þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Hörður Gunnar á það til að tala upp úr svefni og hann gengur líka mjög mikið í svefni. Það getur oft verið mjög fyndið.
Í nótt talaði hann víst upp úr svefni. Hann hrópaði "Halellúja" hátt og skýrt.
Mjöööög fyndið :o)
Ég kláraði að prenta út verkefnin í morgun og ég er semsé nýbyrjuð að lesa fyrir próf. Það er eitt soldið merkilegt við hjúkrunarfræðina, það er rosalega mikil endurtekning í náminu. Nú þegar er ég t.d. búin að lesa sömu setninguna svona 100 sinnum og ég er bara búin að fara í gegnum 3 glærupakka!
"Mæta sjúklingi þar sem hann er staddur"
Ég held ég sé búin að ná því....

mánudagur, nóvember 27, 2006

Hverjum langar ekki í ís í svona köldu veðri??

sunnudagur, nóvember 26, 2006

"það er algjör vitleysa...að reeeeyykja!"Hi everybody!
Ég er komin á fullt í verkefnavinnunni...ég er farin að sjá fyrir endanum á þessu. Þannig að ég get vonandi farið að læra undir próf sem fyrst!
Það heldur manni líka gangandi að fá tölvupóst með skemmtilegum myndum sem láta mann hlæja. Verst er að ég er að DEYJA úr vöðvabólgu á að sitja svona við tölvuna og vera hokin með höfuðið oní bók! Íbúefnið hefur ekkert að segja...best að leyta betur að grjónapokanum mínum, hann er langbestur, sjóðandi heitur á axlirnar..ahhh...

Já...fleirri skemtilegar myndir..

wtf?


furðuleg skemmtun


þessi er hress


þessi er samt best!


Góðar stundir :o)

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Úppss....

sunnudagur, nóvember 19, 2006

"já...það var vont veður daginn sem Gunnar fæddist, enda langt gengið í nóvember..."
Þetta voru orð tengdamömmu minnar, en í dag er einmitt brjálað veður líka, eða var það allavega í morgun. Ég var að koma af næturvakt í morgun, sem að lýkur rúmlega átta...ég var komin heim hálf tólf! Ég var veðurteppt á Kjalarnesinu í slatta tíma á meðan ég hugsaði hlýlega til afmælisdrengsins heima í bólinu mínu...En núna er ég komin heim, búin að elda kjötsúpu og er að rembast við það í leiðinni að vinna verkefni þar sem skólaönnin fer óðum að klárast!

En annars, til hamingju með afmælið Gunnar minn :o)
Ég vona að ég verði aðeins ferskari og hafi meiri tíma fyrir þig næsta afmælisdag...enda stórafmæli þá ;)

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Yess!!! Slátrið er opnað á ný!
Loksins getur maður fylgst með lífi hjónakornanna í Dallas...

Eníhú...mikið að gera hjá mér. Get ekkert bloggað af viti næstu daga...vikur...sjáumst eftir áramót!

föstudagur, nóvember 10, 2006

Ath! Ég vil hvetja alla til að kjósa besta sykurmolacoverið (blue eyed pop með WIG ;) á vefsíðu popplands. Að lokinni kosningu skuluð þið svo fara og hvetja vini ykkar til að kjósa líka besta coverið á popplandssíðunni... okey! :)

Góðar stundir!

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Jæja...síðasti skóladagurinn minn var í dag. En önnin er hinsvegar rétt að byrja hjá mér! Á morgun byrjar verknámið á hjartadeildinni og í kjölfarið fylgja nokkur þung verkefni sem þarf að vinna og skila fyrir próflok. Síðasti skiladagur verkefna er 2. des. Prófin byrja 4. des! Þannig að...það verður lítið hægt að plata mig út að skemmta mér eða eitthvað svoleiðis, því ég verð mjög líklega gróin föst við bækur og blöð!
En allavega, wish me luck!

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Þessi vefsíða er uppáhalds vefsíðan mín á svona dögum.

Eigiði sem bestan sunnudag...

laugardagur, nóvember 04, 2006

Er blogger beta betra? Það er spurning...

Mig dreymdi roooosalega mikið í nótt! Það var dularfullt, skemmtilegt og dramatískt. Kannski hafði föstudags pælingin einhver áhrif á þennan draum? En þetta var bara eins og að horfa á eina góða kvikmynd þar sem ég var í aðalhlutverki!
Mig dreymdi rúnir og dularfull orð, rómantík, bátsferð, uppgjör við gamlan vin og sættir.... Svona eiga næturnar að vera! Enda er ég alveg upplögð til að takast á við daginn í dag. Ég ætla að byrja á því að taka til í kringum mig, hreinsa burt gamlan skít og ló. Síðan ætla ég að lesa eitthvað námsefni...það er nú vissara þar sem prófin eru farin að nálgast ansi hratt.

föstudagur, nóvember 03, 2006

Ég hef verið að hugsa mikið til baka á meðan ég hef setið hérna fyrir framan tölvuna í kvöld.
Það er svo margt sem hefur breyst í mínu lífi. Ég hef sjálf breyst mikið. Það er margt þarna í fortíðinni sem maður sér eftir, saknar, vonar eftir að komi fyrir aftur eða bara vill helst gleyma og margt fleira.
Ég er þó samt alveg föst á því að allt sem maður hefur gengið í gegnum, hvort sem það er súrt eða sætt, það hefur styrkt mann og gert mann að því sem maður er í dag. Og ég er ekkert svo ósátt við mig í dag, alls ekki. Þess vegna ætti ég í raun að fagna öllu sem ég gerði í fortíðinni. Ef ég hefði tekið skref í aðrar áttir eða sagt nei þar sem ég sagði já eða öfugt, þá væri ég kannski ekki hér í dag!

Jámm...þetta var mín pæling á þessu einmanna föstudagskvöldi.(.....Dúdda þreytta og lífsreynda...)