miðvikudagur, júní 28, 2006

Balli frændi er að gera það gott í músíkinni. Það er flott grein um hann í fréttablaðinu í dag. Mamma og pabbi voru líka að koma frá Skotlandi í gær, en hann Balli býr einmitt þar með Svandísi sinni og Kjartani litla. Gamla settið skellti sér einmitt á tónleika með honum og fleiri fjölskyldumeðlimum. Kíkið endilega á síðuna hans Balla, eða Bela eins og hann kallar sig :o)

þriðjudagur, júní 27, 2006

Vííííí....ég var að fá staðfestingu á því að ég er að fara með WIG til Eistlands að spila á sömu hátíð og við spiluðum á í fyrra :o)Gaman, gaman, gaman!
Falleg borg...Tallin.

sunnudagur, júní 25, 2006

Jæja...þá er kallinn farinn...norður í Skagafjörð.Jebb. Landsmótsvikan hefst á morgun. Hann Gunnar minn keppir síðan í A-flokki á henni Gyðju sinni á miðvikudaginn..(hehe..nú á hann tvær Gyðjur ;). En ég kemst ekki norður fyrr en eftir morgunvaktina mína á fimmtudaginn. Vonandi kemst hann eitthvað áfram. Annars verð ég bara að sjá hann næst og þá verður hann eflaust miklu betri ;)
En já...langar einhverjum að skella sér á Lansmót og sitja í bíl með mér á fimmtudaginn??? Endilega hafið sambandi. Það er frekar leiðinlegt að keyra ein norður...

miðvikudagur, júní 21, 2006Bimbó er þreyttur og sætur í kvöld :)

Gól og grátur...

Já, litla "barnið" okkar Gunnars grét og gólaði í nótt. En það var bara fyndið og sætt. Svo skreið hann einu sinni uppí, en ég var fljót að láta hann niður í kassann aftur þar sem hann getur bitið ansi hressilega með beittu tönnunum sínum á viðkvæmum stöðum!
Ég á von á "feðgunum" fljótlega. Það er semsé önnur gól og gráturs nótt í vændum og mér finnst það bara skemmtilegt, þó ég sé meiraðsegja á morgunvöktum. Jebbs...hann er bara svo sætur hann Bimbó að hann bræðir mann með sínum hvolpa augum :)

þriðjudagur, júní 20, 2006

Nú er gaman.
Í fyrsta lagi þá eignuðumst við nýja fjölskyldan nýjan hund sem mun eiga heima á nýja heimilinu okkar, Vestur Þverholtum....þegar húsið rís einhverntímann. Hann á að heita Bimbó, alveg eins og fyrsti hundurinn sem þau tengda-fjölskyldan mín í Þverholtum eignuðust. Hann kom líka á góðum degi því að hann Halldór heitinn, tengdapabbi minn, hefði átt afmæli í dag.
Við Hörður Gunnar hjálpuðum Gunnari í dag við girðinga vinnu. Ég fékk að keyra traktorinn og gerði víst gott gagn. Hörður Gunnar er líka orðinn klár að hlaupa á milli þúfnanna. Við fundum gæsahreiður. Urðum blaut og fórum inn og fengum okkur kaffi og snúð. Síðan rukum við uppí Borgarnes til að kíkja á héraðsmót UMSB. H.G. var að keppa í 60 m hlaupi, langstökki og boltakasti. Hann lenti í 2. sæti í langstökki og 1. sæti í boltakasti. Garpurinn minn :o)

laugardagur, júní 17, 2006

Dúd....

Your Daddy Is George Clinton

What You Call Him: Pops

Why You Love Him: You don't love him, you just love calling him "daddy"


...ég fíla fönk!

fimmtudagur, júní 15, 2006

Gobbedígobbedígobb!
Ég er að sigla inní eina feita helgarvinnu. Ég er að ljúka kvöldvakt núna, aftur kvöldvakt á morgun og svo er ég 14 tíma vaktir þann 17. og 18. júní! Hæ hó jibbí jei skal ég segja ykkur.
Annars er allt gott að frétta. Ég á flínkann mann sem er flínkur knapi og á flotta meri sem heitir bæðevei Gyðja, a.k.a. Goddezz og hún er að farað keppa á Landsmóti hestamanna í Skagafirði næstu mánaðarmót. Jebb...það verður mitt sumarfrí, sprell á Landsmóti, sofa í tjaldi, lopapeysur og prímusar. Svei mér þá,...mér hlakkar bara til!

Jæjja...farin að skila lyklum að lyfjaskápnum og drífa mig svo heim. Tjuss!!

laugardagur, júní 10, 2006

Er ég sú eina sem horfi ekki á HM fótboltann?!
Ohhh...hvað mér leiðist eitthvað...

Ég fór annars á bílskúrssölu í dag og nældi mér í tvær vinylplötur. Eina Kate Bush plötu, "The Whole Story" sem inniheldur meðal annars Wuthering Heights og The man with the child in his eyes. og síðan eina vel rispaða og gamla plötu með Dionne Warwick og hennar uppáhalds lögum. Þannig að ég skemmti mér svosem ágætlega með gömlu plöturnar og krossgátublaðið inní herbergi á meðan að allir sitja frammi og safna legusárum yfir fótboltanum....

föstudagur, júní 09, 2006

Já gott fólk, það lengist bilið milli blogganna þegar það er komið sumar. Reyndar finnst mér ég vera latari og latari með hverjum degi að blogga...þetta endar með dauða eins og allt annað.

Eníhú, þá söng ég á gospeltónleikum í gær og HALLELLÚJA hvað var mikið stuð! Þetta kom skemmtilega á óvart og þetta eru lög sem henta minni söngrödd vel þannig að ég er alveg til í meira svona. Það kom líka fullt af skemmtilegu fólki á tónleikana sem var duglegt að klappa með og syngja. Ég hitti meirað segja Gunnhildi skvísu eftir tónleikana, en bróðir hennar og mágkona voru einmitt líka að syngja með í gær.

Ég er komin í helgarfrí, en ekkert planað þar sem ég er ekki efnuð kona í dag og einnig er drengur hjá móður sinni og hann þarf nú stundum að eiga hana útaf fyrir sig. Annars get ég ekki beðið eftir því að farað BYRJA á þessari blessaðri húsabyggingu! Ég þrái svo innilega að komast í mitt eigið hús, með mínu eigin dóti, með mitt nánasta í kringum mig. Mér þykir það alltaf svo leiðinlegt að þurfað kveðja Gunnar með kossi og við förum í sitthvora áttina á kvöldin. En svona verður þetta bara að vera og ég verð bara að sætta mig við mitt þrönga gamla herbergi og bíta á jaxlinn. Ég fæ bara alltaf kúlu í hálsinn þegar ég fer inn í bílskúr og horfi á allt draslið mitt í hrúgu, bíðandi í kössum og hillur og borð rykfalla. EN, ég má nú samt þakka fyrir það að ÉG HEF ÞAÐ MJÖG GOTT og það er náttla númer eitt, tvö og þrjú!
Þannig að, tuff, tuff, tíminn líður hratt og þetta gerist bráðum...

Að lokum vil ég senda knús kveðjur til Guðrúnar L.A.-fara og ég vona að hún skemmti sér vel í Hollywood :o)

föstudagur, júní 02, 2006

Júhú! Mér tókst að selja gripinn í dag :o)Ég held líka ég hafi gert góðverk í dag...

Annars þá var ég að koma af smá söngæfingu. Ég er að fara syngja einsöng með gospelkór þann 8. júní. Jebb...hef aldrei prófað gospel áður, það hljómar allavega vel og mér hlakkar bara soldið til :)

fimmtudagur, júní 01, 2006

Gleðilegur júní!

Allt gott að frétta hér. Ég fékk útborgað í dag og það kom sér vel. Ég brosi núna yfir því að hafa farið strax að vinna daginn eftir síðasta prófið. Ég gat borgað reikningana.

Ég er að borða piparmyntusúkkulaði. Það er gott.

Segið þið ekki allt gott annars? Ég bara legg krossgátur á frídögunum mínum....jebb...það er komið sumar og ég fíla það.

Ef einhver hefur áhuga á að kaupa Toyotu Corollu, þá minni ég á þetta glæsitilboð. Bíllinn stendur núna á bílasölu Vesturlands, Borgarnesi. Kíkið á gripinn. I need more money!