föstudagur, janúar 20, 2006

Ég fór og náði í drasl sem var í bílnum mínum í dag. Hann var ansi ljótur að sjá, gamli kagginn. Það var líka skrítið að sjá hann svona aftur. Hérna getið þið séð hvernig hann leit út eftir þetta.
Enn og aftur þakka ég fyrir það hvað ég slapp vel út úr þessum hremmingum.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Í mínum áhyggju og vonleysis huxunum ákvað ég að standa aðeins upp og gera eitthvað skemmtilegt. Ég fór inní bílskúr og náði í fuglafóður og henti slatta af kornum útá pall. Og viti menn, það var allt morandi í smáfuglum eftir nokkrar sekúndur! Kisa greyið sat í gluggakistunni og vældi eins og smábarn. Svo fannst mér líka fyndið að heyra "hamaganginn" uppá þaki. Þá leit ég upp þar sem að það er þakgluggi beint fyrir ofan mig þar sem ég er að læra. Þá sá ég alltaf annaðhvort haus gæjast inn og líta á mig eða þá að þeir sýndu mér bara afturendann.
Þetta var skemmtilegt og létti aðeins hugarfarið. Engar bílaáhyggjur og fjármálaáhyggjur í bili...
Ég tók myndir :)

miðvikudagur, janúar 18, 2006Stjórnmálaþurs


Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.

Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.


Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.


Hvaða tröll ert þú?


Dúd hvað þetta er líkt mér!!!

mánudagur, janúar 16, 2006

Ég elska bloggið hans Leibba. Hann kemur mér til að hlæja. Kemur sér vel á svörtum dögum eins og þessum.
Ég ætlaði að fylla bílinn af bensíni áður en ég lagði af stað í morgun. Það hefði orðið 5-6 þús kall. Gott að ég sleppti því.
Ég lenti í árekstri í morgun. Það er allt í lagi með mig, fyrir utan það að ég er mjög stíf í hryggsúlunni og mun verða það næstu 3-4 vikur. Bíllinn minn er vel klesstur að framan, mjög skemmdur. Ég huxa að ég keyri hann ei meir.
4WD og gróf dekk eru málið ef ég á að keyra áfram í þessu veðri! En ég á eftir að keyra í 2 ár í viðbót í skólann :(
Ég þakka Guði fyrir hvað ég slapp vel...

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Síðasta einkunnin komin í hús! Ég náði semsé sýkla og örverufræðinni. Bjóst samt við hærri einkunn. En það er eins og einkunninar lækki við inngöngu HÍ frá HA, ég get svarið það...
Eníhú..ég var ekki með þeim lægstu, heldur í meðallagi ;)
Skoðið þetta og skrifið endilega undir!

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Það er mikið að gera hjá mér.
Ég vakna klukkan sex alla morgna núna og keyri suður.
Gaman.
Bið að heilsa.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Hjúkkit!
Ég er búin að fá þrjár einkunnir af fjórum. Búin að ná öllu sem komið er og þar á meðal Félagsfræðinni. Thank God!

Eníhú...handarbökin mín eru eins og gatasigti. Við vorum í verknámstíma í dag að læra að setja upp meðal annars æðaleggi. Kennarinn bað um sjálfboðaliða til að sýna hvernig það væri gert. Ég var valin með mína æðaberu handleggi.
Hún stakk og juggaði nálinni fram og tilbaka og henni MISTÓKST að setja legginn á réttan stað! Sýnir það að enginn er fullkomin. Svo náttla þurftum við að stinga hvora aðra og það gekk vel hjá mér að stinga eina stúlku. Þrátt fyrir það að ég fann engar æðar hjá henni nema blóðtökuæðina. Það gekk samt vel og ekkert blóð spýttist útum allt.
Henni MISTÓKST hinsvegar að setja legginn á réttan stað í æð hjá mér, þannig að enn og aftur var juggað til og frá. Ég er núna helaum á handarbökum og varla að ég geti pikkað þetta blogg inn.
En já.
Hallellúja fyrir að hafa náð FÉL! :)

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Ég setti inn nokkrar myndir frá jólum og áramótum.
Vona að þið njótið þess Sonja og Peter ;)
Hef ég einhverntíman nefnt það hvað HÍ sé viðbjóðslega lengi að skila frá sér einkunnum?!
Ég meina það. Fyrsta einkunn átti að koma í gær, 29 dagar liðnir frá prófinu!
Svo ég tala nú ekki um greyið claususinn. Í HA fékk maður að vita allar einkunnir og hvort maður var kominn áfram á næstu önn FYRIR jól!
Hjá HÍ fá greyin ekki að vita neitt fyrr en seint í janúar! Glatað. Nagaðar neglur og sóbríl töflur fljúgandi til að róa taugar og sál. Hugur minn er hjá þeim...
Ég var búin að gera voða áramótapistil. Hann vill ekki publishast.
Það er alltaf það sama með þennan blogger. Hann vill ekki sýna löng og skemmtileg blogg.

Eníhú, það helsta af árinu 2005:
Flutti frá Akranesi heim til Möm og Pab í Boringnes.
Flutti frá HA yfir í HÍ.
Fór til Eistlands og til New York með WIG.
Spiluðum líka heilmikið hér heima og gáfum út disk númer 2.
Hörður Gunnar byrjaði í Grunnskóla.
Ég drakk mikið te.
Ég bölvaði mikið fjármálum og óréttlæti þessa heims og stéttaskiptingu landsins.
Bíllinn minn gerði mig gráhærða.
Ég klippti mig líka stutthærða.
Ég og Gerða fórum örlagaríka ferð á Búðarklett þann 11. febrúar til að reynað hitta á "gamla vini"...
Við Gunnar höfum verið límd saman síðan :)
Þetta var árið í hnotskurn.

mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilegt ár!
Þakka liðið!