föstudagur, júlí 22, 2005

Ég var á næturvakt í nótt. Hún var mjög annasöm. Fólk virðist vera eitthvað órólegt þessa dagana. Kannski útaf hamförum mannanna í heiminum?

Eníhú, ég svaf lítið í gær og á líklega eftir að sofa lítið í dag. Það er bara ekki hægt þegar það er svona gott veður úti.
Særún hringdi í mig áðan og vildi fá mig á Leaves tónleika í kvöld. Langar alveg að fara. Er að spekúlera í því. Þeir eru helvíti góðir sko.
En eru ekki allir annars búnir að glugga í Fréttablaðið í dag? Þar er ágætis klausa um Worm Is Green, á blaðsíðu 34 nákvæmlega. Check it out, það er allt að gerast þessa dagana :)

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Allir að hlusta á Poppland á Rás 2 kl 3 í dag!
Viðtal við Árna í Worm Is Green. Hann ætlar að segja frá ýmsu skemmtilegu :)
Það er komið enn eitt nýtt lag í spilun á Rás 2. Það heitir Army of them og var spilað áðan, akkúrat þegar ég kveikti á útvarpinu.
Lagið Electron John er komið í A-spilun. Töff.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Komin frá Eistlandi. Vá. Það var æði.
Er samt of þreytt til að segja frá öllu strax.
Byrjum á myndunum.
Gjöriði svo vel.

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Jæja.
Var á næturvakt í nótt. Keyrði svo heim í bongóblíðunni í morgun og fannst frekar súrt að þurfað farað sofa. Ég lagði mig bara í rúma tvo tíma. Ég tek svo bara blund seinna í dag.
Annars er ég líka að taka til í ferðatösku og þvo föt sem ég ætla að taka með mér til Eistlands á morgun. Það er víst spáð einhverri rigningu um helgina í Tallinn, en yfir 25 stiga hita. Fínt bara. Mikið hlakkar míns til að fara og versla fullt af dóti fyrir lítinn pening. Og skoða gamlar byggingar. Ójá.
Mér skilst að það kosti 70 eistneskar krónur á þessa hátíð. Það eru heilar 352 íslenskar krónur! Pælið í því.
Jamm. Verst að Gunnar kemst ekki með. Ef það hefði ekki verið íslandsmót hestamanna þessa sömu helgi, þá hefði ég reynt að draga hann með mér. En hann kemur bara með næst.

Annars er allt gott að frétta. Hörður Gunnar kominn með sumarhanakamb og fílar sig í tætlur í Liverpool gallanum sínum.
Nýja lagið okkar, Electron John, er að fá góða spilun í Popplandi á Rás 2. Gott mál.
Það er hætt að rigna. Bændur geta farið að slá. Frábært.

Ble í bili!

laugardagur, júlí 09, 2005

Skemmtilegt að segja frá því að lagið Electron John með Worm Is Green var heimsfrumflutt á Rás 2 í dag hjá þeim félögum í Popplandi.
Splúnkuný og spennandi plata er óðum að nálgast plötubúðir.
Gaman af því.
6 dagar í Eistland...mohahahahaha!!!

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Ég gerði heiðarlega tilraun til að kaupa disk með QOTSA áðan í Kaupfélagi Borgfirðinga, a.k.a. Samkaup í dag. Það tókst ekki. Ekki einn diskur með þeim sjáanlegur. Þeir mega nú samt eiga það kaupfélagsmenn að það eru oft til ansi góðir diskar þarna inná milli. Diskar sem kannski fólkið fattar ekki að kaupa og ég hreppi oft í minni heppni. En ekki í þetta sinn.
Bömmer.
Annar bömmer. Mömmu finnst hárið mitt ljótt. Henni finnst það alltof stutt. Ég fór svo til ömmu. Henni fannst það bara fínt.
"Er þetta ekki svona flott moderne klipping?" (með færeyskum hreim)
.
Þá komst ég í betra skap.
Ég vona bara að Gunnar skilji ekki við mig ef honum líst ekki á hárið. Mér finnst klippingin flott og er hæst ánægð með hana. Og hár vex aftur! Svo best sem ég veit...
Hvað finnst ykkur annars?
N.B! Við settum engan lit í hárið. Eigum eftir að gera það. Enda er ansi mikill músalitur á hnakkanum mínum.
Flehh..það er sól úti. Ég er farin út.
Hvussslax er þetta! Ég er ekki búin að blogga neitt. Enda mikið að gera. Alltaf á fullu spani.
Það sem er helst í fréttum er að ég fór náttla á Duran Duran tónleika með Særúnu og Jóa bro. Það var massa stuð og mér fannst ég vera orðin 8 ára aftur með nýju RIO plötuna mína.
Svo fór ég á fjórðungsmót á Kaldármelum um helgina með kallinum. Þar sat ég og fylgdist með og lærði margt. Ég huxa að ég verði orðin góð í þessu á næsta svona hestamóti. Verst að það var frekar leiðinlegt veður. Annars hefði þetta verið súper helgi. En Gunnar býr rétt þarna hjá, svona 20 min akstur kannski, þannig við bara keyrðum á milli.
Í gær fór ég svo til Villa og lét hann klippa mig, Mjög Stutt!
Svo var ég á massa tónleikum í gær. Svitnaði svo mikið að ég þurfti að vinda fötin og kaupa mér bol. Það voru semsé Mínus...það var svona la la. Q.O.T.S.A. voru frábærir! Ég er svo ánægð með þá að ég ætla að fara og kaupa mér disk með þeim í dag. Foo Fighters voru náttla líka algjört dúndur. Við Særún hoppuðum eins og maniacs þarna í krávdinu (skemmtilega orðað). Vorum komnar eiginlega fremst. Litlu pjásurnar..hohoho. Óli og Eygló voru þarna líka með okkur flest allan tíman. Gaman að hitta þau.
Svo er ég náttla búin að verað vinna mína vaktavinnu inná milli þessa. Ég er núna komin í tveggja daga frí og verð svo að vinna næstu helgi.
EN, þarnæstu helgi, þá erum við í Worm Is Green á leiðinni til Eistlands að farað að spila á festivali þar :) Við förum út föstudags morgun, fljúgum til Finnlands, Helsinki, þaðan til Tallin. Svo spilum við á Laugardagskvöldinu. Spilum svo í einhverju útvarpi á sunnudeginum. Fljúgum svo heim á mánudeginum og verðu komin á klakan sirka 4 um daginn. Massiv!
Manni er barasta farið að hlakka til :)