mánudagur, desember 25, 2006

Gleðileg jól gott fólk og farsælt komandi ár!
Ég þakka öllum innilega öll jólakortin, vonandi móðgast fólk ekki yfir því að hafa ekki fengið jólakort frá annasömu konunni...
En þessi jól ákvað ég að deila með öðrum, sem eiga um sárt að binda, og því sit ég hér á næturvaktinni í rólegheitum og vaki yfir fólkinu þessa blessuðu jólanótt.
Hafið það sem allra best um jólin og farið vel með hvort annað.
Jólakveðja frá Dúddu púddu!! :o)

mánudagur, desember 18, 2006

Jæja gott fólk! Ég kláraði síðasta prófið mitt í dag. Til hamingju með það Dúdda. Þrátt fyrir það að hafa verið að læra undir próf síðustu daga, þá leyfði ég mér ýmislegt annað. Ég tók tvær næturvaktir til að vinna upp mínar skuldir, ég fór líka í barna afmæli, en síðast en ekki síst, þá fór ég í mjög svo fallegt og skemmtilegt brúðkaup.
Hjónin heita Sonja og Pavle og þau búa á Dalvík í Brúarlands húsinu sínu með henni Donnu sinni. Hér eru þau myndarhjónin og fleiri skemmtilegar myndir finnast hér!Takk fyrir mig!

miðvikudagur, desember 13, 2006

Ég veit ekki hvort er fyndnara, að ég skuli líkjast Tony Danza eða að Gunnar skuli líkjast einhverjum megabeibum og síðan Lionel Ritchie!! Muhhahahahhaaa....

HAHAHAHAHA!!!! Ég komst loksins í litun til mömmu í dag og öðlaðist andlit á ný. Í tilefni þess þá fór ég inn á þessa snilldarsíðu til þess að finna svipuð andlit...
Niðurstaðan var þessi, ég líkist Tony Danza!!

þriðjudagur, desember 12, 2006

Úúúúúúúú....hlakkar til að fá þessa í hendurnar! :)

Jæja... Þá er bara eitt próf eftir, hjúkrun krabbameinssjúklinga á mánudaginn. Aðferðafræðin í gær var svona lala, maður þorir aldrei að segja neitt hvernig manni hefur gengið. Vona bara að ég nái öllum prófunum, það kemur heldur ekkert annað til greina!!
En í gær átti ég smá svona "frí". Ég fór í smá heimsókn og horfði á Scary Movie 4, sem er algjört rugl en djöfull gat ég hlegið að þessari vitleysu! Þetta var akkúrat það sem ég þurfti, þar sem ég var að drukkna í eigin ljótu og pirringi og langaði helst að vera komin í jólafrí med det samme! EN, síðasta prófið er eftir tæpa viku. Ég hef ágætis tíma til að lesa, og þó, ég þarf að taka tvær næturvaktir í vikunni og svo er ég að fara í brúðkaup á laugardaginn og jafvel á tónleika á sunnudaginn.... Skipuleggja, verð að skipuleggja. Ég ætla allavega að halda áfram að lesa núna.
Ble í bili gott fólk!

föstudagur, desember 08, 2006

Púff...það er erfitt að sitja yfir aðferðafræðipróflestri á föstudegi...
Góða helgi gott fólk!

miðvikudagur, desember 06, 2006

Im going crazy!

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

Próf númer tvö á morgun, vöxtur og þroski. Fyrir þetta próf þarf maður að læra helling af kenningum sem hinir og þessir spekingar settu fram. Ég fæ alltaf snert af athyglisbrest þegar ég þarf að læra kenningar og nöfn á köllum...

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

Wish me luck!

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

þriðjudagur, desember 05, 2006

laugardagur, desember 02, 2006

Eru ekki örugglega allir búnir að styrkja UNICEF?

Þegar ég sit hér og vorkenni sjálfri mér yfir því að þurfa að sitja allan daginn og þurfa að læra undir próf, með nammi í skál fyrir framan mig og kók í glasi, í hlýju notalegu herbergi, nýlega búin að borða góðan kvöldmat og nýbúin að hátta hrausta litla drenginn minn, sem hefur það svo gott, þá SKAMMAST ÉG MÍN ROSALEGA!
Ég fór því strax inná heimasíðu UNICEF og skráði mig sem heimsforeldri. Ég vona að börnin eigi eftir að fá hlýju og skjól, mat og föt og að framtíðardraumar þeirra eiga eftir að rætast. Ég vonast líka til þess að geta farið í framtíðinni sem hjúkrunarfræðingur og unnið sjálfboðaliðavinnu í þessari fátækt þarna úti.
Amen.

föstudagur, desember 01, 2006

Þessi blessaða tölva mín fellur í dá af og til. Það gerði hún í gær, en hún lifnaði aftur við núna rétt fyrir hádegi. Spurning um að fá sér nýja tölvu?

En prófin nálgast og ég á að sjálfsögðu ekki að vera hangandi á netinu. En það eru bara allskonar greinar og allskonar shit sem ég þarf alltaf að kíkja á reglulega, sem er inni á HÍ-uglu svæðinu mínu.
Jebbs...það eru 3 dagar í próf! Ég er bara búin að lesa yfir glósur hjúkr. langveikra og glósur aðferðarfræðinnar. Ég hugsa að ég nái ekki að lesa yfir vöxt og þroska glósurnar og krabbameinshjúkr. Svo er bara svo MARGT SKEMMTILEGT UM AÐ VERA NÚNA!!! Það er allskonar skemmtidagskrá í héraðinu, tónleikar og fyrirlestrar og svoleiðis, plús það að ég er komin í jólastemmingu og mér langar bara að farað þrífa og skreyta og skrifa jólakort og baka smákökur! EN, það er bara ekki hægt. Ohh...það er svo erfitt að vera námsmaður stundum. En þetta er nú 3. ár af fjórum. Það er farið að síga á seinni hlutann.
Nú svo er brúðkaup 16. des. og síðasta prófið mitt er 18. des. Ég vildi óska að ég þyrfti ekki að vera í prófum núna! Then again, þá þyrfti ég að taka þessi próf seinna og þá seinkar náminu mínu enn meir...þannig að, það er best að ljúka þessu af núna!
Hljóma ég eins og vog með valkvíða?!
Later dudes!

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Hörður Gunnar á það til að tala upp úr svefni og hann gengur líka mjög mikið í svefni. Það getur oft verið mjög fyndið.
Í nótt talaði hann víst upp úr svefni. Hann hrópaði "Halellúja" hátt og skýrt.
Mjöööög fyndið :o)
Ég kláraði að prenta út verkefnin í morgun og ég er semsé nýbyrjuð að lesa fyrir próf. Það er eitt soldið merkilegt við hjúkrunarfræðina, það er rosalega mikil endurtekning í náminu. Nú þegar er ég t.d. búin að lesa sömu setninguna svona 100 sinnum og ég er bara búin að fara í gegnum 3 glærupakka!
"Mæta sjúklingi þar sem hann er staddur"
Ég held ég sé búin að ná því....

mánudagur, nóvember 27, 2006

Hverjum langar ekki í ís í svona köldu veðri??

sunnudagur, nóvember 26, 2006

"það er algjör vitleysa...að reeeeyykja!"Hi everybody!
Ég er komin á fullt í verkefnavinnunni...ég er farin að sjá fyrir endanum á þessu. Þannig að ég get vonandi farið að læra undir próf sem fyrst!
Það heldur manni líka gangandi að fá tölvupóst með skemmtilegum myndum sem láta mann hlæja. Verst er að ég er að DEYJA úr vöðvabólgu á að sitja svona við tölvuna og vera hokin með höfuðið oní bók! Íbúefnið hefur ekkert að segja...best að leyta betur að grjónapokanum mínum, hann er langbestur, sjóðandi heitur á axlirnar..ahhh...

Já...fleirri skemtilegar myndir..

wtf?


furðuleg skemmtun


þessi er hress


þessi er samt best!


Góðar stundir :o)

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Úppss....

sunnudagur, nóvember 19, 2006

"já...það var vont veður daginn sem Gunnar fæddist, enda langt gengið í nóvember..."
Þetta voru orð tengdamömmu minnar, en í dag er einmitt brjálað veður líka, eða var það allavega í morgun. Ég var að koma af næturvakt í morgun, sem að lýkur rúmlega átta...ég var komin heim hálf tólf! Ég var veðurteppt á Kjalarnesinu í slatta tíma á meðan ég hugsaði hlýlega til afmælisdrengsins heima í bólinu mínu...En núna er ég komin heim, búin að elda kjötsúpu og er að rembast við það í leiðinni að vinna verkefni þar sem skólaönnin fer óðum að klárast!

En annars, til hamingju með afmælið Gunnar minn :o)
Ég vona að ég verði aðeins ferskari og hafi meiri tíma fyrir þig næsta afmælisdag...enda stórafmæli þá ;)

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Yess!!! Slátrið er opnað á ný!
Loksins getur maður fylgst með lífi hjónakornanna í Dallas...

Eníhú...mikið að gera hjá mér. Get ekkert bloggað af viti næstu daga...vikur...sjáumst eftir áramót!

föstudagur, nóvember 10, 2006

Ath! Ég vil hvetja alla til að kjósa besta sykurmolacoverið (blue eyed pop með WIG ;) á vefsíðu popplands. Að lokinni kosningu skuluð þið svo fara og hvetja vini ykkar til að kjósa líka besta coverið á popplandssíðunni... okey! :)

Góðar stundir!

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Jæja...síðasti skóladagurinn minn var í dag. En önnin er hinsvegar rétt að byrja hjá mér! Á morgun byrjar verknámið á hjartadeildinni og í kjölfarið fylgja nokkur þung verkefni sem þarf að vinna og skila fyrir próflok. Síðasti skiladagur verkefna er 2. des. Prófin byrja 4. des! Þannig að...það verður lítið hægt að plata mig út að skemmta mér eða eitthvað svoleiðis, því ég verð mjög líklega gróin föst við bækur og blöð!
En allavega, wish me luck!

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Þessi vefsíða er uppáhalds vefsíðan mín á svona dögum.

Eigiði sem bestan sunnudag...

laugardagur, nóvember 04, 2006

Er blogger beta betra? Það er spurning...

Mig dreymdi roooosalega mikið í nótt! Það var dularfullt, skemmtilegt og dramatískt. Kannski hafði föstudags pælingin einhver áhrif á þennan draum? En þetta var bara eins og að horfa á eina góða kvikmynd þar sem ég var í aðalhlutverki!
Mig dreymdi rúnir og dularfull orð, rómantík, bátsferð, uppgjör við gamlan vin og sættir.... Svona eiga næturnar að vera! Enda er ég alveg upplögð til að takast á við daginn í dag. Ég ætla að byrja á því að taka til í kringum mig, hreinsa burt gamlan skít og ló. Síðan ætla ég að lesa eitthvað námsefni...það er nú vissara þar sem prófin eru farin að nálgast ansi hratt.

föstudagur, nóvember 03, 2006

Ég hef verið að hugsa mikið til baka á meðan ég hef setið hérna fyrir framan tölvuna í kvöld.
Það er svo margt sem hefur breyst í mínu lífi. Ég hef sjálf breyst mikið. Það er margt þarna í fortíðinni sem maður sér eftir, saknar, vonar eftir að komi fyrir aftur eða bara vill helst gleyma og margt fleira.
Ég er þó samt alveg föst á því að allt sem maður hefur gengið í gegnum, hvort sem það er súrt eða sætt, það hefur styrkt mann og gert mann að því sem maður er í dag. Og ég er ekkert svo ósátt við mig í dag, alls ekki. Þess vegna ætti ég í raun að fagna öllu sem ég gerði í fortíðinni. Ef ég hefði tekið skref í aðrar áttir eða sagt nei þar sem ég sagði já eða öfugt, þá væri ég kannski ekki hér í dag!

Jámm...þetta var mín pæling á þessu einmanna föstudagskvöldi.(.....Dúdda þreytta og lífsreynda...)

þriðjudagur, október 31, 2006

Hér koma nokkrar hressar myndir úr afmælinu hans Harðar Gunnars.

Annars er ég aðeins að hressast. Ég neitaði að vera slöpp lengur og drusluleg. Ég reif utan af sængunum, henti þeim út í frostið og ryksugaði herbergið mitt. Fór í notalegt bað og bar á mig uppáhalds kremið mitt.
Ég fór líka og keypti nagladekk á bílinn minn í dag. Ég var búin að hlusta á ýmsar skoðanir um þessi dekkjamál. Niðurstaðan var naglar og ekkert annað! Hölli vinur minn á dekkjarverkstæðinu gaf mér meira að segja 10% afslátt! Alltaf gott að versla í heimabyggð :o)

Jæja...best að snúa sér aftur að tíðarhvarfagreininni...brrr...höööhhh!!!

mánudagur, október 30, 2006

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag. Hann á afmæli hann Hörður Gunnar...
...hann er 7 ára í dag!!

Jibbí jeij.. hér eru 11 krakkar í afmælisveislu and oh boy oh boy, þvílík læti! Núna er smá ró þar sem þau sitja með snakk í skálum og horfa á video. Ég hefði helst viljað leggja mig núna, en ég held að ég hafi ekki beint tíma til þess. Versta er að ég er hálf lasin, með dúndrandi höfuðverk sem verkjatöflur ná engum tökum á, hor í nefi og sviða í augum. En krakkarnir eru ánægðir og þetta tekur líka fljótt af...

Ég er að rembast við að lesa megindlega rannsóknargrein eftir Herdísi Sveinsdóttur sem heitir "Tekist á við tíðahvörf". Ég þarf að svara nokkrum skemmtilegum aðferðafræði spurningum upp úr þessari grein og það hefur lítill tími gefist í það undanfarna viku og ég var á næturvakt um helgina og nú er ég hálf lasin að halda upp á 7 ára afmæli...
Vonandi sýna þær mér miskunn stelpurnar í skólanum á morgun ef ég verð ekki búin að svara öllum spurningunum...

sunnudagur, október 29, 2006

Áts!!!
Hér er allt rólegt á næturvaktinni... Það var líka rólegt í gær. Ég og Unnsteinn næturvörður erum sammála um það að ég hafi svo róandi nærveru á sjúklingana hérna...

Á morgun tekur svo bakstur við. Hörður Gunnar á afmæli á mánudaginn og ég er búin að lofa að baka eina gulrótarköku og eitthvað fleira, svo hann geti boðið bekkjarfélögunum sínum í kökuveislu á mánudag.

Mér langaði bara að kasta næturkveðju á ykkur :o)

miðvikudagur, október 25, 2006

Hvernig væri að sjá eitt hressandi Borat myndband?

Borat Movie-film Music!

Add to My Profile | More Videos
Finnst engum síðustu tvær færslur (videoklippur) fyndnar??

Hér er annars allt gott að frétta. Ég er farin að ganga með húfu þar sem það er orðið kaldara úti og fjöllin eru orðin hvítari. Ég er einmitt að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fá mér nagladekk á bílinn... Nagladekkin eru bara orðin svo dæmd í samfélaginu vegna mengunar. Ég er samt á því að aðeins naglarnir nái að halda bílnum vel á þjóðveginum ef eitthvað kemur upp á. Mér finnst loftbóludekk ekki meika sens. Hvað segið þið?

Á morgun fæ ég loksins að fara í hvítu fötin. Ég fer á stoðdeildarkynningu á B2 í Fossvogi. Á föstudag fer ég síðan á Grensás og kynni mér starfsemina þar. En sjálft aðal verknámið mitt hefst ekki fyrr en 7. nóvember. Það er svosem farið að styttast í það, en það er líka farið að styttast í prófin og það verður sko NÓG að gera hjá mér síðustu vikurnar fyrir próf!

Í dag keypti ég líka miða á Sykurmola tónleikana. Mér hlakkar bara mikið til. Gunnar og Guðni ætla með, plús það að tvær bekkjarsystur mínar koma líka, sem er ekkert nema töff. Sigrún og Rúna, þið eruð semsé töff. Ég keypti mér líka miða í stæði sem ég hef ekki gert í langan tíma. Ég neita að vera orðin það gömul að ég geti ekki staðið heila tónleika. Ég fer bara í nýju skónum mínum sem Gunnar gaf mér. Þeir eru líka með einhverjum súper hæl sem á að vera svo góður fyrir bakið, mænuna, liðina og brjósk. Já...ég segi það, neita að vera gömul....
Þetta er eitt það fyndnasta sem ég hef séð á netinu í langan tíma!

þriðjudagur, október 24, 2006

Ætli strákar sem nota gleraugu, noti þetta trix á gleraugun sín?

sunnudagur, október 22, 2006

Þvílíka stuðið í gær! Vúhh!
Það skal ég segja ykkur, þið sem misstuð af okkur WIG í Þjóðleikhúskjallaranum í gær misstuð af heilmiklu! Þann rann af manni svitinn um leið og maður dansaði og söng fyrir fólkið til rúmlega 3, að ganga 4 í nótt! Við fengum mikið klapp og hróp og gleði, fólk dillaði sér og söng með! Jebb...ég og Árni og Steini og Bjarni vorum barasta hæst ánægð með giggið. Takk þið sem mættuð ;)
En núna er ég að rembast við að klára 6 verkefni sem ég á að skila á morgun. Maður er ekki alveg kominn í lærdómsgírinn enda dauðþreytt eftir þessa viku. Meir blogg kemur því síðar...
Later peeps!

föstudagur, október 20, 2006

Takk elskurnar mínar fyrir allar afmæliskveðjurnar í gær! :o)
Það var bissí dagur hjá mér í gær, afmælisdaginn minn 19. október. Ég byrjaði á því að fara í skólann í umræðutíma, skilaði verkefnum og svona. Síðan hitti ég Balla frænda eða Bela eins og hann kallar sig listamaðurinn, og við fórum í smá rennirí yfir lögin sem átti að spila síðar um kvöldið á Airvawes hátíðinni í Þjóðleikhúskjallaranum. Hann var með þessa fínu hljómsveit með sér og enn og aftur sá ég hvað hann Balli frændi minn er rosa músíkalskur og bullandi af hæfieikum, þó hann sé hógvær... eins og reyndar sannur Ringsted er...
Við fórum líka uppí Skjá 1 og fluttum eitt í þættinum sex til sjö. Það verður sýnt held ég í dag...skrýtið þar sem tónleikarnir voru í gærkvöldi, en eníhú.
Eftir það fór ég á æfingu með WIG en fann að ég var farin að vera slöpp og veikindaleg. Ég sveik þess vegna æfinguna eftir smátíma og fór heim til frænku minnar og lagiðst undir teppi uppí sófa í svona hálftíma. Það var algjör lifesaver!
Bela var síðan semsé að spila í Þjóðleikhúskjallaranum í gær undir góðar undirtektir. Ég fór því þangað og söng þarna með honum eitt lag og eyddi síðan restinni af afmælisdeginum mínum í að horfa á aðra listamenn og spjalla við fólk og það var gaman :o)

sunnudagur, október 15, 2006

Fyrsta sjálfstæða næturvakts helgin mín!
Jebbs...ég er á annarri næturvaktinni minni núna og það gengur bara mjög vel. Það er rólegur tími akkúrat núna, þannig að ég fæ mér orkudrykk og blogga eitthvað svo ég sofni ekki. Það eru líka nokkur krossgátublöð hérna til að dunda sér með. Jebbs... en annars er þessi vinna mjög lærdómsrík. Ég er alltaf að sjá það betur og betur.
Hvað segið þið annars...eru allir á djamminu eða heima sofandi??

fimmtudagur, október 12, 2006

Það hlaut að koma að því...Ég er komin með barnalandsbóluna! Alltaf þegar ég tek mér lærdómspásur og fer að sörfa netið, þá er ég farin að fara oftar og oftar á barnalandssíður hjá fólki sem ég þekki og þekki ekki neitt! Já, já...það er allt í brjáluðum bjölluhljómum hér, en það verður að bíða!
Ég ætla að setja upp barnalandssíðu fyrir Hörð Gunnar og systkin hans...þegar ég verð ólétt næst...
Jájá...

miðvikudagur, október 11, 2006

Það er svo greinilegt þegar Hörður Gunnar, sem er ávallt svo aktívur, verður lasinn. Allt í einu kom hann til mín í dag lumpinn á svip og sagðist vera með hita. Hann var rjóður í kinnum og sjóðandi heitur á enni. Ég kom litla greyinu fyrir uppí rúmi og sagði honum að nú væri hann heppinn að eiga mömmu sem væri næstum því orðin hjúkrunarfræðingur :o)

Annað mál...ég ætla að gera heiðarlega tilraun til þess að fara í þolfimi tíma í kvöld. Ég ætla að vona að einhver mæti, við vorum víst orðnar sex stelpur þegar ég kíkti á skráninguna í dag. Ég krossa fingur!

Ég skal samt alveg játa á mig að ég er ekki fullkomin sjálf sem borgari hér í þessu bæjarfélagi. Ég fer næstum aldrei á kaffihús. Ég er alveg hætt að nenna því. Það gerist ÖR sjaldan. Ég er alveg sammála Sonju. Mér finnst gott að vera heima. Ég tala nú ekki um hvað mér hlakkar til að komast í mitt eigið hús, uppí sveit, með dýrin í kringum mig, náttúruhljóðin og Snæfellsjökul út um stofugluggan... En hey, þessi blessaði bær má nú vera aðeins meira lifandi! Tökum okkur á... Drekkum kaffi á fleiri stöðum en heima hjá okkur!

Góðar stundir...

þriðjudagur, október 10, 2006

Það er eitt sem ég þoli ekki við það að búa í litlum bæ. Það er hvað þáttaka fólks almennt í ýmsum málum er lítil og léleg!
Það hefur t.d. verið marg reynt að opna kaffihús hérna og aldrei virðist það ganga. Landnámssetrið er reyndar núna með kaffihús, en það hefur líka frábæra sýningu Mr. Skallagrímsson á bak við sig og tvær aðrar safn-sýningar. Hvað gerist þegar hætt verður að sýna Mr. Skallagrímsson? Mun Landnámssetrið fara á hausinn?
Það er líka mest ferðafólk og túristar sem stunda það að heimsækja kaffihúsin sem eru reynd í þessum blessaða bæ. Heimafólk stundar kaffihús eða veitingastaði í mjög litlum mæli. Hyrnan og Shell er víst í miklu uppáhaldi þegar kemur að því að borða úti...
Annað sem sýnir litla þáttöku fólks er þegar verið er að reyna eitthvað nýtt í íþróttahúsinu.
Ég fór glöð í bragði í dag niðrí íþróttahús til að fara í fyrsta jógatímann á 4 vikna jóganámskeiði sem átti að byrja í dag. En neibb...það er búið að slaufa því þar sem ekki náðist að ná lágmarkinu eða 10 manns í tímana! Þess má geta að ég kláraði 4 vikna þolfiminámskeið í síðustu viku og þar rétt náðist í 10 manns í tímana. Ég ákvað að hafa smá fjölbreytileika í hreyfingunni minni, þess vegna skráði ég mig næst á jóganámskeið en ekki aftur þolfimi. Þannig að ég spurði um þolfiminámskeiðið, hvort ég gæti þá skráð mig aftur á það...eehh...nei...því miður eru ekki nema 4 þar og því ekki víst að það haldi áfram heldur! Common!
Ég sé fram á það að ég þurfi bara að stunda jóga heima í stofu og fara í spinning með mömmu í hádeginu. Það virðist vera það eina sem blívar í þessu blessaða íþróttahúsi. Fólk er hrætt við nýja hluti...það er víst þannig í þessum bæ!
Ummmmm.... ég elska Fisherman's Friend með Salmiak lakridssmag...

föstudagur, október 06, 2006

Hvernig væri annars að fá einn Larson á þessum föstudegi?eða tvo...

Booored!
Já...þessi föstudagur er þreyttur og leiðinlegur. Ég nenni ómögulega að læra. Ég er stopp í vöxt og þroska verkefninu og er því að reynað læra eitthvað annað. Aðferðafræði. Bara leiðinlegt! Ég er að rembast við að reynað lesa rannsóknargreinar, kafa djúpt oní þær og finna út hvort þær séu megindlegar eða eigindlegar og allt sem tilheyrir því... Ekki my cup of tea! Þarna finnst mér hjúkrunarfræðin vera orðin of vísindaleg fyrir minn smekk. Ég kýs að hugsa meira um manneskjuna sem liggur veik í sjúkrarúmi. Aðferðafræðingar mega gera rannsóknir fyrir hjúkrunarfræðinga. Ég skal alveg hjálpa þeim, en þeir mega sjá um tölfræðina og aðferðafræðina. Takk fyrir!

þriðjudagur, október 03, 2006

Einn góður Larson fyrir Lísu á þessum þriðjudegi :)

sunnudagur, október 01, 2006

Hver man ekki eftir honum Bimbó? Fyrsti hundurinn sem við Gunnar eigum saman. Hann leit svona út þegar við fengum hann í júní í sumar, hann var þá 5 vikna minnir mig.Í dag er hann hinsvegar um 4 og hálfs mánaða gamall og er orðinn algjör sláni.Við Gunnar fórum vestur í dag og lékum okkur með hundana. Síðan fórum við á hestbak í góða veðrinum og enduðum daginn á því að skella okkur til Hvanneyrar að heimsækja Helgu, Helga og Huga Baldvin, sem átti einmitt 2ja ára afmæli. Til hamingju með það litli kútur. Særún var á staðnum og í gærkveldi vorum við Helga og Særún að rifja upp gamla menntaskólatímann saman.
Í dag er fyrsti október og ég fagna. Þetta er mánuðurinn minn...og Harðar Gunnars líka :o) Við eigum bráðum afmæli!!

Ég kveð ykkur með þessum línk á myndir dagsins í dag.
Góðar stundir!

föstudagur, september 29, 2006

Til að koma í veg fyrir mikinn miskilning, þá er rétt að segja frá því að þessi svokallaði Guðmundur aðstoðarmaður minn er ekki til. Ég bjó hana bara til í fyrradag í huga mínum. Mér leiddist og mér langaði að skrifa eitthvað fyndið. Mér fannst þetta allavega mjög fyndið. Ég vona að öðrum hafi fundist það líka.
Ég er bara ein að læra hérna. Reyndar liggur kisa við hliðin á mér allann daginn og minnir mig á það hvað það er gott að sofa..

P.s....fékk enginn kjánahroll við að horfa á Hemma Gunn í gær?
Mér fannst samt Magni og Dilana standa sig mjög vel. Rosa flott útgáfa á Roxanne!

fimmtudagur, september 28, 2006

Jæja! Við Guðmundur erum aftur byrjuð að fara í gegnum rannsóknar greinarnar. Við komumst yfir slatta í gær og ég náði meira að segja að klára eitt stykki verkefni sem ég á ekki að skila fyrr en eftir viku! Gott að losna við þann bagga.

Gunnar var eitthvað ósáttur í nótt. Honum fannst of þröngt í rúminu, enda var svosem líka alltof lítið pláss hérna inní herbergi áður en Guðmundur kom til starfa. Ég held við verðum bara að finna dýnu sem hann mun liggja á næstu nótt. Það þýðir ekkert að hafa hann á milli..

Góðar stundir gott fólk!

miðvikudagur, september 27, 2006

Mmmm...það er ekkert eins gott á morgnana og góður earl grey tebolli, með smá hunang og dash af mjólk.Enda verður maður að vera góður við sig þegar maður ætlar að farað lesa ca 20 rannsóknargreinar í hjúkrun. Púff segi ég nú bara! Wish me luck...

Hér sjáið þið aðstoðarmanninn minn koma með búnkann inn til mín. Hann heitir Guðmundur og er ansi hlýðinn, duglegur og talar ekki mikið. Fullkomið!

þriðjudagur, september 26, 2006

Ef það er eitthvað sem ég sakna verulega frá Danmörku síðan ég bjó þar, þá eru það söde ærterne!Það er ekki hægt að fá nema seinþroska, vanþroska, grænar sætar belgbaunir hér á íslandi. Er ekki málið að farað flytja inn djúsí feitu grænu sætu belgbaunirnar frá Danmörku!? :)

laugardagur, september 23, 2006

Ég var á næturvakt í nótt í nýju vinnunni minni. Það var mjög spennandi og skemmtilegt. Ég á eftir að öðlast heilmikla hjúkrunar reynslu á þessum vinnustað. Kannski svolítið öðruvísi en það sem gengur og gerist á LSH.
Ég sé sko alls ekki eftir því að hafa sótt um þessa vinnu. Ég gæti jafnvel hugsað mér að vinna þarna næsta sumar. Hver veit... :o)

þriðjudagur, september 19, 2006

Við Hörður Gunnar tókum okkur frí í skólunum í dag og fórum með Gunnari í réttir, nánar tiltekið Grímsstaðarrétt. Það var bara heilmikið fjör, enda hef ég ekki farið í réttir síðan ég var 12 ára eða eitthvað. Gunnar náði, ótrúlegt en satt, 16 kindum í dilkinn okkar! Húrra fyrir því, það líka smellpassaði í hestakerruna þannig að við þurftum ekki að fara tvær ferðir heim. Hörður Gunnar er algjör snillingur í þessu. Hann kastaði sér alveg óhræddur á eftir rollunum og dróst með þeim nokkra metra á meðan hann hékk í ullinni. Mjög fyndið.
Núna er ég dösuð og langar í nammi.
Held ég skreppi úti Hyrnu og kíki á nammibarinn....
It's okey! Ég hristi það hvort sem er af mér í þolfiminni á morgun ;)

laugardagur, september 16, 2006

Í kvöld...ójá...í kvöld...

fimmtudagur, september 14, 2006

Ég hvet fólk til þess að lesa þetta og skrifa undir.

Mér líður svona... myspace layouts, myspace codes, glitter graphics er orðin græn af myglu og snýst bara hoppandi í hringi í huganum. Ég er búin að verað reynað finna út hvaða verkefni ég á að gera í Vöxt & Þroska. Ég get ekki ákveðið mig og mér finnst erfitt að finna greinar tengt þessu efni. Ég var ALLAN daginn í gær að leita að greinum og ég fann EKKERT. Hvað er ég að gera vitlaust? Og HVAÐA verkefni á ég að velja?! Um hreyfiþroska barna? Um leikþroska barna? Eða um unglingsþroska?
Hjelp!

þriðjudagur, september 12, 2006

Ég er að púsla við það að setja inn myndir af grillveislunni sem var á laugardeginum til heiðurs ömmu og úr afmælisveislunni á sunnudaginn...svona fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða það, ættingjar útí heimi og svona. Svo er kannski gaman að sjá hvað við erum stór fjölskylda. Amma átti jú samtals 16 börn. Er enn eldhress og kát, hoppandi í sundleikfimi tvisvar í viku og orðin 90 ára blessunin.

Og í lokin, þá ætla ég að kasta afmæliskveðju til hennar Sonju "stóru/eldri" frænku, en hún á afmæli í dag.

P.s. Myndirnar frá laugardeginum og sunnudeginum munu koma hér :o)

mánudagur, september 11, 2006

The impossible has happened! Ég byrjaði í þolfimi í kvöld, ég er farin að hreyfa mig í gamla góða íþróttahúsinu. Til hamingju ég og það var bara gaman. Frábær kona frá Litháen að kenna okkur og hún er hress og kát. Jájá, ég er uppfull af blússandi orku núna og no way jose að ég sé eitthvað á leiðinni í rúmið!

Eníhú. Það var mikið um að vera um helgina. 90 ára afmæli ömmu, sem er reyndar í dag, 11. september. Við héldum stóra grillveislu á laugardeginum, bara nánasta fjölskyldan. Svo var kaffi og kökur á sunnudaginn og opið hús fyrir gesti og gangandi. Meiriháttar.
Á föstudaginn fór ég líka í skemmtilegt partý, innflutningspartý hjá henni Unni Maríu. Það var rosa gaman, enda hitti ég þessa elsku alltof sjaldan og þegar ég hitti hana þá ljóma ég af gleði :o)

Jæja...þarf að prenta út glærur. Ble í bili.

laugardagur, september 09, 2006

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics


Góða helgi gott fólk!

fimmtudagur, september 07, 2006

Mohahaha!!
Mér langar til þess að deila með ykkur örsögu frá honum Þorsteini Guðmundssyni púnktur is.


Haldið á ykkar eigin kaffibollum
Síðastliðinn fimmtudag byrjaði húðin að flagna af bakinu á mér. Mér datt strax í hug að ég væri að ganga í gegnum hamskipti eins og ég hef gert reglulega frá því að ég var barn en svo var auðsjáanlega ekki. Þessu fylgdi nefnilega ekki sama gleði og kæruleysistilfinning sem tengist svo oft hamskiptum, mig verkjaði í bakið og fannst óþægilegt að sitja í bílnum.
Það var ekki um annað að ræða en að draga sig í hlé. Ég lokaði mig inni í kjallaranum með harðfisk og malt og beið þess að bakverkurinn gengi yfir. En hann magnaðist með hverjum deginum. Á sunnudaginn var ég orðin viðþolslaus af kvölum og ófær um að ganga í fötum. Mér fannst beinin í bakinu á mér stingast út í loftið, ég greip spegil til að sjá mig í öðrum spegli og skoðaði á mér bakið. Ég var ekki með bak lengur. Bakið á mér hafði breyst í hillur.
Ég reyni að lifa með þessu. Verkirnir eru horfnir og ég er kominn í föt sem falla að líkamanum. Það eina sem pirrar mig er að fólk er sífellt að raða í hillurnar á mér. Það leggur frá sér kaffibolla, tímarit, síma og lyklakippur. Það notar mig fyrir alls kyns drasl. Og í kvöld reyndi kona að selja mér bókastoð í hillurnar. Ég hristi bara hausinn og skellti á hana.
Það gat nú verið...

Your Aura is Blue

Spiritual and calm, you tend to live a quiet but enriching life.
You are very giving of yourself. And it's hard for you to let go of relationships.

The purpose of your life: showing love to other people

Famous blues include: Angelina Jolie, the Dali Lama, Oprah

Careers for you to try: Psychic, Peace Corps Volunteer, Counselor


Gott að eyða tíma í þetta...þ.e.a.s. þegar maður er í eyðu og er ekki með neinar námsbækur til að lesa...

Eitt enn!

You Are a Licorice Jelly Bean

You are an acquired taste. The less people fight your strange ways, the more they like them.

miðvikudagur, september 06, 2006

Þetta blogg er fyrir Sigrúnu Sunnu :o)
Henni finnst víst svo gaman að kíkja á bloggið. Enda líka gaman að tileinka henni þetta blogg, þennan dag, því að hún og Maggi maðurinn hennar, eiga 15 ára afmæli í dag. Til hamingju kæru hjón ;o)

En að allt öðru, þá var ég að fá að vita hvar ég mun vera í verknámi í vetur. Ég mun vera á Hjartadeild 14 G á Landspítalanum. Fyndið, ég var einmitt að segja það við Tobbu og Júllu á leiðinni suður í morgun, hvað ég væri sko alveg til í að vera á hjartadeild. Þannig að, ég er mjög sátt við þessa niðurröðun!

Í dag er miðvikudagur já. Mamma og pabbi koma heim frá Mallorca og vonandi með nóg af gotteríi úr fríhöfninni. Svo eru Sonja og Peter komin frá Englandi og það er alltaf jafn gaman að hitta þau...og fá toblerone hjá þeim :o). Svo styttist í stór afmælið. Amma verður 90 ára þann 11. september, en það verður opið hús í gamla samkomuhúsinu sunnudaginn 10. sept, fyrir þá sem vilja koma og samgleðjast með henni og hennar fólki. Það verður sungið, spilað, dansað og að sjálfsögðu ÉTIÐ! Jebb, fullt af Færeyjingum koma líka og það vantar sko ekki stuðið hjá þeim skal ég segja ykkur...
Until next time...hafið það gott, bið að heilsa.
Tjúss!

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Ég gæti gubbað...

Eníhú...er í frímó. Var að lesa spennandi tölvupóst. Er jafnvel að sækja um spennandi vinnu. Allt voða spennó og ég get ekki sagt frá því, því það er líka svo mikið leyndó. Ohhh!!

mánudagur, ágúst 28, 2006

Jæja. Þá er maður byrjaður í skólanum aftur. Ég sit hér í "eyðu" þar sem að ég þarf ekki að sitja Tölfræði í vetur, GUÐI SÉ LOF, því ég kláraði hana á 1. ári í HA. Það er gaman að sjá stelpurnar aftur, enginn neitt hyper sólbrúnn, enda erum við stúlkur sem vinnum inni mest allt sumarið :)
Það er nú meira hvað ég er orðin óldí. Ég kann ekki einu sinni að vera í eyðu lengur. Ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér. Það sem maður gat nú eytt tíma í eyðunum í framhaldsskóla! Núna prenta ég bara út glósur kíki á tölvupóst og 2-3 blogg og fer svo og fæ mér kaffi og les glósurnar. Áður fyrr kíkti maður á kaffihús, fékk sér sígó, slúðraði og skrópaði einn tíma enn...og enn...Jebb. Maður er bara orðinn fullorðinn. True. Ég finn hrukkurnar dýpka.
Veriði blessuð í bili, ég er farin að læra.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Á einhver nótur!? Ég er að fara að syngja lagið Tvær stjörnur eftir meistarann Megas. Undirleikaranum vantar nótur við lagið, semsé fyrir píanó. Er einhver snillingur sem lumar á þessu?? Endilega ef þið eigið þetta og ef þið getið sent mér það á e-mailið mitt gur3@hi.is þá verð ég afskaplega þakklát :o)

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Ég var aðeins að breyta til á blogginu. Runan vinstra megin var komin svo langt niður þannig að ég færði "músík-hliðina" hægra megin. Kemur ágætlega út, frískar aðeins uppá þetta blessaða gamla blogg.

Í dag var skólasetning hjá Grunnskólanum í Borgarnesi. Hörður Gunnar, sá stóri strákur, er komin í 2. bekk og mér finnst ég fá grátt hár við það. Djís hvað tíminn líður hratt! Spurning um að drífa sig með að koma með annað stykki áður en maður lendir í tíðarhvörfum?!

mánudagur, ágúst 21, 2006

Ég kíkti aðeins á menningarnóttina. Frekar seint, en ég var komin á Laugarveginn um tíu leytið. Við röltum alla leið niður að Bakarabrekku til Særúnar og fórum uppá þak hjá henni og sáum toppinn af flugeldasýningunni. Á leiðinni niður Laugarveginn kom ég við í einni búð og keypti mér þessa fínu Elvis Presley tösku.

Nú verð ég sko flott í skólanum með nýju töskuna mína :o)
Ég gerði eitt á föstudaginn sem ég er búin að vera lengi á leiðinni að gera. Ég skráði mig í Amnesty International.
Það var mjög fyndið. Ég var í kringlunni þar sem ég sá mann standa með möppu og blað, eins og hann væri að selja eitthvað. Síðan sá ég að þetta var eitthvað frá Amnesty. Ég fór til mannsins hann bauð mér að ganga til liðs við Amnesty. Ég sagði já takk og hann skráði mig glaður á svipinn. Síðan kom einhver gamall kall upp að okkur og sagði við mig..."Þú skalt ekki láta plata þig. Þetta er bara peningaplokk!" Ég sagði bara við hann að ég hafi oft eytt peningum í miklu meiri vitleysu en þetta og að ég myndi sko ekki sjá eftir hundraðköllunum sem fara í þetta málefni.

Þannig var nú sú saga...
Enn ein yndisleg helgin að baki :) Ég fór í enn eina hestaferðina í gær. Jebb, ég held ég sé komin með "hestabóluna". Við Gunnar, Guðni og tengdó fórum vestur á Akra til hans Ásmundar gamla. Hann gaf okkur leyfi til að fara með hestana út að Akrafjöru og hleypa þeim þar hina sjö kílómetra strönd, sem er gulur sandur svo langt sem augað eygir. Það var glampandi sól og hiti og hestarnir og við að sjálfsögðu, nutum oss svo vel að ég kom heim með fast gleðibros á andlitinu eftir daginn...plús mikla sólbrúnku.
Jebb...þetta er eitt það besta sem til er. Að ríða á góðum hesti meðfram svona strönd. Þetta var æðislegt! Enn og aftur gleymdi ég myndavélinni minni. En hey...ég á pottþétt eftir að fara margar svona ferðir aftur ;)

mánudagur, ágúst 14, 2006

Vá. Yndisleg helgi :)
Ég fór á Morrissey tónleika með Jóhanni bróður, Geir Guðjóns og henni Særúnu minni á laugardaginn. Við fengum góð sæti (nema Jóhann greyið sem var uppí stúku) og fögnuðum þessu æðislega útsýni sem gerist ekki oft hjá okkur litlu dömunum. Tónleikarnir voru góðir, hvað sem hver segir. Við vorum sátt, ánægð og fórum út með bros á vör. Hefði samt alveg viljað sjá meira af Morrissey, en hey...ég var nú búin að fá að sjá hann á Hróarskeldu 2004, takk fyrir það!
Í gær var líka yndislegur dagur. Ég fór í þenna frábæra reiðtúr frá Sveinstöðum að Knarrarnesi. Við byrjuðum á að borða hangikjöt heima hjá Ernu á Sveinstöðum og svo fórum við með henni þar sem hún leiddi okkur í gegnum mýrar, þang, sjó og fjöru, alla leið út í eyju að heimsækja hana Stellu óperudívu með meiru. Verst að ég gleymdi myndavélinni, en hún Heiðrún skvísa var með sína og náði góðum myndum og vídeóklippum sem ég vonast til að geta sett inn á netið fljótlega.
Núna er komin mánudagur og ég er að fara á kvöldvakt. Síðan eru 3 morgunvaktir í röð og voila, ég er hætt á E-deildinni. Stundarskráin mín er líka komin og ég byrja í skólanum 28. ágúst. Jebb. Meiraðsegja byrjar verknámið strax í 3. viku hjá okkur!
Jæja...ég ætla að prjóna smá áður en ég fer út á skaga.
Ble á meðan.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Hérna er ansi góð kynning á Push Play, fyrir þá sem eiga eftir að kynna sér gripinn ;)
Hann Hlynur frændi minn og hálfgerður bróðir á 30 ára afmæli í dag! Í tilefni þess óska ég honum innilega til hamingju með það og set eina gamla góða mynd af okkur frændsystkinum fyrir utan Gunnlaugsgötu 10 á 17. júní sumardegi.Þarna erum við; Kristín, HLYNUR, Guðveig, ég og Sonja :o)

Og hérna er önnur skemmtileg Súlukletts-sprell mynd.
Þetta er Guðveig, ég, Kristín, HLYNUR og Sonja litla...


Hörður Gunnar er hér í djúpum fíling að hlusta á DM, Playing the Angel.

Ótrúlega góður diskur. Mér finnst persónulega titillag plötunnar laaaang flottast!
En já...ég er búin að klára 4 dokkur og er komin inná bak í þessu ermaprjóni mínu. Ég er sko sannarlega stolt af mér :o) Hef varla prjónað síðan í grunnskóla og þar gerði ég það ílla!

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Puff...þá er þessi langa helgi liðin. Ég vann frá föstudegi til mánudags, nánast allan sólarhringinn. Ég rétt svo fór heim til að sofa og gefa kettinum. Núna er kominn þriðjudagur og ég komin í viku frí og ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér. Mér er svosem farið að hlakka soldið mikið til að fara á Morrissey tónleikana. Kannski maður rúlli snemma í bæinn á laugardaginn og taki matarboð með góðum vinum?
Svo er líka spurning um að renna suður jafnvel á morgun og fara og kaupa skóladót handa drengnum. Skólinn fer að byrja fljótlega hjá honum og ég þarf að kaupa ALLT nýtt því að það var allt í henglum eftir 1. bekk.
Ég reyndar er komin með gott tímaeyðsluplan. Ég er komin með prjónauppskrift af ermum sem ÉG ætti meira að segja að geta prjónað! Ég ætla því að hlaupa út í prjónabúðina og kaupa mér garn núna og farað fitja upp 60 lykkjur á eftir.
Verið þið blessuð á meðan.

laugardagur, ágúst 05, 2006

Halló tralló hér er stuð...á E-deildinni.
Við stúlkur sem erum á löngum vöktum, þær 12 tíma, ég 14 tíma, skemmtum okkur vel þessa verslunarmannahelgi. Fólkið á deildinni hefur það líka gott og við reynum að vera rosalega skemmtilegar allar...
Annars er lítið nýtt að frétta af mér, Guðríði. Við Gunnar bíðum eftir húsinu okkar...teikningum og svoleiðis. Allir arkítektar og fleiri stofnana menn eru búnir að vera í LÖNGU sumarfríi þannig að ekkert virðist verað gera í húsabyggingarmálum.
En þetta kemur....þetta kemur...já já.
Jebbs...ég mætti klukkan átta í morgun, hætti klukkan tíu í kvöld. Hvað skal þá gera? Fá sér 2-3 Opal snafsa og fara svo að sofa? Spurning. Ég þarf allavega að mæta aftur átta í fyrramálið á aðra eins vakt. Svo aftur átta á mánudagsmorgun...fleehh. Ég á eftir að froðufella af þreytu á mánudaginn.
Jæja..hef ekkert meira sérstakt að segja.
Ble
Dúddzzz...

mánudagur, júlí 31, 2006

Jæja...nóg búið að verað gera um helgina.
Ég er búin að verað hjálpa til að flytja fyrir tengdó alla helgina. Allt dótið er komið út, við sváfum öll síðustu nóttina aðfaranótt sunnudags í Þverholtum. Nú er allt dótið komið í Stöðulsholt í Borgarnesi. Tengdó og dætur búnar að koma sér vel fyrir þar. Annars er Gunnar bara í húsaskjóli hjá tengdaforeldrum sínum, þ.e.a.s. mömmu og pabba. Jebb. Við rembumst við að vera hér þar til húsið okkar rís upp...í október eða nóvember...sjáum til. Hérna erum við flutningsgengið hennar tengdamömmu.Búin að koma okkur vel fyrir, fyrir utan bílskúrinn.
En þetta var ekki það eina sem var gert um helgina. Laugardagurinn var þétt setinn. Við Gunnar fórum á Mr. Skallagrímsson um kvöldið með Guðna og Freyju. Fyndnasta atriði kvöldsins var það að ég og Freyja vorum nánast alveg eins klæddar.
Fyrr um laugardaginn, uppúr hádegi, þá hitti ég gamla safnahúsgengið heima hjá henni Evu Sum. Það var frábært, Jóna, Axel, Sigrún og fjölsk., ég og Eva gestgjafi. Ákveðið var að halda þennan hitting árlega. Þetta var svo gaman :o)
Fyrir utan þetta, þá fór ég á föstudeginum í heimsókn til Sigrúnar og Ívars og litla Ernirs. Þau buðu mér í hádegismat og sýndu mér nýja húsið sitt og nýja barnið sitt. Allt saman æðislegt, þau ljóma og ég óska þeim innilega til hamingju með þetta allt saman :o)

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Mmmmmm...ég hef það svo gott, því ég keypti mér svo gott að hlusta á um daginn :o)og líka þennan......löngu orðið tímabært!
Og svo má ekki gleyma Prinsinum...

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Jæja...ég var búin að skrifa heilmikið blogg um ferðalagið til Eistlands og það hvarf...öhh...Kannski nenni ég að skrifa þetta aftur seinna, en hérna koma allavega myndir úr ferðalaginu. Later babes!

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Frídagur...samt nóg að gera. Ég er að undirbúa Eistlandsferð, þvo þvott, finna snyrtidótið og raða í tösku. Lesa yfir textana við lögin og spekúlera í laglínum.
Síðan hringdi hann Balli frændi í mig í fyrradag og bað mig um að gera svolítið sem ég varð svo ánægð með að hann skuli hafa beðið MIG um að gera! Hann spurði hvort ég gæti nokkuð tekið tvö lög með sér á tónleikum á morgun, fimmtudag, á Amsterdam. Jebbs. Hvað geri ég ekki fyrir Balla frænda. Það er nú kominn tími til að við frændsystkinin gerum eitthvað musical saman. Þannig að ég er að lesa yfir texta hjá WIG og Bela og mér hlakkar voða mikið til :)
Ég fer semsagt að vinna í fyrramálið morgunvakt, fer svo suður beint eftir það, á æfingAR og tónleika og svo flýg ég út til Helsinki snemma föstudagsmorgun. Veðrið í Tallin er barasta sæmilegt, svona 27 stiga hiti og sól. Ég bið því bara að heilsa í bili.
Löv.
Dúdda.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Pluff...
Ég er þreytt og lúin eftir landsmót sem tók á. Þá meina ég, það var virkilega gaman hjá mér! Ég skil ekki afhverju ég hef ekki uppgötvað landsmót hestamanna fyrr. Eina stærsu útihátíð landsins. Partýkonan ég! En héðan í frá mun ég mjög líklega fara á öll landsmót það sem eftir er. HM líka. En það er í Hollandi á næsta ári og þangað langar mig að fara. Ég gæti jafnvel farið og hitt hana Solex í leiðinni, en við í WIG túruðum einmitt með henni um USA haustið 2004. Jebbs...Það var líka fínt að hafa einhverja vinkonu með sér og Hulda var svo heppin að sitja í bíl með mér norður og fá að gista á knapasvæðinu. Við röltuðum um svæðið með áfengi í bakpoka og góða skapið og hittum mikið af fólki, sáum vígalega hesta sýna sínar bestu hliðar, hlustuðum á oldskúl Todmobile, Geirmund og glaða Papa. Jebbs...þetta var rosalega gaman og ég mæli alveg með því að þeir sem eiga eftir að prufa þetta prufi þetta strax þegar landsmót verður haldið næst á Hellu 2008!
Ég mun örugglega mæta sterkari inn þá heldur en ég gerði núna. Það var bara hlegið að mér þegar ég sagði að ég hefði keypt 4 Breezer fyrir helgina. Næst kaupi ég 4 kassa!

P.S. Hérna eru myndir af gleði helgarinnar :o)

miðvikudagur, júní 28, 2006

Balli frændi er að gera það gott í músíkinni. Það er flott grein um hann í fréttablaðinu í dag. Mamma og pabbi voru líka að koma frá Skotlandi í gær, en hann Balli býr einmitt þar með Svandísi sinni og Kjartani litla. Gamla settið skellti sér einmitt á tónleika með honum og fleiri fjölskyldumeðlimum. Kíkið endilega á síðuna hans Balla, eða Bela eins og hann kallar sig :o)

þriðjudagur, júní 27, 2006

Vííííí....ég var að fá staðfestingu á því að ég er að fara með WIG til Eistlands að spila á sömu hátíð og við spiluðum á í fyrra :o)Gaman, gaman, gaman!
Falleg borg...Tallin.

sunnudagur, júní 25, 2006

Jæja...þá er kallinn farinn...norður í Skagafjörð.Jebb. Landsmótsvikan hefst á morgun. Hann Gunnar minn keppir síðan í A-flokki á henni Gyðju sinni á miðvikudaginn..(hehe..nú á hann tvær Gyðjur ;). En ég kemst ekki norður fyrr en eftir morgunvaktina mína á fimmtudaginn. Vonandi kemst hann eitthvað áfram. Annars verð ég bara að sjá hann næst og þá verður hann eflaust miklu betri ;)
En já...langar einhverjum að skella sér á Lansmót og sitja í bíl með mér á fimmtudaginn??? Endilega hafið sambandi. Það er frekar leiðinlegt að keyra ein norður...

miðvikudagur, júní 21, 2006Bimbó er þreyttur og sætur í kvöld :)

Gól og grátur...

Já, litla "barnið" okkar Gunnars grét og gólaði í nótt. En það var bara fyndið og sætt. Svo skreið hann einu sinni uppí, en ég var fljót að láta hann niður í kassann aftur þar sem hann getur bitið ansi hressilega með beittu tönnunum sínum á viðkvæmum stöðum!
Ég á von á "feðgunum" fljótlega. Það er semsé önnur gól og gráturs nótt í vændum og mér finnst það bara skemmtilegt, þó ég sé meiraðsegja á morgunvöktum. Jebbs...hann er bara svo sætur hann Bimbó að hann bræðir mann með sínum hvolpa augum :)

þriðjudagur, júní 20, 2006

Nú er gaman.
Í fyrsta lagi þá eignuðumst við nýja fjölskyldan nýjan hund sem mun eiga heima á nýja heimilinu okkar, Vestur Þverholtum....þegar húsið rís einhverntímann. Hann á að heita Bimbó, alveg eins og fyrsti hundurinn sem þau tengda-fjölskyldan mín í Þverholtum eignuðust. Hann kom líka á góðum degi því að hann Halldór heitinn, tengdapabbi minn, hefði átt afmæli í dag.
Við Hörður Gunnar hjálpuðum Gunnari í dag við girðinga vinnu. Ég fékk að keyra traktorinn og gerði víst gott gagn. Hörður Gunnar er líka orðinn klár að hlaupa á milli þúfnanna. Við fundum gæsahreiður. Urðum blaut og fórum inn og fengum okkur kaffi og snúð. Síðan rukum við uppí Borgarnes til að kíkja á héraðsmót UMSB. H.G. var að keppa í 60 m hlaupi, langstökki og boltakasti. Hann lenti í 2. sæti í langstökki og 1. sæti í boltakasti. Garpurinn minn :o)

laugardagur, júní 17, 2006

Dúd....

Your Daddy Is George Clinton

What You Call Him: Pops

Why You Love Him: You don't love him, you just love calling him "daddy"


...ég fíla fönk!