þriðjudagur, maí 31, 2005

Ég gleymdi að setja inn þessar fjölmörgu myndir sem ég tók á laugardagskvöldið. Sjö myndir samtals. Sjö er greinilega tala dagsins í dag. Enda góð tala. En hér eru þær. Þessar myndir voru teknar heima hjá Særúnu þegar kvöldið var rétt að byrja. Síðan gleymdi ég myndavélinni minni á eldhúsborðinu hennar Særúnar þegar við fórum á kaffihúsaröltið. Hún Særún var heldur ekki með sína myndavél. Maður er orðinn ansi slappur í þessum myndavélabissness...
Þessi diskur er bara snilld!Mæli með honum...
Ég fékk 7 í lyfjafræði!!! Vííí hvað ég er ánægð!
Hlaut að vera að einkunninar loksins komu í dag. Mig dreymdi í nótt að ég hefði fengið að vita að ég fékk 10 í lyfjafræðinni. En svo þegar ég gáði betur þá var einkuninn 5,6. En það var bara draumur sem betur fer og bara ábending fyrir mig um að einkunninar væru komnar inn :)
En ég er mjög sátt við þessa einkunn :)
Takk fyrir mig Ingvar Teitz!

mánudagur, maí 30, 2005

Fréttir.
Ég kláraði að flytja á sunnudaginn og ég kláraði að þrífa í dag. Ég hef skilað lyklunum. Ég er orðinn Borgnesingur og mömmubarn aftur. Gaman af því.
Nú þarf ég ekki að fara út á skaga aftur, í bili. Ég fer á mína fyrstu vakt aðfaranótt fimmtudags á næturvakt uppá Höfða. Gaman af því.
Hörður Gunnar byrjaði í vorskóla í dag í grunnskólanum. Hann fór með nestisbox og fer aftur á morgun og hinn og fær þá að taka með sér leikfimisföt. Gaman af því líka.
Það er gott veður. Gaman af því.
Það er hinsvegar ekki gaman af því að meikdollan mín opnaðist oní veskinu mínu þannig að það er allt í meikklessum útum allt og allt!!!
Og það er ekki gaman af því að lyfjafræðieinkunin er EKKI ENNÞÁ komin inn!
Hmm...
...það er hinsvegar gaman að vera ástfangin. Endum þetta bara svona.

laugardagur, maí 28, 2005

Hversu kúl er þetta?! Ég er heima hjá mömmu og pabba, í fartölvunni minni og nettengd. Jóhann bro er hér nefnilega með x-box tölvu og með þráðlausa nettengingu samfara því. Ég get því farið online heima hjá möm og pab í minni tölvu. Splendid! Mikill munur. Tölvan hjá möm og pab er leiðinleg og hægfara. Auk þess get ég ekki sett inn myndir í þeirra tölvu, en það get ég gert í minni ljúfu. Hér eru t.d. myndir úr sveitinni síðan í gær.
En núna er ég klædd í mitt fínasta og máluð og greidd eins og stórstjarna. Ég er á leiðinni suður bráðum með Gunnari og co og út að borða í tilefni útskriftar Guðna. Förum víst á Rauðará. Hlakkar til :)
Until next time...ADIOS!

föstudagur, maí 27, 2005

Ég var að kaupa mér miða á SONIC YOUTH húhúhúúú...Til hamingju Dúdda! Takk, takk...
Gott í útileiguna. Gleðilegt sumar!

fimmtudagur, maí 26, 2005

Hvað get ég sagt? Það er nóg að gera hjá mér...
Í gær þá útskrifaðist Hörður Gunnar frá leikskólanum. Allir foreldrar komu með eitthvað heimabakað og svo snæddum við að lokinni útskrift og skemmtiatriða frá krökkunum. Voða næs. Ég bakaði bestu köku í heimi (að mati H.G.) eða "Betty Hoocker" gulrótarköku með hvítu kremi :) Það var nú meira hvað drengurinn var montinn af þessari köku!
Nú svo erum við að farað skoða grunnskólan hans í dag. Vorskólinn byrjar svo eftir helgi. Ég er alveg á full speed eða á að vera það í sambandi við flutningar...nennusiggi...og svo er ég alveg að tjúllast yfir því hversu langan tíma það tekur að koma með lyfjafræðieinkunnina! Ég er löngu búin að pakka niður öllum námsbókum og því ekki séns að ég taki neitt upp!

Annars er ég að hugleiða það að hætta þessu bloggi...

þriðjudagur, maí 24, 2005

Mig langar að óska honum Guðna, bróður Gunnars, til hamingju með árangurinn sinn! En hann er að farað útskrifast sem viðskiptalögfræðingur frá Bifröst næsta laugardag. Í tilefni þess þá ætlar familían þeirra að fara út að borða á Lækjarbrekku um kvöldið og þeir bræðurnir ætla síðan jafnvel að kíkja á næturlíf Reykjavíkur eftirá.
Það er að sjálfsögðu búið að bjóða mér með :)
Ég lagði mig áðan í tæpan tíma, nema hvað, ég fékk svo mikla martröð að ég vaknaði með tárin í augunum! Úff...vont að lenda í svona, en svooo gott að vakna og fatta að þetta var ekki að gerast :)
Síðan fór ég og kíkti á vef stefaníu áðan og sá þá að meinafræði einkunnir voru komnar í hús. Ég náði að sjálfsögðu ;)
Jæja, halda áfram að flytja drasl!!!

mánudagur, maí 23, 2005

Ég elska sveitina!
Ég er búin að eyða mest allri helginni í sveitinni hjá honum Gunnari. Fór samt fyrst og söng þarna á föstudaginn fyrir alla bæjarstjóra landsins í veiðihúsinu við Grímsá. Það gekk bara vel og ég fékk smá pjéning fyrir. Síðan er ég bara búin að labba um í flór og reka kálfa og liggja í leti og knúsa ketti og hunda. Sá meira að segja eina merina hans Gunnars kasta. En því miður þá var folaldið greinilega ekki nógu þroskað og var því dáið. Merkilegt samt að sjá svona með berum augum. Skoðaði líka öll lömbin sem eru nýkomin í heiminn. I love this...
Ég ætla sko að gerast bóndakona ;)

föstudagur, maí 20, 2005

Hann dj JonFri var að remixa WIG lagið okkar This Time um daginn. Mig langar barað dansa...
Við Gunnar upplifðum svo hrikalega fyndið atvik í gær að ég var næstum súrefnislaus af hlátri. Held þetta sé það fyndnasta sem ég hef upplifað í mörg ár. Verst að ég get ekki alveg sagt frá því. Held ég þurfi að fá leyfi til þess fyrst :)

Eníhú! Ég er að farað syngja aftur í kvöld. Það er víst bæjastjóra og borgarstjóra hittingur í kvöld og pabbi að farað spila. Nema hvað, það er búið að plata mig til að taka 4-5-6 djasslög. Alltílæ með það, fæ smá pening fyrir.
Ég var að spá í að hressa uppá stemminguna og taka líka eitt júróvisionlag. Kannski hægt og hljótt? Er vel við hæfi..hehehe :)

Annars er ég bara í sleggjunni...flutningar og svona!

fimmtudagur, maí 19, 2005

Spileríið hjá okkur tókst bara MJög vel í gær! Það er gaman að spila Joy Division lög. Við spiluðum auk Love will.., Heart and Soul og Dead Souls. Það er líka gaman að heyra aðrar hljómsveitir með öðruvísi tónlistarstíl taka Joy Division lög í mismunandi búningum. Magga Stína og Hringir vora t.d. very good. Hanoi Jane tóku She's lost Control í klikkuðum búningi! Jamm..væri alveg til í eitthvað svona aftur :)

En HALLÓ hvað ég öfunda Brúðarbandið um leið og ég samgleðst þeim INNILEGA! Þær eru að farað spila með Sonic fökking Youth! Meeen!!! Pæliðíþví! Klikkað!

Annars er allt komið á fullt í flutningarprósessnum. Ég er búin að fara eina "kassaferð" og fer aðra núna á eftir. ER samt alls ekki að nennað flytja. Það er eitt það leiðinlegasta sem ég geri! Oh well...svo er bara að leita sér að annarri íbúð. Ekki ætla ég nú að dvelja of lengi hjá mömmu og pabba elskunum... ;)

þriðjudagur, maí 17, 2005

Komiði sæl.
Ég vil minna ykkur á Joy Division tribute tónleika á Gauknum annað kvöld klukkan níu.
Sjá nánar hér.
Við í WIG verðum að spila. Kominn tími til kannski. Og við meira að segja æfðum tvö J.D. lög í viðbót við Love will tear us apart...
C Ya!

WIG á æfingu...

laugardagur, maí 14, 2005

Já já, ég var helvíti hress í afmælinu í gær. Geir var líka hress.
En ég var ekki hress þegar ég fór heim. Við erum að tala um fötudag dauðans!!!
Ég ætla ALDREI að drekka aftur!!!
Skrýtnar myndir hér...

föstudagur, maí 13, 2005

Sniðugt...

Vííí...fyrsta einkunn komin í hús! Einkunn fyrir einstaklingsverkefnið mitt í heilbrigðisfræðslu, fékk 8!!!
Ok, það verkefni gildir heil 30% af HBF heildareinkunninni. Ég er semsé í ágætismálum þar :) Á svo náttúrulega eftir að fá að vita hin 60% eða einkunnina fyrir hópverkefnið blessaða. Við krossum fingur X

Stuð, stuð, stuð...ég er að fara í afmæli í kvöld :)
Ég ætla að gera mig fína og fara í kjól og opna rauðvínsflösku!

Uppfært!
Var að fá 8 fyrir hópverkefnið, skaðræðisdansarinn ég!!!

Og síðustu 10% prósentin eru örugg ;) Gott mál.
Ég elska nýja Beck diskinn minn! :o)

Og já...afmælisbarn dagsins, Geir Guð, til hamingju með daginn!!!

fimmtudagur, maí 12, 2005

Mmmmm...ég er afvelta vegna matar-dekurs!
Ég hef ekki eldað alminnilega mat í langan tíma og eiga prófin og lesturinn fyrir þau mikið sök á því. Þannig að, ég tók mig til og eldaði rosa góðan thai red curry kjúklingarétt. Í eftirrétt fékk ég mér heilan, ferskan ananas!
Úff hvað ég er södd og mig svíður í tungunni undan þessum ananas, en það er alltílæ...
Ég vil að það sé hægt að kaupa allar Läkerol tegundirnar hérna á Íslandi!
Ég elska Läkerol!

Gunnar er bestur! :)
Hann gaf mér nýja Beck diskinn, Guero og svo gaf hann mér líka GUCCI ENVY me, ilmvatn.
Svo keypti hann náttla fullt af nammi í fríhöfninni. Ég skaust uppí Þverholt í gærkvöldi og át súkkulaði með honum og systrum hans og horfði á Opruh þáttinn með henni Svanhildi. Það var bara ekkert að þessum þætti. Þórunn Lár var bara kúl.
Nú svo skaust ég hingað uppá skaga í morgun. HG kominn í leikskólann. Ég...hmmm...hvað ætti ég að gera...leggjast aftur uppí rúm? Fara kannski að lesa SKEMTILEGA bók? Eða bara byrjað pakka niður smátt og smátt???
Pæling!
Svo er verið að planleggja ferð á Duran Duran, Foo Fighters og Queens of the stone age...meir um það síðar...vííí!!! :o)

miðvikudagur, maí 11, 2005

Er ég seinheppin eða er ég seinheppin!?
Ég tók mér frí í dag og svaf út (vaknaði reyndar af gömlum vana hálf átta og ætlaði að farað byrjað læra). Síðan renndi ég uppá skaga þar sem ég og HG kíktum aðeins á fund barnalæknis. Þegar við vorum búin þar, þá ákváðum við að skella okkur í Netto og versla smá mat, enda glorhungruð og þreytt og ekkert til að éta á sóleyjargötunni. Þegar við komum heim þurfti ég fyrst að taka úr þvottavélinni og ég saði HG að drífa sig upp og opna (við vorum bæði mjög svöng og langaði sem fyrst í brauðið og súkkulaðisnúðinn). Nema hvað, þegar ég kem upp þá er HG búinn að beygla lykilinn svo mikið að hann brotnaði svo inni í skránni! Við erum að tala um ASSA lykil og skrá þannig að ég stóð bara og gapti og vissi EKKERT hvað ég átti að gera! Það endaði með því að ég þurfti að hringja á Lögguna eftir hjálp og hún kom fljótlega með stórt skrúfjárn í hendinni.
Það endaði með því að þeir rifu rúðuna úr hurðinni og gátu síðan opnað þannig. Svo átti pabbi góðan leik. Hann hringdi í Sævar vinn sinn, bjargvættinn minn, og fékk hann til að koma hingað og festa rúðuna aftur í hurðina og setja nýjan lás í.
Þetta var víst ekki eins mikið vandamál og ég hélt í fyrstu, en djöfull varð ég pirruð og súr, fékk alveg kúlu í hálsinn því ég var svo innilega ekki að nenna svona veseni svona stuttu eftir próf og ég ALVEG að farað flytja úr þessari íbúð!!!
Svo í þessu miðju veseni, þá fékk ég skilaboð frá Gunnari þar sem hann sagðist hafa misst af vélinni og kæmi því ekki fyrr en á morgun! Þá fór ég næstum að skæla og stappaði í gólfið! En svo hringdi hann stuttu seinna og þá var hann víst staddur á Reykjanesbrautinni..púkinn sá 'arna!
Ég þurfti nauðsynlega að leggjast í heitt freyðibað eftir þessi átök. Nú er ég búin að róa sálina með lavender og karmasápu og líður aðeins betur.
Spurning um að rúlla aftur uppí nesið á eftir svo ég geti nú hitt hann Gunnar minn :)
Ég kláraði prófin í gær...vííí!!
Ég svaf út í dag..vííí!
Gunnar minn kemur heim í dag...vííí :)

þriðjudagur, maí 10, 2005

Ég held það sé gott mál að hlusta aðeins á þennan disk núna...Ég er ekki alveg að nennað farað læra núna. Ég er búin að læra svo mikið, minnsta lagi 12 tíma á dag undanfarna daga, fáar og stuttar pásur.... Ég er bókstaflega að mygla!
Það ER EKKI HÆGT að læra meira fyrir þetta próf! Þá meina ég, tíminn sem ég er búin að eyða í þetta, það er ekki hægt að eyða meiri tíma í lærdóm held ég! Maður þarf jú á sínum svefni að halda svo maður fái ekki taugaveikiskast. Svefninn er númer 1,2 og 3 hjá mér, mikilvægastur! En ég er samt smeik. Þó ég sé búin að fara yfir hellings efni, þá finnst mér ég eiga helling eftir! Og mér er það lífsins ómögulegt að muna öll þessi sérlyfjaheiti sem eru kannski 5 yfir 1 lyfi og töluvert flókin til að skrifa eða bera fram! Ég segi bara uhhuuuu...og væli soldið á milli þess sem ég fletti blaðsíðum. Mér finnst ég vera lítil í mér og ég vona að ég stækki aðeins, í huga mínum, og krafsi út allar þær upplýsingar sem ég er búin að soga inn í heilann minn, í prófinu, klukkan tvö í dag!
Please...wish me luck!

mánudagur, maí 09, 2005

Það kom Starri inn um gluggan hjá mér!
Djöf..brá mér!
Held honum langi í brauðskorpuna sem var á disk fyrir neðan gluggan :)
ÓGEÐSLEGA FYNDIÐ!!!

(stolið frá óla :o)

Yatta-drengir voru líka hressir..mohahahaha!!!
Hressandi dagur má alveg byrja á hressandi kvissi áður en ég held áfram að læra fyrir prófið sem er á MORGUN!! :o)
Auðvitað verður maður að herma eftir öllum öðrum bloggurum...

I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!

sunnudagur, maí 08, 2005

Ég var að panta mér pizzu áðan í fyrsta skipti síðan ég flutti hingað á Sóleyjargötuna.
Eldamennskuletin er í hámarki núna.
Íbúðin er líka skítug...mikið hlakkar mér til að vera búin í prófum!
10. maí kl.18:00!!!
Þegar fólk hefur ekkert annað betra að gera með tímann sinn þá...

laugardagur, maí 07, 2005

Ég er farin að þylja upp sýklafræðina eins og Raggi Bjarna syngur. Þessi lærdómur meikar ekkert sens lengur. Spurning um langa pásu!?

Skrýtið...
Gunnar hringdi áðan frá Köben í matarpásunni minni. Ég var nýbúin að steikja mér hamborgara þannig að hann var orðinn kaldur þegar ég var búin að tala við Gunnar. En það er allt í læ :)
Mig langar til Danmerkur! Ég nenni ekki að verað læra undir þetta fjandans próf!
Í gærkvöldi ákvað ég að standa uppúr lyfjarfræðiglósuflóðinu sem ég var að drukkna í, enda búin að læra í meira en hálfan sólarhrings stanslaust. Ég ákvað að skella mér í höfuðborg lýðveldisins og heimsækja þar hann Árna Teit sem átti afmæli. Það var stuð eins og venjulega er hjá þessum vinahóp. Ég var þó í rólegri kantinum enda þurfti ég að keyra uppá skaga aftur um nóttina. En ég gat þó tekið nokkur dansspor og hlegið að Bjarna. Gunnar kom svo og kíkti á liðið, aðallega mig þó. Hann fór svo fljótlega þar sem hann þurfti að vakna snemma um morguninn því hann flaug út til Köben klukkan átta í morgun! Búhúú..kemur ekki heim fyrr en á miðvikudag! Eeen..þá hef ég frið til að læra, hef ekkert annað betra að gera, prófið er líka á þriðjudaginn :o)
Eníveis...ég tók nokkrar skandalsmyndir. Gaman af því.
Nú má ég ekki eyða meira af pásunni minní í blogg. Við erum að tala um milljónir blaðsíðna sem þarf að lesa fyrir þetta próf!!!

föstudagur, maí 06, 2005

Lagið Tar-Heel boy með Magnetic Fields er flott lag!
Ingvar Teits talar alltaf um hrollvekjur.
Hann lýsir hlutunum vel.
Verð nú að segja það, ég á eftir að sakna þess að geta ekki verið í tímum hjá honum í HA.
Vonandi verður álíka skemmtilegur kennari í HÍ.
Oh well!
Góður dagur í dag að því að hann Árni Teitur, hetjan mín og besta "vinkonan" mín með meiru á afmæli í dag. Við skulum öll klappa fyrir honum Árna T sem verður 25 ára í dag. Hann hefur samið góða músík sem hefur glatt mörg hjörtu. Hann hefur komið okkur í WIG útí heim að skoða framandi staði og fólk. Hann á eftir að gera hellings meira í framtíðinni...ójá! Bíðið bara og sjáið ;)Til hamingju með afmælið Árni minn. Megi þú lengi lifa, húrra, húrra, húrraaaa!!!!

miðvikudagur, maí 04, 2005

Ó MÆ GOD!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
SONIC YOUTH ER AÐ KOMA TIL LANDSINS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
ÉG ÞANGAÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

ÉG ELSKA GUÐ!!!!!

þriðjudagur, maí 03, 2005

Afi minn......hjálpaðu mér með meinafræðiprófið. Þú varst nú einu sinni tannlæknir og ættir að kunna þetta vel :)
Ég er að fara í fyrsta prófið mitt á morgun, í meinafræði. Ég er engan vegin að nenna að lesa í dag! Hjálp!
Samt búin að vera dugleg að læra um helgina...