Jæja...nóg búið að verað gera um helgina.
Ég er búin að verað hjálpa til að flytja fyrir tengdó alla helgina. Allt dótið er komið út, við sváfum öll síðustu nóttina aðfaranótt sunnudags í Þverholtum. Nú er allt dótið komið í Stöðulsholt í Borgarnesi. Tengdó og dætur búnar að koma sér vel fyrir þar. Annars er Gunnar bara í húsaskjóli hjá tengdaforeldrum sínum, þ.e.a.s. mömmu og pabba. Jebb. Við rembumst við að vera hér þar til húsið okkar rís upp...í október eða nóvember...sjáum til. Hérna erum við flutningsgengið hennar tengdamömmu.
Búin að koma okkur vel fyrir, fyrir utan bílskúrinn.
En þetta var ekki það eina sem var gert um helgina. Laugardagurinn var þétt setinn. Við Gunnar fórum á Mr. Skallagrímsson um kvöldið með Guðna og Freyju. Fyndnasta atriði kvöldsins var það að ég og Freyja vorum nánast alveg eins klæddar.
Fyrr um laugardaginn, uppúr hádegi, þá hitti ég gamla safnahúsgengið heima hjá henni Evu Sum. Það var frábært, Jóna, Axel, Sigrún og fjölsk., ég og Eva gestgjafi. Ákveðið var að halda þennan hitting árlega. Þetta var svo gaman :o)
Fyrir utan þetta, þá fór ég á föstudeginum í heimsókn til
Sigrúnar og Ívars og litla Ernirs. Þau buðu mér í hádegismat og sýndu mér nýja húsið sitt og nýja barnið sitt. Allt saman æðislegt, þau ljóma og ég óska þeim innilega til hamingju með þetta allt saman :o)