mánudagur, júlí 31, 2006

Jæja...nóg búið að verað gera um helgina.
Ég er búin að verað hjálpa til að flytja fyrir tengdó alla helgina. Allt dótið er komið út, við sváfum öll síðustu nóttina aðfaranótt sunnudags í Þverholtum. Nú er allt dótið komið í Stöðulsholt í Borgarnesi. Tengdó og dætur búnar að koma sér vel fyrir þar. Annars er Gunnar bara í húsaskjóli hjá tengdaforeldrum sínum, þ.e.a.s. mömmu og pabba. Jebb. Við rembumst við að vera hér þar til húsið okkar rís upp...í október eða nóvember...sjáum til. Hérna erum við flutningsgengið hennar tengdamömmu.Búin að koma okkur vel fyrir, fyrir utan bílskúrinn.
En þetta var ekki það eina sem var gert um helgina. Laugardagurinn var þétt setinn. Við Gunnar fórum á Mr. Skallagrímsson um kvöldið með Guðna og Freyju. Fyndnasta atriði kvöldsins var það að ég og Freyja vorum nánast alveg eins klæddar.
Fyrr um laugardaginn, uppúr hádegi, þá hitti ég gamla safnahúsgengið heima hjá henni Evu Sum. Það var frábært, Jóna, Axel, Sigrún og fjölsk., ég og Eva gestgjafi. Ákveðið var að halda þennan hitting árlega. Þetta var svo gaman :o)
Fyrir utan þetta, þá fór ég á föstudeginum í heimsókn til Sigrúnar og Ívars og litla Ernirs. Þau buðu mér í hádegismat og sýndu mér nýja húsið sitt og nýja barnið sitt. Allt saman æðislegt, þau ljóma og ég óska þeim innilega til hamingju með þetta allt saman :o)

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Mmmmmm...ég hef það svo gott, því ég keypti mér svo gott að hlusta á um daginn :o)og líka þennan......löngu orðið tímabært!
Og svo má ekki gleyma Prinsinum...

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Jæja...ég var búin að skrifa heilmikið blogg um ferðalagið til Eistlands og það hvarf...öhh...Kannski nenni ég að skrifa þetta aftur seinna, en hérna koma allavega myndir úr ferðalaginu. Later babes!

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Frídagur...samt nóg að gera. Ég er að undirbúa Eistlandsferð, þvo þvott, finna snyrtidótið og raða í tösku. Lesa yfir textana við lögin og spekúlera í laglínum.
Síðan hringdi hann Balli frændi í mig í fyrradag og bað mig um að gera svolítið sem ég varð svo ánægð með að hann skuli hafa beðið MIG um að gera! Hann spurði hvort ég gæti nokkuð tekið tvö lög með sér á tónleikum á morgun, fimmtudag, á Amsterdam. Jebbs. Hvað geri ég ekki fyrir Balla frænda. Það er nú kominn tími til að við frændsystkinin gerum eitthvað musical saman. Þannig að ég er að lesa yfir texta hjá WIG og Bela og mér hlakkar voða mikið til :)
Ég fer semsagt að vinna í fyrramálið morgunvakt, fer svo suður beint eftir það, á æfingAR og tónleika og svo flýg ég út til Helsinki snemma föstudagsmorgun. Veðrið í Tallin er barasta sæmilegt, svona 27 stiga hiti og sól. Ég bið því bara að heilsa í bili.
Löv.
Dúdda.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Pluff...
Ég er þreytt og lúin eftir landsmót sem tók á. Þá meina ég, það var virkilega gaman hjá mér! Ég skil ekki afhverju ég hef ekki uppgötvað landsmót hestamanna fyrr. Eina stærsu útihátíð landsins. Partýkonan ég! En héðan í frá mun ég mjög líklega fara á öll landsmót það sem eftir er. HM líka. En það er í Hollandi á næsta ári og þangað langar mig að fara. Ég gæti jafnvel farið og hitt hana Solex í leiðinni, en við í WIG túruðum einmitt með henni um USA haustið 2004. Jebbs...Það var líka fínt að hafa einhverja vinkonu með sér og Hulda var svo heppin að sitja í bíl með mér norður og fá að gista á knapasvæðinu. Við röltuðum um svæðið með áfengi í bakpoka og góða skapið og hittum mikið af fólki, sáum vígalega hesta sýna sínar bestu hliðar, hlustuðum á oldskúl Todmobile, Geirmund og glaða Papa. Jebbs...þetta var rosalega gaman og ég mæli alveg með því að þeir sem eiga eftir að prufa þetta prufi þetta strax þegar landsmót verður haldið næst á Hellu 2008!
Ég mun örugglega mæta sterkari inn þá heldur en ég gerði núna. Það var bara hlegið að mér þegar ég sagði að ég hefði keypt 4 Breezer fyrir helgina. Næst kaupi ég 4 kassa!

P.S. Hérna eru myndir af gleði helgarinnar :o)