sunnudagur, apríl 30, 2006

Gaurinn í appelsínugulu peysunni er held ég með öðruvísi liðamót en við hin...

Ohh...ég er þunn. Fékk mér smá rauðvín í afmælis og innflutningspartýi Bjarna í gær. Ég þoli greinilega ekki mikið. Ég fattaði það þegar við Gunnar vorum að farað drífa okkur heim að ég hafði tekið með mér myndavélina mína en látið hana alveg vera allan tíman. Þannig að ég smellti nokkrum myndum...svona rétt í lokin til að sýna að ég hafi verið þarna eða eitthvað. En ég veit að Ylfa var dugleg að munda sinni vél í allar áttir og aðrir líka. Sjáum hvað kemur...
En takk fyrir mig Bjarni :o)

Best að halda áfram að læra..uhhh...

föstudagur, apríl 28, 2006

Ég er bara að reynað koma vini mínum á framfæri...



Honum Vanilla Ice tókst þetta allavega...

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Kannast einhver við þennan?

Malt!
Malt!
Malt er svalt!
Einkum þegar það er kalt!
Ahhhh....



Ætli ölgerðin vilji borga mér fyrir að auglýsa svona?

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Ég held ég sé haldin Sjögren's Syndrome...

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Dramatískt spil var dregið í lestrarpásu...



XX - Dómurinn

Nýverið virðist þú hafa verið með hugann við fortíðina. Með því að líta um öxl og sjá hvað vel fór og ekki síður hvað betur mátti fara. Þú gerðir það sem réttast var hverju sinni en nú er komið að því að horfa einungis fram á við og láta fortíðina lönd og leið.

Þú ættir að hrinda af stað umbreytingum á orku og upplýsingum með réttu hugarfari. Nýr kafli bíður þín en hefst þó eigi fyrr en gamlir siðir og úrelt viðhorf gleymast. Allt sem þú rannsakar verður mikilvægt í lífinu og leiðir þig áfram.

mánudagur, apríl 24, 2006

....eru ekki allir annars búnir að kíkja í nýjasta tölublað Nýtt Líf?? :o)
Það er þrastarpar útí garði....

En ég segi allt gott. Við í WIG spiluðum á Grand Rokk á laugardaginn, ásamt Tonik, Ruxpin og síðast en ekki síst, Kaido candyman (hann er nefnilega alltaf að gefa okkur eitthvað gott). En það var heilmikið stuð á okkur, Bjarni átti 25 ára afmæli og var splúndrandi hress, þó svo að hann sagðist hafa vaknað með skallablett á pungnum um morguninn. Þetta var líka söguleg stund hjá okkur í WIG þar sem að einn meðlimur hefur ákveðið að hætta í bandinu og farað snúa sér að öðrum hlutum. Það er hann Villi baby sem skilur við okkur, en þó ekki fyrir fullt og allt því hann verður alltaf einn af okkur í innsta vinahring...það verður þó söknuður í gangi á hljómsveitaræfingum og ég tala nú ekki um ef við förum að túra um heiminn eitthvað meira. En ég óska hinsvegar Villa góðs gengis í því sem hann ætlar að einbeita sér að núna. We loves ya!

Hér eru nokkrar hressar myndir sem hún Ylfa Bjarnarfrú tók á laugardaginn...


Hér er ég að kyssa míkrafóninn...ég er bara að gera það sem hljóðmaðurinn sagði mér að gera!

föstudagur, apríl 21, 2006

Ég þarf varla að minna fólk á að mæta á Grand Rokk annað kvöld...en ég ætla nú samt að gera það!
Þið semsagt megið vera svo væn að mæta á tónleika með Worm Is Green, Tonik, Ruxpin og Kaido Kirikmae.
Tónleikarnir byrja stundvíslega kl 23 og það kostar aðeins skítinn 500 kall inn, sem jafnvel fátækir námsmenn hafa efni á :o)
Komið, það verður gaman hjá okkur, fögnum sumrinu og dönsum saman!
Nohh...ég var að fá nýjasta Nýtt Líf í pósti..aðeins fyrirfram, því það er tveggja blaðsíðna viðtal við mig í blaðinu og sætar myndir :) Munið að kaupa það þegar það kemur út. 4.tbl. 2006...Sólveg Arnars leikkona er á forsíðunni.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Garnastíflur og Magasár.

Það er málið í dag, allavega í mínum bókum. Lestur fyrir próf sem byrja 5. maí eru í fullum gangi. Þó er það alltaf þannig að maður reynir að finna sér eitthvað annað að gera. Ég get allavega leyft mér að skreppa frá bókum í kvöld. Ó já. Við í WIG ætlum að taka æfingu í kvöld og svo er held ég málið að skella sér á NASA og hitta hann Roni Size. Kaido eistlandsvinur okkar mun líka vera þarna, því er góð ástæða til að kíkja á næturlífið í kvöld......

19. apríl...hún Unnur mín á afmæli í dag og ég á afmæli eftir hálft ár :)

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Mig langar svoooo í nýtt tattú!!
Athugið... Það fer að styttast í tónleika.



Og athugið líka þetta :o)

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Ú ú ú ú!!! Ég get svo svarið það, Roni Size er að koma til landsins! Það var akkúrat hann sem leiddi mig og strákana saman í WIG. Hann er örlagaríki maðurinn!
Ég VERÐ að fara á þessa tónleika!
Svo er hann líka svo flottur...



:)

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Lífsbarátta heimilis-dýranna...

Þegar maður er að rembast við að læra þá fer maður oft að gera eitthvað allt annað. Eins og að draga t.d. spil hjá spámanninum. Ég ætti að hætta að vera í fýlu og þykjast vera með ljótuna. Ég hef það víst svo gott!



4 mynt

Þú upplifir um þessar mundir fjárhagslegt öryggi sem ýtir vissulega á sama tíma undir andlegt öryggi þitt. Þú hefur það eflaust á tilfinningunni að óskir þínar séu um það bil að rætast sem er að vissu leyti rétt en gæti einnig haft aðrar afleiðingar í för með sér.

Erfiðir tímar tilheyra fortíð þinni en þú ættir að halda fast í sjálfstæði þitt og áherslur sem tilheyra reynslu fortíðar.

Áhersla er lögð á að þú gleymir ekki kostum þínum sem eiga það á hættu að hverfa ef of mikið af vellystingum umljúka umhverfi þitt og ýta undir leiða og vantraust hjá þér gagnvart öðrum.
Leggðu þig fram við að upplifa fögnuðinn yfir lífinu hvern dag.
Þetta er besta Worm Is Green lagið að mínu mati. Væri til í að gera fleiri svona lög og spila meira svona á tónleikum.
Já svei mér þá...mér langar að bakka aftur í hart drum n' bass og rífandi Aphex twin stemmingu!

Annars eru tónleikar á Grand Rokk 22. apríl. Fylgist með!

sunnudagur, apríl 09, 2006

Ohhh...sunnudagar! Ég hef aldrei þolað þá. Jafnvel þó ég sé að farað borða gourmet mat hjá mömmu og allir komnir í páskafrí, þá þoli ég ekki sunnudaga.
Ég þoli það ekki heldur að eiga hvergi heima, þó svo að ég eigi að sjálfsögðu heima hjá mömmu og pabba og ég þakka þeim innilega fyrir að þoli mig og HG. Ég bara get ekki beðið eftir að komast í húsið mitt!!!
Og já, ekki taka skyndiákvarðanir með hár...ég tók mig til og litaði mitt hár á föstudagskvöldið og sé verulega eftir því!

Eníhú...Hörður Gunnar er hetja og sigurvegari! Hann tók sig til og lenti í 1. sæti í langstökki án atr. og svo lenti hann í 3. sæti í hástökki :) Framtíðargarpur skal ég segja ykkur.

Jájá...svona er lífið. Ég sit bara og reyni að læra eitthvað.

"I'm an angel with broken wings..."

föstudagur, apríl 07, 2006

Ég er alveg við það að farað snoða mig, horfandi á HG snoðaðan, pirruð út í hárið mitt, með ljótuna að lesa námsbækur. Eða kannski ég skreppi útí búð og kaupi einhvern hressan háralit? Eitthvað sem ég hef aldrei prófað áður...? Það verður kannski erfitt þar sem ég hef litað hárið mitt í nánast öllum regnbogans litum.
Ég þarf allavega að vera hress og kát á morgun. Hann Hörður Gunnar er að farað keppa í frjálsum á Héraðsmóti UMSB. Jebb, drengurinn ætlar að taka þátt í langstökki án atr. og hástökki. Komið og hvetjið kappan kl. 13 í íþróttahúsinu! :o)

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Til hamingju með sigurinn Skallagrímur! Það var alveg kominn tími á það að eitthvað annað lið en Keflavík myndi vinna....

Nohh! Jóhann bróðir er bara byrjaður að blogga aftur og það hressilega.
Annars er lítið að frétta af mér. Ég reyni að vera dugleg og vakna snemma og farað læra...gengur hálf brösulega. Ég hef alltaf sagt það, ég er enginn morgunhani, heldur næturgali?!
Eníhú...best að halda áfram að lesa um krabbameinsaðgerðirnar hans Kidda Kirug!

mánudagur, apríl 03, 2006

Jahérnajammogjæja! Ég hef aldrei lent í öðru eins. Eins og þjóðin komst ekki hjá að frétta þá loguðu miklir eldar vestur á Mýrum alla helgina. Hann Gunnar minn var einn af hetjunum sem náðu að slökkva eldinn, einn af bóndunum á haugsugunum. Ef þeir hefðu ekki verið að gera það sem þeir gerðu, þá hefði allt farið að fjandans til og hús og dýr jafnvel brunnið upp til kaldra kola!
Jájá...sáuð þið ekki annars myndina af hetjunni minni í Fréttablaðinu í gær?