mánudagur, febrúar 28, 2005

Ég fór með bílinn minn í viðgerð í dag. Til að hugsa ekki um peningavandamálin, þá tók ég alla íbúðina í gegn, hátt og lágt, þreif allt sem hægt var að þrífa. Svo fór ég og náði í bílinn og þurfti ekki að borga neitt! Eða allavega, þá fæ ég sendan seðil heim bráðlega, það nær þá allavega yfir næstu mánaðarmót ;)
Ég komst í svo gott skap að ég tók mig til og bakaði brauð sem nú bíður inni í ofninum eftir að verða fulltilbúið. Það er hreint í kringum mig og sólin skín inn um gluggann.
I feel good!

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Gærkvöldið kom á óvart...

Ég er búin að vera með hausverk í allan dag. Þessi kvef-veikindi eru nú kannski aðeins meira en bara hnerraköst og snýtibréf. Ég hef ekki haft mikla matarlyst, bara dúndrandi hausverk og síþreytu.
Ég ætla að vera í Borgarnesi í kvöld, fer bara í fyrramálið með H.G. í leikskólann. Enginn skóli hjá mér á næstunni þar sem allar bekkjarsystur mínar eru að fara í verklega námið. Það verður því engin kennsla á meðan. Þá er allavega nægur tími fyrir mig að lesa og gera verkefni og eitthvað annað skemmtilegt...

Jamm...

laugardagur, febrúar 26, 2005

Ég er svo blönk að ég gæti gubbað!

Ég komst að því í gær að ég þarf líklega að borga 10þús króna sekt fyrir að hafa fengið þennan hlussustóra aðvörunarlímmiða á bílrúðuna mína!!! Svo kostar stýrisendi og ný ljós eitthvað meira...hvað helduru Teitzi?!
Fór svo heim til mömmu og pabba í gær í sárum og mamma framkallaði á mér andlitið og gerði mig sæta á ný. Svo fórum við útí búð og hún leyfði mér að kaupa allt sem ég vildi..
"Langar þér ekki í snakk? En gos, vantar ekki gos heima? Hvernig salat viltu með matnum? Eigum við að kaupa eftirrétt? Veldu þér einhvern ís þarna..."
Hvað get ég sagt, það er hreinlega dekrað við mann þegar maður kemur hérna í nesið í heimsókn! Gaman af því og ég er þakklát fyrir það.
Svo kom Eygló frænka með nokkrar gallabuxur af honum IngaBirni frænda sem hann passar ekki í lengur. Ég mátaði einar, sem eru reyndar of stórar, en bara soldið kúl hangandi á mér þegar ég fór í þær. Ég á núna loksins ný föt!
Já, svo virðist sem þetta reddast alltaf allt saman. En ég þarf nú samt að lifa á núðlupökkum næstu daga og baka brauð úr speltinu mínu og nota allt sem er til í skápunum í tilrauna-fusion-eldhússtarfssemi. Það getur bara verið spennó.

Já...ég enda alltaf á jákvæðu nótunum, enda nýkomin úr heimsókn hjá ömmu, sem er jákvæðasta kona í heimi og hún er idolið mitt!

föstudagur, febrúar 25, 2005

"The attack of the Fish Flies!"

Ég gleymi því ekki þegar ég flutti inn í þessa íbúð í lok ágúst í fyrra, þá var alltaf allt morandi af ógeðslega háværum, hlussu-fiskiflugum! Ég bý náttla í þessum "fiskibæ" og það er alltaf fiskifýla úti af og til eða "peningalyktin" eins og skagamenn kalla það. Núna er hinsvegar farið að birta, sólin farin að kíkja miklu meira inn um gluggana og hlýindi í lofti...og þá koma þær aftur!!!
Ég var að enda við að drepa eina hérna áðan sem er búin að vera að gera mig geðveika í allan dag! Þær fljúga út um alla íbúðina, inn í öll herbergi og alltaf á hausinn minn! Svo er geðveikt suð og læti í þeim, enginn friður!!
Ég er farin að kaupa mér flugnaspaða...

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Þetta er nú meiri rokk-dagurinn. Ég og Hörður Gunnar sitjum og étum inní eldhúsi með Deftones - Around The Fur í botni!
Við erum líka að ræða hvernig klippingu við viljum fá þegar Villi kemur næst í heimsókn. Hann vill fá hanakamb...ég vil fá STUTT hár!
Það er komið að því, ég bíð bara eftir að Villi hafi tíma.
Ég fékk fullt af efni með Led Zeppelin lánað í gær. Er öll á kafi í því núna og get ekki gert annað en að rokka inní eldhúsi!
Maður verður nú að hrista þetta kvef af sér einhvernvegin...
Ég er aumingi með hor, orðin sárlasin en þó hitalaus. Ég hnerraði í alla nótt og er búin að snýta af mér allar húðfrumur af nefinu. Ég er föl og með ljótuna í andlitinu og þarf að vera í skólanum frá 8 til 14 í dag. Það er að koma blaðamaður frá mogganum að taka viðtal við okkur og ég er ekki að meika það. Ég ætla að fela mig bak við fjöldann.
Held að það sé kominn tími til að heimsækja mömmu á snyrtistofuna...

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Autechre verður á Hróa!
Ég þangað!!!
Ugla sat á kvisti,
átti börn og missti,
eitt, tvö, þrjú...


...og það varst þú!

Hvað segiði, hvar á ég að búa næsta vetur?
Akranes, Borgarnes, Akureyri???
Ég vaknaði með kvef dauðans í morgun og ég er bara nefmælt!

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Geir Guðjóns kom til mín áðan í kaffi. Við ræddum "heimsmálin" eins og venjulega. Hann var svo góður að koma með rúnstykki og kringlu með sér. Góður drengur hann Geir...

Hinsvegar þá klúðraði ég hummusinum mínum rétt í þessu :(
Hörður Gunnar er merkilegur gaur.
Einu sinni þá var hann DAUÐHRÆDDUR við Villa minn, bassaleikara og klippara með meiru. Það var þannig að ef Villi kom í heimsókn eða kom til að klippa mig eða eitthvað, þá byrjaði Hörður Gunnar að öskra mesta hræðsluöskri sem ég hef nokkurntíman heyrt og faldi sig bak við sófa eða undir borðum, alveg skelfingu lostinn! Ekki var hann Villi að gera neitt, kannski brosti bara til hans eða eitthvað álíka saklaust.
Það er allt annað í dag. Núna má enginn snerta hárið hans nema Villi. Hann er búin að suða í mér núna í nokkrar vikur um það að hann vilji fá hanakamb "eins og Villi var einu sinni með...", svo langar honum líka í tattoo og svo langar honum að læra á bassa og ég á að kaupa bassa líka!
Vóóóó..sagði ég nú bara. Ég get reddað hanakambnum en hitt verður að bíða!
Fyndið, eins og hann var skíthræddur við Villa fyrir svona 2-3 árum síðan, þá elskar hann Villa útaf lífinu núna og horfir mikið upp til hans. Ég veit ekki afhverju þetta snérist svona einn daginn.
En eitt er víst, Villi er idolið hans í dag!
Ég elska lagið "Clint Eastwood" með Gorillaz. Ég get hlustað á það aftur og aftur og aftur...
Þegar ég er búin í skólanum í dag, þá ætla ég að búa til hummus!
Nammmm...hlakkar til!

Þarf samt að gera eitt strax í dag! Þegar ég kom út í morgun, þá var miði frá "löðreglunni" á bílnum mínum. Ég er búin að slugsa það að fara með bílinn í viðgerð og svo endurskoðun! Ég verð semsé að fara strax á verkstæði í dag og laga bílinn og fara í endurskoðun, því ef ég geri þetta ekki innan sjö daga, þá verður klippt af númerið!!
Damn! Og ég á engann pening til að gera þetta!! Best að nota þá ósýnilegu peningana, en jafnvel þeir eru að klárast líka :(

mánudagur, febrúar 21, 2005

Minn kæri vinur,Brede frá Norge, búsettur í Portland, Oregon, liðsmaður Ovian, er kominn með blogg!

Annars var ég á fullu í kvöldmatnum "grænu-megin". Ég skrifaði upp vel valdar uppskriftir úr Grænum Kostum hennar Sollu í gær. Mamma á þessa bók og ég er alltaf slefandi yfir henni. Nú barasta tók ég girnilegustu uppskriftirnar niður og eldaði mér t.d. himneska haustsúpu í kvöld og litlar vorlauks-pönnsur! Namm...
Mér finnst ég vera orðin stútfull af vítamínum og orku. Ég á örugglega aldrei eftir að sofna í kvöld! Litli aðstoðarmaðurinn minn sem skar niður allt grænmetið svo glæsilega er hinsvegar steinsofnaður...enda var hann ekki eins hrifinn af matnum og ég.
Skemmtimyndir af síðasta föstudagskvöldi...ójájá...

laugardagur, febrúar 19, 2005

Ég sit heima hjá möm og pab með harðsperrur dauðans eftir head-slam dauðans við Guns n Roses og Rage Against The Machine í gær á Kaffi Akureyri!
Það var stuð í gær. Fór heim til Ragnheiðar með Berglindi og Jóa Bró. Horfðum á Idolið og kíktum svo á grímuball á Græna Hattinum og enduðum svo á "Kaffi Svita".
Alltaf sama ömurlega músíkin þarna og ég fór eins og alltaf og kvartaði og kveinaði og taldi upp óskalög. Siggi Rún, dj-inn, þekkti mig. "Þú komin aftur?! Þú veist að ég á ekkert af þessum lögum sem þú biður alltaf um.." Svo hlóum við bara af þessu.
En hann skoraði nú samt nokkra punkta í gær þegar hann setti "Paradise City" með GnR á fónin og svo "Fuck you I wont do what you tell me..." með R.A.T.M. þar á eftir.
Afleiðingar...ég er með harðsperrur dauðans í hálsi og baki og get ekki hreyft mig!!!
Það voru svo teknar myndir af okkur þarna...ég var eitthvað að reynað að vera í stuði á dansgólfinu, Birna var sjóræningi með Cher hárkollu og Ragnheiður var endalaust hress eins og vanalega.
Ég tók nokkrar myndir á mína myndavél, en ég get ekki sett þær inn í tölvuna hjá möm og pab því að það er eitthvað biluð tengingin. Það verður þá að bíða þangað til á morgun eða hinn....

Jæja...þreyta...bleeeee

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Og já, þar sem ég komst ekkert í bloggið í gær, þá vil ég óska Gunnhildi og Gerðu til hamingju með afmælið í gær :o)
Ég elska ykkur báðar!!!
Góðan daginn. Hér sit ég í nostalagíukasti yfir því hvað það er nú gott að vera hérna norður á Akureyri. Sit í skólanum, gamla umhverfinu sem ég var svo vön síðasta vetur og græt yfir ástandi mínu. Ég get ekki ákveðið hvort ég eigi að vera hér næsta vetur eða fara í HÍ!!!
Já. Það ER gott að vera hérna. Langar að vera hérna í skólanum. Það er ekkert að því að vera hérna. Fínt fyrir Hörð Gunnar að fara í skóla hérna. Það er bara þetta að ég þarf svo mikið að þvælast alltaf suður!
Ég gat það nú samt síðasta vetur. Afhverju ætti ég ekki að geta það aftur næsta vetur? Og næsta??
Já...ég spyr út í loftið, hvað á ég að gera?!
Það kemur í ljós...

Annars já, þá er ég í gistingu heima hjá Ingu frænku (systir pabba) og er þar í góðu yfirlæti, vel huxað um mig :) Við Inga erum búnar að spjalla alveg heilmikið saman um lífið og tilveruna og drekka mikið kaffi. Ég sef líka í góðu gestaherbergi, í gamla rúminu hennar ömmu, með gamla lampan hennar við hliðin á mér og að sjálfsögðu gömul fínstraujuð rúmföt frá Ingibjörgu Daðadóttur, langömmu. Enda sef ég ansi vel þarna í horninu :)
Ég kom norður seinnipart þriðjudags, brunaði alla leiðina með bara smá pissustoppi í Staðarskála. Mundi allt í einu hvað það er nú auðvelt að keyra norður til Akureyrar! Ennþá meiri ástæða til að langa að flytja norður aftur...hmmm
Svo hitti ég elskurnar mínar, Birnu og Ragnheiði á gamla góða staðnum okkar Kaffi Karólínu, seinna um kvöldið. Þar var heilmikið rætt og ákveðið að halda svo Idol-party á föstudagskvöldið.
Í gær fór ég svo í skólann og það var gaman! Það var líka rosalega myndarlegur ungur læknir sem kenndi okkur tvo tíma í meinafræði. Ekki leiðinlegt það. Nú svo að hitta allar stúlkurnar og finna það líka að þeim fannst gaman að sjá mig :) Mér þykir vænt um þessar elskur...ennþá meiri ástæða til að fara norður...hmmmm
Svo kíkti ég til Berglindar seinna um kvöldið í "gæludýrabúðina" eða nýju flottu íbúðina hennar. Við fórum fyrst á Bautann og keyptum okkur glóðarsteiktan börger, fórum svo í búðina og keyptum okkur gos og nammi, fórum svo heim til hennar og horfðum að sjálfsögðu á Americas Next Top Model! Mikið eru þetta nú skemmtilegir þætti. Þetta getur maður horft á, dramatíkina og spennuna. En ekki fegurðarsamkeppni Íslands eða eitthvað...það er BARA Boring!
Í morgun mætti ég svo aftur í skólan með bros á vör. Við ætlum svo að fara nokkrar hjúkkur í kvöld og borða saman á Greifanum. Gaman af því!
Svo er bara föstudagur á morgun...úff...allt of fljótt að líða og mig langar ekki að fara heim :(

Já...kannski sniðugt að fara að tala við námsráðgjafa eða sálfræðing eða eitthvað, svo hægt sé að hjálpa mér að ráða úr þessu! En það er enn nægur tími til að huxa um þetta. Ég krossa bara fingur og fætur!

Ble í bili

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Ég er að fara norður. Búin að pakka niður. Fæ gistingu á góðum stað. Hlakkar til að hitta alla. Gaman, gaman...
Kem aftur á laugardaginn líklegast, þannig þið þurfið ekki að gráta lengi þið þarna sem eruð heima!
Auf Wiedersehen!

mánudagur, febrúar 14, 2005

Jæja...þá er enn önnur vikan tekin við og nóg að gera í þessari viku eins og öllum öðrum. Ég fer t.d. norður til Akureyrar á morgun og verð þar alveg fram á föstudag eða laugardag og mun því hitta allar mínar elskur þarna fyrir norðan og get átt góðar stundir með þeim.
Það var fjör um helgina já. Ég fór semsé í afmælið hennar Gunnhildar. Hitti allar skvísurnar á ný og líka loksins kærasta Berglindar. Ég var fljót að samþykkja Odda þar sem hann er nú barasta alveg stórsniðugur maður! Við vorum allar með myndavélar á lofti og tókum því mikið af myndum og hlógum mikið...enda mikið að "ketcha upp"! Léttu veitingarnar í föstu forminu voru alveg gríðarlega ljúffengar. Gunnhildur mín, ég vil bara þakka fyrir skemmtilegt og gott afmæli :o) Við kíktum líka downtown. Fór á ellefuna og hitti þar Gvend, Árna Teit og Bjarna. Þeir voru vægast sagt hressir og ölvaðir, gaman af því.
Jæja....áfram í lærdóminn!

Bíðið við...TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ MAMMA MÍN!

laugardagur, febrúar 12, 2005

Ég skrapp uppí Borgó í gær og eldaði Taco og horfði á Idol með möm og pab. Síðan datt mér það snilldarráð í hug að kíkja á hana Gerðu mína í Arnarklettinn. Loxins kíkti maður, hún er búin að búa þarna í eitt og hálft ár eða eitthvað!! Ég skammast mín...
En allavega, það var mikið stuð hjá okkur og við ræddum ýmis mál og skoðuðum gamlar myndir úr grunnskóla sem er bara skemmtilegt! Síðan ákváðum við að kíkja á gamla góða Klettinn og tékka á statusnum þar. Við fréttum að það væri ball með hinum alræmdu Úlrik-gæjum og því kannski von á einhverjum gömlum góðum félögum úr nesinu.
Það kom nú ekki mikið af fólki, en þeir sem sátu þarna með okkur Gerðu voru bara hinir hressustu og við spjölluðum heilmikið saman og ég aðallega um heilbrigðismál. Held ég verði að farað passa mig, fólk fær fljótt ógeð af því að tala um það sem tengist náminu mínu, líkamsstarfsemi og svoleiðis...
Eníveis, ég er komin aftur heim á skagann og er að undirbúa mig fyrir kvöldið. Það er afmæli hjá Gunnhildi og ég er að farað hitta gömlu góðu vinkonurnar sem ég hef ekki séð í alltof langan tíma! Nema náttla Gerðu, við hituðum upp fyrir kvöldið í gær ;)
Ég er að deyja úr spenningi mig hlakkar svo til að hitta skvísurnar og ég ætla sko EKKI að gleyma myndavélinni minni í þetta skipti!!

Spurning um að fara í leddarabuxurnar í kvöld, það er svo kalt úti.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Brauðrist dauðans já! Ég lenti aftur í svipuðu dæmi og um daginn. Ég í sakleysi mínu var að rista brauð og það sama gerðist. Það vildi ekki koma upp, heldur brann og var næstum kviknað í aftur hjá mér!! Það á aldeilis að gera mann taugaveiklaðann, eins og ég er nú eldhrædd! Ég held ég verði að úrskurða þessa brauðrist gjörsamlega bilaða og heimta nýja!
Einhver???

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Mér finnst alltaf rosa notalegt að hlusta á REM, Automatic For The People. Ég fór í bað í morgun og valdi öll rólegu lögin og setti á repeat og lá bara og hlustaði og sveif um á einhverju skýi. Það er gott að búa ein og geta leyft sér svona.
Sérstaklega er í uppáhaldi hjá mér lagið Find The River. Gott lag...mmmm

Jæja, hreinleiki og skítur fer ekki saman! Ég verð að farað læra. Það er komið að mér að "glósa dikt" aftur. Í þetta sinn eru það tveir tímar í meinafræði hjá honum Þórarini!
Tschüss!
Ég held að svefnherbergið mitt sé staðsett í einhverri draumagátt eða eitthvað. Allavega þá dreymir mig alltaf rosalega mikið á nóttunni og þegar ég vakna þá er ég bara full af allskonar vitleysu sem mig langar að fletta upp í draumaráðningabók! Svo gleymir maður alltaf draumunum þegar líður á daginn. En eitt man ég nú úr síðasta draumi, það var að ég var stödd á einhverri sandplánetu, svona svolítið eins og StarWars-dæmi, og ég var að elta uppi drauga til að finna líkin þeirra til þessa að ganga frá líkunum...
Sonja sagðist líka hafa dreymt mikið í þau skipti sem hún hefur gist hjá mér. En það eru aldrei vondir draumar, allavega ekki af minni hálfu. Yfirleitt skemmtilegir, en óttalegt bull, því mig dreymir svo MIKIÐ að það fer allt í hrærigraut!
Gaman af þessu samt.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Kalliði mig bara Sherlock...því ég er snillingur!
Ég fann nokkrar myndir úr vísindaferðinni. Þær eru allar að hlaðast inn á hinum og þessum hjúkku- og iðju-bloggsíðum. Það voru nú aðallega 1. árs hjúkkurnar sem voru duglegastar að taka myndir. Ég gleymdi myndavélinni minni :(
Hér er ég t.d. að sötra rauðvín með Kristjönu og fleiri góðum stúlkum í Laugum. Auðvitað þarf ég alltaf að gretta mig í myndatöku!!
Ég tók til í dag á fullu með Khaled í botni í græjunum!
Mikið stuð og mikið fjör!
Ligga ligga lá...ég sá líka Khaled á hróaskeldu 2001 :o)

Leiðinlegt...
Hörður Gunnar fór í leikskólan áðan, í náttfötum. Það er ekkert grímuball, það er náttfataball og kötturinn sleginn úr tunninni og máluð andlit og stuð. En samt leiðinlegt, að krakkarnir megi ekki fara í grímubúningi, á öskudag, í leikskólann!
Og hverjir eru það sem eru búnir að taka þetta frá börnunum? Jú, það eru foreldrarnir!
Foreldrar sem að ég veit ekki, ofdekra?? Geta ekki virt þessa línu sem má ekki fara yfir? Geta ekki keypt hóflegan búning? Foreldrar sem kaupa flotta búninga í Disney búð útí heimi á meðan aðrir foreldrar sauma búning heima úr gömlu efni....
Þetta er staðreynd. Það er orðinn svo mikill metingur, grátur og læti á leikskólum í dag, útaf þessum blessuðu búningum á öskudeginum. Krakkarnir mega því ekki koma í grímubúningum í leikskólan. Leiðinlegt að það skuli vera búið að taka þetta af þeim.

Það skemmtilegasta sem ég gerði fyrir öskudag þegar ég var yngri, var að sitja heima og búa til allskyns búninga sjálf! Ég bjó til kattarkonubúning, grýlubúning, abstrakt-listaverkabúning, marilyn monroe búning, gömlu kellingarbúning, nornabúning, prinsessubúning og margt fleira. Ég vann yfirleitt alltaf einhver verðlaun fyrir búningana (og auðvitað hjálpaði mamma mér þegar ég var sem yngst og gat ekki saumað sjálf)!
Annað...mér fannst líka keyptir búningar svo ljótir....

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Ég barasta varð að setja link á hann Geir Guðjóns á síðuna mína. Hann er jú svo skemmtilegur kommi í sér og svo bauð hann okkur Sonju á þorrablót.
Gaman af því...
Hann bætti okkur eðal skvísunum jú inn á linkalistann sinn; ég, Sonja og Hrund!
Já já, eðal skvísur sko :)
Ég fór uppí Borgarnes í kvöld og fékk mér saltkjöt og baunir með mömmu og pabba og ömmu og sollu frænku. Mikið var það nú gott!!!
*rooop*
Rólegt kvöld annars...

mánudagur, febrúar 07, 2005

Ég mundi allt í einu eftir því að ég og Villi, við hittum gaur í Boston þegar við spiluðum þar, sem var rocket-scientist! Hann var allur að fíla músíkina og svo spjallaði hann við okkur um NASA og fleira.
Það var kúl!
Það sama kvöld var líka í fyrsta skipti sem ég fór á Dunkin' Donuts. Ég fékk mér tvo hringi og kaffi. Mikið rooosalega var það gott!
Það er öööömurlegt veður úti og ég er með krónískan verk í vinstri öxlinni sem gerir það að verkum að ég get ekki setið og lært við skrifborðið!
Ég þarf að fara út í búð og kaupa nauðsynjar en ég meika það ekki vegna veðurs!
Ég bíð spennt eftir sumrinu...
Þoliggi mánudaga!

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Hvað annað betra að gera en að kveikja á kertum, fá sér te og hlusta á ljúfa tóna Goldfrapp's í þynnkunni?
Ég fór í þessa vísindaferð þarna á föstudagskvöldið. Það var æði að hitta stelpurnar úr bekknum aftur. Síðan heimsóttum við líka skemmtilega staði og stemmingin var góð. Eftir alla þessa dagskrá; Barnaspítalann, Líffærasafnið, Hjálpartækjamiðstöðin (sem var æði, fórum í hjólastólakapphlaup og sokkafærukeppni og bleyjuásetningu plús við fengum fínar veitingar líka :) og svo Laugar, snobbspaið mikla með aðalfólki íslands, þá fórum við á Pravda..ójá! Sonja og Særún voru nú fljótar að sækja mig þangað, því stemmingin þar var ekki alveg til að þeyta í lúðra og klappa fyrir. Við kíktum þessvegna hinn klassíska pöbbarúnt í gegnum bæinn, tókum Kristjönu með (bekkjarsystir úr hjúkrun) og áttum góðar og hressar stundir og dönsuðum eins og vitleysingar! Við áttum gólfið! En Kristjana hvarf reyndar....Hvar ertu Kristjana???
Í gær var líka rooosalega gaman. Sonja kom uppá Skaga og við fórum á Þorrablót Samfylkingarinnar. Ég var boðsgestur þar sem ég var að troða upp og syngja, Sonja fékk að koma líka að því að ég elska hana! Reyndar er það honum Geir að þakka. Hann stóð sig eins og hetja í gær og á hrós skilið. Vorum þarna í þessu blóti í Jónsbúð, hressar og kátir í hrútspungunum og brennivíninu. Eða Sonja var dugleg í því, ég var meira fyrir hangikjötið og síldina..og jú, þurrt hvítvín! Það var sunginn fjöldasöngur, farið með vísur og svo, DANSAÐ! Það er svo gaman að dansa og líka við skemmtilega tónlist. En það var líka hann Óli snillingur sem var með skæruliðasveitina Pa-anama og spilaði klassískt rokk og ról! FínT!! Svo var það bara kaffi mörk eins og venjulega og svo eftirpartý hjá mér. Já, verð að segja að þetta kvöld var bara ansi skemmtilegt og endaði vægast sagt!...óvænt :) Gamlir óvinir sættust, það er það eina sem ég get sagt.
Jæja...get ekki meir, verð að fá mér meira te og leggjast!!!

föstudagur, febrúar 04, 2005

Ég er að fara í vísó...víííí!!!

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Leiðindin eru liðin yfir. Ég fékk póst frá Gallup í dag. Var búin að gleyma því, en það var hringt í mig um daginn og ég spurð hvort ég vildi taka þátt í fjölmiðlakönnun. Ég játti því enda fínir vinningar í boði, plús það að ég fékk happaþrennu með spurningabókinni sem ég fékk í dag. Fékk nú engan vinning, en samt gaman. Ég hef alltaf verið svolítil könnunar-nörd í mér. Það hefur oft verið hringt í mig frá Gallup, Félagsvísindastofnun og meirað segja Íslenska listanum sem var hérna aktívur í denn! Alltaf finnst mér gaman að geta tekið þátt í hinum ýmsu könnunum.
Nú, svo er FÍN sjónvarpsdagskrá í kvöld! Scrubs/nýgræðingar og Bodies/mannamein í ríkissjónvarpinu og svo CSI á skjá einum (með fallega og klára fólkinu, en ég er þó mest hrifin af meinafræðingunum í þessum krimma þáttum). Splendid...
Svo er það vísindaferðin á morgun. Ég fór ekki í ríkið í dag. Ég ætla að reynað halda mér edrú í þessari ferð. Kannski fá mér svo í glas seinna um kvöldið...á Pravda!!! Leleleleleleeeyser sjóóóvvv!!
Ég verð allavega að vera hraust á laugardaginn. Þarf bæði að velja lög og æfa með pabba fyrir þorrablótskvöldið með Samfó á skaganum.
Cheers!
Ristað brauð með túnfisksalati. 50-50 gulrótar og appelsínusafi með klökum.
Nammi gott.
En mér hundleiðist!!!
Maður gæti svosem reynt að lesa eitthvað, en vá hvað ég er ekki í stuði til þess!
Ég sit og horfi á klukkuna og bíð eftir að fá að sækja Hörð Gunnar...

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Við hjúkkufjarnemar fórum á Calito í hádeginu og fengum okkur að borða. Voða fínn staður, alveg bara í fínum restaurant klassa með svaka mublum! Eníhú, ég fékk mér kjúklingaburrito með nachos, sýrðum rjóma og guacamole (að sjálfsögðu). Það bragðaðist rosa vel og ég er alveg til að skella mér fljótlega þangað aftur að borða og smakka tandori kjúklinginn með nan-brauðinu. Mmmm...hljómar vel.
EN, leiðinlegt að segja, ég er búin að vera að drepast í maganum síðan eftir hádegi. Sem betur fer er þó enginn upp- eða niðurgangur. Bara magapína. Ég get ekki annað en sötrað kók í von um að þetta batni aðeins. Annars ætla ég mér bara að gera mér góðan makkarónugraut í kvöld. Allra meina bót!

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

I'm alive! Já, þetta var nú ekki svo hræðileg heimsókn hjá tannlækninum. Helsti kvíðinn var útaf deyfingunni, sprautunni. En það var nú bara alls ekkert vont! Þetta voru bara einhverjar gamlar, uppmagnaðar, vondar minningar sem voru að elta mig. Svo fór ég að spyrja tannsa hvernig deyfing þetta væri nú, staðdeyfing, sub cutis eða í taug??? Sagði honum líka að ég væri nú búin að læra anatomíu og að ég væri að læra lyfjafræði núna. Þá sagðist hann deyfa bara í kringum beinið við þá tönn sem hann er að farað laga, en samt sprautar ekki í sjálft beinið og náttla alls ekki í æð. Svo fræddi hann mig um það að það væri alls ekki það sama og deyfa efri góm og neðri góm. Það er miklu erfiðara (og dýrara) að deyfa neðri góm. Við fórum í gegnum anatomíuna, deyfingarlyfin og alles og það fannst mér skemmtilegt. Ég gjörsamlega gleymdi mér í þessari fræðslu og honum hefur líklegast fundið það soldið skemmtilegt líka að ræða um þetta í staðinn fyrir þetta venjulega, veðrið eða eitthvað álíka klassískt. Hann á það til að mala allan tíman þegar maður liggur á bekknum, um eitthvað frekar óspennandi. Fyndið samt, þegar hann notaði einn ákveðinn bor, þá heyrði ég aldrei það sem hann sagði því hávaðinn var rosalegur!! Þannig að ég missti af nokkrum köflum í þessari fræðslu. En ég get verið stolt af því að ég vissi heilmikið um það sem hann var að tala. Ég er búin að læra svo góðan grunn í hjúkrunarfræðinni :)
Búhúúú... Ég er að undirbúa mig fyrir tannlæknaheimsókn. Borða nógu mikið svo ég deyji ekki úr hungri í dag. Koma sykri í blóðið, svo það líði ekki yfir mig í miðjum borlátunum. Svo þegar þetta er allt búið, þá ætla ég að skríða uppí mömmu og pabba rúm og gráta. Nei, nei.
Hinsvegar ætla ég mér að gera margt annað. T.d. senda þetta blessaði bréf til deildarráðs hjúkrunarfræðideildar HÍ. Fara með bílinn í smur. Heimsækja ömmu. Kannski sníkja litun og plokk hjá mömmu ef hún hefur tíma. Jafnvel að heimsækja gamla fólkið á dvaló. Kíkja á vinkonur mínar á bókasafninu. Það er hægt að gera alveg heilan helling í Borgarnesinu gamla góða...
Já, ég ætla bara að gera gott úr þessum blessaða degi!!