrir því!! Það er semsagt FJALL af þvotti hérna ofan á allt draslið og ég meikaði bara ekki shitt (fyrirgefið orðbragðið) í kvöld!

Ég ætla að vakna snemma á morgun og byrja að lesa barnasjúkdómafræðina. Eins gott að vera dugleg í því vegna þess að það verður DREGIÐ FRÁ FYRIR RÖNG SVÖR í því prófi! Húrra fyrir því!!

Góða nótt!

laugardagur, desember 15, 2007Þessi æðislega flott kona var að gefa út nýjan disk sem heitir White Chalk. Hann er svo góður að ég kemst í besta skap í heimi við að hlusta á hann, bara algjöra vímu!
Ahh...PJ Harvey er æði! :o)

Takk Særún ;)

Annars gekk ágætlega í prófinu í gær. Tvö búin, tvö eftir. Næst er það próf í Hjúkrun sem starfs- og fræðigrein...veeiii...eða hitt og heldur. Mikill lestur og örugglega mikið SKRIF próf!

miðvikudagur, desember 12, 2007

Próflestur heldur áfram. Eitt búið, þrjú eftir.

Heilsugæsluprófið var langt og strembið...þurfti að skrifa og skrifa og skrifa, endalausar ritgerðarspurningar! Ég auglýsi eftir fatla til að hafa handlegginn í.
Annars þá er næsta próf á föstudaginn og það er próf í "ljósmæðrafræði" eða Barneignir og fjölskyldan. Á meðan ég verð í þessu "ljósmæðra-prófi" þá er á sama tíma verið að jarða hana Guðbjörgu ömmusystir mína sem lést fyrir stuttu. Hún var ljósmóðir og tók meðal annars á móti mér inn í þennan heim. Ég er svekkt yfir því að komast ekki á jarðaförina. En samt sem áður er það hálf undarlegt og jafnvel pínu skemmtilegt að vera akkúrat í þessu "ljósmæðraprófi" á meðan. Ég vona að hún verði hjá mér í anda og hjálpi mér í gegnum prófið :)

mánudagur, desember 10, 2007

*Friður*

Jæja...nú er fyrsta prófið á morgun. Það er bannað að vera neikvæður. Það verður allt málað með jákvæðni í dag og næstu daga, því að ég ætla að ná öllum prófum.
Það styttist í jólin, þá mun ríkja enn meiri friður og ró...aahhhhvað mig hlakkar til.

Takk fyrir allt pepp en þið megið alveg senda mér góða Heilsugæsluprófs-strauma í fyrramálið!

fimmtudagur, desember 06, 2007

Til þess að hressa upp á þessa æðislegu tilveru mína þessa dagana þá var ég að fá tölvupóst um það að dregið verður frá fyrir röng svör í barnasjúkdómafræðinni!
Ég ÞOLI ekki svona próf og hef aldrei getað skilið tilganginn með því að draga frá fyrir röng svör!
Asnalegi skóli!!!
Ég er þreytt og ég nenni ekki að lesa fyrir próf. Ég nenni ekki að fara í þessi próf. Ég nenni ekki að vera í þessum skóla lengur....

mánudagur, desember 03, 2007

Ég byrjaði daginn með bros á vör...en síðan missti ég allan kraft...

Ég fór suður að kaupa jólagjafir í dag og var voða dugleg og keypti allar gjafir nema handa Herði Gunnari og Gunnari...erfiðustu gjafirnar. Síðan hitti ég Særúnu í hádeginu. Við fengum okkur súpu í brauði á Svarta kaffi og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Síðan skokkaði ég af stað upp í Eirberg með bréf til eins kennara og athugaði í leiðinni hvort það væri búið að skila einhverjum verkefnum í Örkina. Viti menn, þar beið mín umslag. Umslag með tveim verkefnum úr Heilsugæslu verknáminu. Ég opnaði, skoðaði og það kom svart ský fyrir sólu í kjölfarið....ég vil ekki ræða það meir. Ég er bara mjöööööög ósátt við mína einkunn, finnst ég ekki eiga hana skilið miðað við þá vinnu sem ég lagði í þetta og líka vegna þess að kennarinn....ja...best að blogga ekki meir um það!
Allavega, þá ætlaði ég að fara að lesa fyrir próf. Ég hef enga orku í það. Ég er bara þunglynd, svekkt, reið og sár. Ég veit ekki hvað ég á að gera..fá annað álit? En ég hef engan tíma til að vera að gera eitthvað mál úr þessu þar sem prófin eru alveg að fara að byrja.
Ég vona að ég vakni aftur glöð á morgun...

p.s. það er miklu skemmtilegra að leika sér við kisurnar...enda eru þær líka komnar í jólaskap :)

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Jæja, kominn tími á blogg?
Ég sit hér og les allskonar greinar um efni sem tengist lokaverkefni mínu; áfengi, vímuefni, geðsjúkdómar og ofbeldi...og hananú!
Annars vildi ég láta þá sem eru á Vesturlandinu vita að það kemur sérstakt aðventublað Skessuhorns út í dag þar sem er þrusu viðtal við mig og Árna T. um sögu Worm Is Green.... eða eins og stendur á vef Skessuhorns...
"viðtal við krakkana í worm is green..."
Alltaf gaman að vera kallaður krakki nú þegar maður nálgast fertugsaldurinn hratt. Ég er reyndar alltaf álitin vera 10 árum yngri en ég er, semsagt svona 19 ára. Alltaf gaman af því, eða hvað, orðin svolítið þreytt á því þar sem fólk virðist halda að maður sé heimskari en maður er af því að maður er bara krakki..
Æj, ég ætti nú kannski ekki að vera svona neikvæð, ég verð þó allavega ungleg í ellinni og hver vill það ekki???

Bestu kveðjur úr nesinu....

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Tíminn líður hratt... Kettirnir stækka, Hörður Gunnar stækkar, átti 8 ára afmæli 30. október, haustönnin er senn á enda, er í síðasta haust-verknáminu núna sem er heimahjúkrun, búin með fæðingar/kvennahjúkrun og heilsugæsluna. Ég eldist, Gunnar eldist, en hann verður einmitt 30 ára þann 19. nóvember og ég veit ekkert hvað ég á að gefa honum í afmælisgjöf! Einhverjar hugmyndir??? Hið verðandi hús mjakast, það er búið að steypa sökkulinn, nú þarf bara að láta steypuna þorna, rífa timbrið utanaf og moka meiri sand og aftur sand ofan í grunninn. En já, þetta er allavega komið á smá skrið. Krossum fingur fyrir góðu framhaldi.
Ég fór í æðislega bústaðarferð helgina 2.-4. nóvember með mínum ágætu bekkjarsystrum. Þó ekki öllum, bara þessi landsbyggðar klíka :) Við skelltum okkur í bústað í Minniborgum í Grímsnesi. Lágum í heitum potti, borðuðum góðan mat, drukkum rautt og hvítt, spiluðum, sungum og nutum þess að þurfa ekki að hugsa um verkefni og skóla. Þessi bústaðarferð var svooo kærkomin. Endurtökum þennan leik pottþétt aftur.
En núna ætla ég að demba mér í það að byrja á næsta verkefni. Langaði bara að kasta kveðju og henda inn örfáum myndum.
Chiao!mánudagur, nóvember 05, 2007

Blessuð sé minning hans. Hann var stórkostlegur söngvari!
P.s.
Framhald af bloggsögu um Póllands ferð kemur á næstu næturvakt, helgina 16. - 17. nóv.

laugardagur, október 27, 2007

Hæ! Er á næturvakt og finnst þá tilvalið að segja ykkur betur frá tónleikaferðalaginu.

Við vorum semsagt þarna nokkra daga í Prag sem var algjört æði og á hún Sunna sæta miklar þakkir skilið fyrir frábæra "umönnun". Hún sýndi okkur allt það helsta, fór með okkur á góða veitingastaði, kom með okkur í pool og veitti okkur góðan félagsskap.
Við lögðum síðan af stað til Póllands kl 9 um morguninn að mig minnir. Það tók okkur 12 tíma að keyra 550 km til Bydgoszcz! Það skal ég segja ykkur, þjóðvegir Póllands eru ekki ósvipaðir vegum Íslands, nema kannski fleirri bæjir sem maður þarf að keyra í gegnum og þá meina ég að maður þarf helst að keyra í gegnum hvert einasta centrum bæja, framhjá öllum bæjartorgum og kirkjum!
Við komumst þó til Bydgoszcz seint um kvöld (Guði sé lof enn og aftur fyrir GPS tækið!) og fórum beint á hótelið. Okkur fannst það mjög fyndið þar sem það var risastór tennishöll inni í sama húsi og hótelið! En hann Voijték vinur okkar tók á móti okkur og sýndi okkur herbergin okkar og svo var farið beint niðrí bæ og farið á einhvern flottan bar til að hitta fólk sem beið eftir okkur.
Jebb...við fórum með leigubíl í gegnum þoku-kola-mistrið (þar sem fólk kyndir mikið húsin sín með kolamolum) og keyrðum ínn í skrítið dimmt húsasund. Þar var síðan gengið inn um dyr sem voru að hruni komnar, yfir eitthvað byggingarsvæði, drullu og sand og voila, þarna vorum við komin inná flottan bar sem ég bjóst ekki við, miðað við útlitið að utan.
Þarna byrjaði fólk að hrópa og kalla og flauta þegar við komum inn, skrítið, en fullt af fólki kom og kynnti sig og tók í hendurnar á okkur og settist hjá okkur. Bjórinn þarna kostaði um 70 krónur íslenskar þannig að það var mikið drukkið. Eftir mikið spjall og marga bjóra, þá fórum við aftur á hótelið og lögðumst beint upp í rúm enda dauðþreytt eftir langan dag.
Kl. 7 um morguninn vöknuðum við við dúndrandi teknó og pólskt öskur. Þá var einhver brjálaður spinning tími fyrir neðan herbergið okkar, í full action! Ég get svarið það ég hélt það væri geymdur hátalari undir rúminu mínu hávaðinn var svo mikill! Við neyddumst því til að fara á fætur og niður í morgunmat. Þegar við vorum búin að næra okkur þá fórum við aftur upp í rúm og lögðum okkur, enda spinning tíminn búinn. Síðan vorum við sótt um eitt leytið og það var farið með okkur niður í bæ á útvarpsstöð þar sem skipuleggjendur low-fi festivalsins voru að vinna, radio ESKA. Eftir smá stopp þar fór hún Magda okkar með okkur á pönnuköku-veitingahús þar sem eru bestu pönnsur í heimi og við þurftum ekkert að borga. Ekki heldur fyrir hótelið. Allt frítt. Síðan gengum við um og skoðuðum bæinn og tókum myndir. Fórum líka í eina verslunarmiðstöð og komumst að því að föt, skór, gemsar og aðrar munaðarvörur kostuðu jafn mikið og heima. Eftir langt rölt þá fórum við á útvarpstöðina RadioPik, þar sem Steini og Bjarni lentu í 1 og hálfs tíma útvarpsviðtali þar sem þeir töluðu minnst! Það voru semsé tveir útvarpsmenn, tveir aðrir gaurar og einn túlkur. Það var mest megnis blaðrað á pólsku og Steini og Bjarni vissu ekkert hvað var í gangi. Mjög fyndið, en þeir spiluðu fullt af lögum með WIG inn á milli.
Eftir þetta þá var farið á hótelið, chillað aðeins og síðan vorum við sótt aftur á enn einn barinn þar sem voru líka tónleikar tengdir þessu festivali. Þegar við komum þar inn situr fólk í rólegheitum í stórum hornsófa útí horni. Þau eru síðan rekin úr sófanum með látum af því að Worm Is Green eiga þetta pláss! Mjög skrítin tilfinning og mér leið pínu asnalega. Síðan sátum við í þessum hornsófa, fengum svoleiðis raðirnar af bjórflöskum á borðið sem var því miður ekki mikil lyst fyrir og það var mikið horft á okkur. Svo vorum við orðin eitthvað svöng og spurðumst fyrir hvort að við gætum ekki farið og pantað pizzu á hótelið eða eitthvað. Nei, nei, það var bara pöntuð pizza á barinn og þarna sátum við í hornleðursófanum og átum pizzu á meðan sígarettur voru reyktar og bjór drukkinn í kringum okkur. Næs...
Ég og Árni gáfumst fljótt upp og fórum upp á hótel á undan hinum og steinsofnuðum, enda vildum við vera fersk um morguninn þar sem að sándtékk átti að vera kl 11 og svo tónleikarnir um kvöldið. Sem betur fer vöknuðum við ekki við teknó-spinning-tíma um morgunin, heldur vöknuðum við í rólegheitum og fórum og fengum okkur heitt te og brauð með skinku og osti...
....to be continued.

mánudagur, október 22, 2007

Vá hvað þetta er fyndið!

mánudagur, október 15, 2007

Jæja peeps! Komin heim. Nóg að gera. Gat ekki bloggað meira þarna úti. En vá, það var rosalega gaman, ævintýri líkast. Ég á eftir að blogga betri ferðasögu við betri tíma. NÓG að gera hjá mér núna! Ég á líka eftir að fá allar myndirnar úr ferðinni þar sem ég setti þær allar inná tölvuna hans Árna. Þær koma semsé síðar. Get þó sett eina svona "gengis" mynd af okkur útí Póllandi.
Annars....meira seinna :o)Þarna eru Steini, Árni, Bjarni, Snorri driver og Magda leiðsögumaðurinn okkar - frábær stelpa!

þriðjudagur, október 09, 2007

Vá! Ég er í Prag og það er æði!
Við erum semsé búin að vera hérna í Prag síðan við komum á föstudag. Reyndar flugum við til Frankfurt og þurftum að keyra á autobahninu sirka 550km til Prag. Það var bara soldið gaman þó að umhverfið breyttist ekki mikið, en líka svolítið scary. Að vera að keyra á 140km hraða og horfa á aðra bíla þjóta fram hjá eins og eitt strik og hverfa! Þvílíkur hraði. Síðan komum við hérna á hótelið okkar, þökk sé GPS tækinu frá Snorra, og fengum þetta fína herbergi á hótel Holiday Inn Express.
Við spiluðum semsé á laugardagskvöldið hérna á stað sem heitir Abaton. Mjög industrial staður, en flottur samt. Það var bara fullt af fólki og mikið stuð og allir að dilla sér við músíkina. Fyrst hjá Ben Frost, síðan Daníel Ágúst, svo við í WIG og svo seinast Sometime. Allir stóðu sig eins og hetjur!
Síðan erum við búin að nýta okkar stundir síðan í að SKOÐA og SKOÐA og SKOÐA og við erum sko ekki búin að skoða nóg! Við erum líka búin að fara á tvær myndlistar sýningar. Salvador Dali og Alphonso Mucha. Frábærar sýningar. Ég fíla mig ýkt menningarlega. Þetta er mögnuð borg, þvílíkar byggingar! Ég mæli með að allir komi hingað. Þetta er æði, jafnvel þó að það sé allt morandi í ferðamönnun hérna.
Núna er síðasti dagurinn í Prag og við ætlum að taka hann í að versla. Reyndar ætlum við á eina sýningu hérna sem heitir Bodies. En þar er maður, karlmaður skoðaður, sem hefur verið krufinn og skorinn í nokkra bita og það er víst hægt að flétta í gegnum hann eins og CT-skann! Spurning um að vera með nóg af sykri í blóðinu áður en maður fer svo það líði ekki yfir mann...
En jæja. Ég er búin að taka FULLT af myndum. Ég næ kannski að henda þeim inn síðar. Annars fáið þið bara að sjá þegar ég kem heim.
Ég bið að heilsa í bili. Lov jú all!
Dúddz og strákarnir!

laugardagur, september 29, 2007

Jæja! Það er svo sannarlega komin tími á blogg og góð ástæða til að lífga aðeins upp á bloggið þessa næstu daga.
Málið er að við í WIG erum að fara í tónleikaferðalag til Tékklands og Póllands í níu daga, frá 5. til 14. október og ég ætla að reyna að vera nettengd og skrifa ferðasögu og setja inn myndir...reyna það allavega.
Þið getið séð allt um okkur á myspace síðunni okkar - allir á myspace!

Annars er allt gott að frétta. Ég sit hér á minni vanalegu helgarnæturvakt og er kát yfir því að vera búin að skila af mér fyrstu ritgerð annarinnar, 50% ritgerð í próflausum áfanga hvorki meira né minna!
Verknám byrjar líka í næstu viku og fyrsta verknámið hjá mér á þessari önn verður barneignir og fjölskyldan, þ.e.a.s. ég verð á fæðingardeild í verknámi :) gaman, gaman!
Síðan fer ég í verknám í heilsugæslu og svo í heimahjúkrun. Það besta er að ég get tekið öll þessi verknám á Akranesi. Þannig get ég aðeins sparað keyrsluna í vetur.

Við Gunnar og H.G. höfum það annars mjög gott í litla kassanum á Skúlagötunni. Við vorum reyndar að pæla í því hvort að fólki fyndumst við eitthvað leiðinlegt því að nánast enginn af okkar vinum hefur komið í heimsókn til okkar!! Halló!?
Allavega, þá eruð þið velkomin í kaffi...ehemm

Jæja, best að fara og sinna vinnunni betur.
Bloggumst síðar!

miðvikudagur, september 12, 2007

Jæja, haustið skollið á með sína fyrstu lægðartussu. Afsakið orðbragðið en ég er alveg að segja það sem allir eru að hugsa, er það ekki?
Í svona veðri á einmitt að elda ljúffenga og matarmikla Íslenska kjötsúpu en það er einmitt það sem ég er að gera núna. Ég er einnig búin að dúllast heilmikið í NÝJU tölvunni minni í dag. Ó já, ég lét Gunnar hafa gömlu lufsuna sem er bæ ðe vei búin að hrynja tvisvar. Ég var ekki alveg að treysta henni fyrir lokaverkefnis-vinnunni minni sem framundan er í vetur. Sú gamla vinnur líka á hraða snígilsins og er því mikil tímasóun fyrir svona bissí manneskju eins og mig.
En já, þið lásuð rétt, lokaverkefni. Síðasta hjúkrunarfræðiárið í Eirberg. Ég er bæði spennt og kvíðin, veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta.
Svona í lokin er líka gaman að segja frá því að kettirnir mínir tveir eru æðislegir! Var ég búin að nefna það? Reyndar þurftum við að skipta um nafn á henni Perlu, sem var víst hann en ekki hún. Hann heitir víst Demantur núna... En þeir eru alveg frábærir þessir kettlingar, fá mann alltaf til að brosa, þó það sé kattarsandur útum alla íbúð. Læt hérna myndir fylgja með til að sýna ykkur hvað það er gaman að eiga kisur :)

föstudagur, ágúst 24, 2007

Má ég kynna nýju fjölskyldumeðlimina, systkinin Perlu og Elvis.mánudagur, ágúst 06, 2007

Jæja, þá fer þessari næturvaktarviku að ljúka. Svo eru tveir frídagar framundan eða réttara sagt 1 svefndagur og 1 frídagur. Svo byrjar maður aftur á fullu á kvöldvakt á fimmtudag. Mér finnst ég hafa hreinlega misst úr viku af lífinu með því að hafa verið svona 6 næturvaktir í viku. Reyndar má líta á þetta þannig að ég hafi skroppið til Bandaríkjanna í viku, þá þarf maður allavega að snúa sólarhringnum við...
Allavega, ég er svo heppin að vera í fríi næsta laugardag og sunnudag þannig að ég get leyft mér að fara á fiskidaga á Dalvík og tjaldað í garðinum hjá Sonju og Pavle :o) Ég vonast til að kallinn geti komið með, annars ætlar Særún að fá að fljóta með ef hennar tími leyfir. Það verður eina útileigan mín í sumar býst ég við. Ég er heldur ekki mikið fyrir það að tjalda, er held ég búin með þann kvóta....
Annars er lítið að frétta af okkur. Við Gunnar erum hinsvegar búin að ákveða að leigja Skúlagötuna áfram í allan vetur þar sem að húsabyggingar hafa ekki gengið mjög hratt fyrir sig í sumar. Við ætlum því að halda áfram að byggja í rólegheitum og þannig eru líka meiri líkur á því að ég flytji inn í húsið þar sem allt verður tilbúið. Ekki eftir að parketleggja eða flísaleggja eða hengja upp einhverja innréttingu... Þess vegna tókum við Gunnar okkur til í gærkvöldi og slógum garð dauðans á Skúlagötunni! Þessi lóð hefur örugglega ekki verið slegin í 2-3 ár, enda sina og ógeð undir öllu þessu grasi. Lóðin ætti að jafna sig eftir nokkra slætti. En það er allavega allt annað að sjá framan á húsið! :o)
Jæja, klukkan að verða sex og ég er að spá í að fá mér morgunmat og fara svo í að taka lífsmörk.
Ég kveð að sinni...

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Gleðilegan ágúst!
Eiga ekki allir fullt af peningum í dag? Skatturinn, besti vinur almúgans...

Er hér á næturvakt að bíða eftir að klukkan verði átta. Búið að vera ansi róleg nótt. Sem betur fer kannski. Dembi mér í nokkrar blóðprufur og hjartalínurit á eftir, þá rúllar tíminn aðeins hraðar.

Sé rúmið mitt í hyllingum....mmm...sofa...og svo aftur á næturvakt næstu nótt!

mánudagur, júlí 23, 2007

Danmörk var æði. Ég náði mér þó í hressandi hálsbólgu og kvef áður en ég fór heim. Vann svo viku dauðans og er nú komin í tveggja daga frí. Ahh...
Myndirnar tala sínu máli. Það var gaman hjá okkur. Sérstaklega gaman að hitta líka hana Ragnheiði mína :o)mánudagur, júlí 09, 2007

Hellú! Hvað segið þið? Ég segi allt gott...
Ég sit hér á næturvaktinni, það er rólegt, sem betur fer, því ég gat lítið sem ekkert sofið í sólinni í dag.
Það hefur verið mikið að gera hjá mér undanfarna daga. Ég var líka á næturvakt aðfaranótt laugardags. Síðan fór ég að sofa níu um morguninn (07.07.07) og vaknaði aftur klukkan tólf til að taka mig til fyrir brúðkaup Guðna Rafns og Freyju. Það var alveg yndislegt og þau voru rosalega fín og sérstaklega Rebekka litla og Gabríel Rafn. Verð að setja mynd af þeim hérna við tækifæri. OG mynd af brúðhjónum því þau voru glæsileg!
Síðan var maður komin heim að verða níu um kvöld og þá var ég orðin súr af þreytu og svefnleysi. Ég lagðist nú samt ekki upp í rúm strax heldur fórum við Gunnar að góna á LiveEarth tónleikana og um leið hugsuðum um okkar gang hvað varðar rafmagn og rusl. Ég sá það nú samt að ég er dugleg við ýmislegt svona. Ég fer oft með eitthvað í endurvinnsluna, hvort sem það eru dósir eða dagblöð. Ég spara mjög mikið rafmagn, nota vatn sparlega og ýmislegt fleira. Þetta lærði ég nú bara af afa mínum sem var alltaf að spara rafmagnið...
En jám...svo á ég frídag/svefndag á morgun. Svo verður haldið á kvöldvakt á þriðjudag, morgunvakt miðvikudag og voila - köben á fimmtudag!!
Okkur hlakkar öllum voða mikið til en það er nú samt hálf súrt að fara burt af landi þegar veðrið er svona frábært. Svo er spáð rigningu í Köben næstu helgi! En jæja, ég verð allavega ekki á Hróarskeldusvæðinu heldur á hótelherbergi, þannig að þetta ætti nú alveg að reddast fínt.
Jebb.. Vildi bara kasta sumarkveðju á liðið sem hangir á netinu á sumrin.

þriðjudagur, júní 26, 2007

Jæja. Ég er búin að panta mér ferð til Kaupmannahafnar, loksins!!Ég fer með drengnum og kallinum í helgarferð 12. til 16. júlí og ohboy hvað við ætlum að njóta þess að vera þarna úti. Flug og hótel bókað og ég farin að huga að hreinum þvotti, enda er ég að vinna einsog mófó þangað til ég fer út. Nýta skal þá tímann vel...
Vildi bara monta mig aðeins.
Ég þakka annars fyrir kveðjurnar.
Ble í bili.

mánudagur, júní 25, 2007


Ég kveð litla heimalinginn með söknuði en hann lést í fyrradag.
Blessuð sé minning hans.

föstudagur, júní 22, 2007

Góðan daginn gott fólk.
Lítið að frétta hér nema bara vinna og aftur vinna.
Kannski er það nú helst að frétta að við Gunnar erum búin að vera með heimaling í kassa tvær nætur á Skúlagötunni. Það er alveg yndisleg móðurtilfinning sem kemur yfir mig þegar ég gef honum Lazarus litla rjóma í pela. Ég mæli með því að fólk fái sér lamb sem gæludýr, ekki kött eða hund.

fimmtudagur, júní 07, 2007

Jæja. Ég er löngu komin heim af norðurlandinu, búin að mæta á nokkrar vaktir á bráðamóttökunni og hef í nógu öðru að stússast.
Ég hafði það svoooo gott fyrir norðan, eyddi nú mestum tíma mínum hjá þeim hjónakornum Sonju og Pavle. Þau eru best í heimi, það segir Hörður Gunnar allavega. Þau elduðu handa mér yndislegan mat, dekruðu við mig og strákinn, fóru með okkur að veiða og spiluðu spil svo eitthvað sé nefnt. Ég get ekki beðið eftir því að fara að heimsækja þau oftar.
En fólk hefur einmitt tækifæri til að njóta matargerðar Sonju á Halastjörnu í sumar. Hún og Pavle munu vinna þar í sumar og bjóða fram glæsilegar máltíðir og góð vín til að plúsa með matnum. Umm....
Um að gera að panta sér borð áður en sumarið líður hjá, það er jú fljótt að líða!

föstudagur, maí 25, 2007

AKUREYRI HERE I COME! Það er að segja ef ég verð ekki veðurteppt á Holtavörðuheiðinni!
Ég sit hér heima hjá Særúnu, nývöknuð eftir bráðamóttökunæturvakt, og bíð eftir henni því við ætlum að rúlla saman norður á eftir. Mér hlakkar rosalega til að hitta alla. Sérstaklega nýfædda prinsessu Guðveigar og Fúsa :o) Til hamingju litla fjölskylda!
Ég vona bara að ég komist norður. Mér skilst að það sé snjór og krap og skafrenningur á leiðinni. Týpískt... En það ætti að vera nóg umferð þessa Hvítasunnuhelgi og ég verð því ekki ein á heiðinni.
Þangað til næst,
Góða helgi!

mánudagur, maí 21, 2007

Ég get svarið það! Það er allt hvítt í Hafnarfjalli og það er komið að lokum maí mánaðar! Ég var vitni að miklu hagléli í gærkvöldi og stuttu eftir það kom "stór-flyksu-snjókoma". Aumingja litlu lömbin sem eru komin út á tún í sveitunum.
Ég vona nú að það verði ekki hálka á vegum þar sem allir eru komnir (ættu að vera komnir) á sumardekkin!
Jájá... annars er allt ágætt að frétta. Við Gunnar höfum það voða gott á Skúlagötunni. Hérna getið þið fengið smá innlit í íbúðina og séð hvað við höfum það gott.

Jebb... og svo fer ég á kvöldvakt á í dag. Er orðin ansi góð í því að stinga fólk og setja upp nálar og taka blóðprufur. Jájá, þetta kemur allt saman hægt og rólega :o)

Annars þá er ég líka að spá í að skella mér norður (ef veður leyfir) um næstu helgi þar sem ég á svo gott og langt helgarfrí. Þetta er allt saman pæling eins og er, þarf bara aðeins að skoða það betur. En þá gæti ég loksins farið að heimsækja Sonju og Pavle, alla ættingjana mína og vini þarna fyrir norðan. Alveg kominn tími til!!
Gunnar verður að vera heima og vinna í húsamálum því miður. Hann kemur með næst...

miðvikudagur, maí 16, 2007

Komiði margblessuð og sæl! Ég sit hér með bros á vör, nýbúin að fá í gegn nettenginguna hérna á Skúlagötunni. Það er ósköp ljúft að sitja hér með góða músík í græjunum og gott te í bolla. Svo hleyp ég niður og set í þvottavél, hengi á snúru og brýt saman þvott. Mér finnst það gaman af því að það er MITT!
Ég byrjaði á bráðamóttökunni í gær and oh boy, það var víst mjög róleg vakt í gær en samt nóg að gera hjá mér! Annars líkaði mér bara mjög vel við fyrstu vaktina og ég held að ég eigi eftir að læra alveg heilmikið af þessari sumarvinnu. Hinsvegar verð ég líklegast í aðlögun meirihluta sumarsins því það eru svo ótalmörg smáatriði sem ég þarf að hafa á hreinu þarna. En maður er leiddur vel í gegnum allt þarna og fullt af fólki til að spyrja ef maður er í vandræðum og fullt af fólki sem vill hjálpa.
En jæja, ég ætla ekki að ílengjast hér í dag. Ég fer á kvöldvakt í kvöld en þangað til ætla ég að reyna að raða upp úr restinni af pappakössunum hérna og setja í hillur og svoleiðis...
Þangað til næst! Ble...

þriðjudagur, maí 08, 2007

Hó hó! Já ég er á lífi. Búin að fara í tvö próf og eitt eftir. Það hefur gengið svona mmmm...veit ekki, jújú, kannski...spyrjum að leikslokum. Ég næ allavega held ég.
Nú er sól úti. Sumardekkin komin á bílinn og ég í smá chilli í foreldrahúsum að kíkja á netið, áður en ég leggst yfir bækurnar aftur. Jebb, ég er semsagt flutt og það er alveg yndislegt. Húsið er lítið og sætt og það brakar í gólfinu þegar maður labbar. Við erum notaleg lítil fjölskylda í notalegu litlu húsi og ég fíla það í tætlur.
Allir velkomnir í kaffi á Skúlagötu 19, eftir 12. maí....(þá er ég búin í prófum).
Bestu kveðjur,
Dúdda.

fimmtudagur, maí 03, 2007Já, lambið er komið. Litla sæta lambið er svart og fallegt. Það er forvitið, kemur til manns og þefar af manni. Það er duglegt að sjúga mjólk og er vel braggað. Ég bíð spennt eftir næstu lömbum :o)

miðvikudagur, maí 02, 2007

ÞAÐ ER KOMIÐ LAMB!
Gunnar hringdi í mig áðan og tilkynnti mér þetta. Ég ætla að skjótast frá lærdómi í dag og taka myndir af því og knúsa það.
Ohh...það er svo margt skemmtilegt að gerast akkúrat í þessum próflestri!!!

p.s. fleiri sveitamyndir hér...
Ég get sprungið af gleði!
Ég og Gunnar fengum afhenda lykla að litlu íbúðarhúsi í gær 1. maí, sem mun vera dvalarstaður okkar í sumar. Við byrjuðum að flytja inn smá dót í gærkvöldi. Ég sem er í próflestri sit hér iðandi í stólnum af því að mig langar svo að fara NÚNA og þrífa og koma mér betur fyrir. En, lærdómur gengur fyrir. Við ætlum að mjatla þetta rólega, kvöld eftir kvöld og flytja allt síðasta dótið og klára á laugardaginn og gista. Laugardagur til lukku, ekki satt?
Fyrsta prófið mitt er núna á föstudaginn 4. maí, næsta er 8. maí og síðasta er 12. maí. Þá verður dansað og sungið og kosið og farið í partý/matarboð til Sigrúnar bekkjarsystur minnar á Selfossi. Við Gunnar vorum meira að segja að spá í að vera grand á því og gista á Hótel Selfoss. En, nóttin kostar 17900kr!! Ætlum aðeins að melta það...
Jæja. Ég læt hér fljóta með nokkrar myndir af búskapnum. Góðar stundir!

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Einmitt það já, ég er rosalega dugleg að blogga í þessum próflestri mínum...
En það er svosem alveg búið að vera shit nóg að gera þannig að ég hef alveg látið bloggið í friði.
Hörður Gunnar tók þátt í Héraðsmóti í frjálsum um daginn. Hann lenti í öðru sæti í hástökki og öðru sæti í langstökki án atr. og fór því brosandi heim með tvo silfurpeninga. Svo er ég bara búin að vera að lesa og lesa. Inn á milli er ég búin að fara vestur með Gunnari að vesenast í grunninum að húsinu okkar. Erum búin að verað reyna losa vatn úr honum. Nú á það allt að vera farið þannig að við getum farið að klára að setja restina af mölinni ofan í. Ég var líka á þvælingi með honum í kringum stóðið. Það þarf að gefa þeim og laga girðingar. Það er bara líka svo gott að vera að þvælast þarna úti. Miklu skemmtilegra en að vera heima með kryppu og lesa.
Ég tók líka tvær næturvaktir síðustu helgi og svo er ég komin í frí frá því þangað til í lok Júní. Það er ágætt á meðan ég er í prófum og svo byrja ég í aðlögun á bráðamóttökunni 15. maí.
Jájá. Nóg að gera. Búin að fá að vita úr þrem verkefnum. 8 - 9,4 - 9,5 - ekki slæmt ;)
Þá er best að halda áfram tempóinu.
Bless í bili.

föstudagur, apríl 13, 2007

Ný örsaga frá Þorsteini Guðmundssyni:

Þrír möguleikar
Ég á kjallara og þegar ég geng inn í hann beygi ég mig vegna þess að dyrnar eru lágar. Ég er ekki stórvaxinn en heldur ekki lágvaxin, hæðin hefur aldrei verið issue.
Ég tók hins vegar eftir því í síðustu viku að ég er hættur að beygja mig þegar ég geng inn í kjallarann. Núna geng ég teinréttur inn um dyragættina án þess svo mikið sem að nikka til höfðinu.
Hvaða skýring er á þessu. Það eru reyndar tveir möguleikar ef ekki þrír. Í fyrsta lagi að ég sé að minnka með árunum, það er ekki óþekkt, í öðru lagi að gólfið í kjallaranum sé að síga og í þriðja lagi að loftið í kjallaranum sé að stíga upp. Ég held það sé sé númer eitt, númer tvö er möguleiki en ég vil ekki loka á númer þrjú. Það væri best.
Aaaahhh!! Það er alltaf gaman að finna sér eitthvað annað að gera en að lesa fyrir próf! Ég bara get ekki slökkt á tölvunni fyrir framan mig. Ég er búin að lesa tvo glærupakka, ítarlega, í hjúkrunarstjórnun. Þetta er ekki beint "jolly" skemmtilegt fag. Ég ætla því að fá mér "Bright Mood" te til að kæta mig aðeins. Vonandi gerir það lesturinn aðeins skemmtilegri.

Þið getið verið ánægð sem voru farin að sakna mín í blogginu. Nú þegar próf nálgast þá bloggar maður og bloggar. Þannig að ég býst við því að síðan muni lifna svolítið við næstu daga...
Blogg fyrir helgina...
...enjoy the music!

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Hvað er að frétta af mér?
Jahh... síðan síðast, þá er ég bara búin að liggja með tær uppí loft í páskafríinu. Borða páskaegg. Leika mér í sveitinni. Fara á tvenna tónleika: Blonde Redhead og Björk. Tók tvær næturvaktir. Ég fór til tannlæknis og ég horfði loksins, loksins á Borat í gærkvöldi. Sem betur fer! Ég var svo annars hugar og hlæjandi inní mér hjá tannlækninum í dag að ég fann ekkert til og var ekkert kvíðin. Þökk sé Borat :o)
En jámm...það styttist í próf. Fyrsta prófið er 4. maí og nú er ekkert annað að gera en að lesa fyrir það. En ég ætla líka að láta draga úr mér tvo jaxla, hitta Sonju og Pavle, fara í spes bíóferð suður og leysa krossgátur.
Ég bið að heilsa í bili.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Ahh... Það er gott að vera í páskafríi.
Ég hef ekkert að segja og nenni ekkert að gera.
Skoðum bara einn Larson í dag...

miðvikudagur, mars 28, 2007

Í dag fór ég loksins og lét Siggu frænku taka stóra mynd af kjálkanum/tönnunum mínum í "StarWars" myndatökuvélinni. Ég er búin að fresta því í mörg ár að láta taka úr mér endajaxlana. Ég viðurkenni það, ég er hrædd við tannlækna, þó svo að afi minn hafi verið tannlæknir og ég hélt mikið upp á hann. Þó svo að aldrei hafi neitt hræðilegt komið upp á í mínum tannlækna heimsóknum. Það er bara eitthvað ógnandi við tannlækna heimsóknir. Hvað þá að láta draga úr sér endajaxl! Ég allavega get ekki pínt mig lengur. Endajaxlinn er búin að TROÐA sér vel í gegn og það er EKKERT pláss fyrir hann og ég er að farast úr pirringi og verkjum! Guðmundur vildi nú bara taka jaxlana einn, tveir og þrír á staðnum vegna þess að myndin sýndi það að það myndi ekki vera nein stór aðgerð. En þegar hann sagði það þá hvítnaði ég í framan og sagðist þurfa mikið af róandi fyrir aðgerðina og ég ætti eftir að keyra heim og það gæti ég ekki gert eftir það og bla bla bla... Við ákváðum því öll þrjú í sameiningu að ég myndi bara mæta með Gunnar með mér eftir páska. Þá geta þau dregið þessi kvikindi úr kjaftinum á mér og ég get gleymt mér í stólnum á meðan. Gunnar heldur í hendina á mér og keyrir mig svo heim. Mér líst vel á það og líður strax aðeins betur :o)
Hvernig væri að fá einn Larson?

mánudagur, mars 26, 2007

Þetta er skrítin tilfinning, góð tilfinning, samt svolítið kvíðin...
Ég var að skrá mig í kúrsa fyrir næsta vetur, síðasta veturinn minn í hjúkrunarfræðinni, fjórða árið. Jebb. Núna stendur lokaverkefni og brautskráning í námskeiðsreitnum mínum á Uglunni.
Gaman, gaman :o)

föstudagur, mars 23, 2007

Næturvakt um helgina. Ég drekk te til að róa mig fyrir svefn og annað te til að örva mig fyrir vöku. Hér getið þið séð uppáhalds tein mín...
Ég óska ykkur gleðilegrar helgar og farsæls komandi mánudags.P.s. Gangið hægt inn um gleðinnar dyr!

fimmtudagur, mars 22, 2007

laugardagur, mars 17, 2007

Það er alltaf gaman að róta í diskasafninu og hlusta á góða músík þegar maður er að þrífa. Í dag er þessi diskur í miklu uppáhaldi hjá mér, enda mjööög góður!Reyndar á Árni Teitur þennan disk. Ég fékk hann lánaðan fyrir löööngu síðan. Ég bara tími ekki að skila honum :o)

mánudagur, mars 12, 2007

TILKYNNING!
Það kom fluga og flaug hérna í kringum mig og settist á hendina mína á meðan ég var að pikka inn verkefnið mitt. Hún flaug líka í eyrað mitt og suðaði fyrir framan nefið mitt. En það er allt í lagi því ég varð svo glöð við að sjá hana!
Vertu velkomið vorið mitt!!

sunnudagur, mars 11, 2007

Úlallaaa...
Alltof langt síðan ég hef bloggað. Ég er alveg að farað gefa upp öndina hérna. Enda er ég algjörlega andlaus þegar ég ætla að farað blogga eitthvað sniðugt.
Nú sit ég hér á næturvaktinni og er að rembast við að halda mér vakandi. Það er róleg nótt, en þó ekki fyrir utan. Ég er búin að vera horfa á bláa blossa og ljósin hérna inni blikka í takt. Jebbs, það eru þrumur og eldingar úti. Enda er veðrið svo fáránlegt þessa dagana, það veit ekki hvort það er að koma eða fara. Það veit ekki hvort það eigi að vera heitt eða kalt...
En ég ætlaði nú ekki að tala um veðrið í þessu bloggi. Ég er enginn veðurfræðingur, en pæli mikið í veðri þegar ég er að keyra svona mikið á milli Borgarnes og Reykjavíkur.
Tilkynningarskyldan:
Ég kláraði verknám í geðhjúkrun á föstudaginn. Núna á ég að vera að vinna verkefni sem ég á að skila á mánudaginn. Það er bara ekki hægt að vinna verkefni svona á nóttinni. Það sem ég les fer inn um eitt og út um hitt.
Á mánudaginn byrja ég svo í nýju þriggja vikna verknámi í öldrunarhjúkrun. Vííí...eða ekki. Ég er bara orðin drullu þreytt og langar að fá viku frí á milli verknáma, alltaf!
Æj..svo er ég bara pirruð. Við Gunnar vorum NÆSTUM því búin að fá þessa fínu íbúð til að leigja þangað til við flytjum í húsið okkar. En nei, okkur var tilkynnt það að við fáum það því miður ekki. Bú fökking hú! Það þýðir að maður bítur þá bara ennþá fastar á jaxlinn.
Jebb...nenniggi að skrifa meir. Ætla að fá mér örvandi te.
Góðar stundir!

fimmtudagur, mars 01, 2007

Jæja, kominn tími á skemmtilegt blogg?!

Hér sjáið þið skemmtilegu kisuna mína. Hún setur sig oft í skemmtilegar stellingar :o)

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Ég var að uppfæra linkalistann minn. Þeir sem ég strokaði út og eru ekki hættir að blogga eða eru komnir með nýtt blogg, mega alveg láta mig vita, svo ég geti haldið áfram að fylgjast með í forvitni minni...
Ég svaf út í morgun og mikið var það gott!
Ég var náttúrulega að píska mig út síðustu tvær vikur í stjórnunarverknáminu, svo var ég á næturvöktum um helgina. EN, við Gunnar fórum reyndar út að borða á laugardagskvöldinu áður en ég fór á næturvaktina. Við borðuðum hjá Austur-Indía-félaginu og það var algjört æði. Ég elska þennan stað! Við vorum líka að fagna 2ja ára afmæli okkar, og eins árs trúlofunarafmæli okkar :o)
Í gær fékk ég líka að sofa aðeins út, ég þurfti nefnilega ekki að mæta í skólann fyrr en eftir hádegi. Svo var bara legið uppí sófa í gær, horft á Jörðina og svo farið í heimsókn og horft á Lost og étið nammi. Bara leti og gleði líf.
Núna er ég bara að vesenast í hinu og þessu inni í herberginu mínu, enda löngu kominn tími til! Spurning um að taka aðeins til og þurrka rykið af öllu hérna! Svo ætla ég á bókasafnið á eftir og grennslast eftir góðu lesefni handa mér og Gunnari. Það er svosem nóg af námsefni til að lesa...eeenn...langar að lesa eitthvað allt annað núna :o)

föstudagur, febrúar 09, 2007

Í dag er ég búin að vera með bros á vör (þó ég hafi verið sofandi fyrir næturvaktina í nótt), því að ég kláraði stjórnunarverknámið og mér skilst að mér hafi gengið mjööög vel. Allavega tala þær báðar um það, deildarkennarinn minn og sérfræðikennarinn minn. Aðeins að monta mig ;) Ég er sem sagt mjög góð að stjórna, skipuleggja mig og forgangsraða verkefnum.
Ég er líka glöð yfir því að í dag fékk ég pakka frá Amazon með tveim geisladiskum í. Það er nýi diskurinn með 4hero, Play With The Changes og þessi dýrgripur...Algjör snilld. Tvöfaldur remixdiskur. Fyrri diskurinn er stútfullur af lögum með 4hero sem hinir og þessir listamenn hafa remixað. Seinni diskurinn er stútfullur af flottum lögum eftir hina og þessa listamenn sem að 4hero hafa remixað! Þetta er algjör gleði pakki. Gaman að hlusta á nýtt efni og hressandi í bílnum á suðurleiðum mínum, fram og tilbaka.
En jæja, nú líður tíminn, ég þarf að fara að taka mig til fyrir næturvaktina. Við bloggumst síðar...

Góða helgi!!

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Hérna sjáið þið kappann!Stolta mamman :o)
Þetta er fallegur sunnudagur. Snjór úti og sólin skín eins skært og hún getur.
Ég er líka fegin helgarfríinu, sem er búið að vera ansi gott, því síðastliðin vika var vægast sagt mjög erfið og annasöm...
Í gær byrjaði dagurinn þó vel. Við fórum með Hörð Gunnar á íþróttahátíð sem var haldin í íþróttahúsinu. Keppt var í sundi og frjálsum og auk þess var verið að veita verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan árangur síðastliðið ár.
Hvað haldiði, hann Hörður Gunnar fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í pollaflokki, fyrir langstökk, 2,5 metrar. Þar með fékk hann sinn fyrsta bikar og það var brosað breitt það sem eftir var dagsins.
Síðan keppti hann í tveim greinum eftir þetta, spretthlaupi og langstökki án atr. Hann lendi í öðru sæti í báðum greinum, en við og fleiri sáum það reyndar mjög vel að hann var fyrstur í hlaupinu. Dómarinn á skeiðklukkunni vildi bara alls ekki viðurkenna það og lét hann því bara í annað sætið..puff! En við vitum betur. Hann stóð sig eins og hetja og fékk verðlaunapening fyrir vikið :o)

Í gærkvöldi fór ég svo út á skaga í matarboð til hennar Tobbu (ökufélaga og bekkjarfélaga með meiru). Þar mættu fleiri góðar bekkjarsystur vorar. Átum við ljúffenga þríréttaða máltíð a la Tobba og drukkum mikið af gleðidrykkjum í kjölfarið, spiluðum Trivial og sungum í Singstar. Þetta var æðislegt kvöld og ég á svo sannarlega góðar og skemmtilegar vinkonur í þessum blessaða hjúkrunarbekk!

Núna sit ég hér og er að hugsa um morgundaginn. Verknám í stjórnun heldur áfram og ég þarf að skipuleggja morgundaginn í þaula! Því kveð ég að sinni.

Góðar stundir!

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Bloggið er hálf-dautt... enda nóg að gera hjá manni!
Ég byrjaði í fyrsta verknáminu mínu í morgun. Fyrsta verknámi af þrem á þessari önn. Það er verknám í hjúkrunarstjórnun og ég þykist semsé stjórna á A5 uppi í Fossvogi, sem er bæklunar- og háls, nef og eyrna-deild. Sem betur fer hef ég verið í verknámi þarna áður, þannig að ég þekki aðeins til þarna. En þetta hljómar samt spennandi, þó maður sé pínu stressaður. Maður er nú reyndar alltaf pínu stressaður þegar maður er að byrja í verknámi.
Ég verð semsé í þessu næstu tvær vikurnar og svo fæ ég viku frí. Þá byrja ég í næsta verknámi sem er í geðhjúkrun. Það er eitt mesta áhugasvið mitt í hjúkrun, þannig mig hlakkar mjög mikið til að fara í það verknám. Ég mun vera í því í 3 vikur.
Síðast fer ég svo í verknám í öldrunarhjúkrun. Þá mun ég vera í heimsóknum á Eir, Landakoti, í kirkju og félagsstörfum aldraðra. Ég mun vinna með hópum og einstaklingum, auk þess sem ég þarf að velja mér eitthvað áhugavert efni tengt öldrun og flytja fyrirlestur fyrir gamla fólkið. Það verður bara gaman :o)
En já...ég er þreytt og langar að lúlla mér pínu pons áður en ég horfi á handboltann.
Og að lokum...
....áfram Ísland!!

mánudagur, janúar 22, 2007Horft á handbolta...
Til hamingju Ísland...

sunnudagur, janúar 21, 2007

Ég elska þessa drengi


Annars er allt gott að frétta hér. Rólegheitahelgi að renna sitt skeið. Við tókum hressan útivistardag í gær. Fórum öll í kuldagalla og út í frostið með sleðann og hundana með okkur (þó ekki sleðahunda). Við fórum vestur og mokuðum skít í hesthúsinu. Gáfum skepnunum hey og vatn. Hörður Gunnar valdi sér eina kind og skírði hana Litlurós, í höfuðið á kisunni minni. Við fórum síðan uppí hesthúsahverfi og kíktum í kaffi til Benna og Siggu í kaffihúsaturninum þeirra. Svo var Jóhann bróðir að bjóða vinum heim í afmælisboð þannig að við litla fjölskyldan fórum suður og glöddum lítinn dreng með því að kíkja á MacDí og fórum svo í bíó að sjá gamanmyndina Night at the Museum. Hún var bara þó nokkuð góð, gott að hlæja.
Í dag ætlaði ég að vera rooosa dugleg að lesa og læra af því að það varð ekkert úr því í gær. Ég er ekki ennþá byrjuð. Mér finnst meira gaman að sörfa netið og leika mér með i-podinn minn. En núna get ég kannski byrjað. Búin að leika mér nóg. Segjum þetta gott í bili!

Tjuss!!

mánudagur, janúar 15, 2007

Ég var að enda við að setja inn nokkrar myndir frá jólum og áramótum. Maður er alltaf jafn óduglegur að taka myndir þá... En hér eru þær!
Jæja gott fólk. Er ekki kominn tími til að blogga? Ég verð að viðurkenna það að maður er farin að slaka ansi vel á í þessu bloggi. Það er bara alltaf svo mikið að gera hjá manni, margt og skemmtilegt og áhugavert...
Ég er t.d. byrjuð í skólanum aftur. Það er ekki mikill skóli svosem, en mikið verknám og verkefnavinna í kjölfarið. Ég er í þrem stórum kúrsum; Hjúkrunarstjórnun, Öldrunarhjúkrun og síðast en ekki síst, Geðhjúkrun- og geðheilbrigði. Þannig að það er voða gaman í skólanum núna. Svo finnur maður líka sífellt meira fyrir því hvað það er lítið eftir af þessu blessaða hjúkrunarfræðinámi. Og já, já, það er SLEGIST um okkur á vinnumarkaðinum skal ég segja ykkur. Gott mál það. En það sem er ekki svo gott mál, það eru launin. Þau eru hreinlega til skammar. En ég er heppin þar sem ég vinn á góðum vinnustað á góðum launum með skólanum. Ég er að hugsa um að vinna þar í sumar. Landspítalinn borgar því miður MIKLU minna. Hinsvegar var ég búin að fá vinnu á Bráðamóttökunni á Hringbraut og með því að vinna þar myndi ég öðlast heilmikla reynslu. Jebb... ég er í algjörri krísu. Veit ekkert hvernig ég á að hafa þetta sumar! Vonandi leysi ég það á næstu dögum...

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Ég er enn í hálfgerðu losti yfir þættinum sem ég sá í gærkvöldi um Chernobyl slysið og afleiðingar þess á "framtíðar" börnin...
Þeir sem misstu af þessum þætti ættu að reyna að nálgast hann einhvernvegin, eða þá skoða þessa og þessa síðu.
Ég veit ekki. Ég varð hálf máttlaus eftir að hafa horft á þetta. Ég ætla að reyna að gera eitthvað til að hjálpa þessum börnum í framtíðinni. Nota mína menntun í það...

föstudagur, janúar 05, 2007

JÆJA í hundraðasta sinn!!

Í stuttu máli, þá var árið 2006 vægast sagt viðburðarríkt og hafði í för með sér
miklar breytingar...

Ég klessti Peugotinn, en keypti nýjan/gamlan bíl í kjölfarið, seldi hann svo og keypti mér annan nýrri.

Tengdapabbi minn féll frá mjög svo óvænt og var það mikil sorg og er hans sárt
saknað í dag. Blessuð sé minning hans.

Ég spilaði með Worm Is Green í Kastljósinu, á Grand Rokk, í Tallin, Eistlandi og í
Þjóðleikhúskjallaranum á Airwaves, svo eitthvað sé nefnt. WIG breyttist líka þannig að við erum ekki lengur fimmmenningar, heldur fjórmenningar...

Við Gunnar trúlofuðum okkur þann 11. feb. og ákváðum í leiðinni að gifta okkur á
afmælisdag tengdapabba, þann 20. júní, þegar sá dagur myndi lenda á föstudegi eða
laugardegi.

Ég fór í skemmtileg og lærdómsrík verknám.

Það kom viðtal við mig í Nýju Lífi í apríl.

Við Gunnar pöntuðum okkur SG íbúðarhús frá Selfossi.

Ég sá ýmsa tónlistarmenn á árinu, Roni Size, CocoRosie, Morrissey, Nick Cave og
Sykurmolana.

Ég vann á E-deild SHA í sumar og það gekk vel.

Ég eignaðist minn fyrsta hund með Gunnari, hann Bimbó.

Ég keyrði mikið traktora útí sveit.

Ég fór á Landsmót hestamanna og skemmti mér konunglega!

Ég söng hér og þar, t.d. með Balla frænda, með Gospelkór og í brúðkaupum og jarðaförum.

Ég fór í margar hestaferðir og braut því niður hesta-hræðsluna.

Ég skráði mig í Amnesty til að reynað bæta réttlæti heimsins.

Ég skráði mig á þolfiminámskeið og fór að hreyfa mig!

Amma varð 90 ára 11.september og það var haldið uppá það með pompi og prakt!

Ég sagði STOPP við umferðarbrjálæðinu.

Ég fór í réttir, sem ég hef ekki gert síðan ég var krakki.

Ég byrjaði í nýrri vinnu með skólanum, næturvaktir aðra hvora helgi.

Ég varð veðurteppt á Kjalarnesinu í einum að þessum brjálæðisveðurdögum í sirka 2-3
tíma, á afmælisdeginum hans Gunnars.

Ég fór í fallegt brúðkaup Sonju og Pavle.

Ég gerðist Unicef styrktarforeldri og hvet aðra til að gera slíkt hið sama ef þið
eruð ekki nú þegar búin að því...

Ég fékk fyrstu einkunnina í hús 27. des. Hún lofaði góðu, hvorki meira né minna en 9
:o)


Góðar stundir gott fólk!

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Ég held að það sé alveg kominn tími á það að ég óski öllum gleðilegs árs og takk fyrir það gamla og allt það...
Ég var að vinna í mínum árlega annál í gær, en bloggerinn var bara með einhverja stæla þannig að ég gat ekki pöplishað neitt! Vonandi kemur 2006 annállinn fljótlega...

Annars þá er ég á næturvakt. Ég blogga bara á næturvöktum nú orðið. Verð að bæta það á árinu. Ég er bara svo annasöm kona you know...
Jæja...halda áfram að vinna. Ble í bili.