sunnudagur, október 30, 2005

Hann á afmæli í dag, hann Hörður Gunnar, hann er sex ára í dag!
Hér í Votadal var heilmikil veisla og fullt af fólki og mikið borðað og mikið leikið sér...Hér er hann á sykurflippi eftir daginn í dag með sveitafélaga sínum honum Húna.Hressir guttar og H.G. sáttur við daginn :)

föstudagur, október 28, 2005

Flott band?

Ég er veðurteppt í Reykjavík. Ég varð að fara í morgun vegna þess að ég varð að gera hópverkefni (AGAIN) sem þarf að skila eftir helgi. Bílinn hoppaði í vindinum suður, en ég legg ekki í það aftur heim. Held ég haldi mér hér í góðu yfirlæti Sonju. Hún er búin að hita handa mér te, bjóða mér gistingu og ný föt ef ég vil fara í sturtu. Hún er góð hún Sonja, þó að hún sé sárlasin stelpan, þá stjanar hún í kringum mig.
Ég var samt að spekúlera í því að hætta mér út í veðrið aftur, þó bara hérna innan Reykjavíkur. Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að ná mér í vetrardekk á góðu veðri. Dekkin mín eru svo sleip og eydd að ég gæti straujað með þeim!
En já, við sitjum með womans te og horfum á simpson á meðan veðrið er brjálað þarna úti.
Verst að ég ætlaði bara heim og farað baka þar sem það er barnaafmæli á sunnudaginn. En Hörður Gunnar verður 6 ára 30. október, þessi elska...

fimmtudagur, október 27, 2005

Djöfull er ég búin að vera fokkings dugleg í allan dag! Ég er búin að vera að læra síðan átta í morgun. Ákvað allt í einu að setjast við tölvun í morgun þegar ég var nýbúin að skutla Herði í skólann og reyna að finna eina tímartisgrein. Og viti menn, ég fór alveg á fullt. Fann svo fullt af öðrum greinum sem ég get svo notað í lokaverkefnið mitt. Jessör, allt á góðri leið.
Bara verst að ég er dauðþreytt núna og þarf að farað taka mig til fyrir sándtékk og tónleika. Svo er skóli í fyrramálið...zzzzz
Jæja, fæ mér smá lúr núna.

Sjáumst í kvöld! :)
Nú er víst kominn 27. október og þá segi ég:
Til hammó með ammó Birna mín :)Sæt stelpan ;)

miðvikudagur, október 26, 2005

Jæja! Allir að mæta á tónleika á Grand Rokk.
Ampop og Worm Is Green spila þar á fimmtudagskvöldið, 27. október.
(Afmælisdaginn hennar Birnu :)
Be there or be square!

By the way, erum við ekki kjút couple?

mánudagur, október 24, 2005

Lítið glimps inní atburð helgarinnar...Það var gaman, takk fyrir mig :)
Það verður líka gaman að spila næsta fimmtudag, 27. október, á Grand Rokk.
Stay tuned...

föstudagur, október 21, 2005

Það er svo mikið að gera hjá manni þessa dagana að það hálfa væri nóg!
En núna er komin lögleg helgi og þá er ekki eins mikið stress í gangi.
Þriðji í Airwaves í kvöld og svo er það "the gigg" á morgun á NASA.
Við skulum vona að röddinn hverfi ekki á braut...
Góða helgi öll sömul! :)

miðvikudagur, október 19, 2005

Ég fékk æðislega afmælisgjöf frá Sonju og Peter (frá Englandi). En það var falleg email kveðja og sæt lítil mynd fylgdi með.
Hér er ég að setja eyrnalokka í eyrun á henni ömmu þegar ég var lítil stelpa. Ég gerði það mjög oft og ég setti líka mjög oft rúllur í hárið á ömmu og greiddi henni.
Kjút :)

Ég vil þakka öllum fyrir allar sms-afmæliskveðjurnar í dag, afmælisdaginn minn fallega. Ég bara get ekki verið að svara öllum þessum sms-um þar sem símareikningurinn myndi bara fljúga upp við það!
En þetta er fallegur dagur, ljúfur og blíður. Þó ég sé helaum í lærum (útskýri seinna) og sit í ekki beint skemmtilegum tíma (félagsfræði).
Vaknaði í morgun með pakka við hausinn minn, þá hafði Sonja pakkað inn stórum súkkulaði-mousse kúlum handa mér. Sonja er best.
Ég held barasta að ég leyfi mér að vandra um Reykjavíkurborg með Sonju og Særúnu í kvöld og tékka á nokkrum tónleikum með þeim.
Jebb...góður dagur, 19. október 2005.
Dúdda bara orðin 27 ára :)

mánudagur, október 17, 2005

Today is the day...Fæst í öllum betri plötubúðum.

sunnudagur, október 16, 2005

Það er aðeins að birta til. Ég er búin að verað fara í gegnum námsgögn. Það eru verkefni að farað hrannast upp á ný. Ekki hópverkefni, heldur bunch af einstaklingsverkefnum! Og þar sem ég verð í seinni hópnum sem fer í verknám, þá verð ég að gera öll þessi verkefni á meðan ég er í verknáminu og rembast við að klára þau og skila strax eftir verknámið. Á meðan ég og minn seinni hópur erum í verknáminu, þá sitja þær sem voru í fyrri verknámshópnum í rólegheitum og klára sín verkefni í engu stressi...ósanngjarnt!
Svo þar ég að velja mér verkefni/spurningu fyrir lokaverkefni. Ég þarf að velja mér spurningu sem ég vil svara um viðfangsefni innan hjúkrunar, sem tengist því efni sem ég er búin að verað læra á klínísku sviði.
Ég hef ekki hugmynd um hvaða spurning það ætti að vera!
En svo er ég búin að verað skoða heimasíðu SHA og skoða þá síðuna sem fjallar um handlækningadeildina þar, en þar verð ég í verknámi frá 8. nóv til 25. nóv.
Á þessari handlækningadeild er bara hellingur að gerast! Margt hægt að skrifa um, margt sem mér dettur í hug. Eitthvað jafnvel sem mig langar að læra meira um og þá standa mig vel í þegar ég fer svo í verknámið...
Hlakkar bara til :)
Svo ætlar Gunnar að kíkja til mín á eftir þrátt fyrir bæklun sína. Góurinn minn! :)
Svo er platan okkar að koma út á morgun. JEbb, og Óli Palli fjallaði um okkur á Airwaves þætti á rás 2 í dag. Gúddí gúddí...
Það er sunnudagur.
Ég er ennþá með ljótuna.
Ég hata sunnudaga.

fimmtudagur, október 13, 2005

Ohh...ég er ekki að nenna þessu. Þetta er alltof mikið efni, samt er þetta bara helmingurinn...það er svo heill helmingur eftir!!!
Ég semsagt las og skrifaði þangað til höndin datt af í gærkvöldi. Þá vafði ég hana aftur á með sárabindi (sem ég lærði um daginn í verklegri hjúkrun) og fór að sofa.
Ég vaknaði STRAX við vekjaraklukkuna! Það er eins og ég hafi sofið í eina mínutu en ekki einhverja klukkutíma, þoli ekki þegar það gerist! :(
Núna þarf ég að lesa meira og ég nenni því ekki. Þetta er leiðinlegt efni...
Og það er brjáluð hálka úti og snjór útum allt. Ég veit ekki hvort ég kemst á rennisleipum dekkjum mínum suður. Ég lenti næstum í árekstri áðan þegar ég keyrði H.G. í skólann. Pff...þessi dagur byrjar ekki vel...

Já...svo er ég með ljótuna í þokkabót!

miðvikudagur, október 12, 2005

Ég er að læra undir félagsfræðipróf og ég nenni því ekki.
Mig langar bara að borða popp. Svo einfalt er það!
Langar í...

Ég fann lausn á löngu-blogg-vandamálunum mínum. Ég copy bloggið og sendi mér það í tölvupósti og pósta það á bloggið hér í tölvuveri Eirbergs. Hér kemur gamalt blogg sem ég er búin að reynað pósta nokkrum sinnum...

Einhvern tíman var mér sagt frá því að í Kanada þá unnu allir sjálfboðaliðavinnu.
Það þykir bara sjálfsagður hlutur og flest allir gera það. Hvort sem þetta er satt
eða ekki, þá finnst mér þetta alveg brilljant hugmynd og góð lausn á ýmsum
vandamálum.
Hvernig væri það ef við myndum skipa allt vel vinnufært fólk á Íslandi til að vinna
hvorki meira né minna en eina vakt eða einn vinnudag á mánuði, þar sem er mikil
mannekla eða þar sem neyðin er mest, í sjálfboðaliðavinnu?
Í fyrsta lagi þá myndi þetta leysa manneklu vandamál okkar.
Í öðru lagi myndi þetta kannski opna augu fólks fyrir því hversu mikil
stéttarskipting hefur skapast og hvað mikið af fólki býr hreinlega við
ömurlegheit, eða allavega sjá hvað margir eiga við mörg vandamál að glíma.
Eins og til dæmis það að reyna að eiga kannski 5000 krónur eftir af mánaðarlaunum
sínum eftir að búið er að borga reikninga, húsaleigu og allt það, og það í BYRJUN
mánaðarins! Stundum eru engar 5000 kr. Stundum þarf maður að hækka heimildina sína
til að lifa af mánuðinn eða bara nota kreditkortið sitt. Þá hækkar sá reikningur og
maður er kominn í vítahring dauðans. Og þá eru við ekki að tala um eyðslu í föt og
allskonar drasl, heldur bara nauðsynjar: Matvörur, bensín og skólagjöld og svo
framvegis.
Á meðan vaða sumir í 5000 króna seðlum og vita ekki hvað þeir eiga við þá
að gera!
Setjum þá sem ekki þekkja til neyðarinnar inn í neyðina. Látum þá upplifa aðstæður
og kjör láglaunafólks. Hvernig væri það t.d. ef við myndum setja borgarstjóra á
100þús króna mánaðarlaun í einn til tvo mánuði. Hvað myndi viðkomandi gera? Sækja um
hærri heimild á reikningnum sínum? Eyða umfram á kreditkortinu sínu?
Skiptir ekki máli hvort þú sért séra jón eða bara venjulegur jón, það
ættu ALLIR að gegna þessari skyldu, fara í sjálfboðaliðavinnu. Og ein vakt á mánuði
er EKKI mikið, en myndi huxanlega gera mikið.
Og okey, það er gott og blessað að mennta sig. Menntun er af hinu góða. En það
hafa ekki allir tækifæri til þess að mennta sig.
Og hver á þá líka að vinna kúkadjobbin sem eru svo láglaunuð að ég bara
SKIL ÞAÐ EKKI!
Flestir eiga eftir að fara á dvalarheimili. Viljið þið ekki að fólkið sem
á eftir að annast ömmu ykkar, mömmu eða sjálfa ykkur, að þeim líði vel í
starfi og vinni vinnu sína vel?
Hvernig væri þá að borga t.d. fólki í umönnunarstörfum sem eru N.B. að vinna
mjög mannúðarlegt starf, HÆRRI LAUN?

Ég hef aldrei fílað pólitík því mér finnst hún algjör tík, en halló!
Fariði nú að gera eitthvað af viti kæru stjórnmálamenn sem ráðið þessu
landi!
Það liggur við að ég panti viðtalstíma hjá einhverjum pleppanum á Alþingi
og beri fram tillögu mína um sjálfboðavinnuna.
Kemur einhver með?

þriðjudagur, október 11, 2005

....mjög stytt útgáfa af blogginu mínu langa...hitt var hvort sem er rusl!


Mig langar að tala um félagsfræðina, því stundum sit ég við hliðiná mjög spes stelpu í þeim tímum. Þetta er clausus, fullur háskólabíósalurinn og allar stúlkurnar að keppast við að glósa sem mest. Ég er bara chilluð þar sem ég er "allready inside" og þarf bara að ná þessum áfanga. Því er ég stundum að horfa í kringum mig og pæla í stúlkunum.
Allavega, þessi stelpa er ekki að taka námið sitt nógu alvarlega. Hún var um daginn bara með litla skrifblokk þar sem hún sat alla þrjá fél-tímana og krotaði einhverjar myndir og skrifaði nafnið sitt nokkrum sinnum. Ekki miklar félagsfræðiglósur þar. Svo í tíma í gær, þá toppaði hún áhugaleysið. Hún var komin með fartölvu eins og margar aðrar. Nema hvað, hún var ekki að glósa. Hún var að sörfa netið. Og hvað var hún að skoða, jú, hún var að lesa um síðustu þætti BOLD AND THE BEAUTIFUL!Gaman af því...
HVAÐ ER Í GANGI!? AFHVERJU GET ÉG EKKI PÓSTAÐ LÖNG BLOGG?!?!?! ÉG HATA ÞENNAN BLOGGER!!!
Nú styttist óðum í afmælið mitt. Ef einhver vill gefa mér afmælisgjöf, þá myndi ég gjarna vilja fallega peysu. Ég á EKKERT NEMA LJÓTAR, GRÁAR og DRUSLULEGAR peysur!
Já, ég er með ljótuna í dag...

mánudagur, október 10, 2005

Ég fann gamlan disk í körfu í dag.Þessi diskur er bara snilld!
Allavega finnst mér og Herði Gunnari það :)

föstudagur, október 07, 2005

Ahh...hópverkefni 2 er á lokastigi. Afhending í dag. Mikill léttir :)
Þetta verður glæsilegt bláæðafótasáraverkefni.

fimmtudagur, október 06, 2005

Nýjasta æðið mitt! :) Krossgátur á netinu! Jibbííí....
Miklu skemmtilegra en leikur1.is
Mikið Rooosalega er ég sammála þessari frétt! Græðgin í þessu landi er með ólíkindum...
Ég segi bara eins og Sonja. Menn eru að spenna bogann alltof mikið og dansa í kringum gullkálfinn.
Mammon ræður ríkjum í hjörtum manna í dag.
Þeir ríku verða ríkari og fátæku fátækari.
Vont mál.
Jæja, þá er það ákveðið. Worm Is Green verður að spila á NASA á Airwaves hátíðinni. Geimið verður á laugardagskvöldinu, klukkan 21:30 :)

þriðjudagur, október 04, 2005

Það er humar í rjóma grænmetis sósu og hvítlauksbrauð í matinn í kvöld.

-Hótel Mamma
Hafiði pælt í því hvað lagið "Straight to my Heart" með Sting er flott lag?

mánudagur, október 03, 2005

Vantar peninga, peninga, peninga!
Maður kemst víst ekkert áfram í lífinu nema ef maður á peninga.
Kúkar einhver peningum?
Ég skal skeina...
Það er rétt Mikki. Þetta er BARA fyndið! Híhííí...
Hey hó, fór ekki á sjó, enda fegin því það var sirka 20% mæting í tíma í morgun. Þær sem fóru til eyja skemmtu sér víst mjög vel allan laugardaginn en svo þegar var farið heim í gær, þá var svo vont í sjóinn að allir slepptu magasulli útum allt. Ójá, það skal ég segja ykkur. Þær fáu sem mættu í morgun og fóru í þessa ferð voru grænar í framan og skjálfandi á beinum með sveitt enni.
En ég fór ekki. Ég fór heldur uppí Þverholt í sveitasæluna og tók stubbinn með. Guðni og Krummi mættu líka á svæðið, þannig að þeir tveir stubbar, Hörður og Krummi, léku sér mikið, úti og inni, átu mikið nammi og svaka fjör. Ég fór eitthvað út í fjós og ná mér í lykt en annars var ég barasta súper ofur dugleg að vinna í hópverkefninu sem þarf að skila í þessari viku. Við erum að tala um 5 blaðsíðna verkefni og ég gat skrifað fínt efni í alls fjórar blaðsíður. Jebb, held ég hafi staðið mig vel í mínu hlutverki í þessari hópverkefna vinnu :)
Núna er ég nýkomin heim. Ég vaknaði klukkan sex og var að koma heim núna, klukkan sex. Tólf tíma dagur hvorki meira né minna, en samt bara mjög skemmtilegur. Á morgun á ég svo frí og get sofið út með góðri samvisku.
Jessöríbob!
Lífið er ágætt, þrátt fyrir KLIKKAÐAR skuldir. En ég humma það af mér einhvernvegin :)