mánudagur, desember 25, 2006

Gleðileg jól gott fólk og farsælt komandi ár!
Ég þakka öllum innilega öll jólakortin, vonandi móðgast fólk ekki yfir því að hafa ekki fengið jólakort frá annasömu konunni...
En þessi jól ákvað ég að deila með öðrum, sem eiga um sárt að binda, og því sit ég hér á næturvaktinni í rólegheitum og vaki yfir fólkinu þessa blessuðu jólanótt.
Hafið það sem allra best um jólin og farið vel með hvort annað.
Jólakveðja frá Dúddu púddu!! :o)

mánudagur, desember 18, 2006

Jæja gott fólk! Ég kláraði síðasta prófið mitt í dag. Til hamingju með það Dúdda. Þrátt fyrir það að hafa verið að læra undir próf síðustu daga, þá leyfði ég mér ýmislegt annað. Ég tók tvær næturvaktir til að vinna upp mínar skuldir, ég fór líka í barna afmæli, en síðast en ekki síst, þá fór ég í mjög svo fallegt og skemmtilegt brúðkaup.
Hjónin heita Sonja og Pavle og þau búa á Dalvík í Brúarlands húsinu sínu með henni Donnu sinni. Hér eru þau myndarhjónin og fleiri skemmtilegar myndir finnast hér!Takk fyrir mig!

miðvikudagur, desember 13, 2006

Ég veit ekki hvort er fyndnara, að ég skuli líkjast Tony Danza eða að Gunnar skuli líkjast einhverjum megabeibum og síðan Lionel Ritchie!! Muhhahahahhaaa....

HAHAHAHAHA!!!! Ég komst loksins í litun til mömmu í dag og öðlaðist andlit á ný. Í tilefni þess þá fór ég inn á þessa snilldarsíðu til þess að finna svipuð andlit...
Niðurstaðan var þessi, ég líkist Tony Danza!!

þriðjudagur, desember 12, 2006

Úúúúúúúú....hlakkar til að fá þessa í hendurnar! :)

Jæja... Þá er bara eitt próf eftir, hjúkrun krabbameinssjúklinga á mánudaginn. Aðferðafræðin í gær var svona lala, maður þorir aldrei að segja neitt hvernig manni hefur gengið. Vona bara að ég nái öllum prófunum, það kemur heldur ekkert annað til greina!!
En í gær átti ég smá svona "frí". Ég fór í smá heimsókn og horfði á Scary Movie 4, sem er algjört rugl en djöfull gat ég hlegið að þessari vitleysu! Þetta var akkúrat það sem ég þurfti, þar sem ég var að drukkna í eigin ljótu og pirringi og langaði helst að vera komin í jólafrí med det samme! EN, síðasta prófið er eftir tæpa viku. Ég hef ágætis tíma til að lesa, og þó, ég þarf að taka tvær næturvaktir í vikunni og svo er ég að fara í brúðkaup á laugardaginn og jafvel á tónleika á sunnudaginn.... Skipuleggja, verð að skipuleggja. Ég ætla allavega að halda áfram að lesa núna.
Ble í bili gott fólk!

föstudagur, desember 08, 2006

Púff...það er erfitt að sitja yfir aðferðafræðipróflestri á föstudegi...
Góða helgi gott fólk!

miðvikudagur, desember 06, 2006

Im going crazy!

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

Próf númer tvö á morgun, vöxtur og þroski. Fyrir þetta próf þarf maður að læra helling af kenningum sem hinir og þessir spekingar settu fram. Ég fæ alltaf snert af athyglisbrest þegar ég þarf að læra kenningar og nöfn á köllum...

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

Wish me luck!

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

þriðjudagur, desember 05, 2006

laugardagur, desember 02, 2006

Eru ekki örugglega allir búnir að styrkja UNICEF?

Þegar ég sit hér og vorkenni sjálfri mér yfir því að þurfa að sitja allan daginn og þurfa að læra undir próf, með nammi í skál fyrir framan mig og kók í glasi, í hlýju notalegu herbergi, nýlega búin að borða góðan kvöldmat og nýbúin að hátta hrausta litla drenginn minn, sem hefur það svo gott, þá SKAMMAST ÉG MÍN ROSALEGA!
Ég fór því strax inná heimasíðu UNICEF og skráði mig sem heimsforeldri. Ég vona að börnin eigi eftir að fá hlýju og skjól, mat og föt og að framtíðardraumar þeirra eiga eftir að rætast. Ég vonast líka til þess að geta farið í framtíðinni sem hjúkrunarfræðingur og unnið sjálfboðaliðavinnu í þessari fátækt þarna úti.
Amen.

föstudagur, desember 01, 2006

Þessi blessaða tölva mín fellur í dá af og til. Það gerði hún í gær, en hún lifnaði aftur við núna rétt fyrir hádegi. Spurning um að fá sér nýja tölvu?

En prófin nálgast og ég á að sjálfsögðu ekki að vera hangandi á netinu. En það eru bara allskonar greinar og allskonar shit sem ég þarf alltaf að kíkja á reglulega, sem er inni á HÍ-uglu svæðinu mínu.
Jebbs...það eru 3 dagar í próf! Ég er bara búin að lesa yfir glósur hjúkr. langveikra og glósur aðferðarfræðinnar. Ég hugsa að ég nái ekki að lesa yfir vöxt og þroska glósurnar og krabbameinshjúkr. Svo er bara svo MARGT SKEMMTILEGT UM AÐ VERA NÚNA!!! Það er allskonar skemmtidagskrá í héraðinu, tónleikar og fyrirlestrar og svoleiðis, plús það að ég er komin í jólastemmingu og mér langar bara að farað þrífa og skreyta og skrifa jólakort og baka smákökur! EN, það er bara ekki hægt. Ohh...það er svo erfitt að vera námsmaður stundum. En þetta er nú 3. ár af fjórum. Það er farið að síga á seinni hlutann.
Nú svo er brúðkaup 16. des. og síðasta prófið mitt er 18. des. Ég vildi óska að ég þyrfti ekki að vera í prófum núna! Then again, þá þyrfti ég að taka þessi próf seinna og þá seinkar náminu mínu enn meir...þannig að, það er best að ljúka þessu af núna!
Hljóma ég eins og vog með valkvíða?!
Later dudes!