miðvikudagur, júní 29, 2005

Ég fór og synti 400 metra eftir morgunvaktina mína í dag. Svo fór ég heim og elda kvöldsmat handa bróður mínum svanga. Mér finnst ég vera dugleg og eiga skilið að fá mér smá lúr fyrir framan sjónvarpið. Ekki satt?
Hvað er málið með að láta fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar fá 50 milljóna króna starfslokasamning fyrir fjögurra skíta mánuða starf!?
Ég bara spyr!
Réttlætið í þessu landi alltaf hreint. Hver borgar?!
TUFF á þetta!!

þriðjudagur, júní 28, 2005

Ég fann stúdentsskírteinið mitt!

"Leitið og þér munuð finna, Guðríður. Leitið bara á réttum stöðum..."

...sagði Guð við mig.

Ég fór að vesenast helling í dag eftir vinnu. Mér líður vel þó ég sé þreytt.
Great.

mánudagur, júní 27, 2005

Pirr pirr pirr pirrr pirrrruuuð!!
Í dag er mánudagurinn búin að hanga yfir mér með leiðindum. En ég reyndi að gera hann góðan. Ég tók fram ryksuguna og fjarlægið allt lóið sem var orðið fimm metra hátt í hornunum. Ég þurrkaði af og kveikti á reykelsi. Nú líður mér aðeins betur.
Síðan kemur Jóhann bróðir heim og spyr hvað sé í matinn! Ég hrökklast útí búð og kaupi kjötfars handa unglingnum og barninu, enda flúði ég uppí sveit tvö síðustu kvöld og Jóhann "greyið" þurfti að bjarga sér sjálfur með kvöldsmatinn. Vond systir?
Eníhú. Á morgun tekur við morgunvakt, þrjár svoleiðis í röð næstu daga og svo Duran Duran. Stuð. Mamma og pabbi koma svo heim 1. júlí, þannig að pössunarreddingar verða ekki eins stressandi, þó þær séu það nú alltaf.
Svo fékk ég boring email frá Hí um það að ég ætti eftir að senda inn stúdentsskírteinið mitt með umsókninni minni. Uhh...ég veit aldrei hvar ég geymi þetta skírteini! Og til hvers í andskotanum þarf það að fylgja með?! Er ekki nóg að ég sé búin með eitt og hálft ár í hjúkrun?! Naumast hvað þessi umsókn í þennan skóla ætlar að taka langan tíma. Að þau skuli ekki getað gloprað útúr sér allar þær upplýsingar sem ég þarf að skila til þeirra í EINU!
Öhh..það er ennþá leiðinlegur mánudagur í mér. Hnuff!

fimmtudagur, júní 23, 2005

Ég mæli með þessu um helgina.
Ég kemst ekki, verð á næturvöktum um helgina.
Það er búið að verað auglýsa Stóra Dan hvolpa til sölu undanfarna daga.Mig dauðlangar í svona hund. Þeir verða reyndar soldið stórir og kostnaðurinn er þó nokkur í kringum þá...Þegar ég verð rík hjúkka og komin í hæsta launaflokk, þá...

þriðjudagur, júní 21, 2005

17. júní var yndislegur dagur, þó ég hafi þurft að farað vinna kvöldvakt klukkan fjögur.
Ég byrjaði daginn snemma með því að fara með Hörð Gunnar í 17. júní hlaup niðrá velli. Og viti menn, í hans flokki, börn fædd 99 og yngri, þá lenti hann í öðru sæti! Hann hefði vel getað verið í fyrsta. Hann og sá sem var fyrstur voru lengst á undan öllum krökkunum. HG var bara svo mikið að líta aftur fyrir sig alla leiðina að hann tafðist um nokkur spor. En samt, annað sætið. Ég er stolt mamma :)
Síðan fórum við heim til ömmu og sátum þar í hitanum í gróðurhúsinu umvafin rósum. Svo var skrúðganga frá kirkjunni og niður í Skallagrímsgarð þar sem tók við skemmtiatriði og suðupottur. Hitinn var magnaður vegna skjólsins sem er þarna!
Ég fór svo að vinna eftir að hafa étið vöfflu með bráðnuðum rjóma og drukkið kaffi á full speed. Þar tóku við fleiri kræsingar; kökur, ostar og vínber, snakk og ídýfur og fleira. Bara mjög sátt við það.
Síðan vann ég morgunvakt á laugardeginum fyrir aðra stúlku. Hún vinnur þá fyrir mig 17. ágúst, þegar ég fer á Sonic Youth :) En eftir vaktina á laugardag fór ég uppí sveit með Gunnari og slakaði á í sveitasælunni.
Ég fór svo á hestbak á sunnudeginum og Gunnar tók mig í smá reiðkennslu 101 eða upprifjun. Annars var ég nú bara ansi góð og þurfti lítið að segja mér til...
Núna er ég í því að redda hlutunum. Mamma og pabbi eru að fara til Færeyja á morgun og verða í rúma viku. Ég þarf semsé að koma drengnum fyrir einhversstaðar á meðan þegar ég er að vinna. Guði sé lof fyrir allt þetta frændfólk mitt! Nú svo á ég líka góðan bróðir sem ætlar að hjálpa til við pössun :)
Jæja, það er ekki meira í bili.

fimmtudagur, júní 16, 2005

Ég er dugleg stelpa og stolt af sjálfri mér.
Ég er farin að hreyfa mig. Þó ég vakni sjö um morgun og keyri uppá Akranes í vinnunna frá Borgarnesi (eða frá Þverholtum) og svo tilbaka 4 eða 5 um daginn, þá leggst ég ekki uppí rúm og fer að sofa. Ó nei. Nú fer ég beint eftir morgunvaktirnar og syndi nokkra hundrað metrana í sundlaug Borgarness í sólarblíðunni og er snögg að því! Ég er orðin rjóð í kinnum og kroppurinn er farinn að taka pínu lit. Ég er allavega ekki eins og Moby Dick lengur. Það sést ekki að ég sé að vinna innandyra í sumar. Gott mál. Plús það að ég er ferskari og hressari. Ég er ekki eins slöpp og ég var undanfarna daga. Gott mál. Blóðþrýstingurinn hefur hækkað pínulítið. Ég er ekki eins og vofa lengur ;)

Ég ætla bara að óska öllum til hamingju með 17. júní á morgun. Ég fer að vinna kvöldvakt á morgun. Ætla nú samt í skrúðgöngu með pjakkinn og kíkja í Skalló og hlusta á skemmtiatriði og drekka kaffi og borða kökur frá kvennfélagskonum og eitthvað fleira.
Hæ hó jibbí jeij.... það er að koma 17. júní!
Ble í bili.

þriðjudagur, júní 14, 2005

Ég fór og lét skoða mig og athuga í mér blóðið vegna slappleika undanfarna daga. Það er allt í lagi með mig. Bara með soldið lágan blóðþrýsting.
Ekkert spes að frétta annars. Bara vinna og frí þess á milli. Nýt þess að liggja í sólbaði í sundlaug Borgarness og kíkja uppí sveit af og til.
Ég hitti hana Birnu mína í gær og hennar drengi. Það var gaman. Allir hressir og kátir.
Núna er ég á leiðinni suður til að syngja fyrir Árna. Besta vinkonan mín...

Ble í bili.

föstudagur, júní 10, 2005

Ég hef bara eitt að segja. Gunnar er bestur :)

fimmtudagur, júní 09, 2005

Ég lenti í álagi dauðans í gær. Ég hélt hreinlega að heimurinn minn væri að farast! En, það er hægt að redda öllu, flestu. Það tók hinsvegar á mína andlega veiku hlið allan daginn og við það vaknaði að sjálfsögðu blessuð frunsan mín á vörum mínum sem hefur legið vel og lengi í dvala. Nú ætlar hún að mæta í miðju kvíðakasti mínu og vera stór og myndarleg! Síðan urðu kvef og hálsbólgu veikindin mín verri. Ég var nefnilega lasin síðasta föstudag og var hálf slöpp og orkulítil fyrstu fríhelgina mína. Núna er ég hinsvegar að fara á kvöldvakt á morgun og verð að vinna um helgina og ég sem hélt ég væri að hressast, er ekki hin hressasta í dag. Bara aumingi með hor og stóra ljóta frunsu á vörinni.
En ég á góða foreldra. Mamma mín var svo elskuleg og tók mig í netta húðhreinsun og litun í gær. Enda voru gamalkunnar stressbólur farnar að birtast líka í andlitinu í gær. Svona verð ég semsé þegar ég lendi í miklu álagi. Fæ ljótuna í nokkra daga, jafnvel vikur!
En já, þetta reddast allt saman. Ég drekk bara mitt te í rólegheitum núna og hvíli líkama og sál svo ég geti tekist á við mína vinnuhelgi á morgun.
Ta ta for now...

miðvikudagur, júní 08, 2005

Ég skellti mér á "spes" tónleika í gær með Þverholts bræðrum.Já, spes. Aldrei á mínum tónleikaferli hef ég lent í því á mörg þúsund manna tónleikum að vera gjörsamlega ALEIN með öll kvennaklósettin! Ég meina það. Ég fór 2 sinnum á toilettið og það var aldrei nein kona þar inni, nema ég og gæslukonan. Mikið hló ég að þessu á meðan ég pissaði í rólegheitum.
Síðan var þá líka hin MESTA HRÚTAFÝLA þarna inni. Sviti og skítugir strákar. Úff! Ég var þarna í miðjum troðningi framarlega við sviðið og hoppaði með guttunum og nuddaðist upp við sveitta Iron Maiden boli. Spes fílingur.
Nú þeir hljómsveitarmeðlimir voru barasta flottir. Fannst mér ég þó ekki alveg kunna öll lögin. Það er líka orðið aaansi langt síðan ég hlustaði á þá. Held ég hafi verið 12 ára að leika mér með Hlyn frænda og Jóhann Gunnari í klettunum upp við kirkjuna á því tímabili.
Flottast var þegar þeir tóku Run to the Hills. Þá missti ég mig. Enda á ég góða minningu um þetta lag þegar ég var að túra Bandaríkin síðasta haust. Við áttum það til að botna þetta góða lag í vaninum okkar og syngja hátt með (eða öskra).
Jebb. Flottir gaurar í gamaldags þungarokksgölllum. Bruce hlaupandi á sviðinu eins og vitleysingur. Trommarinn fær samt rokkstig kvöldsins fyrir að vera í svörtum hjólabuxnasamfesting með stórt gaddabelti...Sé ekki alveg pabba minn fyrir mér svona.
Eníhú. Þetta var bara mjög skemmtilegt. Sé ekkert eftir þessum pening.
Nú er bara að hita sig upp fyrir næstu tónleika og setja Duran Duran í botn!

föstudagur, júní 03, 2005

Föstudagur í dag, flöskudagur hjá sumum. En ég er bara með stýrur í augum og hálf dösuð eftir tvær síðust næturvaktir. Alltaf erfitt að byrja, en þetta verður allt svo auðveldara með tímanum. Ég er allavega ekki mikið á næturvöktum í sumar. 4 vaktir á mánuði og ekki nema 2 í ágúst. Ég hætti nefnilega að vinna 20. ágúst. Ég ætla ekkert að vera að púla mig of mikið út í sumar, ekki taka aukavaktir. Bæði vegna þess að ég er nú að keyra á milli Bgn og Akr í vinnu og líka það að námslánin mín verða ekki neitt neitt næsta vetur ef ég fer að græða of mikið.
En núna er ég komin í helgarfrí. Fer svo aftur á kvöldvakt á mánudaginn. Ég lenti á helv.. fínni vaktarúllu. Hún Sólveig yfirhjúkka var búin að velja hana spes fyrir mig í vor, vegna þess að hún var svo Dúddu-leg :)
Svo var ég að fjárfesta í enn einum tónleikamiðanum. Ég ætla að skella mér á IRON MAIDEN á þriðjudagskvöldið! :) Júlla Viðars ætlar að vera svo elskuleg og skipta við mig vakt. Við Júlla erum búnar að gera vakta-skipta-bandalag fyrir sumarið. Hjálpum hvorri annarri.
Annars var ég að vesenast við að klára að senda inn síðustu einkunnir mínar frá HA og senda inn formlega umsókn fyrir næsta vetur til HÍ. Ég fæ svo loksins þetta "formlega bréf" í næstu viku (sem ég átti að fá fyrir 2-3 mánuðum síðan), þar sem ég ræddi við Rósu skrifstofustjóra hjúkrunarfræðideildar. Hún sagðist hafa prentað út bréfið, skrifað undir, sett í umslag og sett í póst :) Ég bíð spennt eftir þessu bréfi.
Jæja, best að gera eitthvað af viti hérna...

fimmtudagur, júní 02, 2005

Jæja, þá er sumarvinnan byrjuð fyrir alvöru. Ég var á næturvakt í nótt og fer aftur næstu nótt og á svo helgarfrí. Sweet byrjun. Róleg nótt hjá gamla fólkinu. Sat bara og nartaði í allskyns mat í nótt og las góða bók. Rúntaði reglulega um gangana og hlustaði á hrotur. Svo var glampandi sól, gullfallegt veður þegar ég keyrði heim í morgun.
Verst að þurfa að verað leggja sig þegar það er svona gott veður úti...
En hey, þetta leggst bara ágætlega í mig :)