þriðjudagur, október 31, 2006

Hér koma nokkrar hressar myndir úr afmælinu hans Harðar Gunnars.

Annars er ég aðeins að hressast. Ég neitaði að vera slöpp lengur og drusluleg. Ég reif utan af sængunum, henti þeim út í frostið og ryksugaði herbergið mitt. Fór í notalegt bað og bar á mig uppáhalds kremið mitt.
Ég fór líka og keypti nagladekk á bílinn minn í dag. Ég var búin að hlusta á ýmsar skoðanir um þessi dekkjamál. Niðurstaðan var naglar og ekkert annað! Hölli vinur minn á dekkjarverkstæðinu gaf mér meira að segja 10% afslátt! Alltaf gott að versla í heimabyggð :o)

Jæja...best að snúa sér aftur að tíðarhvarfagreininni...brrr...höööhhh!!!

mánudagur, október 30, 2006

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag. Hann á afmæli hann Hörður Gunnar...
...hann er 7 ára í dag!!

Jibbí jeij.. hér eru 11 krakkar í afmælisveislu and oh boy oh boy, þvílík læti! Núna er smá ró þar sem þau sitja með snakk í skálum og horfa á video. Ég hefði helst viljað leggja mig núna, en ég held að ég hafi ekki beint tíma til þess. Versta er að ég er hálf lasin, með dúndrandi höfuðverk sem verkjatöflur ná engum tökum á, hor í nefi og sviða í augum. En krakkarnir eru ánægðir og þetta tekur líka fljótt af...

Ég er að rembast við að lesa megindlega rannsóknargrein eftir Herdísi Sveinsdóttur sem heitir "Tekist á við tíðahvörf". Ég þarf að svara nokkrum skemmtilegum aðferðafræði spurningum upp úr þessari grein og það hefur lítill tími gefist í það undanfarna viku og ég var á næturvakt um helgina og nú er ég hálf lasin að halda upp á 7 ára afmæli...
Vonandi sýna þær mér miskunn stelpurnar í skólanum á morgun ef ég verð ekki búin að svara öllum spurningunum...

sunnudagur, október 29, 2006

Áts!!!
Hér er allt rólegt á næturvaktinni... Það var líka rólegt í gær. Ég og Unnsteinn næturvörður erum sammála um það að ég hafi svo róandi nærveru á sjúklingana hérna...

Á morgun tekur svo bakstur við. Hörður Gunnar á afmæli á mánudaginn og ég er búin að lofa að baka eina gulrótarköku og eitthvað fleira, svo hann geti boðið bekkjarfélögunum sínum í kökuveislu á mánudag.

Mér langaði bara að kasta næturkveðju á ykkur :o)

miðvikudagur, október 25, 2006

Hvernig væri að sjá eitt hressandi Borat myndband?

Borat Movie-film Music!

Add to My Profile | More Videos
Finnst engum síðustu tvær færslur (videoklippur) fyndnar??

Hér er annars allt gott að frétta. Ég er farin að ganga með húfu þar sem það er orðið kaldara úti og fjöllin eru orðin hvítari. Ég er einmitt að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fá mér nagladekk á bílinn... Nagladekkin eru bara orðin svo dæmd í samfélaginu vegna mengunar. Ég er samt á því að aðeins naglarnir nái að halda bílnum vel á þjóðveginum ef eitthvað kemur upp á. Mér finnst loftbóludekk ekki meika sens. Hvað segið þið?

Á morgun fæ ég loksins að fara í hvítu fötin. Ég fer á stoðdeildarkynningu á B2 í Fossvogi. Á föstudag fer ég síðan á Grensás og kynni mér starfsemina þar. En sjálft aðal verknámið mitt hefst ekki fyrr en 7. nóvember. Það er svosem farið að styttast í það, en það er líka farið að styttast í prófin og það verður sko NÓG að gera hjá mér síðustu vikurnar fyrir próf!

Í dag keypti ég líka miða á Sykurmola tónleikana. Mér hlakkar bara mikið til. Gunnar og Guðni ætla með, plús það að tvær bekkjarsystur mínar koma líka, sem er ekkert nema töff. Sigrún og Rúna, þið eruð semsé töff. Ég keypti mér líka miða í stæði sem ég hef ekki gert í langan tíma. Ég neita að vera orðin það gömul að ég geti ekki staðið heila tónleika. Ég fer bara í nýju skónum mínum sem Gunnar gaf mér. Þeir eru líka með einhverjum súper hæl sem á að vera svo góður fyrir bakið, mænuna, liðina og brjósk. Já...ég segi það, neita að vera gömul....
Þetta er eitt það fyndnasta sem ég hef séð á netinu í langan tíma!

þriðjudagur, október 24, 2006

Ætli strákar sem nota gleraugu, noti þetta trix á gleraugun sín?

sunnudagur, október 22, 2006

Þvílíka stuðið í gær! Vúhh!
Það skal ég segja ykkur, þið sem misstuð af okkur WIG í Þjóðleikhúskjallaranum í gær misstuð af heilmiklu! Þann rann af manni svitinn um leið og maður dansaði og söng fyrir fólkið til rúmlega 3, að ganga 4 í nótt! Við fengum mikið klapp og hróp og gleði, fólk dillaði sér og söng með! Jebb...ég og Árni og Steini og Bjarni vorum barasta hæst ánægð með giggið. Takk þið sem mættuð ;)
En núna er ég að rembast við að klára 6 verkefni sem ég á að skila á morgun. Maður er ekki alveg kominn í lærdómsgírinn enda dauðþreytt eftir þessa viku. Meir blogg kemur því síðar...
Later peeps!

föstudagur, október 20, 2006

Takk elskurnar mínar fyrir allar afmæliskveðjurnar í gær! :o)
Það var bissí dagur hjá mér í gær, afmælisdaginn minn 19. október. Ég byrjaði á því að fara í skólann í umræðutíma, skilaði verkefnum og svona. Síðan hitti ég Balla frænda eða Bela eins og hann kallar sig listamaðurinn, og við fórum í smá rennirí yfir lögin sem átti að spila síðar um kvöldið á Airvawes hátíðinni í Þjóðleikhúskjallaranum. Hann var með þessa fínu hljómsveit með sér og enn og aftur sá ég hvað hann Balli frændi minn er rosa músíkalskur og bullandi af hæfieikum, þó hann sé hógvær... eins og reyndar sannur Ringsted er...
Við fórum líka uppí Skjá 1 og fluttum eitt í þættinum sex til sjö. Það verður sýnt held ég í dag...skrýtið þar sem tónleikarnir voru í gærkvöldi, en eníhú.
Eftir það fór ég á æfingu með WIG en fann að ég var farin að vera slöpp og veikindaleg. Ég sveik þess vegna æfinguna eftir smátíma og fór heim til frænku minnar og lagiðst undir teppi uppí sófa í svona hálftíma. Það var algjör lifesaver!
Bela var síðan semsé að spila í Þjóðleikhúskjallaranum í gær undir góðar undirtektir. Ég fór því þangað og söng þarna með honum eitt lag og eyddi síðan restinni af afmælisdeginum mínum í að horfa á aðra listamenn og spjalla við fólk og það var gaman :o)

sunnudagur, október 15, 2006

Fyrsta sjálfstæða næturvakts helgin mín!
Jebbs...ég er á annarri næturvaktinni minni núna og það gengur bara mjög vel. Það er rólegur tími akkúrat núna, þannig að ég fæ mér orkudrykk og blogga eitthvað svo ég sofni ekki. Það eru líka nokkur krossgátublöð hérna til að dunda sér með. Jebbs... en annars er þessi vinna mjög lærdómsrík. Ég er alltaf að sjá það betur og betur.
Hvað segið þið annars...eru allir á djamminu eða heima sofandi??

fimmtudagur, október 12, 2006

Það hlaut að koma að því...Ég er komin með barnalandsbóluna! Alltaf þegar ég tek mér lærdómspásur og fer að sörfa netið, þá er ég farin að fara oftar og oftar á barnalandssíður hjá fólki sem ég þekki og þekki ekki neitt! Já, já...það er allt í brjáluðum bjölluhljómum hér, en það verður að bíða!
Ég ætla að setja upp barnalandssíðu fyrir Hörð Gunnar og systkin hans...þegar ég verð ólétt næst...
Jájá...

miðvikudagur, október 11, 2006

Það er svo greinilegt þegar Hörður Gunnar, sem er ávallt svo aktívur, verður lasinn. Allt í einu kom hann til mín í dag lumpinn á svip og sagðist vera með hita. Hann var rjóður í kinnum og sjóðandi heitur á enni. Ég kom litla greyinu fyrir uppí rúmi og sagði honum að nú væri hann heppinn að eiga mömmu sem væri næstum því orðin hjúkrunarfræðingur :o)

Annað mál...ég ætla að gera heiðarlega tilraun til þess að fara í þolfimi tíma í kvöld. Ég ætla að vona að einhver mæti, við vorum víst orðnar sex stelpur þegar ég kíkti á skráninguna í dag. Ég krossa fingur!

Ég skal samt alveg játa á mig að ég er ekki fullkomin sjálf sem borgari hér í þessu bæjarfélagi. Ég fer næstum aldrei á kaffihús. Ég er alveg hætt að nenna því. Það gerist ÖR sjaldan. Ég er alveg sammála Sonju. Mér finnst gott að vera heima. Ég tala nú ekki um hvað mér hlakkar til að komast í mitt eigið hús, uppí sveit, með dýrin í kringum mig, náttúruhljóðin og Snæfellsjökul út um stofugluggan... En hey, þessi blessaði bær má nú vera aðeins meira lifandi! Tökum okkur á... Drekkum kaffi á fleiri stöðum en heima hjá okkur!

Góðar stundir...

þriðjudagur, október 10, 2006

Það er eitt sem ég þoli ekki við það að búa í litlum bæ. Það er hvað þáttaka fólks almennt í ýmsum málum er lítil og léleg!
Það hefur t.d. verið marg reynt að opna kaffihús hérna og aldrei virðist það ganga. Landnámssetrið er reyndar núna með kaffihús, en það hefur líka frábæra sýningu Mr. Skallagrímsson á bak við sig og tvær aðrar safn-sýningar. Hvað gerist þegar hætt verður að sýna Mr. Skallagrímsson? Mun Landnámssetrið fara á hausinn?
Það er líka mest ferðafólk og túristar sem stunda það að heimsækja kaffihúsin sem eru reynd í þessum blessaða bæ. Heimafólk stundar kaffihús eða veitingastaði í mjög litlum mæli. Hyrnan og Shell er víst í miklu uppáhaldi þegar kemur að því að borða úti...
Annað sem sýnir litla þáttöku fólks er þegar verið er að reyna eitthvað nýtt í íþróttahúsinu.
Ég fór glöð í bragði í dag niðrí íþróttahús til að fara í fyrsta jógatímann á 4 vikna jóganámskeiði sem átti að byrja í dag. En neibb...það er búið að slaufa því þar sem ekki náðist að ná lágmarkinu eða 10 manns í tímana! Þess má geta að ég kláraði 4 vikna þolfiminámskeið í síðustu viku og þar rétt náðist í 10 manns í tímana. Ég ákvað að hafa smá fjölbreytileika í hreyfingunni minni, þess vegna skráði ég mig næst á jóganámskeið en ekki aftur þolfimi. Þannig að ég spurði um þolfiminámskeiðið, hvort ég gæti þá skráð mig aftur á það...eehh...nei...því miður eru ekki nema 4 þar og því ekki víst að það haldi áfram heldur! Common!
Ég sé fram á það að ég þurfi bara að stunda jóga heima í stofu og fara í spinning með mömmu í hádeginu. Það virðist vera það eina sem blívar í þessu blessaða íþróttahúsi. Fólk er hrætt við nýja hluti...það er víst þannig í þessum bæ!
Ummmmm.... ég elska Fisherman's Friend með Salmiak lakridssmag...

föstudagur, október 06, 2006

Hvernig væri annars að fá einn Larson á þessum föstudegi?eða tvo...

Booored!
Já...þessi föstudagur er þreyttur og leiðinlegur. Ég nenni ómögulega að læra. Ég er stopp í vöxt og þroska verkefninu og er því að reynað læra eitthvað annað. Aðferðafræði. Bara leiðinlegt! Ég er að rembast við að reynað lesa rannsóknargreinar, kafa djúpt oní þær og finna út hvort þær séu megindlegar eða eigindlegar og allt sem tilheyrir því... Ekki my cup of tea! Þarna finnst mér hjúkrunarfræðin vera orðin of vísindaleg fyrir minn smekk. Ég kýs að hugsa meira um manneskjuna sem liggur veik í sjúkrarúmi. Aðferðafræðingar mega gera rannsóknir fyrir hjúkrunarfræðinga. Ég skal alveg hjálpa þeim, en þeir mega sjá um tölfræðina og aðferðafræðina. Takk fyrir!

þriðjudagur, október 03, 2006

Einn góður Larson fyrir Lísu á þessum þriðjudegi :)

sunnudagur, október 01, 2006

Hver man ekki eftir honum Bimbó? Fyrsti hundurinn sem við Gunnar eigum saman. Hann leit svona út þegar við fengum hann í júní í sumar, hann var þá 5 vikna minnir mig.Í dag er hann hinsvegar um 4 og hálfs mánaða gamall og er orðinn algjör sláni.Við Gunnar fórum vestur í dag og lékum okkur með hundana. Síðan fórum við á hestbak í góða veðrinum og enduðum daginn á því að skella okkur til Hvanneyrar að heimsækja Helgu, Helga og Huga Baldvin, sem átti einmitt 2ja ára afmæli. Til hamingju með það litli kútur. Særún var á staðnum og í gærkveldi vorum við Helga og Særún að rifja upp gamla menntaskólatímann saman.
Í dag er fyrsti október og ég fagna. Þetta er mánuðurinn minn...og Harðar Gunnars líka :o) Við eigum bráðum afmæli!!

Ég kveð ykkur með þessum línk á myndir dagsins í dag.
Góðar stundir!