fimmtudagur, september 29, 2005

Hvað er betra en rjúkandi heitt te og hrökkbrauð með osti, tómötum og ferskri basilíku, þegar maður kemur þreyttur heim frá Reykjavík? Ekkert.
Ég þarf að fríska mig upp fyrir verkefna vinnu og ekki slæmt að byrja á þessu og sörfa netið í leiðinni.
Ég var að koma úr verklegum örveru- og sýklafræði tíma í Öskju þar sem við vorum að grugga í sýklum og fleiru.
Áður en ég fór inn í tíma þá hitti ég þar óvænt hann Ívar Örn Benediktsson, gamlan góðan skólatappa sem gat veitt fram bros á vör á hverjum manni í denn. Og viti menn, honum tekst það enn í dag. Við forvitnuðumst um líf hvors annars og kvöddumst svo. Ég á kannski eftir að hitta hann aftur í Öskju og ræða meira við hann. Annars er hann víst alltaf uppá jöklum einhversstaðar að vinna við rannsóknir. Maðurinn er nú einu sinni að byrja í doktorsnámi í jarðfræði. Duglegur strákur.
Eníhú, þá voru bekkjarsystur mínar að reynað plata mig útí vísindaferð sem verður um helgina. Ég hélt að vísindaferðin væri nýbúin?! En þær eru víst þekktar fyrir djamm æði þessir hjúkkunemar :)
Það verður víst farið til Vestmannaeyja og dólað sér þar alla helgina. Hljómar spennandi dagskráin og andinn yfir stelpunum er góður. Kannski maður skelli sér bara?
Sjáum til hvað tími og peningar leyfa...

Jæja, back to work!

miðvikudagur, september 28, 2005

Þvílíkar geðsveiflur!
Ég er glöð einn daginn og pirraðari en andskotinn hinn daginn! Núna er ég t.d. ekkert nema pirringurinn. Allt að bögga mig í hausnum. Hrærigrautur skal ég segja ykkur. Allt komið í hrærigraut inní kollinum.
Áhyggjur heimsins eru alltof margar og ég er alls ekki bara að huxa um sjálfa mig. Ég er líka að huxa um marga í kringum mig. Áhyggjur ættingja minna og vina renna inn í mitt litla hjarta líka og ég finn til með þeim.
Ég vildi að ég gæti framið kraftaverk.
Það besta sem ég get gert er að fara með bænirnar mínar.
Amen.


Uppfært...

Kannski á maður bara að reyna að brosa og hlæja og hlusta bara á Lionel Ritchie?

Hahahaha!
Ógeðslega erum við "græn" í músíkbransanum á þessari mynd. En þetta er ein fyrsta group myndin okkar. Það mætti halda að þetta væri ljósmyndari Skítamórals eða eitthvað.
Hreeellingur!
Hérna er ég hinsvegar að "smygla inn hnetum" á Pianos í fyrra, með ljóst sítt hár. Djöfull breytist maður mikið á stuttum tíma.
En nú er ég nýklippt og lituð og verð sko aldeilis flott fyrir næstu myndatöku ;)
Þökk sé honum Villa, rakara dauðans!!!
Sonja er með myndavélina mína í láni úti í Króatíu þannig að ég get ekki sýnt ykkur "nýja hárið". Þið verðið bara að bíða spennt.

þriðjudagur, september 27, 2005

Check dis out!

Annars þá stóð ég mig vel í verklegu í dag. Nú kann ég að setja upp þvagleggi og stómapoka. Svo var ég bara með eina villu í krossaprófinu í lok tímans.
Maginn minn er líka farinn að lagast. Ég fékk mér hafragraut og epli í morgunmat.
Ég fór í góða, heita, langa sturtu í morgun.
Ég er ekki lengur kúkalabbi.
Ég er falleg og gáfuð stelpa með bros á vör :)

mánudagur, september 26, 2005

Ég er lítil í mér :(
Ég vildi að ég væri geimskutla útí geimi og hengi bara þar og þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af neinu!
Haha, æðisleg mynd!En þetta eru myndir frá henni vinkonu okkkar í WIG. Hún Heiður og Kolla vinkona hennar komu og hittu okkur á Pianos í New York. Hún tók nokkrar myndir af okkur sprella. Gaman af þessum stelpum. Hressar píur.
(Ég vona að það sé í lagi Heiður mín að ég steli mér aðgang að myndunum þínum ;)

Annars er bara dauði og djöfull í gangi hjá mér núna. Ég var að drepast úr magapínu í gærkvöldi. Svo vaknaði ég upp klukkan þrjú í nótt og ældi lifur og lungu og ristli. Svo vaknaði ég AKKÚRAT á klukkutímafresti, alveg fram undir átta í morgun og fór á klósettið og ældi meira og meira og meira. Nákvæmlega á klukkutímafresti. Núna er ég í hálfgerðu móki þar sem ég er að setjast alminnilega upp í fyrsta skipti í dag. Annars hef ég annað hvort legið í fósturstellingunni uppí rúmi eða inná baðgólfinu. Öhhh hvað ég hata gubbupest! Og plús það að ég missti af löngum mikilvægum skóladegi í dag! Ég verð hinsvegar að fara í skólann á morgun. Þriðjudagar eru próf og skyldutíma-dagar í verklegu í hjúkrun. Enda erum við að farað læra að setja upp þvaglegg og ýmislegt fleira skemmtilegt á morgun. Vona að ég haldi mér frá klósettinu á morgun.

Jæja, ég ætla að reynað troða í mér tei og epli. Maginn er tómur og aumur.

sunnudagur, september 25, 2005

Nýr diskur með Worm Is Green mun koma út þann 17. október.Pælið í því.

föstudagur, september 23, 2005

Ég keypti líka þessa útí NY

The Czars - Before...but longerThe 6ths - Wasps' nestsQueens of the Stone Age - Songs for the DeafGoldfrapp - Black CherryÞannig að það er gaman hjá mér þessa dagana...en ég á náttla að verað læra. Þess vegna er ég eiginlega bara búin að hlusta á nýju Goldfrapp plötuna. En hitt kemur :)
Ég elska nýja diskinn minn.
Supernature með Goldfrapp.

fimmtudagur, september 22, 2005

Ég fór í verklegan tíma í örveru og sýklafræði í náttúrufræðihúsinu Öskju í dag. Það var gaman. Við vorum að taka sýni með pinnum hér og þar. Síðan strukum við sýnunum í svokallaða AGA skál. Við tókum líka sýni af bakteríum eins og t.d. staphylococcus með dauðhreinsaðri lykkju og strukum í AGA skálina og dauðhreinsuðum til skiptis í logandi gas-eldi. Skiljiði? Þetta var stuð. Svo skoðum við sýnin í næstu viku og athugum hvað við finnum mikið af bakteríum í skálunum okkar.

En annars þá var ég að fá að vita með verknámið mitt. Ég verð í seinna hollinu, milli 8. og 25. nóvember OG ég fékk verknámspláss á handlækningadeild Sjúkrahús Akraness :) Manni er bara farið að hlakka soldið til, enda erum við að læra svo margt skemmtilegt í verklegu tímunum okkar núna. Næsta þriðjudag þá fáum við að læra að setja upp þvaglegg (æfum okkur á dúkkum ekki hvorri annarri) og ýmislegt fleira. Spännend!

Ég fann bandarískt nammi áðan í töskunni minni. En það var hálfur Smoothie Mix Skittles poki.

Gaman af því.
Shiskebab! Er ég sú eina sem finnst íslenski bachelor þátturinn vondur? Ég bara get ekki horft á meir...

þriðjudagur, september 20, 2005

Vúúú.... spennó :)

TORTOISE og WILL OLDHAM í skrítnu samstarfi.Chicago bandið Tortoise og Will Oldham, sem stundum gengur undir nafninu Bonnie Prince Billy eru að vinna saman að plötu. Komið er nafn á plötuna, The Brave and the Bold og mun hún innihalda tíu lög úr öllum áttum. Á meðal laga sem Tortoise og Will Oldham munu taka má nefna Thunder Road eftir Bruce Springsteen, Daniel eftir Elton John og Cavalry Cross eftir Richard og Lindu Thompson. Aðrir höfundar eru; Devo, The Minutemen, Milton Nascimento, Lungfish, Quixotic, Melanie og Don Williams.
Jæja þá, ég var víst klukkuð og verð því að drita hér niður 5 random facts about me. Annars verð ég bara púuð niður og lögð í útlegð eða eitthvað...

1) Ég er tölvufíkill
2) Ég elska kóríander, get nánast fengið fullnægingu við að lykta eða bragða á því.
3) Mér finnst Royal karamellu og súkkulaði búðingar rosalega góðir og fæ mér oft ein á kvöldin með gervirjóma og súkkulaðispænum.
4) Ég hlusta miklu meira á tónlist heldur en nokkurntíman að horfa á sjónvarp. Get eytt mörgum tímum í það að stara útí loftið með góða tónlist undir. Þetta tefur mig stundum frá mikilvægum verkefnum eins og t.d. lærdómi.
5) Ég er hreinlætisperri

Og hananú og hafiði það!
Ég klukka því hér með áfram...Sonju, Særúnu, Berglindi, Ragnheiði og Lísu. Drífa sig svo stelpur!
Nálar og VítamínÞað skal ég segja ykkur, ég var í verklegum tímum í Eirbergi í morgun. Mætti hress með kókómjólk og eggjabrauð í nesti. Við vorum að gera skemmtilega hluti. Læra að taka saman lyf, blanda lyf eins og sýklalyf og gefa í bláæðaleggi og svo vorum við að sprauta hvora aðra bæði við nafla/ undir húð og í rassinn/í vöðva. Við fengum semsé vænan B vítamín skammt í rassinn í morgun og ég er hin hressasta í dag. Mér tókst þetta náttla allt mega vel og er stolt af sjálfri mér. Verklegu hæfileikar mínir eru miklir, það er ég búin að sjá, ó já. Svo var ég líka rosalega klár í að taka saman lyf úr lyfjaskáp samkvæmt flóknum upplýsingum. Ég var ein af þeim fyrstu sem kláraði þetta og allt villulaust! Gott hjá Dúddu. Yessss...

Núna er smá tölvustund hjá mér og Herði Gunnari. Svo fer ég með pjakkinn á frjálsíþróttaæfingu rúmlega þrjú og svo fer ég sjálf í jóga tíma klukkan fimm. Hlakkar til að fara í jóga. Veitir ekki af í þessu stressandi kvíðafulla lífi.

mánudagur, september 19, 2005

Jæja, þá eru myndirnar frá New York komnar inn.Enjoy!
Ég reyni aftur...

Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að fara í skólan í morgun. Við lentum um sex leytið og ég var komin uppí Eirberg til að nema klukkan tæplega átta. Eftir tvo tíma í sýkla og örverufræði, þá var ég farin að slefa, stara á blaðið og missa sjón og heyrn, þannig að ég ákvað að drulla mér heim því það eina sem ég meikaði var rúmið mitt. Ég bað stúlkurnar vinsamlegast um að glósa mikilvæg atriði fyrir mig og láta mig hafa á morgun. Til að halda mér vakandi á leiðinni heim hringdi ég í hann Gunnar minn og blaðraði við hann. Hann ætlar að koma í kvöld og knúsa mig og taka við gjöfum frá mér. Ég var svo komin heim um 10-11 leytið í morgun og hitti mömmu og pabba og gaf þeim líka gjafir. Síðan skreið ég uppí rúm eftir að hafa tekið tvær parkódin því ég var að drepast í öllum liðum vegna mikils labbs um götur NY og plús það að mér líður alltaf ílla í flugvél og get aldrei komið mér vel fyrir og gat því ekkert sofnað þar. Ég gat semsé lagt míg í ca fjóra tíma í dag og ég er enn úrvinda. Spurning um að leggja sig aftur, ég er bara í smá stressi með skólavesen og VERD hreinlega að skólavesenast fyrst áður en ég legg mig meir. Öhh hvað ég meika ekki lærdóm núna.
En annars er gaman að segja frá því að á JFK hittum við frægan mann. Ég fékk störu á hann og við það brosti hann til mín og blikkaði og heilsaði mér. Þetta var enginn annar en hann Flavor úr Public Enemy, maðurinn með klukkuna!Jebb, gaman af þessu, en ég missti af photo opportunityinu og því á ég enga mynd af honum. En Árni, Bjarni og Steini geta staðfest þetta. Villi missti því miður af honum.
En jæja...nenniggi að blogga meir.
Myndir koma síðar.
Ble í bili.
Ég trúi þessu ekki!!! Þreytta og pirraða ég var búin að blogga helling og það publisast ekki!! Ég er farin í blogg-verkfall!

sunnudagur, september 18, 2005

Hey dudes and dudessess!
'Eg er stodd a W 43 st og 9 Av 'a smoothie bar sem inniheldur thradlaust net. Sorry kids, komst ekki a netid fram ad thessu. En nuna er sunnudagur og vid forum a kennedy flugvoll eftir ca 2 tima.
Fostudagur: Giggid gekk mjog vel. Vid roltudum um baeinn um daginn og forum svo a Pianos um sex leytid, bordudum, hittum Greg og Evan og annad gott folk. Spiludum, komum saum og sigrudum. Ja, ja, sidan var djusad fram a nott og ja, eg hitti Johonnu fraenku sem var eldhress og kat.
Laugardagur/i gaer: Vid svafum til hadegis, roltudum svo mikid allan daginn ad thad eyddust nokkrir sentimetrar af haelunum minum. Annars tha reyndum vid ad versla eitthvad, en thad gekk svona lala thar sem thad var mjog heitt, eg var heldur ekki i miklu verslunarstudi. Eitthvad threytt og gomul greyid eg. Vid forum svo ad borda vondan mat a Hooters og sidan foru eg og Arni uppa hotel og horfa a Adult Swim og steinsofnudum sidan en hinir guttarnir foru aftur ut a lifid.
Sunnudagur, i dag: Erum buin ad rolta i rolegheitum upp og nidur goturnar. Mikill hiti og mikil threyta. Vid forum fljotlega ad farad saekja draslid okkar og fara ad kvedja NYC. Jebb, flugid er svo klukkan rumlega atta og eg verd komin heim ca 6 eda 7 i fyrramalid til Islands og beint i skolan klukkan atta! Harkan sex skal eg segja ykkur, thad eina sem blivar!

Annars, tha hlakkar mer til ad hitta ykkur oll og vid her segjum oll:

TIL HAMINGJU MED AFMAELID SONJA MIN!

Sjaumst fljotlega :)

Love,
WIG!

föstudagur, september 16, 2005

Hey everybody! Hi doctor Nick!

J'a j'a, vid erum stodd 'a Malibu Hotel 'a Broadway og erum k'at og hress. Vid flugum fyrst og fremst i sex tima og miklum 'oroa fr'a KEF en th'o med forsetanum og fru i somu flugvel. Sidan seint um sidir eftir miklar tafir a flugvellinum vorum vid komin hingad a hoteli um 9 ad stadartima. Vid forum beint a brjaladan mexikanskan veitingastad thar sem var sungid og spilad a feita gitara og trompet med latum. Maturinn var godur, guacamolid var villt, buid til a stadnum af DAnny the Dog (utskyri seinna). Allir drengirnir voru ad deyja ur greddu en thad er allt i lagi thvi vid erum i NY baby.
Nuna er klukkan ad verda tolf a hadegi og vid erum ad farad tekka okkur ut bradum af thessu hoteli og forum a annad betra sem hefur medal annars handklaedi og sjonvarp sem er haegt ad horfa a. Vid erum buin ad rolta mikid i morgun, fa okkur thvilikt godan morgunmat a besta Diner i heimi hja manni sem leit ut eins og blanda af Robert De Niro og Kevin Spacey. Mynd kemur seinna af honum, en hann var hressasti madur i heimi og vinur hans Villa 'i lifinu.
Jebb, vid erum sveitt og vid thraum sturtu. Vid aetlum ad drulla okkur a hitt hotelid og fara svo a eftir og na i passa fyrir tonlistarhatidina sem vid spilum a i kvold, a Pianos. Uhhh....hlakkar svo til!
En'ih'u, time is running out. Eg hef 'atta minutur til ad skrifa thetta blogg.
BleWIG

fimmtudagur, september 15, 2005

Jæja, þá er maður barastað farað leggjaf stað! Ó já og það á afmælisdeginum hans Steina tromm tromm. Til lukku með það Steini minn.
Margt flippað í gangi sem verður vonandi hægt að útskýra betur þegar við komum heim. Nýr plötusamningur og svona :)
Eníhú, við erum að farað þjóta til KEF og svo verður flogið út til NY um fimm leytið.
Verð líklegast í einhverju net sambandi úti, þannig að ... stay tuned!
Ble
WIG

miðvikudagur, september 14, 2005

Úff...ég er svo drullustressuð útaf öllum andskotanum!
Ég er að fara út á morgun og er með verkefni á bakinu á meðan sem ég þarf að skila á mánudaginn, þegar ég kem heim! Er reyndar að sækja um frest sem ég fæ líklegast, en þetta er hópverkefni sem þýðir að ég er að leggja auka álaga á hópinn minn!
Svo þarf ég að gera svo mikið áður en ég fer út að ég er í ruglinu og veit ekki hvar ég á að byrja. Ég sit bara og stari á tölvuskjáinn og man ekki neitt...

Og það er spáð rigningu og 27 stiga hita alla helgina í NY. Hvaða fatnað á maður að taka með sér?!

þriðjudagur, september 13, 2005

Þrír nýir diskar og því eitthvað fátækari í kjölfarið. En hey, það er svona þegar maður röltir útí Skífuna með Særúnu. Ég keypti;Neil Young - FreedomNancy Sinatra - Nancy SinatraMick Harvey - One Man's Treasure

Allt á einhverju tilboði. Annars kaupi ég ekki nýja diska hér á landi. Ég er líka að fara til NY ekki á morgun heldur hinn! Þá ætla ég mér að verða meira fátækari :)

mánudagur, september 12, 2005

Annars þá má líka segja frá því að mér er farið að hlakka soldið mikið til að fara út til NYC. JEbb... við í Worm Is Green erum að fara á fimmtudaginn út og spilum á föstudagskvöldinu á Pianos. Þetta er tónlistarhátíð, kölluð CMJ. Ekkert ósvipað Airwaves þar sem fullt af böndum verða að spila hér og þar í NY alla næstu helgi. Við komum svo aftur heim snemma á mánudaginn og ég fer þá beint í skólann. Það er allavega planið...sjáum til hvort ég meika það.
Ég sit heima hjá Sonju. Ein. Hún er að vinna og allir að gera eitthvað. Ég gisti hjá henni síðustu nótt svo ég þurfti ekki að vakna eldsnemma í skólan. Ég gisti líka núna í nótt. Eins gott og það er að vera hjá Sonju, þá finnst mér nú alveg laaang best að vera heima. Þó ég búi heima hjá mömmu í einu litlu herbergi. Það að hafa litla ólátabelginn í kringum mig og þurfa að fylgja reglum til að agi haldist á heimilinu. Ég hallast meira að því, heldur en að vera ein á einhverju vappi í Reykjavík. Ég get fallið fljótt í kæruleysið ef ég þarf ekki að huxa um aðra en sjálfa mig...Ég t.d. lagði mig í dag í ca tvo tíma! Ég hef ekki lagt mig svona lengi um miðjan dag síðan ég var 17 ára eða eitthvað!
Jebb. Mér hlakkar til að fara heim á morgun eftir hádegi og sækja drenginn í skólann og knúsa hann. Og svo að sjálfsögðu að keyra með Júllu og Geir G á miðvikudaginn. Regla og agi. Þannig á þetta að vera svo hlutirnir gangi :)

sunnudagur, september 11, 2005

Drottning drottningana á afmæli í dag.Það er engin önnur en hún Jóhanna Lind Pálsson, færeyska mær, sem verður 89 ára í dag.
Hún hefur verið eldhress og kát og jákvæð, alla sína ævi og er sko alls ekkert að farað hætta því. Ég hef aldrei séð hana fara í fýlu eða í vondu skapi. Hún er fyrirmyndin mín. Idolið mitt.
Hún stundar enn vatnsleikfimi sína eins og unglingur stundar sína uppáháldsíþrótt og er því fim á fæti.
Hún dekrar við gróðurhúsið sitt á hverju sumri með rósirnar sínar og hlustar á poppland í útvarpinu.
Hún lagar alltaf kaffi þegar einhver kemur í heimsókn, enda sífelldur gestagangur hjá henni alla daga eða ættarmót alla daga á Gunnlaugsgötunni. Hún fílar það.
Hún hefur ferðast víða um heim og væri t.d. alveg til í að skreppa til Marokkó aftur ef ég myndi bjóða henni.
Hún er algjör elska...hún er amma mín :)Þrefalt húrra fyrir ömmu:
Húrra, húrra, húrra!!!

Til hamingju með daginn amma mín. Megir þú lengi lifa!

föstudagur, september 09, 2005

Ekkert eins hressandi eins og að hlusta á Aphex Twin. Hlustaði mikið á hann þegar ég bjó fyrir norðan og var að keyra í snjó og hálku.

Ég hitti Villa í dag. Hann var hress. Við fórum að versla bol á hann og fengum okkur hádegismat saman. Við ræddum líka hármál og önnur mál.
Spurning um enn eina hárbreytinguna? Kann samt ágætlega við hárið mitt í dag. Fíla þessa klippingu í tætlur.

Oj já, til hamingju Jón rakari, pabbi Villa, með afmælið. Hann fæddist víst líka á þessum degi. Og eflaust margir aðrir...til hamingju allir!
Hún á afmæli í dag þessi elska...Njóttu helgarinnar Særún mín :)

miðvikudagur, september 07, 2005

Hrakfallasögur af mér og bílnum mínum halda áfram.
Ég var að keyra í dag í mínum rólegheitum þegar stór vörubíll kom á móti mér. Ég huxaði með mér djöfull keyrir hann hratt og ég hafði aldeilis rétt fyrir mér. Ég var vart búin að sleppa orðinu þegar hann keyrir framhjá mér og liggur við hrindir mér útí kant með ofsahraða sínum og GRJÓTKAST DAUÐANS kemur yfir bílinn minn!
Ég hélt ég myndi láta lífið á stundinni, en nei, ég ók áfram, en stór og myndarleg sprunga myndaðist í framrúðu bílsins. Þetta var í morgun. Svo fór ég suður í skólan og kom heim um sex leytið og þá hafði sprungan stækkað um helming.
Ohh..hvað ég er þreytt og pirruð.
Svo er ég að kafna úr allskyns öðrum áhyggjum...lífið er erfitt.
Þröngi vegurinn er svo sannarlega erfiðari en sá breiði.

þriðjudagur, september 06, 2005

Ég vil bara minna á greinina hans Geirs sem hann kastaði inná Selluna um daginn.
Hún lýsir soldið minni reiði gagnvart samfélagi okkar í dag. Ég nenni ekki að reyna meir að pósta þetta langa blogg. Það bara gengur ekki.
En hérna er greinin hans Geirs. Skyldulesning!
Eníveis, ég fór í fyrsta skyndiprófið mitt í morgun. Fékk níu. Húrra.
Er samt drulluþreytt og pirruð.
Vaknaði sex í gær og var komin heim kl sex...gat ekkert lagt mig um kvöldið og fór að sofa um 12. Vaknaði aftur sex í morgun og ók hálf sofandi suður. Varð að fara ein því ég þurfti að vera komin heim aftur klukkan eitt. Í gær fór ég með Júllu V og Geir Guð. Það var stuð.
Það rímar.
Þannig að, þetta brilljant langa blogg sem ég ætlaði að pósta um reiði mína útí samfélagið, á greinilega ekki að líta dagsins ljós. En ég held áfram að reyna.
Ég bara nenni ekki að skrifa þetta uppá nýtt núna í mínu drulluþreytukasti.

NYC eftir 9 daga. Stuð.
Djö, ég get póstað eitthvað stutt blót um bloggerinn en ég get ekki copyað og peistað langt blogg sem ég bloggaði í gær og póstað það!
HElvís...
Djöfull hata ég þennan blogger, virkar ekkert þetta drasl!!

fimmtudagur, september 01, 2005

Ég skeit ekki á mig í skólanum í dag.
Hinsvegar fékk ég bara annað kvíðakast þegar ég sá verkefnin sem ég þarf að farað vinna í haust. Djís..það verður sko ekki gert neitt annað en lært í vetur og hananú!
En já, ég sá nokkur kunnuleg andlit í bekknum mínum og kom mér mest á óvart að Fanný af skaganum sat beint fyrir aftan mig. Mikið var ég fegin að þekkja einhvern þarna. Sérstaklega því strax í dag áttum við að raða okkur 3-4 saman í einhverja verkefnahópa. Ég brosti bara sætu smeðjubrosi til Fannýar og bað um að fá að vera með henni í hóp. Svo reyndar sat önnur dama við hliðiná mér og spurði hvort ég væri búin að velja hóp því hún þekkti engan þarna og vissi ekkert hverjum hún ætti að vera með...ég er víst ekki ein í þessum einmanna heimi mínum.
En já, skóli aftur á morgun og enn eitt taugaáfallið.
Nei ég segi bara svona.