föstudagur, apríl 29, 2005

Einveran segir til sín! Ég sem er búin að sitja hérna og læra síðan átta í morgun, alein í mínum rólegheitum. Mér DAUÐBRÁ þegar síminn hringdi allt í einu áðan! Ég sem er að lesa einmitt um hjartalyf, ég veit alveg uppá hár hvaða lyf ég þarf eftir svona áreiti, ekkert annað en beta-blokkara!
Eníhú, klukkan tifar, verður bráðum fimm og þá sæki ég guttann í leikskólann. Síðan brunum við fljótlega eftir það uppí Bongó. Ég mun eyða helginni þar í próflestri, plús það að ég ætla leyfa mér að kíkja aðeins í sveitasæluna og knúsa hann Gunnar minn.
Særún mín, ég veit að þér leiðist. Ég lofa að koma og skemmta þér eftir prófin ;)
...eða þú kemur til mín 13. mai, you know...
Þetta er nú meiri viðbjóðurinn. Í hvert skipti sem ég opna mbl.is þá eru bara fréttir um einhver líkamshluta-morð! Ég verð að borða semsagt morgunmatinn áður en ég les moggan!
En jæja, áður en ég leggst aftur í meinafræðina og lyfjafræðina, þá þarf ég að sjálfsögðu aðeins að sörfa og finna sniðugar myndir. Fann þessar splendid myndir af kisu að sjálfsögðu ;)
Sniðugt...híhíhí..hohohoh..ahhahah...

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Svona þegar maður er að læra undir próf þá fer maður oft að gera eitthvað allt annað, eins og að taka stupid net-próf!

Your Inner European is French!

Smart and sophisticated.

You have the best of everything - at least, *you* think so.


Hafiði nokkurn tíman búið til svo sterkt kaffi að þið haldið að þið munuð deyja eftir að hafa drukkið einn sopa?!
Ég bjó til svoleiðis áðan...mér líður illa..úff!

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Við Hörður Gunnar erum smátt og smátt að kynnast grunnskólalífinu sem framundan er næsta haust. Hann er núna þessa viku í svokölluðum vorskóla með 6 ára félögum sínum úr leikskólanum í Brekkubæjarskóla hérna á Akranesi. Ég fæ að smyrja nesti handa honum á hverjum morgni, sem er soldið skemmtileg athöfn. Sérstaklega þar sem að nestisboxið kemur alltaf tómt tilbaka því HG segir að það sé allt nestið sem ég bý til svo gott og hann sé alltaf svo svangur! Duglegur strákur sem ég á :)
Svo fær hann líka að mæta í vorskóla í lok maí mánaðar í Grunnskóla Borgarnes. Heppinn hann, því honum finnst þetta svo skemmtilegt. Vonandi fylgir honum þessi jákvæðni gagnvart grunnskólanum í gegnum öll grunnskólaárin...
Ég er orðin "hæ" á því að lesa um vöðvalamandi-, svæfinga- og verkjalyf...woooooowwww!!

Annars þá langar mig í hund! Ég fór með Gunnari og Guðna uppí Laxárholt síðustu helgi og þar skoðuðum við labrador-dalmatíu-hvolpa-blendinga. Rosalega flottir. Annaðhvort voru þeir svartir eða þá hvítir með doppurnar útum allt. Þessi sem mér fannst flottastur var svartur en með hvítan kraga með doppum í. Rosa kjút.
Ég skal fá Gunnar til að gefa mér þennan hvolp!!!

Mmm...elska þetta lag.

It was a shallow ocean
It was a very low scar
They're not too wide to get around
Given the old-school try

And you must have had
Nothing better to do
I've been kissing my cigarette wishing it was you

True, you gave me the moon
And the silver stars
They float outside the window
Of this tedious bar

But just like their masters,
They just drift in the blue
I've been kissing the bottle wishing it was you

So Gibraltar has tumbled
The world came to an end
And the joke was on me
You're not even my friend

But with all my new lovers
And there've been twenty-two
I've been kissing the mirror wishing it was you.


Jæja! Halda áfram að læra!

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Hahaha...vont að vakna svona eftir djamm.Eeehh..ég er þreytt og er farin að sofa.
GN!
Það er gott að hlusta á Morrissey í lærdómspásum...ahhh

Síðasti kennsludagur í dag. Það styttist í próf. Þó ekki svona próf...Skemmtileg skilti :)

mánudagur, apríl 25, 2005

Halló heimur!
Ég er lifandi og margt í gangi, margt að gera.
Barað kasta kveðju...

Hópverkefnið klárast í dag!

föstudagur, apríl 22, 2005

Jess...Særún búin að setja inn skemmtilegar myndir frá miðvikudagskvöldinu. Best finnst mér "hjúkkumyndin" af mér. Ég fékk lánuð týpisk hjúkkugleraugu og var að æfa setningu sem ég mun nota óspart í minni framtíðarvinnu.
"Guðríður heiti ég, hjúkrunarfræðingur."Takk Særún :)
Gleymdi annars að segja frá því að ég fór á Geirmundarball á miðvikudagskvöldið, síðasta vetrardag. Særún og Sonja gerðu sérferð út á landsbyggðinga til að hlýða á Geirmund og co. Fórum reyndar aðeins fyrst á Búðarklett (þar sem ALLT getur gerzt) og kíktum á pabba og félaga í hljómsveitinni Chaplin. Þeir voru hressir, ungir í anda og tóku nokkur lög sem þeir hafa samið í gegnum tíðina. Þeir verða víst að spila aftur á morgun. Væri gaman að skoða það betur.
Annars hló ég mest að Særúnu þegar hún steig inn fyrir aðaldyr Hótel Borgarness því það fyrsta sem hún lenti í var að fá ofurölvaðan aldraðan mann með mikla svitafýlu í fangið á sér. En hún Særún er sterk kona og lét þetta ekki á sig fá. Við dönsuðum heldur í feikistuði við lögin hans Geirmundar og nokkur önnur vinsæl lög. Guðni bróðir Gunnars kom sterkur inn á dansgólfið svo ekki sé minnst á alla Portúgalana sem hringsóluðu í kringum okkur eins og hrægammar að bráð.
Gott kvöld og allir ánægðir og enginn réðst á okkur með látum.
Nú bíð ég bara spennt eftir myndunum hennar Særúnar, því myndirnar sem ég tók voru vægast sagt fáar og lítið fjölbreyttar. Særún, koma svo!!!
Annars var verkefnavinnan í gær ansi erfið. Þetta ætlar að verða erfið "fæðing". Erum að vonast til að sleppa við að liggja yfir þessu um helgina. Það er skiladagur á mánudaginn. Shitturinn!
Var semsé allan daginn í gær í þessu brasi heima hjá Ólöfu uppí Grafarvogi. Horfi út um gluggan og þar blasir við mér Egilshöll. Spurning um að fara í heimsókn til hennar þegar Iron Maiden spila. Maður hlýtur að heyra í þeim úti á svölunum.
Fór heim um 11 leytið. Beint í heitt bað, tók tvær verkjatöflur þar sem endajaxlarnir í neðri góm eru að RIFNA uppúr mér. Svo rotaðist ég um leið og ég lagðist á koddann.
Fékk líka falleg skilaboð frá Gunnari rétt áður en ég fór að sofa þannig að ég sofnaði með bros á vör...
Nú er ég farin að hárreita mig aftur. Ætla samt aðeins að salta verkefnið og snúa mér að lestri í lyfjafræði og meinafræði. Það er farið að styttast í prófin. Alltof stutt.
Bibibbibbibbiibiiiii....BIBBI!
Já já já...hann Bibbi bumba eða Bjarni Þór Hannesson eða The Handsome Hannesson á barasta bara afmæli í dag!
Til hamingju!
Rosalega þekki ég mörg apríl-afmælisbörn...það er nú meira!

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Og af því að kisa gamla á afmæli í dag, þá er viðeigandi að setja smá svona inn...Til hammó með ammós...

Í dag er merkilegur dagur. Margir af mínum bestu vinum eiga afmæli. Þar ber hæst að nefna kisuna mína hana Litlurós. Hún er 15 ára gömul í dag. Lítur þó enn út eins og kettlingur, grönn og fín, og hún leikur sér enn á fullu.
Svo er það hún Helga Íris "ísland úr nato herinn burt". Hún er ein af þessum '78 árgerðum og verður því 27 ára í dag. Góð tala þar.
Svo er það líka hann Óli rokklingur. Hann er líka 27 ára í dag. Gaman af því :o)Verði ykkur að góðu!

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Ég á líka hressar frænkur...

...ójá, það er fjör á Akureyri!
Unnur vinkona mín hefur snúið aftur til bloggheima. Hún á líka afmæli í dag. Til hamingju með daginn Unnur mín.
Í dag á ég líka afmæli eftir hálft ár :o)
Bróðir minn er hress...

mánudagur, apríl 18, 2005

It's a mad, mad, mad world...

Ég er búin að bölva heilbrigðisfræðslu í sand og ösku í allt kvöld. Hljómar ekki vel hjá verðandi hjúkrunarfræðingi, en þetta hópverkefni sem við erum að gera núna er BARA leiðinlegt!

Annars varð allt brjálað on the Rock á laugardagskvöldið. Gunnar var að vinna í dyrunum ásamt honum Valda "kassa" þar sem enginn annar en Rúnar Júl var að spila dansiball músík! Allt gekk bara fínt og flott þar til komið var að lokun. Þá heyrðist í einhverjum brjálæðislegum látum niðri á klósetti þar sem var sparkað í hurðir og maður laminn. Gunnar og Valdi stukku niður og náðu að róa niður þrjá drengi sem voru þarna í ham. Þeir leiddu þá út en um leið og þeir ætluðu að loka hurðinni þá trompaðist einn gaurinn þarna (aðalslagsmáladólgurinn) og hjólaði í Gunnar og Valda með miklum látum. Ég sá bara Gunnar hverfa undir högg og fótaspörk og Valda hamast við að halda þeim úti og ég veit ekki hvað og hvað og mér stóð ekki á sama. Ég fraus á staðnum og hugsaði bara "ó guð, heilablæðing eða dauði!" En hann Gunnar er nú engin gúnga og aumingi og náði að hrista þá af sér og henda þeim út og læsa. Varð ennþá meira sjokkeruð þegar ég sá að Gunnar var alblóðugur í framan þar sem bæði neðri og efri vör voru sprungnar og blóð lak úr nefi. En lætin voru ekki búin, þau voru rétt að byrja.... Aumingja Eiður greyið lenti í því að fara út á sama tíma og dólgunum var hent út, þannig að hann var læstur úti með þeim og það varð til þess að þeir réðust á hann og gáfu honum stórt glóðurauga og sár. Síðan hlupu þeir út á götu fyrir utan þar sem fólk var farið að safnast saman og mikill æsingur í gangi. Þá sá ég að Jökull Fannar, afmælisbarn kvöldsins hafði verið laminn þar sem blóð lak í flóði niður á hvítu skyrtuna hans. Hann missti víst tvær tennur við þessi átök greyið kallinn. Þær brotnuðu þó ekki og því var hægt að troða þeim aftur upp í sárið.
Síðan kom löggan LOXINS og þeir fóru að ræða eitthvað við aðal-dólginn. Það fór nú svo bara þannig að bjáninn sló lögregluhattin af löggunni og hljóp svo í burtu. Þeir voru nú fljótir að elta hann uppi og handjárna hann og fara með hann í kaldann klefann! En hann var nú ekki einn að þessu þó hann hafi slegist mest. Það voru tveir aðrir gaurar með honum sem þóttust vera saklausir en það voru þeir alls ekki. Sá þá t.d. sparka í Gunnar þarna í fyrstu. Þessir menn voru líka augljóslega undir áhrifum áfengis OG annarra vímuefna og voru því líklegir til átaka þegar þeir mættu á svæðið fyrr um kvöldið. Ég sá það strax...
En ég gerði mitt besta í því að aðstoða fólk við að þurrka blóð og halda klaka við bólgið augað hans Eiðs og kveikja í sígarettum fyrir hann...hjúkkan ég. En vá hvað ég varð samt taugaveikluð þegar þetta byrjaði. Ég ÞOLI EKKI slagsmál og verð bara stjörf af hræðslu þegar svona byrjar. Púlsinn hjá mér fer upp í 150 og ég fá aukaslög í hjarta og læti. En ég jafnaði mig og við Gunnar komumst loksins út úr húsi um 5 leytið og drifum okkur upp í sveit í rólegheitin þar.
Daginn eftir leit Gunnar út eins og skjaldbaka með sínar bólgnu varir. Mér var nú ekki skemmt af því, sérstaklega þar sem ég má ekki kyssa hann. En svo er hann búinn að uppgötva fleiri og fleiri marbletti. Ég er líka með stóran marblett á lærinu mínu, enda fékk ég borð í fótinn og á þessu borði var fullt af glösum með drykkjum í. Það fossaði allt yfir buxurnar mínar og oní töskuna mína! Lekkert. Það er megn bjórlykt af töskunni eftir þetta.
En enginn dó, en þó, þá var þetta óttalega leiðinlegt. Slagsmál eru alltaf leiðinleg og ég hef aldrei skilið tilganginn í því að slást. En menn eru náttúrulega ekki mikið að huxa rökrétt þegar þeir eru undir áhrifum áfengis og annarra ólöglegra vímuefna. Menn sem eru undir svoleiðis áhrifum hafa jú drepið aðra menn.
Vonandi verða þessir þrír einstaklingar bara kærðir og rassskeldir fast í fangelsi! Þeir eiga alveg örugglega ekki eftir að þora að láta sjá sig í Borgarnesi á næstunni, það er víst. Það eru víst margir sem vilja hefna sín.

Og já! Ég gleymdi næstum einu. Það var líka annað sem ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta yfir. Varð eiginlega bara reið yfir því. Kom eitthvað þvílíkt snobblið þarna sem neitaði að borga sig inn. Það sagðist vera "sophisticated fólk frá Reykjavík", ORÐRÉTT, sem væru 10-20 manns. "Ef einhver þarf að borga sig inn þá kemur enginn. En við komum öll og verslum fullt á barnum ef þið hleypið okkur frítt inn..."
Valdi og Gunnar nenntu ekki að vera með neitt múður út af þessu og hleyptu þeim bara inn, þar sem það var nú hvort eð er hálftími í lokun. En vá hvað ein konan fór í mínar fínustu taugar. Hún kom þarna til okkar í síða svarta galakjólnum sínum og spurði okkur "Er ekki einhver ung einstæð kona hérna sem hefur áhuga á að skemmta sér með indverja hér í kvöld?" Svo horfði hún á mig með sérstökum svip, þar sem ég sat í gluggakistunni og var að hjálpa honum Eið með bólgna augað sitt. Oj bara. Hvar hélt hún að hún væri? Á hóruhúsi úti á landsbyggðinni?! Dísús...þegar svona lið kemur, þá langar manni að rífa kjaft. En, það er ekki þess virði. Ég bara hristi hausinn og leit vorkunnar augum á konuna. Að spyrja svona...auljóslega að fiska eftir "vændi".

Já...it's a mad, mad, mad world. Ég er farin að sofa. Þarf góðan svefn þar sem ég þarf að takast á við verkefni DAUÐANS á morgun.
Ble!

föstudagur, apríl 15, 2005

Ég fór og náði í bílinn áðan. Kallinn á verkstæðinu sagðist vera búinn að laga þetta og rétti mér lykilinn.
"Svo bara kíkiru til okkar eftir helgi..."
Hvað þýðir það? Til að borga þá eða gera við meira??
Það allavega hringlar ekki í pústinu lengur. Kannski var þetta bara bráðabirgða viðgerð og það þarf að gera miklu meira eftir helgi! Vonum það besta...
Var að fara með bílinn minn á verkstæði áðan. Þeir ætla að athuga hvort að pústið sé nokkuð dáið. Var farin að vera stressuð yfir því að það myndi detta allt í einu niður á götuna þegar ég væri að keyra á milli einhversstaðar. Ég tala nú ekki um eins og þegar ég keyri upp í sveit til Gunnars á malarveginum og í allar holurnar!
Nú krossa ég bara fingur og vona að þessi "aðgerð" verði ekki of dýr. Ég má hringa klukkan fjögur og fá frekari upplýsingar um ástand bílsins.
Let us pray...

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Hahaha...alltaf gaman að lesa smásögur Þorsteins.

Sagan um heiðarlega manninn er til dæmis mjög fyndin. Mæli með að fólk lesi hana. Maður gæti lent í þessu og þá er um að gera að vera viðbúinn.
Annars er ég búin að lofta út um alla glugga út af sviðalyktinni, kveikja á reykelsum og ilmkertum, baða sjálfa mig og setja þvottinn sem hékk á snúrunni í aðra umferð í þvottavélinni.
Og mikið ROSALEGA er ég búin að vera dugleg að læra í dag! Það er alveg ótrúlegt!
Ojojojojooojjjj!!!
Ég var að bölva sviðakjömmunum í dag sem lágu í bleyti inni í þvottahúsi. Helvítis lyktin af þessu, í þvottahúsinu þar sem þvotturinn minn hangir á snúrunni!
Haldiði að það sé ekki þessi megna sviðakjammafýla í loftinu núna því fólkið á neðri hæðinni er greinilega að sjóða umrædda sviðakjamma í kvöld!
Ég kúgast og kúgast hérna heima hjá mér. Þetta er svo gamalt hús að lyktin smygur inn um allar rifur!
Hjálp!
Ojj!
Alltaf gaman að taka heimsk netpróf þegar maður á að vera að læra!

Goddess
The Goddess of Night and Regret. You are a perfect
confidante. Always understanding and
solicitous, you could be a queen and you are
exceptionally honest. You are an intelligent
beauty.


Which gorgeous goddess are you? For girls! (breath taking pics!)
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Jæja. Ég hef verið meðtekin inn í hjúkrunarfræðideild HÍ næsta vetur. Ég á svo eftir að fá bréf með frekari upplýsingum um þetta allt saman. Hvort ég sé að fara í 1. bekk eða 2. bekk eða að fara að taka hin og þessi fög upp aftur... Vonum bara það besta, krossum fingur, amen kúmen.
Þarf að skipuleggja margt núna. Ætlaði að farað læra helling, en það er fullt af öðru sem ég þarf að gera núna við þessar fréttir.
Loksins, loksins kom svarið...takk fyrir það!
Mig langar að sjá Sponge Bob The Movie!Horfði fyrst á þátt með "Svampi Sveinssyni" þegar ég var á Bandaríkjaferðalaginu mínu í haust. Við Villi hlógum okkur máttlaus.
Líka yfir Sealab 2021. Það er algjör snilld líka. Vantar eitthvað svoleiðs hérna á Íslandi.

Ég er í meinafræðitíma. Vantar bara glósur og þá er erfitt að fylgjast með...

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Baahh... Er að verða nett geðveik á að svara gömlum prófspurningum um geðlyf og allt sem því fylgir; hvað lyfin heita, hver er normal skammtur, hverjar eru aukaverkanir og svo framvegis. Er nú búin að skila einu verkefni af mér í dag. Á bara eftir að demba mér í hópverkefnið á morgun með hinum skvísunum. Veit ekkert hvað ég á að gera þar. Svo eru það bara þessar prófspurningar sem þarf að klára fyrir 15. apríl. Þarf líka að fara yfir gömul dikt. Er alveg komin langt aftur í rassgat í þeim málum. Hvernig væri nú líka að farað fá svar frá HÍ?!?!?! Er orðin nett pirruð. Sendi bréfið til deildarráðs hjúkrunarfræðideildar fyrir 2 mánuðum síðan og það er alltaf verið að segja mér að svarið sé alveg að fara að koma!
En jájá, þetta reddast allt saman.
Búin að borga húsaleiguna fyrir þennan mánuð og ég þurfti ekki að strippa fyrir peningnum...
Það verður soðið pasta í kvöld....annars eru alltaf skemmtilegar þessar kisumyndir :o)

mánudagur, apríl 11, 2005

Hæhó!
Átti yndislega helgi í sveitarómantíkinni með honum Gunnari mínum. Fór líka með honum og Guðna á laugardaginn og sá Ístölt 2005 sem var barasta hin besta skemmtun. Hestar að tölta á fleygiferð á íssvellinu í skautahöll Reykjavíkur. Flott mar. Eftir það fórum við á Tapas og drógum Særúnu með okkur og átum góðan mat. Það var gaman. Fór líka á hestbak í gær. Hef ekki farið á hestbak síðan ég var 14 ára eða eitthvað. Er helaum í rassinum eftir það. Fór líka með Gunnari að sækja tvö hross sem hann er að farað temja. Það var gaman. Annar hesturinn er nú reyndar hesturinn hennar mömmu. Held barasta að mamma sé ánægð með þennan tengdason...hehehe...aahhjámmm.
Nú er það bara vinnuvika again. Nóg að gera. Bæði í skólanum og svo verð ég að vinna áfram í afleysingum uppá Höfða þessa vikuna.
Ójá...
Mynd dagsins er af ketti. Ég er búin að vera í kringum svo mörg dýr um helgina að ég bara varð að setja þessa inn.Góðar stundir.
P.S. Það er fjósalykt af mér...and I love it!!

föstudagur, apríl 08, 2005

Ohohooooooo!!!! Sonic Youth verður að spila á Hróa!
Súrt líf. Fór mína síðustu tannlæknaferð, í bili, í dag. Þarf ekki að mæta fyrr en eftir ár næst. Vonandi. Það er að segja ef "tennurnar mínar verða duglegar".
Var að reikna saman kostnaðinn á öllum þessum tannlæknaheimsóknum mínum síðan í janúar. Það er hvorki meira né minna en 54280 krónum sem ég er búin að eyða í tannsa! Árið byrjar ekki vel fjárhagslega, úff...
Svo á ég eftir að borga húsaleiguna mína fyrir þennan mánuð. Veit ekki hvernig ég á að fara að því. Kannski ég geti platað Jóa K til að borga mér 55þús ef ég strippa í klukkutíma á Búðarkletti annað kvöld. Það mætir hvort sem er enginn, nema Jói og Finnur og svo kannski Valdi dyravörður. Minnsta mál. Þetta er allavega pæling.
En jæja. Ég ætla í sveitarómantíkina um helgina og gleyma öllum áhyggjum heimsins. Svo eftir helgi ætla ég að taka lærdóm með trompi, enda verð ég þá hætt í afleysingunum og maður er farin að huga að prófundirbúningi.
Þetta reddast allt saman, ójájá...

P.S. ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR BLOGGERINN VIRKAR EKKI!!! Ég skrifaði þetta blogg í gærkvöldi!

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Ég þoli ekki þegar bloggerinn virkar ekki og ég þoli ekki þegar kommentakerfið fer líka að klikka. Það sýnir ekki að það séu komin ný komment!
Svo þoli ég það ekki að tölvan mín skuli vera að bilast núna. Hún er verulega sein í gang þessa dagana og ýmsir takkar virka ekki í fyrstu. T.d. stafirnir h og g, sem ég nota mikið, plús "stroka út" takkinn. Svo er geisladrifið bilað.
Ég á eftir að borga eina afborgun í tölvuna og þá er hún loksins mín eftir 3 ára afborganir! Súrt líf...
Fullt af lyfjafræðitímum í dag. Var í geðlyfja-tímum í morgun sem voru ansi fróðlegir. Er að fara í sýklalyfja-tíma eftir hádegi. Fáum örugglega að heyra það hvað við erum farin að ofnota sýklalyf. Við erum ekki nema einu skrefi á undan sýklunum...muniði það!

Búin að fá mér núðlupakka. Ætti kannski að halla mér síðustu mínutur hádegishlésins?

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Hryllingur! Maður verður bara þunglyndur!
Ég er skriðin aftur inní lopapeysuna mína. Ég sem var búin að pakka henni niður því ég hélt það væri að koma sumar...
Ég er barasta skriðin uppí rúm og undir hlýju dúnsængina mína. Þetta er ekkert skemmtilegt lengur!
Góðanótt!
Hlakkar til að kíkja á þetta á morgun. En verst að það skuli vera á sama tíma og ANTM. Guði sé lof fyrir allar endursýningarnar á Skjá einum!
Hahaha...elska svona próf!

Hooligan Bear
Hooligan Bear


Which Dysfunctional Care Bear Are You?
brought to you by Quizilla
Brjálað veður á Vesturlandi? Ekki hérna á skaganum...

Annars eru margar ástæður fyrir litilli blogg-gleði hjá mér. Það er mikið að gera og ekkert voða skemmtilegir hlutir sem ég er að díla við núna. Þreytandi og pirrandi. Get ekki beðið eftir sumrinu!
Ég er í miklum hugleiðingum. Fjárhagurinn er ekki uppá sitt besta þessa mánuðina og því er ég að huxa um að flytja úr íbúðinni fyrr en áætlað var. Ég er með leigusamning út ágúst mánuð, en ég huxa að ég reyni að losna og flytja út í lok maí. Borgarnes verður næsti staður...þó ég eigi eftir að fá svar frá HÍ, en ég geri ráð fyrir að ég komist inn þar. Það kemur ekkert annað til greina!
Ég hitti hana Obbu, konuna sem leigir mér íbúðina, í NETTO í gær. Þá spurði ég hana hvort það væri möguleiki að losna fyrr. Ég útskýrði mína stöðu fyrir henni og hún skildi hana mjög vel. Hún sagði mér bara að tala við mig þegar ég væri búin að ákveða mig og hún myndi þá redda þessu bara. Mikið var ég þakklát, fátæka ég. En mikið hló ég líka eftir á. Ég fattaði það seinna að þegar ég var að tala við hana og ræða um fjárhaginn minn og fleira, þá stóð ég með fullt af 19 kr núðlupökkum í körfunni minni og eina mjólk. Fátæklegur matur??
Jájá...þetta reddast allt saman.
En svo kallaði hún Sólveig í mig í morgun og bauð mér að velja mér vaktarúllu fyrir sumarið. Mikill heiður að fá að velja svona úr. Ég gat valið á milli svona 20 vakta, hvort sem það var 80% vinna eða 70%. Ég þáði nú bara rúlluna sem hún benti mér fyrst á því henni fannst hún svo Dúdduleg. Sætt. Ég verð allavega að vinna allar vaktir. Fer að taka næturvaktir með alvöru í fyrsta skipti. Hlakkar til barasta. Það verður ekkert útlandaferðalag þetta árið. Allavega lítur ekki út fyrir það að ég hafi efni á því á þessari stundu. En það er allt í lagi. Kærastinn minn verður nálægt mér í sumar og ég get eytt mínum frístundum með honum og Herði Gunnari í sveitarómantíkinni.
Magnað. Ég sakna ekkert Reykjavíkur-djammana. Sakna bara vina minna þar. En ég get alltaf skellt mér í heimsókn til þeirra, það er minnsta mál í heimi :) Ójá... Það er líka farið að styttast í stóran viðburð. Bjarni og Árni Teitur eiga bráðum 2x25 ára afmæli. Ég er allavega komin með eina afmælisgjöf.

Þetta var nú svosem ekkert lítið blogg, bara meðal...

sunnudagur, apríl 03, 2005

laugardagur, apríl 02, 2005

Í dag verður lítið bloggað en það verður tekið lítið próf í staðin.

folknik
You are a Folkie. Good for you.


What kind of Sixties Person are you?
brought to you by Quizilla

föstudagur, apríl 01, 2005

Vera jákvæð.
Hugsa eins og amma.
Fá mér te og ristað brauð...
"Brúnaðar kartöflur á fimmtudegi?!"

Já ég segi bara eins og Kiddi frændi. Þetta var bara í matinn á sunnudögum í denn, enda talinn fínn matur.
Ég lifi líka eins og fátæklingur þessa dagana..
Það eru mánaðarmót. Flestir gleðjast, en ekki ég. Ég skulda peninga!
Ég er hætt við að fara á Hróa í sumar.
Ég ætla bara að vinna.
Ég huxa að ég reyni að losna út úr íbúðinni í lok maí.
Hef ekki efni á að leigja hana í sumar.
Verð bara að keyra á milli, Borgarnes-Akranes í vinnuna...
...uhhuuuu!!