miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Ég gæti gubbað...

Eníhú...er í frímó. Var að lesa spennandi tölvupóst. Er jafnvel að sækja um spennandi vinnu. Allt voða spennó og ég get ekki sagt frá því, því það er líka svo mikið leyndó. Ohhh!!

mánudagur, ágúst 28, 2006

Jæja. Þá er maður byrjaður í skólanum aftur. Ég sit hér í "eyðu" þar sem að ég þarf ekki að sitja Tölfræði í vetur, GUÐI SÉ LOF, því ég kláraði hana á 1. ári í HA. Það er gaman að sjá stelpurnar aftur, enginn neitt hyper sólbrúnn, enda erum við stúlkur sem vinnum inni mest allt sumarið :)
Það er nú meira hvað ég er orðin óldí. Ég kann ekki einu sinni að vera í eyðu lengur. Ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér. Það sem maður gat nú eytt tíma í eyðunum í framhaldsskóla! Núna prenta ég bara út glósur kíki á tölvupóst og 2-3 blogg og fer svo og fæ mér kaffi og les glósurnar. Áður fyrr kíkti maður á kaffihús, fékk sér sígó, slúðraði og skrópaði einn tíma enn...og enn...Jebb. Maður er bara orðinn fullorðinn. True. Ég finn hrukkurnar dýpka.
Veriði blessuð í bili, ég er farin að læra.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Á einhver nótur!? Ég er að fara að syngja lagið Tvær stjörnur eftir meistarann Megas. Undirleikaranum vantar nótur við lagið, semsé fyrir píanó. Er einhver snillingur sem lumar á þessu?? Endilega ef þið eigið þetta og ef þið getið sent mér það á e-mailið mitt gur3@hi.is þá verð ég afskaplega þakklát :o)

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Ég var aðeins að breyta til á blogginu. Runan vinstra megin var komin svo langt niður þannig að ég færði "músík-hliðina" hægra megin. Kemur ágætlega út, frískar aðeins uppá þetta blessaða gamla blogg.

Í dag var skólasetning hjá Grunnskólanum í Borgarnesi. Hörður Gunnar, sá stóri strákur, er komin í 2. bekk og mér finnst ég fá grátt hár við það. Djís hvað tíminn líður hratt! Spurning um að drífa sig með að koma með annað stykki áður en maður lendir í tíðarhvörfum?!

mánudagur, ágúst 21, 2006

Ég kíkti aðeins á menningarnóttina. Frekar seint, en ég var komin á Laugarveginn um tíu leytið. Við röltum alla leið niður að Bakarabrekku til Særúnar og fórum uppá þak hjá henni og sáum toppinn af flugeldasýningunni. Á leiðinni niður Laugarveginn kom ég við í einni búð og keypti mér þessa fínu Elvis Presley tösku.

Nú verð ég sko flott í skólanum með nýju töskuna mína :o)
Ég gerði eitt á föstudaginn sem ég er búin að vera lengi á leiðinni að gera. Ég skráði mig í Amnesty International.
Það var mjög fyndið. Ég var í kringlunni þar sem ég sá mann standa með möppu og blað, eins og hann væri að selja eitthvað. Síðan sá ég að þetta var eitthvað frá Amnesty. Ég fór til mannsins hann bauð mér að ganga til liðs við Amnesty. Ég sagði já takk og hann skráði mig glaður á svipinn. Síðan kom einhver gamall kall upp að okkur og sagði við mig..."Þú skalt ekki láta plata þig. Þetta er bara peningaplokk!" Ég sagði bara við hann að ég hafi oft eytt peningum í miklu meiri vitleysu en þetta og að ég myndi sko ekki sjá eftir hundraðköllunum sem fara í þetta málefni.

Þannig var nú sú saga...
Enn ein yndisleg helgin að baki :) Ég fór í enn eina hestaferðina í gær. Jebb, ég held ég sé komin með "hestabóluna". Við Gunnar, Guðni og tengdó fórum vestur á Akra til hans Ásmundar gamla. Hann gaf okkur leyfi til að fara með hestana út að Akrafjöru og hleypa þeim þar hina sjö kílómetra strönd, sem er gulur sandur svo langt sem augað eygir. Það var glampandi sól og hiti og hestarnir og við að sjálfsögðu, nutum oss svo vel að ég kom heim með fast gleðibros á andlitinu eftir daginn...plús mikla sólbrúnku.
Jebb...þetta er eitt það besta sem til er. Að ríða á góðum hesti meðfram svona strönd. Þetta var æðislegt! Enn og aftur gleymdi ég myndavélinni minni. En hey...ég á pottþétt eftir að fara margar svona ferðir aftur ;)

mánudagur, ágúst 14, 2006

Vá. Yndisleg helgi :)
Ég fór á Morrissey tónleika með Jóhanni bróður, Geir Guðjóns og henni Særúnu minni á laugardaginn. Við fengum góð sæti (nema Jóhann greyið sem var uppí stúku) og fögnuðum þessu æðislega útsýni sem gerist ekki oft hjá okkur litlu dömunum. Tónleikarnir voru góðir, hvað sem hver segir. Við vorum sátt, ánægð og fórum út með bros á vör. Hefði samt alveg viljað sjá meira af Morrissey, en hey...ég var nú búin að fá að sjá hann á Hróarskeldu 2004, takk fyrir það!
Í gær var líka yndislegur dagur. Ég fór í þenna frábæra reiðtúr frá Sveinstöðum að Knarrarnesi. Við byrjuðum á að borða hangikjöt heima hjá Ernu á Sveinstöðum og svo fórum við með henni þar sem hún leiddi okkur í gegnum mýrar, þang, sjó og fjöru, alla leið út í eyju að heimsækja hana Stellu óperudívu með meiru. Verst að ég gleymdi myndavélinni, en hún Heiðrún skvísa var með sína og náði góðum myndum og vídeóklippum sem ég vonast til að geta sett inn á netið fljótlega.
Núna er komin mánudagur og ég er að fara á kvöldvakt. Síðan eru 3 morgunvaktir í röð og voila, ég er hætt á E-deildinni. Stundarskráin mín er líka komin og ég byrja í skólanum 28. ágúst. Jebb. Meiraðsegja byrjar verknámið strax í 3. viku hjá okkur!
Jæja...ég ætla að prjóna smá áður en ég fer út á skaga.
Ble á meðan.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Hérna er ansi góð kynning á Push Play, fyrir þá sem eiga eftir að kynna sér gripinn ;)
Hann Hlynur frændi minn og hálfgerður bróðir á 30 ára afmæli í dag! Í tilefni þess óska ég honum innilega til hamingju með það og set eina gamla góða mynd af okkur frændsystkinum fyrir utan Gunnlaugsgötu 10 á 17. júní sumardegi.Þarna erum við; Kristín, HLYNUR, Guðveig, ég og Sonja :o)

Og hérna er önnur skemmtileg Súlukletts-sprell mynd.
Þetta er Guðveig, ég, Kristín, HLYNUR og Sonja litla...


Hörður Gunnar er hér í djúpum fíling að hlusta á DM, Playing the Angel.

Ótrúlega góður diskur. Mér finnst persónulega titillag plötunnar laaaang flottast!
En já...ég er búin að klára 4 dokkur og er komin inná bak í þessu ermaprjóni mínu. Ég er sko sannarlega stolt af mér :o) Hef varla prjónað síðan í grunnskóla og þar gerði ég það ílla!

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Puff...þá er þessi langa helgi liðin. Ég vann frá föstudegi til mánudags, nánast allan sólarhringinn. Ég rétt svo fór heim til að sofa og gefa kettinum. Núna er kominn þriðjudagur og ég komin í viku frí og ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér. Mér er svosem farið að hlakka soldið mikið til að fara á Morrissey tónleikana. Kannski maður rúlli snemma í bæinn á laugardaginn og taki matarboð með góðum vinum?
Svo er líka spurning um að renna suður jafnvel á morgun og fara og kaupa skóladót handa drengnum. Skólinn fer að byrja fljótlega hjá honum og ég þarf að kaupa ALLT nýtt því að það var allt í henglum eftir 1. bekk.
Ég reyndar er komin með gott tímaeyðsluplan. Ég er komin með prjónauppskrift af ermum sem ÉG ætti meira að segja að geta prjónað! Ég ætla því að hlaupa út í prjónabúðina og kaupa mér garn núna og farað fitja upp 60 lykkjur á eftir.
Verið þið blessuð á meðan.

laugardagur, ágúst 05, 2006

Halló tralló hér er stuð...á E-deildinni.
Við stúlkur sem erum á löngum vöktum, þær 12 tíma, ég 14 tíma, skemmtum okkur vel þessa verslunarmannahelgi. Fólkið á deildinni hefur það líka gott og við reynum að vera rosalega skemmtilegar allar...
Annars er lítið nýtt að frétta af mér, Guðríði. Við Gunnar bíðum eftir húsinu okkar...teikningum og svoleiðis. Allir arkítektar og fleiri stofnana menn eru búnir að vera í LÖNGU sumarfríi þannig að ekkert virðist verað gera í húsabyggingarmálum.
En þetta kemur....þetta kemur...já já.
Jebbs...ég mætti klukkan átta í morgun, hætti klukkan tíu í kvöld. Hvað skal þá gera? Fá sér 2-3 Opal snafsa og fara svo að sofa? Spurning. Ég þarf allavega að mæta aftur átta í fyrramálið á aðra eins vakt. Svo aftur átta á mánudagsmorgun...fleehh. Ég á eftir að froðufella af þreytu á mánudaginn.
Jæja..hef ekkert meira sérstakt að segja.
Ble
Dúddzzz...