mánudagur, mars 27, 2006

Góð byrjun á mjög svo spennandi viku. Ójá, ég semsé byrjaði í verknámi á skurðstofum SHA í morgun. Mjög skemmtilegur dagur og mér hlakkar til að sjá og læra meira :)
Nú við Gunnar vorum semsé að panta okkur SG hús í síðustu viku og þar með get ég staðfest það að við erum að farað byggja. Jebb..allt komið í gang. Gaman, gaman!
Svo langar mig svona í lokin að kynna ykkur fyrir mjög svo hipp og kúl remixi af laginu Electron John með WIG, remixað af honum Bix. Tjékkit át og segið hvað ykkur finnst ;)

fimmtudagur, mars 23, 2006

Arrg...ég vaknaði með flóabit útum allt. Helv...kötturinn lá við hliðin á mér í alla nótt og hárin eftir hana eru líka útum allt! En ég elska hana samt...

Kjút

Við Gunnar erum að fara og erindast ýmislegt í dag og mér hlakkar voða voða voða mikið til...

Meira seinna :o)

miðvikudagur, mars 22, 2006

Já kannski maður haldi áfram af gömlum vana...
Allavega ef þið viljið lesa meira um mig þá kaupið endilega næsta tölublað af Nýju Lífi, sem kemur út 18. apríl.

Ég var nefnilega að koma úr sjóðandi heitu viðtali :)
Ég held að fólk sé hætt að lesa bloggið mitt. Kannski maður ætti bara að slútta þessu rugli?

þriðjudagur, mars 21, 2006

Ahh...mamma ætlar að taka mig í dekur niðrá snyrtistofu í dag. Alveg ástæða til að fá gott nudd, enda búin að sitja eins og krypplingur fyrir framan tölvuna að gera þessa blessuðu ritgerð. En ég er líka illa sofin, sérstaklega eftir þessa síðustu nótt. Hann Hörður Gunnar greyið ældi nokkrum sinnum og var mjög lítill í sér. Auminginn litli.. núna er hann að þvælast um eins og vofa, hættur að gubba, en samt mjög veiklulegur. Hann er nú fljótur að ná sér samt þessi dúlla.
Jebb..var að fatta það að ég á eftir að gera skattskýrsluna mína og þurfti þar af leiðandi að sækja um frest þar sem síðasti dagur til að skila er í dag! En það var minnsta mál.

mánudagur, mars 20, 2006

Eins og ég hef sagt, þá er alltaf gaman að vera taka asnaleg netpróf þegar má vera að eyða tímanum í vitleysu...Ahh...það er svo gott að vera búin að skila af sér ritgerð.


What kind of jewel are you?

Amethyst

You are the epitome of loveliness. Your friends secretly hope to learn from you what makes you so beautiful, both inside and out.

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.

sunnudagur, mars 19, 2006

Ritgerðin er klár, 6242 orð og ég get því slappað af í kvöld með kokteil í hendi og tærnar uppí loft. Síðan sendi ég ritgerðina frá mér á morgun og tek á móti nýjum áfanga....lesa fyrir próf. Svo er það skurðstofan í ÞAR næstu viku.
Í tilefni þess að ég má leika mér núna, þá tek ég eitt skemmtilegt netpróf sem ég stal frá Gneistanum eða "the real life muppet".


D?dda --

[adjective]:

Smells like teen spirit'How will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com

föstudagur, mars 17, 2006

Hvað á þetta að þýða? Ég get ekki skoðað síðuna mína en ég get samt bloggað?! Kannski er tölvuguð að segja mér að farað læra meira í hausinn á mér...

Uppfært kl. 18:00!

Þetta hefur ekki verið minn dagur. Fyrir utan það að hafa ekki komist inn á bloggið mitt í allan dag, þá gekk ýmislegt annað á.
Ég var búin að skrifa hellings efni fyrir ritgerðina frá klukkan níu í morgun fram að hádegi. Síðan allt í einu hvarf það og ég þurfti að byrja upp á nýtt.
Síðan átti Hörður Gunnar að koma sjálfur heim með skólabílnum. Hann kom aldrei, ég beið og beið og varð áhyggjufull. Ég þurfti því að rúnta upp og niður Borgarnes og reyna að finna hann...uppí skóla, niðrí íþróttahúsi, í tónlistarskólanum, heima hjá ömmu, í skólaskjólinu, hjá mömmu...hvergi var hann og ég var farin að ímynda mér það að einhver ljótur kall væri búinn að taka hann frá mér. Ég fór því heim og ætlaði að farað hringja í alla bekkjarfélaga hans og þá stóð hann þar inní eldhúsi. Þá hafði hann víst farið fyrst í heimsókn til vinar síns og svo heim, pjakkurinn sá arna.
Núna er ég komin á gott ról...komst inná bloggið mitt og frétti að það væri búið að minnka orðafjöldann á ritgerðinni.
Hjúkkit segi ég bara og áfram Skallagrímur!

fimmtudagur, mars 16, 2006

Hvað merkir það þegar maður dreymir að maður missi allt í einu tönn? Ég semsé missti endajaxl úr neðri góm, nema hvað, hann var samt staðsettur fremst en ekki aftast í gómnum. Ég fór til Himma tannlæknis og spurði hvort hann gæti lagað þetta. Hann kom til dyra í bleikum og blúndóttum kerlingarslopp með hárið greitt til hliðar, ósköp undarlegt. Það sem var enn undarlegra var að Arinbjörn kom síðan á eftir honum í brúnum slopp. Þeir sögðust vera með karlamatarboð og voru í svaka stuði. En Himmi sagðist geta lagað þetta á morgun og fór að telja upp að ég þyrfti að fá svona og svona deyfingar og dren og bla bla og þú veist hvað ég meina að því að þú ert hjúkkunemi. Ég fór því heim aftur og fann þá Hörð Gunnar þvælast einan niðrí bæ, þá hafði hann verið að leita að mér útum allt. Það var fullt af fólki í bænum, eins og það væri eitthvað festival í gangi í Borgarnesi. Engu líkara en að hróarskelda væri mætt í borgarnes. Ennþá furðulegra.
Skrítinn draumur?!
Eflaust gaman fyrir Borgnesinga að lesa þetta...

miðvikudagur, mars 15, 2006

Ofboðslega verður bloggið mitt, myndasíðurnar mínar og bara bloggrúnturinn og netsörfið spennandi þegar maður á akkúrat að vera að lesa rannsóknargreinar og skrifa heimildaritgerð uppa 5-7 þús orð, sem þarf að skila á mánudaginn!
Floppy discs!

þriðjudagur, mars 14, 2006

Hvað er að frétta?
Jú, ég er búin að vera í verknámi síðustu þrjár vikur á bæklun & HNE deild uppí Fossvogi. Þessa vikuna er ég að skrifa stóra ritgerð sem ég á að skila næsta mánudag og undirbúa eitt framsögu verkefni sem ég á að flytja á fimmtudaginn. Og ég er í MJÖG hægum gangi og nenni engu og meiraðsegja er að hangsa á blogginu!
Nei, nei, þetta er allt í fullum gangi og prentarinn ælir út fullt af tímaritsgreinum fyrir ritgerðina.
Síðan fer ég í næstu viku í skurð- og svæfingahjúkrun hjá nágrönnum mínum á SHA. Ég er einnig búin að fá vinnu í sumar, á E-deild á SHA í hjúkkustöðu :) Glaða ég!
Jebb...svona var skyldufréttatilkynning.
Annars er ekkert sérstakt að frétta. Bara við Gunnar erum á fullu að undirbúa byggingarframkvæmdir....
....meira seinna :)

sunnudagur, mars 05, 2006


Ég var nú kannski ekki búin að segja öllum frá því að við Gunnar ákváðum í sameiningu þann 11. febrúar að trúlofa okkur. Ég hef ekki birt það fyrr hér, vegna þess að við vorum að bíða eftir hringunum. En hér er þeir komnir.
Brúðkaupið mun verða 20. júní....þegar það lendir á föstudegi eða laugardegi :)Betri mynd af hringunum hér

en okkar eru hvítagull...