laugardagur, desember 31, 2005

Jæja, já, ég fór í plebbapartý.
Okkur í WIG var semsé boðið í jólaveislu Senu þann 29. des. á La Primavera, í snittur og vín. Það var bara mjög skemmtilegt, kom á óvart. Við héldum okkur saman í hring ásamt honum Kjartani sem kom fyrir hönd Ampop. Aðra könnuðumst við við en þekktum kannski ekki beint. En þarna voru ca 50 manns, aðallega þeir sem voru að gefa eitthvað út á árinu. Þetta var víst stærsta útgáfuár Senu frá upphafi. Allt að þrjúhundruðþús diskar hafa selst í ár!
Þegar leið á kvöldið fór maður að spjalla við aðeins fleiri eftir því sem vínið fór að svífa á mann. Hinsvegar talaði Steini við flest alla þar sem hann kannast við flest alla af því hann vinnur á Tónastöðinni. Villi talar líka við alla, þannig er hann bara. Hann er jafningi allra og það fíla ég. Hann talar við skítuga róna á götum N.Y. borgar og labbar upp að stjórstjörnum og tekur í hendina á þeim líka og byrjar að spjalla. En það gerði hann Villi einmitt þegar heiðursgestur kvöldsins, Mr. Tarrantino eins og hann vildi að ég kallaði sig, kom og kíkti á liðið. Við fórum öll að spjalla við hann, þó aðallega Hannesbræðurnir þar sem þeir fóru að blaðra sitt klassíska bull og það var mikið hlegið. Tarrantino bauð okkur svo öllum að koma í áramótapartý á Rex og rétti okkur boðsmiða. Ég er enn að melta það hvort ég eigi að fara suður um miðnætti.
Eníhú, þetta stóð frá átta til ellefu, en þá lokaði Primavera og haldið var á Sólon þar sem við tók eftirpartý á efrihæðinni. Það var ágætt líka. Meira drukkið, meira spjallað við “ókunnuga” og svo framvegis. En svo fór allt í einu að týnast allskonar lið þarna upp, þó sérstaklega einhverjar grúpppíupjásur sem gerðu sig til alls líklegar. Þegar ég sá svo Loga Bergmann og Hlyn fasteignadúd koma upp tröppurnar þá reis ég upp úr stólnum og sagði við Gunnar minn, “partýið er dautt, förum heim”
Jebb. En þetta var mjög skemmtilegt. Kominn tími til að maður færi í partý með posh liðinu. En það fyndna var að posh liðið breyttist í feimna sveitalúða þegar mister Tarrantino mætti á svæðið. Fór og tóku í hendina á heiðursgestinum og sögðu “Hi, I'm a huge fan”. Svo sýndi það auðmýkt og jafnvel dró út myndavél úr vasanum og bað um að fá að taka mynd af meistaranum....
Gaman af þessu.
Eníhú...ég ætla að farað renna yfir árið, búa til annál og koma mér svo í áramótabaðið með mikilli froðu.
Later boyz n girlz!

fimmtudagur, desember 29, 2005

Ég er að fara í plebba partý/veislu í kvöld.
Meira um það síðar :)

miðvikudagur, desember 28, 2005


Takk elskurnar mínar fyrir öll jólakortin. Hér sjáum við "íþróttaálfinn" sem ætlaði bara að borða grænmeti um jólin, pæla í pökkunum, sem voru ansi margir og stórir þetta árið.
Í dag er bara leti, leti og eirðarleysi. Ég reyni bara að leysa krossgátur og lesa bækur og horfa á skemmtilegar bíómyndir og grínþætti. Margt í boði enda mikil DVD jól. En já...
Vildi bara kasta kveðju á lýðinn. Ég er að fara í veilsu á morgun. Hlakkar mikið til. Svo fer ég í Tengda-fjölskylduboð á föstudaginn. Þannig að það er ekki endalaust eirðarleysi. Ónei, spennandi dagar framundan :)

laugardagur, desember 24, 2005

Jæja gott fólk.
Ég hafði ekki tíma til að skrifa jólakortin mín flottu og frægu. Þannig að þetta kemur bara svona þessi jólin...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þakka liðið.
Hafið það sem allra best um jólin og borðið nú vel af jólakræsingum.

Er þetta ekki týpískur jólakortatexti?)

Kær kveðja, Guðríður, Gunnar og H.G.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Kemur ekki á óvart. Guacamole og svoleiðis...

fajitas
You taste like fajitas. You are exotic and spicey.
Only the bold can handle you, you little
firecracker. You are delicious and your
sizzling goodness can be heard and smelled all
over the place.


How do you taste?
brought to you by Quizilla

ENíhú..ég er að breytast í fílamanninn svona rétt fyrir jól. Voða gaman eða hitt og heldur. Það dúkkuðu upp tvær stórar frunsur á neðri vörinni. Jebb, I look like Bubba.
En ég ætla nú samt að hætta mér útí búð. Við Hörður Gunnar ætlum að kaupa rjóma og toblerone og nota allar eggjarauðurnar sem urðu afgangs vegna lakkrískurlssmákökunnar og búa til jólaísinn; Tobleroneís!! Namminamm, gott gott.

mánudagur, desember 19, 2005

Djöfull er ég öflug í myndatökunum eða hitt og heldur. Ég gróf upp myndavélina mína um helgina og ætlaði svo sannarlega að taka myndir á laugardagskvöldið uppá Glym.
Ég tók tvær myndir, af mér og Gunnari á leiðinni uppá Glym. Thats's all...
Ég lofa að vera dugleg um jólin og áramótin og svona fyrir fjölskyldu og vini erlendis ;)
Jæja gott fólk!
Allt gott að frétta hér. Ég er í jólastuði heima að baka bestu smákökusortina, marenstoppa með lakkrískurli.
Ég fór á jólahlaðborð á laugardagskvöldið til Sonju á Hótel Glym. Það var massívt gott og meira að segja Gunnar var svo saddur að hann gat ekki klárað hálfa súkkulaðisneið hjá mér...og þá er nú mikið sagt!!
Þetta var skemmtilegt kvöld. Sigga frænka átti afmæli, hún fékk Trivial að gjöf og það var spilað eftir hlaðborðið. Gott að þekkja fólk í innsta hring á Hótelinu ;)
Nú í gær fórum við Gunnar í Kringluna og versluðum og versluðum og versluðum... Síðan hitti ég Sonju og við fórum spes stelpuferð í Smáralindina og versluðum og versluðum. Dömur mínar og herrar,ég kláraði öll jólapakkainnkaup í gær, það tók líka tíma, frá kl þrjú til 10 um kvöld!! Mikið er ég fegin að það sé búið. Ef ég er að gleyma einhverju, þá þarf ég að fara eina ferð suður fyrir jól og get þá reddað því þá.
Annars er núna nægur tími til að taka til og hlusta á jólalög og klára bakstur. Jebb.. svo pakka gjöfum inn, skreyta meira og trallalaa...

föstudagur, desember 16, 2005

Prófin búin, jólafríið byrjað. Það verður partý í kvöld.Mætiði á Grand Rokk í kvöld. WIG og Úlpa spila.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Ég nenni ekki að lesa meir! Ég er að mygla, enda var ég að lesa um myglusveppi áðan.
Djís...ég syng nú bara eins og Særún gerði um daginn.
"Tomorrow, tomorrow..."
En í fyrramálið, þá fer ég í próf og eftir það er ég komin í jólafrí, jibbidíí...

Hér sjáum við agar skál með myglubletti eins og ég.

Interesting.

Annars held ég að ég sé búin að finna mér efni í lokaverkefni. Hún fjallar um þennan mann. Stórmerkilegur og örugglega hægt að rannsaka mikið hans hegðun. Við Sonja erum allavega búnar að pæla mikið í honum.
Jólafötin í ár. Svo á ég bara eftir að fá mér permó.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Þetta er kúlMaður getur sko alveg misst sig í lærdómspásunum "googlandi".
Hvað er þetta!?

Ég held að ég eigi ekki eftir að taka í hendina á neinum eða vera nálægt öðrum eða halda í handriði eða fara á almenningssalerni í bráð...
Sýkla og örverufræðipróf 16. des!Skoðið þetta

þriðjudagur, desember 13, 2005

I have been thinking alot lately...

Jamm. Próflestur í fullum gangi ennþá, farið að styttast í prófið, þrír dagar...
Langar nú mest að "skippa" lestri í dag og fara til Gunnars þar sem hann er að taka á móti litlum Chiuwawa (hvernig sem það er nú skrifað) hvolpum í dag. Það var einn komin síðast þegar ég vissi. Gætu orðið jafnvel orðið ca sex stykki.
Litlar rottur til sölu...

Einn hjartabrandari í lokin í þessu bloggi.

föstudagur, desember 09, 2005

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Ég verð að segja að ég hef líka lúmskt gaman af þessu. En það fara náttla allar próflestrarpásurnar í þetta...
Ég fékk póst frá Jesú í dag. Alltaf gaman þegar hann minnir á sig. Sérstaklega þegar maður er að snappa yfir lærdómi...
Takk Jesú.

fimmtudagur, desember 08, 2005

Ég þjáist af síþreytu!!! Og það er ekki gott þegar maður er að reynað læra undir próf. Ég geispa og geispa og sé rúmið í hyllingum.
Ég man ekkert hvað ég er búin að lesa...
Hjálp!

þriðjudagur, desember 06, 2005

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst gamla útgáfan af "Hjálpum þeim" miklu betri en sú nýja.

Annars þá...
...get ég ekki byrjað að læra aftur!!
Ég huxa að ég eigi ekki eftir að geta étið neinn mat eða komið við neitt eftir sýkla og örveru lesturinn minn. Hef enga lysta af jólamat og þori ekki í Kringlun sökum mikilla örvera...
Ég á eftir að snapppa.

mánudagur, desember 05, 2005

Hafiði heyrt í CocoRosie?
Bara góð músík! Þakka Geir G fyrir að hafa gefið mér þennan disk í afmælisgjöf :)
Þó að ég sé í próflestri þessa dagana, þá þarf ég líka að gera annað.
Það eru til dæmis tónleikar 10. des með WIG og Bang Gang á Stúdentakjallaranum.
Svo 11. des fer ég á tónleika með Antony and the Johnsons...mmm...hlakkar til :)
Svo er náttla jólaundirbúningur heima á fullu og það er leiðinlegt að missa af honum. Þess vegna stelst ég fram og fylgist með/tek þátt, eins mikið og ég get leyft mér.
Fyrir utan það að maður er að reyna að vera góð mamma og hjálpa drengnum við sinn heimalærdóm og fleira!
Ohh...hvað mig hlakkar til 16. des, en þá er síðasta prófið og svo tónleikar með WIG á Grand Rokk um kvöldið og þá verður sko partýað!
Þetta er allt að rúlla...
Félagsfræðin er búin!!! Ég held að ég nái allavega fimmu...

Aðrar góðar fréttir. Ég fór á Sjúkrahús Akraness til að hitta Jóhönnu verkefnastjóra. Þar biðu mín yfirfarin verknámsverkefnin mín og einkunn fyrir þetta allt saman.
ÉG FÉKK NÍU!!!!!
:)
:)
:)

Pís át í dag! Örveru- og Sýklafræði lestur hefst formlega á morgun! Tadadadaammmm... (hættustef)

sunnudagur, desember 04, 2005

Ég held ég sé að læra yfir mig og missa vitið...

föstudagur, desember 02, 2005

Djöfull er ég öflug. Búin að stúta mörgum tepökkum, éta gulrætur og klára fyrri part félagsfræðinnar. Nú er ég komin í heilsufélagsfræðina og hún er alltaf skemmtilegri.
Ég er samt ekki öflugari en það í nammiátinu að það er komin annar des og ég er ekki einu sinni búin að taka plastið utan af súkkulaðidagatalinu!
Fæ mér það í eftirrétt í kvöld...

fimmtudagur, desember 01, 2005

Ég er búin að verað lesa félagsfræði síðustu tvo og hálfan dag og ég er ekki hálfnuð! Gvuð hvað ég vorkenni clausus hjúkkum. Öll prófin þeirra eru víst í einni viku! Ég fer í fél prófið á mánudaginn 5. des. Svo fer ég í sýkla og örverufræði 16. des. Lucky me! Enda líka eins gott segi ég nú bara, því þetta eru kúrsar sem innihalda mörg hundruð glósu blöð. Ég þakka bara Gvuði fyrir alla þessa lestrardaga.

Það er alveg merkilegt hvað maður verður ljótur þegar maður er í próflestri. Eða, það gildir allavega um mig. Særún á t.d. góða mynd af mér þegar ég var að lesa undir clausu prófin fyrir norðan. Þá bjó ég í lopapeysunni minni, var með fluffy úfið hár, gleraugu, víðum adidas buxum og ullarsokkum og drakk te.
Núna er ég í flísbuxum og lopapeysu, með tebollan góða mér við hlið og hlusta á Bach. Hárið mitt er farið að vaxa villt, augnbrúnirnar eru horfnar og ég er hvítari en snjórinn og með bólur á andlitinu.
En Gunnar minn kyssir mig samt :)

Til hamingju með fyrsta súkkulaðidagatalsdaginn...og fullveldisdaginn (nú fara MA-ingar að skemmta sér í kvöld). En ég keypti súkkulaði dagatal handa H.G. í gær og mamma líka. Ég fékk því að eiga annað. Gaman af því, ég hef ekki átt dagatal síðan ég veit ekki hvenær!
Svo settum við mæðgin upp seríur í herbergisglugga okkar.
Hlakkar til jóla..trallalalla...