fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Ég vil bara minna á kommúnubloggið mitt...nýtt og skemmtilegt blogg :)
Ég er samt ekki hætt hér. Þetta verður svona persónulega fjölskyldubloggið...eða þannig.
*Ble kle fle

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Ég elska kisur.p.s. það kemur bráðum alminnilegt blogg...

föstudagur, febrúar 10, 2006

Jæja, þá er þetta Kastljós vesen loksins búið.
Þetta var nú ekki jafn hræðilegt og ég hafði ímyndað mér. Samt, ég er alltaf asnaleg að sjá og heyra þegar ég sjálf er að hlusta og horfa! Buhhh...ég þurfti sko aðeins að grúfa mér oní hálsmálið á peysunni minni og öskra og ég fann að ég svitnaði í lófunum.

En í kvöld ætla ég annars að slaka á eftir þessi átök. Við Gunnar ætlum að kíkja í eitt stykki heimsókn og ræða ýmis mál. Svo er spurning um að ákveða eitthvað fyrir morgundaginn...stór dagur á morgun :)

Góðar stundir!
Óli nældi í mig. Ekkert svo leiðinlegt að taka sér pásu í húsþrifum og klára þetta bara.

4 störf sem að ég hef unnið
Þjónn, bókasafnsvörður, flokkstjóri unglingavinnu og við ummönnun aldraðra.

4 bíómyndir sem ég get ekki hætt að horfa á
Trainspotting, Big Lebowsky, Deuce Bigalow male gigalo, LOTR.

4 staðir sem ég hef búið
Akranes, Akureyri, Reykjavík og Köben.

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á
Bráðavaktin, Scrubs, Lost, House.

4 staðir ég hef verið í fríi á
Puerto Vallarta, Köbenhavn, Lowestoft, Tallinn.

4 vefsíður sem ég skoða daglega
www.hi.is, www.sariomario.blogspot.com, www.rjominn.is, www.mbl.is

4 besti maturinn
Kjúklingur í Kóríander, allan mexíkómat með guacamole, ítalskt tómatsalat, humar löðrandi í hvítlauk.

4 staðir sem ég vildi vera á núna
Á sólarströnd, heima hjá PJ Harvey, í tívolí & dýragarðinum í köben með H.G. og Gunnari, í USA með WIG!

4 bloggarar sem ég næli
Kristjana, Bibbi, Hrund og Sigrún. Endilega veriði með í þessum skemmtilega leik :)

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Ágætis dómur hér á ferð.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Diskur mánaðarins er með Beth Gibbons/Rustin Man - Out of Season.

Algjört æði.

Ég fór með WIG félögum í Kastljós upptökur í dag. Það var gaman. En ég er asnaleg. Allavega finnst mér það þegar ég horfi á mig í sjónvarpi eða hlusta á mig í útvarpi. Asnaleg. En dæmi nú hver fyrir sig... Við verðum líklegast í imbanum á morgun, eða hinn, allavega á næstunni.

Mikill lærdómur framundan og ég á eftir áætlun. Ég er löt og þreytt og nenni engu. Mig vantar orku. Ég kemst aldrei í sund :(

laugardagur, febrúar 04, 2006

Mikið er ég orðin þreytt á þessum ófriði úti í heimi!
Það er endalaust verið að espa hvort annað upp. Það er enginn að stilla til friðar, bara skapa meiri læti og ófrið!!
Það mega bara allir sem eru með þessi læti skammast sín. Ef það er einhver Guð yfir þessum heimi, þá hlýtur hann eflaust að vera ansi leiður yfir öllum þessum látum í mannfólkinu...

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Sælt veri fólkið.
Það er kominn febrúar. Guði sé lof. Janúar mánuður er búinn að vera vægast sagt erfiður, nánast fyrir alla í kringum mig. Ég vil líka þakka öllum fyrir samúðarkveðjurnar. Fólk er búið að sýna mikinn samhug á erfiðum tímum.
En núna vil ég fagna hækkandi sól og nýjum tunglum og býð framtíðina velkomna með bros á vör. Það er margt framunda. Margt í gangi og miklar pælingar.
Skólinn gengur áfram og verknámið fer að nálgast. Ég byrja í verknámi 20. febrúar á bæklun HNE (háls, nef og eyru) í fossvogi og verð þar í heilar þrjár vikur. Svo í mars þá verð ég eina viku á skurðstofum Sjúkrahúss Akranes. Hlakkar til. Það er margt nýtt og fróðlegt sem við erum að læra núna. Það er gaman.
I will be the perfect nurse...
En jámm...bara svona að láta vita af mér.
Áfram með lærdóminn!

P.S. Ég fékk smá pjéníng fyrir Peugotinn og gat því keypt mér annan með seðlunum. Toyota Corolla varð fyrir valinu :)