mánudagur, janúar 31, 2005

Það liggur við að ég fari á videoleigu í kvöld og leigi mér mynd og kaupi snakk og gos. Ekki er ég vön að gera það, en það er bara svo helv... leiðinlegt efni í imbanum í kvöld!
Jæja, þá er ég búin að taka ryksuguna fram. Kominn tími til þar sem ló var farið að ráðast á mig úr ýmsum hornum. Þá er um að gera að blasta græjurnar með góðri músík!
Kvöldið verður semsé hreint og fallegt...og vonandi eitthvað gott að borða líka :)
Ég horfði á hina hræðilegu mynd Lilja-4-ever í gær. Það varð til þess að mig dreymdi illa og ég svaf ekki vel í nótt. Afleiðingin, jú, ég svaf yfir mig í morgun! :( Ég missti því af meinafræðitímunum í morgun! Súrt, en sem betur fer þá er ég í þessum blessaða dikt hóp. Þessvegna fæ ég bráðum sent dikt frá þessum tíma og get lesið samviskusamlega yfir það. En ég get þó mætt í lyfjafræðitímana hans Ingvars núna hálf tvö. Götótt stundatafla..you know...
Leiðinlegt að sofa svona yfir sig, þoli það ekki! Ég verð pirruð og fúl í skapinu. Ég er orðin svo mikill fullkomnunarsinni núna í seinni tíð! Mæta í skóla og læra heima og allt svoleiðis.
Svei mér þá.

sunnudagur, janúar 30, 2005

Ég skrapp í Kópavoginn í dag til hans Árna. Við vorum að taka upp enn eitt lagið sem á að fara á nýju plötu WIG. Síðan rúntuðum við aðeins og náðum í Villa. Fórum aftur heim til Árna, nörtuðum í Gunnars kleinuhringi (að sjálfsögðu!) og pældum í öllum lögunum sem eiga að vera á nýju plötunni. Gaman af því.
Ég er orðin spennt fyrir því hvernig viðbrögð þessi nýja plata okkar fær. Hún á eftir að hljóma vel, það skal ég segja ykkur...

laugardagur, janúar 29, 2005

Ég sit hérna heima hjá mér, ein, í rólegheitum og bíð eftir símtali frá mömmu og pabba. Ég gerðist driverinn þeirra í kvöld. Þau voru að fara á þorrablót hjá vini sínum hérna á skaganum. Ég fékk þó að mæta með þeim og narta í matinn, já narta! Get ekki sagt að ég sé dugleg við þennan mat. En jæja, ég yfirgaf samkvæmið rétt áðan þar sem húmorinn var farin að vera ansi dúbíus hjá þessu annars ágæta fólki. Enda var ég líka sú eina sem var edrú og ég var farin að stara út í loftið og huxa um tölvupóstinn minn. Ég semsé sit bara hérna núna og bíð eftir að þau hringi og biðji mig um að skutla þeim aftur uppí Borgarnes. Hörður Gunnar er í pössun hjá Mörthu frænku, þannig að ég get leyft mér hvað sem er hérna heima á meðan. Splendid...

Annars er líka gaman að segja frá því að í dag fór ég í heimsókn uppá Hundastapa til Óla frænda að skoða nýja fjósið hans. Jamm...hann var að byggja sitt annað fjós á sinni ævi og það telst til tíðinda í dag þegar fólk byggir nýtt fjós! Rosa stórt og fínt, flott tæki og alles. Mikið af fólki kom og skoðaði og spurði og gott ef það voru ekki nokkrir nemar úr Landbúnaðarháskólanum þarna að kynna sér nýjungarnar í fjósamálunum í dag. Svo var allskyns gúmmelaði í boði þarna, tertur, flatbrauð með hangikjöti, kaffi á könnunni og kakómjólk handa krökkunum, nú eða bara mjólkin beint úr kúnni! Allt ósköp heilbrigt og fallegt. Svo röltaði maður þarna um, kom við í gamla fjósinu, en þá missti ég allt í einu lystina af kaffinu því lyktin var orðin ansi súr þar. Ég heilsaði nú samt uppá kusurnar, nautin og kálfana. Svo voru líka nokkrar kindur þarna í girðingu og þá fór ég að huxa sterkt til hennar Sonju minnar. Mikið hefði verið gaman ef hún hefði verið þarna! Hörður Gunnar missti sig þarna alveg af kæti og veltist um með nokkrum öðrum krökkum í súrheyinu. Eftir tvo tíma af hamagangi þar var hann orðinn vægast sagt mjög illa lyktandi! Ég þurfti að smúla hann þegar við komum heim og skrúbba hann með vírbursta og grænsápu! Nei, nei, kannski soldið ýkt. En hann þurfti allavega á góðum Clarins ilm að halda eftir þetta allt saman. En já, þetta var æðislega skemmtilegt. Mig langaði helst að verða 10 ára aftur og fara þarna í sveit í sumar! Gaman, gaman...
Til hamingju með nýja fjósið Óli minn :)

föstudagur, janúar 28, 2005

Jahérna. Ég hef aldrei vitað annað eins í einum handboltaleik! Skítkalt í húsinu og gólfið alltaf blautt eða "olíuborið". Mér er bara orðið kalt á að horfa á þetta, með sultardropa hangandi... Vonandi njóta þeir góðs af þessu "breiki" strákarnir okkar!
En þetta hús er bara hneyksli!

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Mikið er ég ánægð. Ekki get ég kvartað yfir vondri sjónvarpsdagskrá í kvöld.
Scrubs eins og vanalega á fimmtudagskvöldum. Svo var ég að enda við að horfa á fyrsta þáttinn í nýrri breskri þáttaröð sem heitir Bodies. Þessi þáttur í kvöld lofar góðu. Mjög svo raunverulegur og dramatískur...og gerist á kvennadeild! Þar sem ég mun jafnvel reyna að vinna í framtíðinni, sem ljósmóðir :)
Ég var að fara í gegnum gamlar myndir og fann hérna skemmtilega mynd af honum Bjarna. Hann sendi mér þessa mynd einhverntíman þegar hann var úti í "greenkeeper" náminu sínu í St. Andrews í Skotlandi :)
Eins og gerist stundum með vinkonur og vini manns, þegar þær eignast kærasta eða þeir eignast kærustur, þá hverfur þetta fólk af yfirborði jarðar! Það hættir að sjást, hættir að hringja, hættir að blogga o.s.frv.
Gott dæmi um þetta er hún Særún. Hún eignaðist "mann" í gær. Hún er strax farin að blogga minna og bloggin stutt og óskemmtileg. Hún er líka alltaf busy á msn.
Hvað getur maður gert?
Ég fíla það að hlusta á soldið "wakkí" lög frá Aphex Twin þegar ég er að læra. Það er eitthvað svo vísindalegt við það...
Ég er komin í helgarfrí. Aldrei þessu vant, þá er ekkert planað, ekkert sérstakt að gera, nema bara hvíla sig og aftur hvíla sig. Ég er ekkert á leiðinni eitthvað að gera eitthvað. Ég er ALLTAF að snúast eitthvað um helgar. Núna, ekkert!
Hinsvegar verður helgin 4.-5. febrúar annasöm. Kannski bara gott að fá svona algjöra fríhelgi. Spara orku og gera ekki neitt. Nema kannski skreppa til möm & pab og borða góðan mat og glápa á eitthvað í sjónvarpinu.


Áðan lenti ég í stressandi atviki. Ég var að rista mér brauðsneið. Hún var svolítið beygluð brauðsneiðin þannig að hún festist í brauðristinni. Það endaði með því að það kviknaði í brauðinu! Ég hristi brauðristina og huxaði bara, hvað á ég að gera!?!? Svo kippti ég brauðristinni úr sambandi og það slokknaði á eldinum. Ég kroppaði síðan það sem var eftir af brauðsneiðinni úr brauðristinni með hníf. Þetta endaði með því að ég fékk mér bara hrökkbrauð.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Þetta er fyndið. Minnir óneitanlega á móður kúrekans í Bachelorette, sem vildi að hún myndi sinna manninum sínum fyrst og fremst, hvort sem henni líkar það eður ei.
Þetta er óvenjulegt ástand. Guðríður er farin að kíkja á íþróttasíðu mbl.is og er orðin spennt fyrir næsta handboltaleik. Sjaldgæft fyrirbæri.

Ég rek þetta aftur til þess tíma þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri. Þá fórum við alltaf nokkrar vinkonur á hina mögnuðu KA leiki sem ALDREI voru rólegir! Þvílíkt stuð á hverjum einasta leik! Og að sjálfsögðu laumuðumst við alltaf með pela á okkur ef það var helgi og tókum svo gott fagnaðar djamm eða sorgar djamm á eftir...
Ahh..those were the good ol' days.

Annars hef ég alltaf verið haldin íþróttafóbíu og tel ég að XXXXX íþróttakennari minn í grunnskóla eigi stóran þátt í því.
Enda er einelti algengt fyrirbæri í leikfimistímum í grunnskólum....alveg fram í framhaldsskóla! Ljót mál. Eins og það er mikilvægt, ekki bara fyrir líkamlega heilsu, heldur sérstaklega líka geðsheilsu sína, að hreyfa sig reglulega!
Ég veit um alltof mörg svona leikfimisfóbíu dæmi út af vondum kennurum. Sad but true.
En það hefur vonandi lagast eitthvað í dag...
Ég var að steikja mér svoddan djúsí börger í hádeginu að ég er alveg afvelta!
Spurning um smá lúr eftir þessi læti...
Ég er í fyrsta meinafræðitímunum í dag.
Það er gaman.
Mig langar að farað kryfja lík.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Mikið var ég ósatt við leikslokin áðan. Ég fór í minni fýlu og vaskaði upp. Mér líður aðeins betur núna. Samt fúl yfir leiðinlegri dagskrá í sjónvarpinu.
Eins gott að maður á eitthvað skemmtilegt á vidjó!
Ég er að koma mér fyrir inní stofu með góðan mat og nýja drykkinn coca cola light. Það er að byrja handbolti!
Það verður gargað...og sjálfsögðu Óli Stef hvattur mest :)

Ég veit að Særún er líka að setja sig í stellingar, ekki satt Særún?!

ÁFRAM ÍSLAND!
Ég er að reyna að skrifa formlegt bréf til deildarráðs hjúkrunarfræðideildar í Háskóla Íslands og það er leiðinlegt. Ég er alltof mikill sprellari til að vera að skrifa svona formleg bréf. Enda er saga mín og staða flókin og ég er komin með leið á að útskýra hana milljón sinnum!
Mér finnst eins og ég sé að reyna að skrifa eitthvað afsökunarbréf til aftökusveitar, til að réttláta það að það eigi ekki að drepa mig...
Ég fór að gamni mínu inn á spámanninn og dró eitt spil.
Útkoman var þessi:2 bikarar

Hér tengist þú félaga til að deila með af allsnægtabrunninum og gengur hreint til verks þegar draumar þínir eru annars vegar. Frelsiskennd einkennir hjarta þitt hérna og þú ert vissulega trú/r tilfinningum þínum. Þú heldur ávallt þínu striki og gefur jafn mikið og þú þiggur. Duldar ástríður, gífurleg trúfesta, gott skopskyn og úthald einkenna þig og elskhuga þinn á sama tíma og þú spyrð sjálfið um tilgang ástarinnar en færð engin svör.

Þú birtist hér uppstökk/ur en hefur á sama tíma fulla stjórn á þér og myndir án efa kjósa að gjörþekkja framþróun ástarsambandsins sem hér um ræðir.

Gakktu inn í hið óþekkta af frjálsum vilja sem sýnir hverja stund lífs þíns sem áhugavert ævintýri þar sem þú leikur aðalhlutverkið af alúð. Óvissa framtíðar er jákvæð því hið þekkta sýnir aðeins fortíð þína.


Hmm...hvar er þessi dularfulli maður?
Geir Guðjóns er búinn að plata mig í það að troða upp í þorrablóti Samfylkingarinnar á Skaganum. Ég ætla að syngja nokkur vel valin sveitalög og auðvitað hafa besta undirleikara með mér sem völ er á. Nefnilega hann pabba minn og hans gítaaarr...
Bara verst að þetta er laugardagskvöldið 5. febrúar.
Ég er að fara sko í vísindaferðina föstudaginn 4. febrúar.
Eins gott að gæta hófs í vísindaferðardjamminum ef ég ætla að geta sungið daginn eftir!
Tannlæknatímanum mínum var frestað um viku vegna veikinda tannlæknisins.
Hjúkkit!

mánudagur, janúar 24, 2005

Þreyta í öxlum, en ég er búin með dikt-tímana í lyfjafræðinni. Hvað gerir maður þá? Jú, maður les bloggin sem maður hefur ekki komist í að lesa í langan tíma, fær sér hitaðan grjónapoka á axlirnar og klárar rauðvínið sem var opnað á laugardagskvöldið.
Næs...
En á morgun tekur við hræðsludagur. Já, ég þarf að fara aftur til tannlæknis þar sem hann ætlar að gera við eina, tvær holur. Ég á eftir að fá martraðir í nótt.
Skrítið hvað ég er hrædd við sprautuna hjá tannlækninum en alls ekki hjá öðrum læknum eða hjúkrunarfræðingum. Ég er bara mjög viðkvæm í munninum mínum :(

sunnudagur, janúar 23, 2005

Mikið elska ég hana Sonju frænku. Haldiði að hún hafi ekki bara allt í einu birst í heimsókn til mín eftir að ég var búin að vinna kvöldvaktina mína í gærkvöldi!
Við settumst niður í huggulegheitum inní stofu og fengum okkur rauðvínsglas og rifjuðum upp kvöldið áður, sem var alveg brilliant eins og sést á myndunum :) Hlógum mikið og fannst verst að Særún væri ekki þarna líka til að hlæja líka með okkur.
Nema hvað, auðvitað varð ég að bjóða Sonju minni að kíkja á eina kaffihús bæjarins, Kaffi Mörk. Það var troðið af alls kyns fólki og þó nokkuð mikið af ágætis vinum og kunningjum sem voru þarna. Gaman af því! Þannig að þetta var ekki svo galið kvöld.
Við fórum hinsvegar snemma heim að sofa (að okkar leyti) þó við hefðum örugglega getað djúsað fram undir morgun með skemmtilegu fólki.
Í morgun leyfði ég svo Sonju að fara í litla sæta baðið mitt með Clarins olíum og dekri. Svo brunuðum við báðar upp í Borgarnes til að hitta okkar nánustu ættingja.
Í kvöld get ég ekki kvartað. Ég hef það svo gott hérna. Búin að vera úti í dag með Herði Gunnari að búa til snjókarl. Búin að horfa á æsispennandi handboltaleik. Byrjuð að lesa bókina hans Steinars Braga, Sólskínsfólkið. Fékk gæs að borða hjá mömmu, að sjálfsögðu með góðu meðlæti. Svo veit ég að það er til einhver góður eftirréttur inní ísskáp.
Sweet. Ég hef það svo gott í dag, get ekki kvartað :)
Takk fyrir mig segi ég bara!
Mohahahha...það var svo gaman hjá okkur á föstudagskvöldið!
Við stálum bóndadeginum :)

föstudagur, janúar 21, 2005

Ég hef það gott núna hérna heima hjá Særúnu. Sonja stendur sig vel í eldhúsinu og eldar ljúffengan kjúklingarétt...að sjálfsögðu með kóríander :)
Ég bíð spennt með G&T í glasi.
Ég elska þessar stúlkur!
Mar er bara vinsæll í dag...
Mmmm...ég gerði uppáhalds avocadosósuna mína í gær og ég setti fullt af fersku kóriander í hana..mmmm... Það þýðir að ég á afgang í dag sem ég set á ristað brauð. Namm það er svo gott!!
Ég er allavega að dekra við húsbóndann á þessu heimili :o)
Vá! Þetta langar mér að heyra.

Annars er Bóndadagur í dag. Og hvað gerir maður þá? Jú, stjanar við karlmanninn á heimilinu. En ég er hvort sem er alltaf að stjana við litla pjakkinn. Kannski maður leyfi honum eitthvað meira en venjulega. Hann fær allavega að fara á uppáhalds staðinn sinn í dag, Borgarnes! Til ömmu og afa...
Floppy discs!
Fyrsti lyfjafræði-dikt-tíminn er búinn, þá er það bara seinni tíminn sem er eftir. Þetta er soldið erfitt þar sem hann Ingvar Teitz talar frekar hratt með norðlenskum-breskum hreim!

En á morgun er föstudagur og mig langar að fara suður og heimsækja vinkonur mínar. Ég er svo að vinna á kvöldvakt á laugardaginn uppá dvalarheimili. Sunnudagur...tja, ætli ég fari ekki í mat til mömmu og pabba og keyri svo uppá skaga eldsnemma á mánudagsmorgni...

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Ég er alveg að snappa á þessum dikt-þýðingum! En ég er semsé að fara yfir dikt úr tveim lyfjafræðitímum hjá honum Ingvari Teits og punkta niður það helsta. Það er bara bögg þvi hann Ingvar hann talar svo hratt og óskýrt stundum að ég þarf að giska oft inn í eyðurnar.

Annars er fallegt veður úti. Snjór og sól. Svo eru alltaf pör af krummum af fljúgast á og leika sér hérna fyrir utan. Rosa flott að fylgjast með því. Ætli tilhugalíf krummanna sé byrjað?

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Í íbúðinni minni eru 5 ofnar og þeir eru allir búnir að verað spjalla við mig í allt kvöld. Þá meina ég, það er búið að vera bank og læti inní þeim og ég veit ekki hvað síðan um kvöldmatarleytið. Þetta minnti mig helst á það þegar við Sonja uppgötvuðum rotturnar í veggnum á Mánagötunni, en ég efast um að það séu rottur í ofnunum mínum.
Rétt áðan bankaði svo nágranninn minn hérna fyrir neðan og sagði að það þyrfti líklegast að losa loft úr ofnunum mínum. Það var eitthvað ofnaslys hjá þeim á neðri hæðinni, lak vatn útum allt, þannig að það þurfti að gera eitthvað við og þar sem það er sameiginlegt ofnakerfi í húsinu, þá þarf að laga aðeins hér.
Núna sit ég hér í tölvunni á meðan maðurinn er inní í svefnherberginu mínu að leysa vind...
...úr ofninum að sjálfsögðu :o)
Goran, Goran, Goran....aahhh!
:o)
Ég þurfti að "skreppa" suður í gær í myndatöku. Það er víst viðtal við Worm Is Green í Fókus á næstunni. Ég notaði því tækifærið og heilsaði upp á Sonju bestu þar sem hún var að ganga frá í mötuneyti Þjóðleikhússins. Síðan skruppum við á Vegamót og bjölluðum í Særúnu og sögðum henni að kíkja á okkur, því hún býr jú líka rétt hjá. Á meðan við Sonja vorum að bíða eftir borði þá settust tveir Svíar (bölvaðir svíar huxaði ég), við hliðin á okkur og keyptu sér ekta 5000kr kampavín. Að sjálfsögðu buðu þeir okkur í glas og spjölluðu við okkur aðeins. Síðan fengum við loksins borðið og Særún kom. Hún var alveg rasandi reið og pirruð útí einhvern ættfræðings-bjána sem hringdi í hana rétt áður með einhvern dónaskap. Ég róaði hana niður með fullan disk af super nachos og skemmtilegum bröndurum um AB mjólk og fleira. Síðan ákvað ég að farað drífa mig heim, enda þurfti ég að keyra uppí Borgarnes og sofa þar um nóttina og fara svo snemma í lyfjafræðitíma í fyrramálið. Þegar ég fór svo aftur að barnum að borga nachoið, þá kom annar svíinn og spurði hvort ég væri að fara. Ég sagðist verað drífa mig þar sem barnið mitt biði mín (dugar oft að nefna barnið sitt til að menn hrökklist frá, sad but true). Svo spurði hann hvort ég væri með eitthvað símanúmer sem hægt væri að ná í mig. Ég fraus og huxaði með mér "nei takk, ekki enn eitt svíabrjálæðið!" og sagði bara "nei, ég er ekki með neitt símanúmer í dag..." og rauk í burtu.
Ótrúlega fyndið þegar maður er búin að ákveða það að vera einn og vill ekkert með stráka hafa, þá koma þeir oft í biðröðum. Svo þegar manni virkilega langar í kærasta, þá sjást þeir ekki!
Þetta er pæling....
Ég var að skrá mig í vísindaferðina 4. febrúar.
Nú verður ekki aftur snúið.
Merkileg dagskrá:
Barnaspítalinn
Líffærasafnið
Snæðingur
Hjálpartækjamiðstöðin
Laugar
Borða á Pizza 67
og dadaraddada....
PRAVDA!!
Veit nú ekki hvað ég endist lengi þar...
...en ég reikna fastlega með því að ég fái gistingu hjá Sonju bestu!

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Búhúúhúúú....
Ég er alveg í rusli eftir þessa tannlæknaferð! Það er allt í volli í kjaftinum og það þarf að laga mikið og ég þarf að fara í mörg skipti og borga mikinn pening og svo framvegis...
Sparnaður! Það þýðir ekkert að vera að eyða í einhvern munað næstu daga! Og ekki borða óhollt!

Annars var Hörður Gunnar eins og hetja! Hann var svo duglegur og hress og fannst þetta bara ógeðslega gaman! Enda voru tennurnar hans rosa fínar og ekkert að, sem betur fer. Hann er líka svo duglegur að bursta tennurnar sínar.
Ég er það nú reyndar líka, en hef ekki farið til tannlæknis í alltof langan tíma!!!

Ég vil minna fólk á að drífa sig í eftirlit ef það hefur ekki farið lengi. Því lengur sem þú bíður, því verra verður það!!
Já, og nota tannþráð!!!
Uppáhalds geisladiskur Harðar Gunnars þessa dagana er Modest Mouse diskurinn Good News For People Who Love Bad News. Hann meira að segja sönglar lögin upp úr svefni!
Ég er alltaf að ala upp góðan tónlistarsmekk í honum :)

Annars erum við mæðgin að fara til tannlæknis í dag. Það verður fyrsta skiptið hans Harðar Gunnars þannig að ekki má ég sýna neina hræðslu.
Ég hef nú samt ekki verið hrædd við að fara til tannlæknis alla mína ævi. Í fyrsta lagi var afi minn á Akureyri tannlæknir og mér fannst bara gaman að fá að fara til hans, enda þótti mér mjög vænt um hann. Ég var líka dugleg hjá tannlæknum í Danmörku þó að ég hafi byrjað að fá mínar fyrstu skemmdir þar og var byrjað að bora.
Ég held að þessi hræðsla hafi orðið til mest þegar ég var ólétt og fór til tannsa. Þá var ég víst með 2 eða 3 skemmdir! Ég þurfti semsé að koma í einhver 3 eða 4 skipti. Og það var hræðilegt! Það leið yfir mig í næstum öll skiptin, ég fékk einhver taugaveiklaðan skjálfta sem ég réð ekkert við og ég svitnaði köldum svita, öll skiptin!
En þetta ætti að vera í lagi núna, ég er allavega ekki ólétt. Mér kvíður bara fyrir því þegar hann skoðar endajaxlana. Þá þarf mjöööög líklega að taka og ég hef heyrt ljótar sögur af svoleiðis aðgerðum....
Jæja, hætta þessu væli og borða eitthvað núna!

mánudagur, janúar 17, 2005

Ég gleymdi líka að segja frá því að ég fór í pílukast heima hjá Særúnu á föstudaginn. Það var gaman. Við stefnum á að halda mót. Jafnvel næsta föstudag, who knows?!
Særún er alltaf jafn óð með myndavélina sína :)
Hó. Ég er hérna. Búin að eiga erilsama helgi..og nú er ný vika byrjuð.
Ég fór fyrst að stússast þarna á föstudaginn í bænum. Síðan fékk ég mér að borða hjá henni Sonju við tjörnina ....mmmmmm....það var SVOO gott! Síðan brunaði ég uppá skaga til að taka þátt í tónleikunum í Bíóhöllinni. Þar voru samankomnar margar góðar hljómsveitir og Óli Palli sem var að sjálfsögðu kynnir. Öll böndin spiluðu þrjú lög og allt tókst bara mjög vel, góð mætin og svona. Síðan var að sjálfsögðu kíkt aðeins á Kaffi Mörk þar sem er alltaf jafn mikið af skrítnu fólki og leiðinlegri tónlist. Skulum segja bara það að það er búið að remixa öll lög heimsins í einhverjum "rave" stíl!
Á laugardaginn og í gær var ég svo að vinna uppá Höfða. Mikið að gera, allir í flensunni. Fór svo uppí Borgarnes og uppá Dvaló þar og heimsækja ömmu, en hún er komin í mánaðarhvíldarlögn þangað inn. Það var bara mjög fyndið að tala við hana. Hún á svo innilega ekki heima þarna. Segir bara upphátt hvað allir eru lasnir í kringum sig og veifar svo hendinni eins og Margrét Danadrottning :)
Ég fékk svo lambahrygg með góðu meðlæti og ís í eftirrétt í gærkvöldi hjá mömmu. Nammi gott það. Horfði á "How do you like Iceland?" sem var bara mjög skemmtileg heimildamynd. Fór seint að sofa og keyrði svo uppá Skaga nú í morgun.

Nú ætla ég að fá mér tesopa og skella mér svo í tvo lyfjafræðitíma hjá Ingvari Teits klukkan hálf tvö.
Veriði sæl.

Skýrslugerð lokið.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Ég þarf að fara til Reykjavíkur á morgun og snúast og vesenast með ýmislegt. Ef einhverjum langar að hanga með mér, hafið þá samband.
Annars eru allir í vinnunni eða skólanum á þessum tíma :(
Kannski maður kíki á einhverjar útsölur...með ósýnilega peninginn minn!
Kosturinn við það að vera svona fáa daga í skólanum er sá að það er alltaf allt glimrandi hreint hjá mér.
Ég notaði til dæmis frídaginn í dag til þess að þurrka af, ryksuga, henda rusli og skúra og pússa!
Jamm..gaman að vera húsmóðir.
Svo eldar maður náttla góðan mat í lok dagsins; steiktar fiskfarsbollur með kartöflum og karrýsósu. En ég er hrædd um að íbúðin eigi síðan eftir að lykta ansi mikið af fiskibollum eftir það og ajax lyktin hverfur.
Guði sé lof fyrir reykelsum!
Á maður að skella sér í vísindaferð Háskólans í ár?
Það var allavega MIKIÐ fjör í fyrra og mikið drukkið, fram á rauða nótt..og farið í einhver eftirpartý í miðbæ Reykjavíkur...
Á maður að leggja í þetta aftur??
Hahaha! Glatað þýskt karla-egó!
Þessi er til dæmis alveg rosalegur...

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Hver kannast ekki við þennan?Hann horfir allavega ásakandi á mig því ég stalst enn og aftur til að horfa á Bachelorette. Hvað get ég sagt...mér leiðist stundum einni heima hjá mér!
Ég gat samt ekki annað en brosað með þessu. Ég var sammála henni um að láta Chad fjúka. Virtist vera frekar vonlaus gaur. En ég styð það að hún velji Ian í lokin. Sjáum bara til...
Gaman að segja líka frá því að heimabær hennar, Portland, Oregon, er einn skemmtilegasti staður sem ég hef farið til í Bandaríkjunum. Ég gæti t.d. alveg hugsað mér að flytja þangað eða fara í skóla. Það er t.d. mjög góður hjúkrunarfræðiskóli þarna, það sagði hann Brede mér allavega.
Nú já, það verður semsé gaman að fylgjast með því þegar síðustu tveir gaurarnir fara og heimsækja fjölskyldu hennar í Portland. Kannski maður sjái einhverja sem maður kannast við :) Þetta er jú frekar lítill heimur...
Hérna er hægt að sjá hverjir spila á föstudagskvöldið í Bíóhöllinni.

Ég fæ mann í heimsókn inn í stofu í kvöld.Já, það er hann Goran Visnjic sem ætlar að kíkja með öllum meðleikurum sínum í Bráðavaktinni :)

*slef*
Sláandi tölur. Það eru ekki nema 338 karlar sem eru nemar í Háskólanum á Akureyri á meðan það eru 1109 konur!
Ekki skrítið að ég skuli ekki hafa hitt einhvern gæja fyrir norðan í skólanum!

Annars er bara gaman hjá mér. Búin að fara í samtals 4 lyfjafræðitíma og finnst ég vera búin að læra heilmikinn fróðleik af honum Ingvari.
Eitt súrt, það á að vera eitthvað Skaga-hjúkku-sprell um helgina og ég kemst ekki :(
Annars væri þetta jafnvel gott tækifæri til að kynnast stelpunum betur. En það kemur...

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Ég er búin að redda þessu vöðvabólgu vandamáli.
Ég keypti mér grjónapoka uppá dvalarheimili sem ég get bæði hent inní nýja örbíinn sem mamma og pabbi gáfu mér í jólagjöf og sett inn í frysti.
Hita- og kælibakstur! Allra meina bót!
Mjög sniðugt, kostar aðeins 700kr.

mánudagur, janúar 10, 2005

Ég er hel-aum í musculus Trapezius.
Vantar nuddara.
Ætti kannski bara að hætta að vera alltaf í tölvunni eða allavega sitja á þessum trékolli. Ég hef ekki verið svona aum í öxlunum lengi, þangað til þessi trékollur kom. Hmmm..
Baðið er samt gott til að slaka á í.
Mmm...er með snilldar lasagna inní ofni!
Ætlaði samt næstum því að hætta við að elda. Þegar ég kveikti nebblilega á ofninum áðan, þá sló allt út og ég var LENGI að finna sameiginlega rafmagnstöflu hússins niðrí kjallara!
En þetta reddaðist...
Well what can I say?
Þetta var hin fínasta helgi :)

Ég eyddi föstudagskvöldinu í faðmi fjölskyldunnar heima hjá mömmu og pabba. Eldaði góðan mat eins og ég bloggaði hérna um síðast og horfði á Kill Bill vol. 2.
Eitt glatað. Árni Teitur lenti held ég í því að þurfa að skila þessari mynd 3 sinnum í BT. Þá var það víst þannig að það kom heilt bretti af Kill Bill 2 sem var gölluð útgáfa. Það semsé vantaði mikilvægan bút þarna inní lok myndarinnar. Og þessi gallaða útgáfa var á myndbandaleigunni í Borgarnesi! Hallærislegt. Ég þurfti semsé að stoppa og útskýra málin fyrir mömmu og pabba hvað hefði gerst þarna í millitíðinni.

Svo náttla gleymdi ég að kvarta yfir þessu þegar ég skilaði spólunni í flýti á laugardeginum, en þá var ég nefnilega að drífa mig uppí bústað í Munaðarnes með Sonju og Bjarna! Við keyptum okkur fyrst börgers og jógúrt til að hafa með og brunuðum svo uppeftir. Þar voru Snorri og Hulda náttla mætt og Árni og Lísa líka.
Það hófst drykkjuleikur mjög snemma, svo var étið stórgott lambalæri, leitað að borðtuskunni, Gvendurinn mætti í sprellið, barist um það að fá að kynda eldinn, steiktir borgarar um miðja nótt, spilað popppunkt, aftur og aftur...þangað til við gjörsamlega sofnuðum með spurningaspilin í höndunum!
Gaman það. Fámennt en góðmennt og stór og flottur bústaður. Eina sem var súrt, var að heitipotturinn var bilaður. En það var allt í lagi. Förum bara í pottinn í næsta bústaðarpartýi, enda var Rósa frænka í heimsókn hjá allavega tveim stúlkum í hópnum :o) Hér eru myndir.
En ég vil hér með þakka Snorra og Huldu fyrir allt saman, þetta var æði!

Í gær borðaði ég svo aftur góðan mat heima hjá mömmu og pabba og horfði á Starsky and Hutch með þeim. Enginn galli á þeirri mynd og þufti því ekkert að stoppa og útskýra. Fór svo drulluþreytt snemma uppí rúm, en sofnaði ekki strax. Vaknaði svo drulluþreytt kl sjö í morgun, dormaði í 20 min í viðbót og þurfti svo að rífa mig og H.G. á fætur því við þurftum að keyra uppá skaga í leikskólann. Svo var leiðinda skafrenningur, slatti af snjó og smá vindur á leiðinni. Eftir 10 mín keyrslu fattaði ég það að ég gleymdi veskinu mínu og símanum, varð því að snúa við. Festi mig næstum því á leiðinni uppí Hamravíkina, en komst og sækja veskið og fór svo í rólegheitum uppá skaga. H.G. rétt náði að mæta í morgunmatinn. Ég skreið hinsvegar uppí rúm aftur þegar ég komst heim því það var þannig veður úti :)
Svo mætti ég já, loksins, aftur í skólann! Tveir tímar í lyfjafræði hjá Ingvari Teits og það var bara gaman. Samt soldið skrýtið að vera svona í fjarnámi, en ég er viss um að það venst ágætlega. Þær Stína og Hrafnhildur kunna allavega vel við þetta en þær voru líka fyrir norðan eins og ég síðasta vetur. Bara verst að ég er ekki með þeim í hjúkrunarfræðinni. Ég á líka eftir að sakna þeirra á næsta ári :(

Jæja...þetta er orðið ansi gott!

föstudagur, janúar 07, 2005

Mmmm..sit hérna við tölvuna heima hjá mömmu og pabba og melti góðan mat.
Mamma keypti Taco skeljar og allt sem þarf með því og bað mig um að elda. Ég gerði það að sjálfsögðu þar sem þetta er eitt það besta sem ég fæ!
Núna er ég búin að éta yfir mig og er að slúrpa á malt og appelsín afgöngum í desert.

Ég er alltaf að bíða eftir því að Taco Bell komi til Íslands. Synd, ég fékk mér bara einu sinni að borða á Taco Bell þegar ég heimsótti Bandaríkin! Besta Junk Food keðja sem ég veit um :o)
Ég var að reyna að skrifa dönsku áðan. Það var barasta bara erfitt!
Ég á ekki í neinum vandræðum með að blaðra á dönsku. Kemur einstaka sinnum fyrir að mig vantar eitt og eitt orð. En núna þegar ég var að prófa að skrifa dönskuna áðan, þá var ég alltaf í vafa með liggur við annaðhvert orð, hvort ég væri að skrifa það rétt!
Ég held ég verði að taka mig í smá dönsku-stíla-þjálfun!

Annars er ég búin að vera að pappírvesenast í dag og þessi dagur er líka búin að vera þannig að ég er alltaf svona.."ohh...djöf..", sem þýðir að það gengur ekki upp eins og ég vildi.
T.d. í morgun, þá var tölvan leiðinleg við mig. Síðan var ég að rista mér beyglu sem brann svo í ristavélinni. Teið gleymdist og það var orðið kalt. Hreini þvotturinn á snúrunni niðri var kominn með einhverja ólykt í sig og margt annað. One of those days...

En það er allt að verða klárt. Ég er t.d. búin að endurnýja húsaleigubótasamninginn. Ég þoli ekki svona pappírsvesen. Ég fæ kvíðakast þegar ég þarf að ganga í gegnum svoleiðis. Endurnýja hér, ná í þennan pappír þarna og fá stimpil á öðrum stað and so on and so on... Þoli ekki hvað margt getur verið andsk... flókið!

Annars er eitt bjart af þessum degi. Ég var að tala við dúdana í WIG og þeir voru að segja mér frá því að við myndum líklegast vera með 3-4 lög á tónleikum næsta föstudag, hérna á skaganum, til styrktar fórnarlamba á hamfarasvæðunum í Asíu.
Gott mál það, en ég er bara á kvöldvakt það kvöld og verð því að kíkja á eftir uppá Höfða og athuga hvort einhver vilji skipta við mig þessa vakt.
Það hlýtur að reddast...

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Það er verið að auglýsa byrjendanámskeið í Shotokan Karate fyrir fullorðna hérna í Póstinum. Kannski maður ætti að skella sér í smá Karate?
Verst að það byrjar næsta laugardag og ég er að fara í partý á laugardaginn og ég á heldur ekki neinn karate galla.
Bömmer...oh well!
Djís! Ég er að farast í kjaftinum! Ég er nebblilega stökkbólgin í endajöxlum vinstra megin. Get varla borðað eða talað.
Sem betur fer var Sigga frænka á msn þar sem ég gat spurt hana út í hitt og þetta. Sigga klínka vinnur nefnilega við þetta, taka endajaxla og læti með kjálkaskurðlækninum Guðmundi.
Ég þarf bara að spara pening núna fyrir stóraðgerðir á tönnum. Bæði í mér og Herði Gunnari. Það er nefnilega kominn tími til að H.G. heimsæki tannsa :)
Hvað er meira hressandi en að brjóta saman þvott klukkan átta um morguninn?!
:o)
Það er ekki oft sem ég er svona eiturhress á morgnana!

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Úúúú....ég var að fá spennandi boð í partý.
Tveggja hæða bústaður með heitum potti og alles næstu helgi!
Og ég er í fríi! :o)
Mér varð á að horfa á Bachelorette áðan. Nú veit ég ekki hversu margir sáu þennan þátt, en mikið ósköp var ég sammála henni um að láta þennan dúde fjúka.
Hún fór inná heimili foreldra hans og þar var móðir hans, ofsakristintrúartexasbúi í ljótri skyrtu og með ljótt hár, gjörsamlega að gleypa greyið stelpuna!
Þetta voru Texas búar af verstu gerð held ég.
"Þú skalt ávallt standa með þínum manni, sama hvaða skapi hann er í, hvort sem þér líkar það eða ekki..." sagði blessuð konan. Crazy...

En mikið er annars gaman að horfa á Hörð Gunnar sofandi undir nýju stóru sænginni sinni. Manni langar bara að stela sænginni af honum. En mamma og pabbi gáfu honum glænýja stóra sæng og kodda í jólagjöf. Ég svaf með hana uppí Borgarnesi um jólin og ég get svarið það, þetta er eins og að sofa með rjóma oná sér!

Það var þykkur grjónagrautur í matinn hjá okkur Herði Gunnari. Síðan er fullt til af ávöxtum og grænmeti til að narta í. Það er verið að hvíla kjöt og miklar máltíðir eftir þessi blessuðu jól, svo ég tala nú ekki um allt nammi átið undanfarna daga!

Svo er hann H.G. alltaf að biðja mig um að spila Kim Larsen!
Jolly good...

Bráðavaktin er að fara að byrja. Við H.G. ætlum að poppa popp í nýja örbíinum okkar :)
Ennþá meira jolly good!
Það er ömurlegt veður úti.Ég skil ekki afhverju ég var að skríða úr rúminu í morgun. Þetta er svona ekta veður sem fær mann til að kúra undir sæng í notalegheitum...

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Jahá. Mikið var ég sniðug þarna.
Ég sagði eirðarleysinu upp og fór og skrifað tvö feit ímeil. Eitt sem á að fara til námsráðgjafa Háskóla Íslands og annað sem á að fara til Láru (bréf til láru), en hún er skrifstofustjóri heilbrigðisdeildar við Háskólann á Akureyri.
Jebb, tvö feit bréf uppá framtíðina. Allt í lagi að byrja að huxa um skólann fyrir næsta vetur, enda er árið 2005 runnið upp og það þarf skipuleggja mikið og það getur tekið heilmikinn tíma; pappírsvesen og basl.
Og hvar verð ég svo á haustönn 2005? Það má Guð vita! Hann togar mig allavega í báðar áttir og ég get ekki gert upp hug minn...
Þetta er erfitt.
Arrrg! Það læðist að mér leiði, eirðarleysi og einmannaleiki.
Burt, burt með þetta segi ég!
Hvað á maður að gera? Finna eitthvað gott á vídjó?
Kannski bara...

mánudagur, janúar 03, 2005

Ég er í góðum fílíng.
Komin með Hörð Gunnar heim aftur með allt sitt hafurtask eftir jólafríið hjá ömmu og afa í Borgarnesi. Leikskólinn tekur svo við á morgunn.
Svo er ég að hlusta á Kim Larsen's Greatest Hits frá 1983-1994. Það minnir mig náttla alveg rosalega á þá tíma þegar ég bjó úti í Danmörku. Ég ætla mér einhverntíman að flytja þangað út aftur.
Svo var ég að fá nýja örbylgjuofninn minn í hús. Hann er silfurlitaður (uppáhaldið mitt). Það fylgir eitthvað voða grillgræjudæmi með þessum örbylgjuofni. Vei, vei...eins og Hörður Gunnar sagði, "nú getum við poppað popp!"
Hann passar reyndar ekki vel við þessa gömlu eldhúsinnréttingu. En það er allt í lagi. Ég ætla mér nú alls ekki að vera hérna á Sóleyjargötunni til frambúðar!!
Þá eru myndirnar hennar Særúnar loksins komnar. Þær eru ekki margar, en þó skemmtilegar. Það eru ekki bara myndir af mér, ónei. Heldur líka af Herði Gunnari og litla stubbnum honum Huga Baldvini, prins Helgu og Helga :)
Ég setti mér eitt áramótaheit:
Hætta að hugsa um gamla fortíðardrauga!

Annars er klikkað rok úti. Ég kemst ekki út úr húsi. Ég gat varla sofið fyrir rokinu sem barði stanslaust á þakið í nótt. Ég vona að það fari nú að lægja. Ég þarf að fara með Hörð Gunnar í leikskólann á morgun, en hann er uppí Borgarnesi.
Ég vona að ég geti skotist fram og tilbaka seinnipartinn...

En ég verð nú að segja eitt. Þetta ár byrjar mjög furðulega!
Ég ætlaði að keyra uppí Borgarnes eftir vinnu.
Ég keyrði inní hveitipoka.
Ákvað að snúa við.
Nú horfi ég á hveitið úti á götu út um gluggann.
Það verður gott að skríða undir sæng á eftir...

Þetta var annars fín kvöldvakt. Nóg til af jóla og gamlársdags gúmmelaði til að japla á og það var líka ágætlega nóg að gera þannig að vaktin var fljót að líða. Svo kíkti vakthafandi læknir aðeins við og hann var ungur og myndarlegur. Gaman af því.
Núna er bara góð músík og japlað á enn meira gúmmelaði eða leifum frá áramótapartýinu :o)

sunnudagur, janúar 02, 2005

Fleehh....
Ég sem ætlaði að fara beint uppí rúm eftir kvöldvaktina. En ég varð að koma og segja gleðilegt ár!
Ég hélt semsé partý hérna heima eftir að hafa borðað fyrst heima hjá mömmu og pabba. Særún var viðhengið mitt þessi áramót, borðaði mat með okkur og kom svo með mér uppá Skaga.
Skemmtilegt fólk leit inn og partýið stóð vel og lengi. Ég þurfti semsé að farað vinna aftur í kvöld og var ekki búin að sofa mikið. Er komin með skjálfta núna af þreytu. Er að rembast við að setja inn myndir frá gærkvöldinu. I dont know why, þær eru allar svo sjúskaðar og ljótar eitthvað. En Særún tók myndir heima í Borgarnesi og þar var ég voða falleg og sæt. Muna að skoða þær líka þegar hún setur þær inná netið.
Gooonott...zzzzz