miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Ég er að byrja í skólanum á morgun...vííí...
Kvíði, drulla, stress og hægðatregða.
Og að sjálfsögðu verða nagaðar neglur líka og misstigið sig og mismælt sig og allt það..
Já, ég þoli ekki breytingar. En þetta eru góðar breytingar og ég reyni að brosa eins og ég get í gegnum skituna.

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Ég bara hreinlega elska þessa pésa!Varð bara að segja ykkur það...

Bibbi er líka góður bloggari, en nota bene, ekki fyrir viðkvæma og stranglega bannað innan 18 ára!
Það er búið að bjóða mér í pjásu/stelpu-náttfatapartý á laugardaginn hér í Borgarnesi. Hmm...er barasta soldið spennt fyrir því. Gamlar vinkonur og svoleiðis.
Skólarnir byrjaðir og þá byrja teitin líka, helgi eftir helgi. Ekkert nema djammað og djúsað í vetur. Jahámm..eða svona, kannski eitthvað. Ég held þó að ég muni eyða mörgum helgar-stundum mínum uppí sveit. Ég sé nefnilega ekki fram á það að ég geti verið mikið með Gunnari virku dagana í vetur sökum anna skólans.
En við sjáum til...
Er samt búin að lofa að vera dugleg að hitta Sonju og Særúnu þær stundir sem ég dvel í Reykjavík. Og ætli ég dvelji ekki nokkrar nætur hjá þeim líka í vetur :)

mánudagur, ágúst 29, 2005Ég þoli ekki copy-controlled diska!
Hrmpf!

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Þrjár kvöldvaktir í röð og ein stutt morgunvakt í morgun og nú hef ég kvatt Höfða.
Já, ég er búin með sumarvinnuna og svo tekur skólinn barasta við 1. september.
Gaman af þessu.
Ég er farin uppí sveit og hvíla mig.
Eigið þið góðan sunnudag.

föstudagur, ágúst 26, 2005

Jæja. Þá er heimasíða Worm Is Green loksins lifnuð við á ný.
Tékk it...

Einnig hef ég bætt inn tveim linkum. Það eru þær systur Guðrún og Heiðrún frá Þverholtum sem eiga þá. Það er gaman að fylgjast með þeim...


Elsku pésinn minn...
Hann Hörður Gunnar byrjaði formlega í skólanum í gær og ég skutlaði honum þá í skólann af því að við misstum af skólabílnum. En í morgun vöknuðum við tímalega og við röltuðum af stað i strætóskýlið. Ég minnti hann rækilega á það að gleyma ekki skólatöskunni sinni í bílnum. Svo hoppaði hann uppí rútuna þessi elska og kvaddi mig með vinki. Ég fór því heim og beint uppí rúm að kúra aðeins meira.
Stuttu seinna heyrði ég að útidyrahurðin opnaðist og einhver "hljóp" inn. Skrýtið, huxaði ég með mér, en ég hélt að þetta væri mamma að koma heim af næturvaktinni. Nema hvað, mamma tekur ekki svona snögg og stutt skref...
Allt í einu opnast svefnherbergishurðin og þar kíkir inn í gættina lítið saklaust andlit Harðar Gunnars.
Ég spyr hissa "Hvað ert þú að gera hérna?"
Hann.."Ég týndi skólatöskunni minni."
Ég.."Og afhverju fórstu ekki í skólann?"
Hann.."Af því mig langar að finna nestið mitt."
Ég.."Og hvernig komstu hingað aftur, labbandi??"
Hann.."Nei, í bíl, með konunni.."
Ég rýk því upp og skelli mér í sloppinn og sé að Inger frá Indriðastöðum bíður í bíl fyrir utan. Ég í hálfgerðu hláturkasti og sjokki spyr hvað hefði gerst. Þá segist hún hafa séð hann grátandi á horninu fyrir neðan himnastigann (þar sem krakkarnir fara útúr rútunni) og sagðist hafa týnt töskunni og nestinu sínu. Hún skutlaði honum síðan heim til mömmu.
Inger sagðist ætla að skutla honum uppí skóla aftur og ég skyldi bara finna uppá töskunni. Ég hljóp því aftur inn í sloppnum og beint í símann og hringdi uppí skóla. Og viti menn, þá var taskan hans, með nestinu, að koma inní hús og það var farið með hana niðrí skólastofu.
Jebb...svona byrjar þetta glæsilega hjá drengnum.
Þessi elska, hann er soldið gleyminn greyið :)

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Ég fann Right Said Fred diskinn minn Up. Það er æðislegt að hlusta á hann!

Fliss! Sá einhver kastljósið í kvöld? Ég hló svo mikið en samt vorkenndi ég í leiðinni Regínu Ósk og Lögreglukórnum. Þau voru að syngja á fullu lagið "Gullvagninn" sem Bó gerði vinsælt einu sinni. Nema hvað, í miðju laginu, þá fór Regína eitthvað úr takt greyið og Lögreglukórinn hætti að syngja, nema teipið hélt áfram, kórsöngurinn. Allt mjög vandræðalegt sem endaði náttla með því að Regína hætti líka að syngja og lagið fjaraði bara rólega út...
Glatað að lenda í svona. Hefði ekki viljað vera í hennar sporum.
Svo tók kórinn aftur lag seinna í þættinum, án Regínu Ósk, og það tókst bara mjög vel og ég gat ekki séð að það var mæmað...
Ég hef losnað við mikinn bagga af herðum mínum.
Ég fékk endurmetið matið mitt frá HÍ :)
Þannig að, ég fæ nokkurskonar undanþágur í samtals 3 kúrsum. Sátt er ég.
Ég fer því í fjóra kúrsa núna í haust í staðin fyrir tvo. Svo verða það sex kúrsar eftir áramót. Það verður andskoti nógu mikið að gera hjá mér. En svona er þetta. Það verður bitið á jaxlinn og LÆRT í vetur!
Halellúja...og frunsan er að hverfa.
Víííí....

mánudagur, ágúst 22, 2005

Hahahah!

Hressandi frétt í morgunsárið...eftir tvær næturvaktir.
Ahh...núna fer ég ekki að vinna fyrr en á fimmtudagskvöld og næstu helgi. Svo er ég barasta búin með minn skammt á Höfða! Good feeling.
Ég held ég sé líka öll að róast í sambandi við skólamálin. Þetta reddast allt saman.
Held ég verði í akstri með Júllu Viðars og Geir Guðjóns eitthvað í vetur. Allavega þá daga sem ég ákveð að keyra. Huxa að ég reyni nú að gista soldið í bænum. Er komin með soldið leið á akstri og veturinn ekki einu sinni byrjaður!
Eníhú..er að spá í að fara uppí sveit í rólegheitin þar aðeins. Kannski ég hjálpi Gunnari aðeins með girðingarvinnu eða að reka kvígur. Svo hvíla mig aðeins meira eftir næturvaktina og senda Hörð Gunnar út til Gunnars á meðan. Svo þarf ég að sækja mömmu og pabba og Jóhann á KEF-völl í kvöld. Mikið að gera...en svona er lífið.
EN, ég hef það hinsvegar mjög gott miðað við marga í dag og ég vil þakka fyrir það sem ég hef. Takk.
Lokaorð: Amen.

laugardagur, ágúst 20, 2005

Næstum allir á menningarnótt nema ég. Ég er bara búin að vinna í morgun 8-14 og svaf svo í allan dag og er nú að fara á næturvakt. Þvílík menning hjá mér.
Ætli ég taki ekki með mér krossgátur, bók og góða músík á vaktina, allt í nafni menningarinnar. Verst að ég get ekki hlustað mikið á músíkina þar sem ég þarf að hlusta á eftir fólkinu.
Eníhú...við finnum okkur eitthvað skemmtilegt að gera í nótt, blásum í blöðrur...allt í nafni menningarinnar.
Takiði eftir því að mér leiðist?!
Góðar stundir.

föstudagur, ágúst 19, 2005

Hvað segiði um það að ég slái þessu uppí nett kæruleysi og fari barasta norður í Háskólan á Akureyri í haust?

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Djöfs rugl og geðveiki! Þetta voru barasta með fokkings frábærustu tónleikum sem ég hef farið á!!! Sjæt!!
Myndirnar segja margt...allavega rifja þær vel upp kvöldið fyrir mér..aaahhhhh!
Ég elska þetta band.miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Og ég fattaði loksins um helgina hverjum Guðrún systir hans Gunnars líkist.
Búin að vera spá í þessu lengi...
Hér er húnLiv Tyler :)
Eins og snýtt útúr nösinni á henni!
Heppin hún fékk líka að kyssa Viggo Morthensen!
Djöfull er ég orðin slöpp í þessum blogg-bissness. En það kannski lagast næsta mánuð þegar ég verð byrjuð í skólanum aftur, þá bloggar maður mest.
Ég er líka slöpp í herðum og á rassi/setbeinum eftir smá reiðtúr sem ég fór í síðastliðinn mánudag. Djííss hvað ég er ekki í æfingu...og Gunnar minn hossast þetta alla daga! Skrýtið að hann skuli ekki vera kominn með sigg á botninn sinn.

Ég var í löngu fríi um helgina. Bannað að hafa svona langt frí, því ég var svo algjört slytti í vinnunni í gærkvöldi. Ekkert nema letiblóð. Svo er það tveggja daga frí núna, matarboð og SONIC í kvöld og svo bara chill á morgun. En svo verða það morgunvaktir og næturvaktir um helgina. Ég fer semsé ekkert að skemmta mér á menningarnótt og ég missi líka af afmæli James Davis Mann, einkaþjóns Fischers, á sunnudaginn, en okkur Gunnari og Guðna var boðið í það í síðustu viku.
Jebbidídú.
Þunnt blogg, en svona er lífið.
Og í tilefni þessa þreytta bloggs, þá set ég inn þessa hressu þreyttu mynd af mér, Jóa Bró og Litlurós síðan 1992 eða eitthvað.Góðar stundir.

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

ÉG FÉKK SVAR FRÁ HÍ! Loksins...eftir að hafa verið að sækja um námið síðan í febrúar byrjun, þá fékk ég lokasvar...eða hvað!?
Ég fékk semsé metið inn 32 einingar af 40. Súrt, en jæja. Ég á hinsvegar, eins og ég skil þetta best, eftir 3 kúrsa á fyrsta árinu í HÍ en 6 af öðru árinu. EEN, það lítur allt út fyrir það að ég fái ekki að taka nema 2 kúrsa í haust og svo 6 í vor og þessi eini sem er eftir, fæ ég ekki að taka fyrr en í haust 2006!
Skrítið hvernig ég er metinn inn. Ég fæ t.d. metið inn Aðferðir í hjúkrun II, en ekki Aðferðir í hjúkrun I.???
Ég verð semsé að klára fyrst tvo kúrsa af 1. árinu í vor til að geta tekið einn kúrs af haustönn 2.árs. Skiljiði mig nokkuð!!
Eins flókið og þetta getur orðið og það gerir mig ennþá gráhærðari og ég fæ enn fleiri grænar bólur! URRRGG! Og við hvern á ég svo að tala til að fá útskýringu á þessu og til að fá að vita hvaða kúrsa má ég farað skrá mig í.
Búhúúú...þetta er svo taugatrekkjandi að það hálfa væri nóg! ÉG MÆLI ALLS EKKI MEÐ ÞVÍ AÐ FÓLK SKIPTIR UM SKÓLA Í MIÐJU NÁMI!!!
bless

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Ég er búin að vera svaka dugleg í dag.

Hringjandi í hina og þessa útaf ýmsum erindum, borga reikninga og senda póst útum allar tryssur. Ahh....svo líður manni svo vel á eftir að vera búin að þessu öllu. Ég þoli ekki þegar svona erindi sitja á hakanum. Maður verður bara meira og meira stressaður útaf hlutunum þegar maður lætur hlutina bíða!
Því er best að klára allt sem fyrst...bíta bara á jaxlinn ef það er leiðindaverk!

mánudagur, ágúst 08, 2005

Kúl. Gaman að vera með lag í A-spilun :)
Mamma og pabbi voru að panta sér ferð til Englands að heimsækja Sonju og Peter í Lowestoft...og buðu Jóhanni með. Já, alltaf fæ ég að finna fyrir því að ég er ekki litla barnið lengur!
Ne djók. Ég og Gunnar ætlum bara að fara í eitthvað sniðugt ferðalag. Okkur langar mikið að heimsækja Kúbu og Jamaica. Kannski það muni bara bíða þangað til við förum í brúðkaupsferð....ansi langt í það. Maður getur þó alltaf skellt sér til Köben eða eitthvað í helgarferð. Go'e gamle Danmark!
Annars er ég hálf lömuð af þreytu eftir tvær síðustu næturvaktir. Komin í smá frí og svo fer ég í laaaangt helgarfrí næstu helgi. Næs. Ég ætla helst að vera bara uppí sveit og svo skreppa aðeins og syngja í einu brúðkaupi þann 13. ágúst.
Ekkert annað planað. Svo er orðið ansi stutt í SONIC YOUTH!!! Júbbííí!
Jæja...
...verð að setja meira drasl í tölvuna.

föstudagur, ágúst 05, 2005

Shippohoj...
Já. ÉG mun eyða mestum mínum tíma á skaganum um helgina, í vinnunni.

Hvað ætlið þið annars að gera um helgina?

Mikið asskoti er annars gaman að vera búin að fá tölvuna sína aftur. Hún virkar barasta fínt.
Og svo er það bara næsta mál á dagskrá; fara með bílinn í viðgerð eftir helgi...ef ég nenni...
Ohh..ég er þreytt og eirðarlaus. HEld ég leggi mig bara. Farin að sjá ofsjónir.
Bless!

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Well.
Harði diskurinn í tölvunni minni dó. Allt horfið. Tölvan er í "aðgerð" núna og er að fá nýjan harðann disk og stýrikerfi og svona. En ég brosi samt. Það kostar minna að gera þetta heldur en að kaupa sér alveg nýja fartölvu. Svo er ég líka núna í splúnkunýrri tövlu hjá mömmu og pabba. Alles ist gut!
Ég borgaði skólagjöldin í dag og á samt ennþá pening. Þetta hefur ekki gerst lengi. Búin að borga alla reikninga og á ennþá pening og ég er ekki einu sinni með neina heimild...bara borga niður skuldabréf. Þetta er allt á uppleið, já já, segjum það bara. En ég þarf þó að gera eitthvað í sambandi við bílinn minn.
Annaðhvort þarf ég að láta laga pústið og skipta um tímareim og bara keyra hann og eiga hann þangað til hann deyr. Eða ég læt laga þessa fjandans rispu á hliðinni, pústið, tímareimina og sel hann! Er með bílinn í kaskó, þannig þetta verður ekki svo himinhá upphæð. Samt soldið peningur. En borgar það sig að láta gera við rispuna? Ég fæ eflaust ekki mikinn pening fyrir Svartan Peugot 306, 99 árg., keyrðann rúmlega 120þús...hvað haldið þið? Hefur einhver áhuga? :)
Eníhú.
Mamma og pabbi eru öll í nýjungunum núna. Ekki svo slæmt að búa hjá mömmu og pabba þessa dagana. Fyrir utan þessa nýju tölvu, þá fengu þau sér ADSL sjónvarp. Þá meina ég, 10 auka sjónvarpsstöðvar og þar á meðal uppáhaldsstöðina mína, Discovery Channel!
Það sem við Gunnar gerðum t.d. um verslunarmannahelgina var að grilla góðan mat, ráða krossgátur og horfa á Discovery. Reyndar kíktum vil líka í höfuðborgina, fórum út að borða, á kaffihús, hittum gott fólk og tékkuðum á börum borgarinnar á laugardagskvöldinu með Sonju. Hittum líka Særúnu, en hún var þreytt og löt eftir innipúkann og mikla vinnu eða eitthvað. Ég hef ekki áhyggjur. Ég mun hitta Særúnu fljótlega í brúðkaupi á næstunni ;)
Jæja, hádegismaturinn kallar.
Ble í bili.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Tölvan mín er biluð. Þess vegna þurfti ég að skreppa í tölvuna hérna á gamla góða bókasafninu til þess að segja ykkur þessar fréttir.
Vonast til að fá tölvuna mína aftur í vikunni.

Eru ekki allir annars í stuði?

Adios...í bili.