föstudagur, september 29, 2006

Til að koma í veg fyrir mikinn miskilning, þá er rétt að segja frá því að þessi svokallaði Guðmundur aðstoðarmaður minn er ekki til. Ég bjó hana bara til í fyrradag í huga mínum. Mér leiddist og mér langaði að skrifa eitthvað fyndið. Mér fannst þetta allavega mjög fyndið. Ég vona að öðrum hafi fundist það líka.
Ég er bara ein að læra hérna. Reyndar liggur kisa við hliðin á mér allann daginn og minnir mig á það hvað það er gott að sofa..

P.s....fékk enginn kjánahroll við að horfa á Hemma Gunn í gær?
Mér fannst samt Magni og Dilana standa sig mjög vel. Rosa flott útgáfa á Roxanne!

fimmtudagur, september 28, 2006

Jæja! Við Guðmundur erum aftur byrjuð að fara í gegnum rannsóknar greinarnar. Við komumst yfir slatta í gær og ég náði meira að segja að klára eitt stykki verkefni sem ég á ekki að skila fyrr en eftir viku! Gott að losna við þann bagga.

Gunnar var eitthvað ósáttur í nótt. Honum fannst of þröngt í rúminu, enda var svosem líka alltof lítið pláss hérna inní herbergi áður en Guðmundur kom til starfa. Ég held við verðum bara að finna dýnu sem hann mun liggja á næstu nótt. Það þýðir ekkert að hafa hann á milli..

Góðar stundir gott fólk!

miðvikudagur, september 27, 2006

Mmmm...það er ekkert eins gott á morgnana og góður earl grey tebolli, með smá hunang og dash af mjólk.Enda verður maður að vera góður við sig þegar maður ætlar að farað lesa ca 20 rannsóknargreinar í hjúkrun. Púff segi ég nú bara! Wish me luck...

Hér sjáið þið aðstoðarmanninn minn koma með búnkann inn til mín. Hann heitir Guðmundur og er ansi hlýðinn, duglegur og talar ekki mikið. Fullkomið!

þriðjudagur, september 26, 2006

Ef það er eitthvað sem ég sakna verulega frá Danmörku síðan ég bjó þar, þá eru það söde ærterne!Það er ekki hægt að fá nema seinþroska, vanþroska, grænar sætar belgbaunir hér á íslandi. Er ekki málið að farað flytja inn djúsí feitu grænu sætu belgbaunirnar frá Danmörku!? :)

laugardagur, september 23, 2006

Ég var á næturvakt í nótt í nýju vinnunni minni. Það var mjög spennandi og skemmtilegt. Ég á eftir að öðlast heilmikla hjúkrunar reynslu á þessum vinnustað. Kannski svolítið öðruvísi en það sem gengur og gerist á LSH.
Ég sé sko alls ekki eftir því að hafa sótt um þessa vinnu. Ég gæti jafnvel hugsað mér að vinna þarna næsta sumar. Hver veit... :o)

þriðjudagur, september 19, 2006

Við Hörður Gunnar tókum okkur frí í skólunum í dag og fórum með Gunnari í réttir, nánar tiltekið Grímsstaðarrétt. Það var bara heilmikið fjör, enda hef ég ekki farið í réttir síðan ég var 12 ára eða eitthvað. Gunnar náði, ótrúlegt en satt, 16 kindum í dilkinn okkar! Húrra fyrir því, það líka smellpassaði í hestakerruna þannig að við þurftum ekki að fara tvær ferðir heim. Hörður Gunnar er algjör snillingur í þessu. Hann kastaði sér alveg óhræddur á eftir rollunum og dróst með þeim nokkra metra á meðan hann hékk í ullinni. Mjög fyndið.
Núna er ég dösuð og langar í nammi.
Held ég skreppi úti Hyrnu og kíki á nammibarinn....
It's okey! Ég hristi það hvort sem er af mér í þolfiminni á morgun ;)

laugardagur, september 16, 2006

Í kvöld...ójá...í kvöld...

fimmtudagur, september 14, 2006

Ég hvet fólk til þess að lesa þetta og skrifa undir.

Mér líður svona... myspace layouts, myspace codes, glitter graphics er orðin græn af myglu og snýst bara hoppandi í hringi í huganum. Ég er búin að verað reynað finna út hvaða verkefni ég á að gera í Vöxt & Þroska. Ég get ekki ákveðið mig og mér finnst erfitt að finna greinar tengt þessu efni. Ég var ALLAN daginn í gær að leita að greinum og ég fann EKKERT. Hvað er ég að gera vitlaust? Og HVAÐA verkefni á ég að velja?! Um hreyfiþroska barna? Um leikþroska barna? Eða um unglingsþroska?
Hjelp!

þriðjudagur, september 12, 2006

Ég er að púsla við það að setja inn myndir af grillveislunni sem var á laugardeginum til heiðurs ömmu og úr afmælisveislunni á sunnudaginn...svona fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða það, ættingjar útí heimi og svona. Svo er kannski gaman að sjá hvað við erum stór fjölskylda. Amma átti jú samtals 16 börn. Er enn eldhress og kát, hoppandi í sundleikfimi tvisvar í viku og orðin 90 ára blessunin.

Og í lokin, þá ætla ég að kasta afmæliskveðju til hennar Sonju "stóru/eldri" frænku, en hún á afmæli í dag.

P.s. Myndirnar frá laugardeginum og sunnudeginum munu koma hér :o)

mánudagur, september 11, 2006

The impossible has happened! Ég byrjaði í þolfimi í kvöld, ég er farin að hreyfa mig í gamla góða íþróttahúsinu. Til hamingju ég og það var bara gaman. Frábær kona frá Litháen að kenna okkur og hún er hress og kát. Jájá, ég er uppfull af blússandi orku núna og no way jose að ég sé eitthvað á leiðinni í rúmið!

Eníhú. Það var mikið um að vera um helgina. 90 ára afmæli ömmu, sem er reyndar í dag, 11. september. Við héldum stóra grillveislu á laugardeginum, bara nánasta fjölskyldan. Svo var kaffi og kökur á sunnudaginn og opið hús fyrir gesti og gangandi. Meiriháttar.
Á föstudaginn fór ég líka í skemmtilegt partý, innflutningspartý hjá henni Unni Maríu. Það var rosa gaman, enda hitti ég þessa elsku alltof sjaldan og þegar ég hitti hana þá ljóma ég af gleði :o)

Jæja...þarf að prenta út glærur. Ble í bili.

laugardagur, september 09, 2006

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics


Góða helgi gott fólk!

fimmtudagur, september 07, 2006

Mohahaha!!
Mér langar til þess að deila með ykkur örsögu frá honum Þorsteini Guðmundssyni púnktur is.


Haldið á ykkar eigin kaffibollum
Síðastliðinn fimmtudag byrjaði húðin að flagna af bakinu á mér. Mér datt strax í hug að ég væri að ganga í gegnum hamskipti eins og ég hef gert reglulega frá því að ég var barn en svo var auðsjáanlega ekki. Þessu fylgdi nefnilega ekki sama gleði og kæruleysistilfinning sem tengist svo oft hamskiptum, mig verkjaði í bakið og fannst óþægilegt að sitja í bílnum.
Það var ekki um annað að ræða en að draga sig í hlé. Ég lokaði mig inni í kjallaranum með harðfisk og malt og beið þess að bakverkurinn gengi yfir. En hann magnaðist með hverjum deginum. Á sunnudaginn var ég orðin viðþolslaus af kvölum og ófær um að ganga í fötum. Mér fannst beinin í bakinu á mér stingast út í loftið, ég greip spegil til að sjá mig í öðrum spegli og skoðaði á mér bakið. Ég var ekki með bak lengur. Bakið á mér hafði breyst í hillur.
Ég reyni að lifa með þessu. Verkirnir eru horfnir og ég er kominn í föt sem falla að líkamanum. Það eina sem pirrar mig er að fólk er sífellt að raða í hillurnar á mér. Það leggur frá sér kaffibolla, tímarit, síma og lyklakippur. Það notar mig fyrir alls kyns drasl. Og í kvöld reyndi kona að selja mér bókastoð í hillurnar. Ég hristi bara hausinn og skellti á hana.
Það gat nú verið...

Your Aura is Blue

Spiritual and calm, you tend to live a quiet but enriching life.
You are very giving of yourself. And it's hard for you to let go of relationships.

The purpose of your life: showing love to other people

Famous blues include: Angelina Jolie, the Dali Lama, Oprah

Careers for you to try: Psychic, Peace Corps Volunteer, Counselor


Gott að eyða tíma í þetta...þ.e.a.s. þegar maður er í eyðu og er ekki með neinar námsbækur til að lesa...

Eitt enn!

You Are a Licorice Jelly Bean

You are an acquired taste. The less people fight your strange ways, the more they like them.

miðvikudagur, september 06, 2006

Þetta blogg er fyrir Sigrúnu Sunnu :o)
Henni finnst víst svo gaman að kíkja á bloggið. Enda líka gaman að tileinka henni þetta blogg, þennan dag, því að hún og Maggi maðurinn hennar, eiga 15 ára afmæli í dag. Til hamingju kæru hjón ;o)

En að allt öðru, þá var ég að fá að vita hvar ég mun vera í verknámi í vetur. Ég mun vera á Hjartadeild 14 G á Landspítalanum. Fyndið, ég var einmitt að segja það við Tobbu og Júllu á leiðinni suður í morgun, hvað ég væri sko alveg til í að vera á hjartadeild. Þannig að, ég er mjög sátt við þessa niðurröðun!

Í dag er miðvikudagur já. Mamma og pabbi koma heim frá Mallorca og vonandi með nóg af gotteríi úr fríhöfninni. Svo eru Sonja og Peter komin frá Englandi og það er alltaf jafn gaman að hitta þau...og fá toblerone hjá þeim :o). Svo styttist í stór afmælið. Amma verður 90 ára þann 11. september, en það verður opið hús í gamla samkomuhúsinu sunnudaginn 10. sept, fyrir þá sem vilja koma og samgleðjast með henni og hennar fólki. Það verður sungið, spilað, dansað og að sjálfsögðu ÉTIÐ! Jebb, fullt af Færeyjingum koma líka og það vantar sko ekki stuðið hjá þeim skal ég segja ykkur...
Until next time...hafið það gott, bið að heilsa.
Tjúss!