laugardagur, desember 31, 2005

Jæja, já, ég fór í plebbapartý.
Okkur í WIG var semsé boðið í jólaveislu Senu þann 29. des. á La Primavera, í snittur og vín. Það var bara mjög skemmtilegt, kom á óvart. Við héldum okkur saman í hring ásamt honum Kjartani sem kom fyrir hönd Ampop. Aðra könnuðumst við við en þekktum kannski ekki beint. En þarna voru ca 50 manns, aðallega þeir sem voru að gefa eitthvað út á árinu. Þetta var víst stærsta útgáfuár Senu frá upphafi. Allt að þrjúhundruðþús diskar hafa selst í ár!
Þegar leið á kvöldið fór maður að spjalla við aðeins fleiri eftir því sem vínið fór að svífa á mann. Hinsvegar talaði Steini við flest alla þar sem hann kannast við flest alla af því hann vinnur á Tónastöðinni. Villi talar líka við alla, þannig er hann bara. Hann er jafningi allra og það fíla ég. Hann talar við skítuga róna á götum N.Y. borgar og labbar upp að stjórstjörnum og tekur í hendina á þeim líka og byrjar að spjalla. En það gerði hann Villi einmitt þegar heiðursgestur kvöldsins, Mr. Tarrantino eins og hann vildi að ég kallaði sig, kom og kíkti á liðið. Við fórum öll að spjalla við hann, þó aðallega Hannesbræðurnir þar sem þeir fóru að blaðra sitt klassíska bull og það var mikið hlegið. Tarrantino bauð okkur svo öllum að koma í áramótapartý á Rex og rétti okkur boðsmiða. Ég er enn að melta það hvort ég eigi að fara suður um miðnætti.
Eníhú, þetta stóð frá átta til ellefu, en þá lokaði Primavera og haldið var á Sólon þar sem við tók eftirpartý á efrihæðinni. Það var ágætt líka. Meira drukkið, meira spjallað við “ókunnuga” og svo framvegis. En svo fór allt í einu að týnast allskonar lið þarna upp, þó sérstaklega einhverjar grúpppíupjásur sem gerðu sig til alls líklegar. Þegar ég sá svo Loga Bergmann og Hlyn fasteignadúd koma upp tröppurnar þá reis ég upp úr stólnum og sagði við Gunnar minn, “partýið er dautt, förum heim”
Jebb. En þetta var mjög skemmtilegt. Kominn tími til að maður færi í partý með posh liðinu. En það fyndna var að posh liðið breyttist í feimna sveitalúða þegar mister Tarrantino mætti á svæðið. Fór og tóku í hendina á heiðursgestinum og sögðu “Hi, I'm a huge fan”. Svo sýndi það auðmýkt og jafnvel dró út myndavél úr vasanum og bað um að fá að taka mynd af meistaranum....
Gaman af þessu.
Eníhú...ég ætla að farað renna yfir árið, búa til annál og koma mér svo í áramótabaðið með mikilli froðu.
Later boyz n girlz!

fimmtudagur, desember 29, 2005

Ég er að fara í plebba partý/veislu í kvöld.
Meira um það síðar :)

miðvikudagur, desember 28, 2005


Takk elskurnar mínar fyrir öll jólakortin. Hér sjáum við "íþróttaálfinn" sem ætlaði bara að borða grænmeti um jólin, pæla í pökkunum, sem voru ansi margir og stórir þetta árið.
Í dag er bara leti, leti og eirðarleysi. Ég reyni bara að leysa krossgátur og lesa bækur og horfa á skemmtilegar bíómyndir og grínþætti. Margt í boði enda mikil DVD jól. En já...
Vildi bara kasta kveðju á lýðinn. Ég er að fara í veilsu á morgun. Hlakkar mikið til. Svo fer ég í Tengda-fjölskylduboð á föstudaginn. Þannig að það er ekki endalaust eirðarleysi. Ónei, spennandi dagar framundan :)

laugardagur, desember 24, 2005

Jæja gott fólk.
Ég hafði ekki tíma til að skrifa jólakortin mín flottu og frægu. Þannig að þetta kemur bara svona þessi jólin...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þakka liðið.
Hafið það sem allra best um jólin og borðið nú vel af jólakræsingum.

Er þetta ekki týpískur jólakortatexti?)

Kær kveðja, Guðríður, Gunnar og H.G.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Kemur ekki á óvart. Guacamole og svoleiðis...

fajitas
You taste like fajitas. You are exotic and spicey.
Only the bold can handle you, you little
firecracker. You are delicious and your
sizzling goodness can be heard and smelled all
over the place.


How do you taste?
brought to you by Quizilla

ENíhú..ég er að breytast í fílamanninn svona rétt fyrir jól. Voða gaman eða hitt og heldur. Það dúkkuðu upp tvær stórar frunsur á neðri vörinni. Jebb, I look like Bubba.
En ég ætla nú samt að hætta mér útí búð. Við Hörður Gunnar ætlum að kaupa rjóma og toblerone og nota allar eggjarauðurnar sem urðu afgangs vegna lakkrískurlssmákökunnar og búa til jólaísinn; Tobleroneís!! Namminamm, gott gott.

mánudagur, desember 19, 2005

Djöfull er ég öflug í myndatökunum eða hitt og heldur. Ég gróf upp myndavélina mína um helgina og ætlaði svo sannarlega að taka myndir á laugardagskvöldið uppá Glym.
Ég tók tvær myndir, af mér og Gunnari á leiðinni uppá Glym. Thats's all...
Ég lofa að vera dugleg um jólin og áramótin og svona fyrir fjölskyldu og vini erlendis ;)
Jæja gott fólk!
Allt gott að frétta hér. Ég er í jólastuði heima að baka bestu smákökusortina, marenstoppa með lakkrískurli.
Ég fór á jólahlaðborð á laugardagskvöldið til Sonju á Hótel Glym. Það var massívt gott og meira að segja Gunnar var svo saddur að hann gat ekki klárað hálfa súkkulaðisneið hjá mér...og þá er nú mikið sagt!!
Þetta var skemmtilegt kvöld. Sigga frænka átti afmæli, hún fékk Trivial að gjöf og það var spilað eftir hlaðborðið. Gott að þekkja fólk í innsta hring á Hótelinu ;)
Nú í gær fórum við Gunnar í Kringluna og versluðum og versluðum og versluðum... Síðan hitti ég Sonju og við fórum spes stelpuferð í Smáralindina og versluðum og versluðum. Dömur mínar og herrar,ég kláraði öll jólapakkainnkaup í gær, það tók líka tíma, frá kl þrjú til 10 um kvöld!! Mikið er ég fegin að það sé búið. Ef ég er að gleyma einhverju, þá þarf ég að fara eina ferð suður fyrir jól og get þá reddað því þá.
Annars er núna nægur tími til að taka til og hlusta á jólalög og klára bakstur. Jebb.. svo pakka gjöfum inn, skreyta meira og trallalaa...

föstudagur, desember 16, 2005

Prófin búin, jólafríið byrjað. Það verður partý í kvöld.Mætiði á Grand Rokk í kvöld. WIG og Úlpa spila.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Ég nenni ekki að lesa meir! Ég er að mygla, enda var ég að lesa um myglusveppi áðan.
Djís...ég syng nú bara eins og Særún gerði um daginn.
"Tomorrow, tomorrow..."
En í fyrramálið, þá fer ég í próf og eftir það er ég komin í jólafrí, jibbidíí...

Hér sjáum við agar skál með myglubletti eins og ég.

Interesting.

Annars held ég að ég sé búin að finna mér efni í lokaverkefni. Hún fjallar um þennan mann. Stórmerkilegur og örugglega hægt að rannsaka mikið hans hegðun. Við Sonja erum allavega búnar að pæla mikið í honum.
Jólafötin í ár. Svo á ég bara eftir að fá mér permó.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Þetta er kúlMaður getur sko alveg misst sig í lærdómspásunum "googlandi".
Hvað er þetta!?

Ég held að ég eigi ekki eftir að taka í hendina á neinum eða vera nálægt öðrum eða halda í handriði eða fara á almenningssalerni í bráð...
Sýkla og örverufræðipróf 16. des!Skoðið þetta

þriðjudagur, desember 13, 2005

I have been thinking alot lately...

Jamm. Próflestur í fullum gangi ennþá, farið að styttast í prófið, þrír dagar...
Langar nú mest að "skippa" lestri í dag og fara til Gunnars þar sem hann er að taka á móti litlum Chiuwawa (hvernig sem það er nú skrifað) hvolpum í dag. Það var einn komin síðast þegar ég vissi. Gætu orðið jafnvel orðið ca sex stykki.
Litlar rottur til sölu...

Einn hjartabrandari í lokin í þessu bloggi.

föstudagur, desember 09, 2005

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Ég verð að segja að ég hef líka lúmskt gaman af þessu. En það fara náttla allar próflestrarpásurnar í þetta...
Ég fékk póst frá Jesú í dag. Alltaf gaman þegar hann minnir á sig. Sérstaklega þegar maður er að snappa yfir lærdómi...
Takk Jesú.

fimmtudagur, desember 08, 2005

Ég þjáist af síþreytu!!! Og það er ekki gott þegar maður er að reynað læra undir próf. Ég geispa og geispa og sé rúmið í hyllingum.
Ég man ekkert hvað ég er búin að lesa...
Hjálp!

þriðjudagur, desember 06, 2005

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst gamla útgáfan af "Hjálpum þeim" miklu betri en sú nýja.

Annars þá...
...get ég ekki byrjað að læra aftur!!
Ég huxa að ég eigi ekki eftir að geta étið neinn mat eða komið við neitt eftir sýkla og örveru lesturinn minn. Hef enga lysta af jólamat og þori ekki í Kringlun sökum mikilla örvera...
Ég á eftir að snapppa.

mánudagur, desember 05, 2005

Hafiði heyrt í CocoRosie?
Bara góð músík! Þakka Geir G fyrir að hafa gefið mér þennan disk í afmælisgjöf :)
Þó að ég sé í próflestri þessa dagana, þá þarf ég líka að gera annað.
Það eru til dæmis tónleikar 10. des með WIG og Bang Gang á Stúdentakjallaranum.
Svo 11. des fer ég á tónleika með Antony and the Johnsons...mmm...hlakkar til :)
Svo er náttla jólaundirbúningur heima á fullu og það er leiðinlegt að missa af honum. Þess vegna stelst ég fram og fylgist með/tek þátt, eins mikið og ég get leyft mér.
Fyrir utan það að maður er að reyna að vera góð mamma og hjálpa drengnum við sinn heimalærdóm og fleira!
Ohh...hvað mig hlakkar til 16. des, en þá er síðasta prófið og svo tónleikar með WIG á Grand Rokk um kvöldið og þá verður sko partýað!
Þetta er allt að rúlla...
Félagsfræðin er búin!!! Ég held að ég nái allavega fimmu...

Aðrar góðar fréttir. Ég fór á Sjúkrahús Akraness til að hitta Jóhönnu verkefnastjóra. Þar biðu mín yfirfarin verknámsverkefnin mín og einkunn fyrir þetta allt saman.
ÉG FÉKK NÍU!!!!!
:)
:)
:)

Pís át í dag! Örveru- og Sýklafræði lestur hefst formlega á morgun! Tadadadaammmm... (hættustef)

sunnudagur, desember 04, 2005

Ég held ég sé að læra yfir mig og missa vitið...

föstudagur, desember 02, 2005

Djöfull er ég öflug. Búin að stúta mörgum tepökkum, éta gulrætur og klára fyrri part félagsfræðinnar. Nú er ég komin í heilsufélagsfræðina og hún er alltaf skemmtilegri.
Ég er samt ekki öflugari en það í nammiátinu að það er komin annar des og ég er ekki einu sinni búin að taka plastið utan af súkkulaðidagatalinu!
Fæ mér það í eftirrétt í kvöld...

fimmtudagur, desember 01, 2005

Ég er búin að verað lesa félagsfræði síðustu tvo og hálfan dag og ég er ekki hálfnuð! Gvuð hvað ég vorkenni clausus hjúkkum. Öll prófin þeirra eru víst í einni viku! Ég fer í fél prófið á mánudaginn 5. des. Svo fer ég í sýkla og örverufræði 16. des. Lucky me! Enda líka eins gott segi ég nú bara, því þetta eru kúrsar sem innihalda mörg hundruð glósu blöð. Ég þakka bara Gvuði fyrir alla þessa lestrardaga.

Það er alveg merkilegt hvað maður verður ljótur þegar maður er í próflestri. Eða, það gildir allavega um mig. Særún á t.d. góða mynd af mér þegar ég var að lesa undir clausu prófin fyrir norðan. Þá bjó ég í lopapeysunni minni, var með fluffy úfið hár, gleraugu, víðum adidas buxum og ullarsokkum og drakk te.
Núna er ég í flísbuxum og lopapeysu, með tebollan góða mér við hlið og hlusta á Bach. Hárið mitt er farið að vaxa villt, augnbrúnirnar eru horfnar og ég er hvítari en snjórinn og með bólur á andlitinu.
En Gunnar minn kyssir mig samt :)

Til hamingju með fyrsta súkkulaðidagatalsdaginn...og fullveldisdaginn (nú fara MA-ingar að skemmta sér í kvöld). En ég keypti súkkulaði dagatal handa H.G. í gær og mamma líka. Ég fékk því að eiga annað. Gaman af því, ég hef ekki átt dagatal síðan ég veit ekki hvenær!
Svo settum við mæðgin upp seríur í herbergisglugga okkar.
Hlakkar til jóla..trallalalla...

mánudagur, nóvember 28, 2005

Ég skilaði ritgerðinni minni í dag um sykursýkissár og maðkameðferð.
Ég skila öllum verknámsverkefnum mínum á morgun.
Próflestur fyrir félagsfræðina getur semsé byrjað. Ég keypti mér minnismiða til að hripa nöfn og kenningar á.
Þetta er allt að rúlla...

föstudagur, nóvember 25, 2005

Meira bílavesen...
Ég kom að flötu dekki í gærkvöldi þegar ég kom af síðustu verknámsvaktinni minni. Bömmer hugsaði ég, en þetta kom mér ekki á óvart. Alltaf sama dekkið.
Ég fór niðrá verkstæði áðan og lét úrskurða það látið og fékk nýtt.
Ég vona að bíllinn þurfi ekki meiri aðhlynningu í bili. Komin með nýjan bremsuborða og nýja framrúðu...

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Ég fann pakka af þessu í gær...Þetta er VIÐBJÓÐSLEGA gott!
Jæja, þetta gengur allt saman hægt og rólega, eða eiginlega bara mjög hratt!
Ég er semsé að leggja síðustu hönd á ritgerðina mína, þarf að skila henni á föstudaginn. Síðasti verknámsdagurinn er á morgun, kvöldvakt á lyfjadeild. Svo er það bara að klára verkefnin og skila þeim í síðasta lagi þriðjudag. Ég mun líklegast liggja yfir því alla helgina.
Svo spiluðum við í gær með Sign í Bíóhöllinni. Það var öðruvísi en gekk bara miklu betur en ég átti von á. Svo var okkur boðið í "Mömmukaffi" til Brimrúnar á eftir þar sem okkur var boðið heitt súkkulaði og kökur, bara sönn jólastemming :)
Í kvöld er það svo NASA.
WORM IS GREEN & AMPOP með útgáfutónleika.
Allir að mæta!!!
ble..

föstudagur, nóvember 18, 2005

Er að hlusta á allskyns músík. Svo kemur lagið Innocent When You Dream með Tom Waits af plötunni Franks Wild Years. Þá mundi ég allt í einu eftir því hve Árni Teitur ELSKAÐI þetta lag þegar við vorum á hróarskeldu...
Ahh...það var fyndið :)
Check dis out!
FRÍTT, í boði Worm Is Green, Electron John Mp3 Single.
Gjöriði svo vel :)

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Það er svo margt framundan...
*Hljómsveitaræfingar!
*Tvennir tónleikar hjá Worm Is Green
-Bíóhöllinni, Akranesi með SIGN, þriðjudaginn 22. nóv.
-NASA, Reykjavík með Ampop, miðvikudaginn 23. nóv.
*Verknám fram til 25.nóv.
*Klára ritgerð fyrir 25. nóv.
*Klára fullt af öðrum verkefnum tengt verknáminu!
*Vera góð mamma og hjálpa drengnum við sitt skólanám.
*Vera góð kona og halda uppá afmæli bóndans á laugardaginn.
*FARA MEÐ BÍLINN Í EXTREME MAKEOVER!!!
*Tvö RISA próf í desember.
*Tvennir aðrir tónleikar í desember.
*Passa uppá geðheilsuna...
Djöfull langar mig að henda bílnum mínum á ruslahaugana núna!
Þegar ég ætlaði að fara með H.G. í skólan í morgun, þá var vinstra afturhjólið pikk fast og snerist ekki neitt. Bíllinn semsagt komst ekkert áfram og ég beið því eftir mömmu sem var að koma af næturvakt til að geta skutlað drengnum. Síðan þurfti ég náttla að fara suður í próf þannig ég varð líka að fá bílinn þeirra lánaðan þangað.
Ég get ekki verið bíllaus. Þarf að fara útá skaga í fyrramálið. Get ekki ímyndað mér hvað sé að þessu dekki! Það bara bifast ekki!
Alveg er ég sjóðandi, rasandi reið yfir þessu og það liggur við að ég labbi uppá bílasölu og fjárfesti í glænýjum bíl beint úr kassanum sem að amar ekkert að!!!

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ég sæki í hvíld
með rúgbrauð og síld...
Verði ykkur að góðu!
Dúd hvað ég átti skemmtilega vakt í gær :)
Ég var semsagt á heilli kvöldvakt og var eini neminn, sem þýðir, fleiri námstækifæri. Allavega, ég fékk að blanda fullt af sýklalyfjum, sprauta helling, setja upp fullt af nýjum vökvum í vökvadælur, setti upp þvaglegg og margt fleira. Ég stóð mig eins og hetja þó ég segi sjálf frá. Var líka með þessa fínu hjúkku til að leiðbeina mér. Maður er strax komin með miklu meira öryggi í starfinu. Þetta er bara spurning um reynslu, reyna að gera allt eins oft og hægt er svo að maður sé orðinn pottþéttur. Kom mest á óvart hvað það gekk vel að setja upp þvaglegginn. Gekk eins og í sögu. JEssör.
En núna verður allt hjúkrunarverknám að leggjast til hliðar í dag því ég er að fara í próf í félagsfræði á morgun. Nú er það bara læra, læra, læra eins og mögulegt er. En ég vona að ég nái þessu þar sem ég hef ekki getað mætt í félagsfræði tíma í langan tíma :(
Wish me luck!

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Eftir blót, bölv, naglanag og hárreitingar ákvað ég að standa upp og taka mér pásu frá verkefnum og ritgerð. Ég fór inní eldhús, hitað mér te, sauð egg og fékk mér síðan rúgbrauð með síld. Mmmm hvað allt þetta er gott! Svo ég tala nú ekki um orkuna sem maður fær úr svona snarli. Svo fór ég inná bað, hreinsaði andlitið og setti á mig hreinsimaska. Ég er öll að steypast út í áhyggjubólum og svo er ég komin með kvef dauðans. Já, svona leggst álagið á mig. Guði sé lof að frunsan sé ekki sprottin upp! (7,9,13)
En núna líður mér semsé aðeins betur og er sest niður við lærdómin aftur.
Ready, steady, go!

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Ég mætti hress í morgun uppá A-deild til að takast á við verknámið. Það var vel tekið á móti mér, plús það að Ragnheiður og Lína voru þarna líka í verknámi(fyrrv. fjarnemabekkjarsystur). Hressandi að sjá þær stöllur. Ég var mest að læra á deildina, hef aldrei komið þarna áður og svona skoða hitt og þetta. Síðan fékk ég að blanda sýklalyf, taka lífsmörk og svona smotterí. Ég fylgdist með skráningu, sat læknafund og fékk ókeypis hádegismat. Fínn dagur og hlakkar til að mæta aftur á föstudaginn.
Versta er að ég lendi í því að þurfað fórna félagsfræðitímunum mínum á næstunni. Það er líka alveg farið að koma að öðru stöðuprófinu (sem gildir 15%) í fél. Sé ekki fram á það að ég geti lært mikið undir það þar sem ég verð að vinna uppá lyfjadeild, plús það að reynað klára verkefnin og ritgerðina mína. Púff...mikið að gera og ég er ekki einu sinni í fullu námi á öðru ári! Thank God að ég sé búin með lífeðlisfræðina!!!
Svo lét ég LOKSINS verða að því í dag að panta mér tíma í sjónmælingu. Okey ég farin farin að sjá illa uppá töflu í skólanum, en hey! Ég stóð mig að því í dag að ég var sífellt að píra augun til að sjá betur á pappíra og skýrslur og fleira. Ég er farin að halda að ég þurfi vinnugleraugu. Ætli það sé eitthvað karma í sambandi við hjúkkur og að vera með gleraugu á nefinu og stutt hár???

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Á morgun Sonja, á morgun....

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Ég var að koma af leiksýningunni "Kalli á þakinu". Fór með mömmu, Herði Gunnari og frænkum og frændum. Það var heilmikið stuð, mikill barnahlátur, hopp og gleði og grátur. Alltaf gaman að fara á barnaleiksýningar.
Þar sem að mamma og Eygló þekkja svo vel hann Dösta eða Þröst Guðbjarts leikara, þá fengum við að fara baksviðs á eftir og tala við leikarana. Litlu pésarnir heilsuðu uppá Kalla/Sveppa. Síðan fengum við að fara og skoða sviðið. Vá hvað þeim fannst það mikið sport þeim Herði og Snorra. Þeir fengu að fara inn í skápinn og inn um gluggana eins og Kalli gerði.
Það var labbað út með stórt bros á vörum og síðan var steinsofnað á leiðinni heim :)

föstudagur, nóvember 04, 2005

Bissí skvissí dagur. En mér tókst þó loksins að troða vetrardekkjunum á í dag. Þeir eru svo elskulegir þessir feðgar þarna á dekkjarverkstæðinu í Borgarnesi :)
En ég er annars að spá í að kíkja á þetta í kvöld, þó ég eigi að verað gera ritgerð...


Tónlistarfélag Borgarfjarðar á Hótel Hamri
kl 21 á Hótel Hamri
Færeyska djass- og þjóðlagasveitin Yggdrasill leikur á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Söngkona er Eivör Pálsdóttir. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Þóra Jenný kennari hringdi í mig áðan og tilkynnti mér það að ég mun vera á lyflækningadeild, en ekki handlækningadeild í verknámi á SHA í næstu viku. Hmm..já, það er líka bara ágætt held ég.
Svo er líka frænkan hans Gunnars að vinna þarna og kennir mér kannski góð vinnubrögð. Spurning um að reyna svo að koma sér í mjúkinn hjá liðinu á deildinni og sækja jafnvel um sumarstarf þarna ef mér líkar vel pleisið...
Ég er allavega í miklum pælingum í sambandi við næsta sumar.

En ég ætti að vera að huxa um allt annað núna. Var reyndar að prenta út fullt af tímaritsgreinum fyrir ritgerðina mína. Nú er bara að lesa yfir og velja úr.
Later...
Djöfull þoli ég ekki Símann þessa dagana eða réttara sagt síðustu mánuði! Ég er búin að vera í endalausu böggi með reikningana mína síðan ég flutti frá Sóleyjargötunni og sagði upp ADSL internetáskriftinni.
Ég fæ enn rukkanir um ADSL áskriftina! Og það sem meira er, ég er búin að hringja og láta leiðrétta og kvarta alveg milljón sinnum útaf þessu og það virðist vera MJÖG erfitt að láta laga þetta eða borga mér aftur þá peninga sem þeir skulda mér.
Ég er alveg viss um að síminn hnuplar fullt af peningum með þessum hætti úr saklausu fólki sem skilur ekki símareikninginn sinn. Þetta er alveg til þess að gefast upp á. Ég er andvarpa bara og huxa "æji ég bara borga þetta drasl og hætti að væla", þó ég sé að borga jafnvel 2000 kalli meira á mánuði en ég ætti að vera að gera.
En nei, ég lem í borðið og átti einmitt hálftíma samtal við saklausan símadreng hjá Símanum áðan. Hann klóraði sér bara í hausnum (heyrði það í gegnum símann) og vissi ekkert hvernig hann ætti að redda þessu.
"Það leiðréttist á næsta reikningi, þá færðu frádregið af reikningnum það sem við skuldum þér..." Yeah right, hef heyrt þessa sögu áður!
Ég býst við því og engu öðru en að ég þurfi aftur að hringja og leiðrétta símareikninginn í næsta mánuði. Pirrandi!

En það borgar sig víst að vera með læti. Í sumar þá var ég alveg á haus í sambandi við að redda laununum mínum. Ég var að fá allt of lítið útborgað. Ég þurfti að standa í þvílíkum símhringingum, samtölum, bréfaskriftum og svo framvegis, til að fá hærri laun. Ég var meirað segja hætt að vinna, það var komin september þegar ég sendi síðasta bréfið og var alveg við það að gefast upp. "Æji, ég nenni þessu ekki lengur. Ég þigg bara þessi laun og vinn aldrei aftur þarna..."
En það borgar sig að vera bitch. Í gær fékk ég launaseðil með ágætis upphæð frá sumarvinnustaðnum. Það var peningur sem ég átti að fá í sumar. Ég átti semsé að fá hærri laun...

Ég segi bara eitt, ég mun berjast! *Lamið harkalega í borðið*

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Hálka, rok og brjálæði. Enginn tími til að blogga.
Ég er búin að gera heiðarlegar tilraunir til að setja vetrardekkin undir. Alltaf brjálað að gera á dekkjarverkstæðunum og ég hef ekki tíma til að láta bílinn minn standa allan daginn fyrir utan verkstæðið í þeirri von um að þeir "ná að taka hann í dag"...
Ég á að verað gera ritgerðina mína á fullu. Það er bara alltaf svo fokkings erfitt að byrja. Ég er komin með þónokkrar tímaritsgreinar, en veit ekki hvaða greinar ég á að velja.
Svo þarf ég að fara í bólusetningar í vikunni og svo byrjar verknámið í næstu viku!
Allt að gerast og enginn tími.
Svo ég tali nú ekki um hvað er stutt í prófin ... og líka til jóla!

Farin að fá mér te og kex...

sunnudagur, október 30, 2005

Hann á afmæli í dag, hann Hörður Gunnar, hann er sex ára í dag!
Hér í Votadal var heilmikil veisla og fullt af fólki og mikið borðað og mikið leikið sér...Hér er hann á sykurflippi eftir daginn í dag með sveitafélaga sínum honum Húna.Hressir guttar og H.G. sáttur við daginn :)

föstudagur, október 28, 2005

Flott band?

Ég er veðurteppt í Reykjavík. Ég varð að fara í morgun vegna þess að ég varð að gera hópverkefni (AGAIN) sem þarf að skila eftir helgi. Bílinn hoppaði í vindinum suður, en ég legg ekki í það aftur heim. Held ég haldi mér hér í góðu yfirlæti Sonju. Hún er búin að hita handa mér te, bjóða mér gistingu og ný föt ef ég vil fara í sturtu. Hún er góð hún Sonja, þó að hún sé sárlasin stelpan, þá stjanar hún í kringum mig.
Ég var samt að spekúlera í því að hætta mér út í veðrið aftur, þó bara hérna innan Reykjavíkur. Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að ná mér í vetrardekk á góðu veðri. Dekkin mín eru svo sleip og eydd að ég gæti straujað með þeim!
En já, við sitjum með womans te og horfum á simpson á meðan veðrið er brjálað þarna úti.
Verst að ég ætlaði bara heim og farað baka þar sem það er barnaafmæli á sunnudaginn. En Hörður Gunnar verður 6 ára 30. október, þessi elska...

fimmtudagur, október 27, 2005

Djöfull er ég búin að vera fokkings dugleg í allan dag! Ég er búin að vera að læra síðan átta í morgun. Ákvað allt í einu að setjast við tölvun í morgun þegar ég var nýbúin að skutla Herði í skólann og reyna að finna eina tímartisgrein. Og viti menn, ég fór alveg á fullt. Fann svo fullt af öðrum greinum sem ég get svo notað í lokaverkefnið mitt. Jessör, allt á góðri leið.
Bara verst að ég er dauðþreytt núna og þarf að farað taka mig til fyrir sándtékk og tónleika. Svo er skóli í fyrramálið...zzzzz
Jæja, fæ mér smá lúr núna.

Sjáumst í kvöld! :)
Nú er víst kominn 27. október og þá segi ég:
Til hammó með ammó Birna mín :)Sæt stelpan ;)

miðvikudagur, október 26, 2005

Jæja! Allir að mæta á tónleika á Grand Rokk.
Ampop og Worm Is Green spila þar á fimmtudagskvöldið, 27. október.
(Afmælisdaginn hennar Birnu :)
Be there or be square!

By the way, erum við ekki kjút couple?

mánudagur, október 24, 2005

Lítið glimps inní atburð helgarinnar...Það var gaman, takk fyrir mig :)
Það verður líka gaman að spila næsta fimmtudag, 27. október, á Grand Rokk.
Stay tuned...

föstudagur, október 21, 2005

Það er svo mikið að gera hjá manni þessa dagana að það hálfa væri nóg!
En núna er komin lögleg helgi og þá er ekki eins mikið stress í gangi.
Þriðji í Airwaves í kvöld og svo er það "the gigg" á morgun á NASA.
Við skulum vona að röddinn hverfi ekki á braut...
Góða helgi öll sömul! :)

miðvikudagur, október 19, 2005

Ég fékk æðislega afmælisgjöf frá Sonju og Peter (frá Englandi). En það var falleg email kveðja og sæt lítil mynd fylgdi með.
Hér er ég að setja eyrnalokka í eyrun á henni ömmu þegar ég var lítil stelpa. Ég gerði það mjög oft og ég setti líka mjög oft rúllur í hárið á ömmu og greiddi henni.
Kjút :)

Ég vil þakka öllum fyrir allar sms-afmæliskveðjurnar í dag, afmælisdaginn minn fallega. Ég bara get ekki verið að svara öllum þessum sms-um þar sem símareikningurinn myndi bara fljúga upp við það!
En þetta er fallegur dagur, ljúfur og blíður. Þó ég sé helaum í lærum (útskýri seinna) og sit í ekki beint skemmtilegum tíma (félagsfræði).
Vaknaði í morgun með pakka við hausinn minn, þá hafði Sonja pakkað inn stórum súkkulaði-mousse kúlum handa mér. Sonja er best.
Ég held barasta að ég leyfi mér að vandra um Reykjavíkurborg með Sonju og Særúnu í kvöld og tékka á nokkrum tónleikum með þeim.
Jebb...góður dagur, 19. október 2005.
Dúdda bara orðin 27 ára :)

mánudagur, október 17, 2005

Today is the day...Fæst í öllum betri plötubúðum.

sunnudagur, október 16, 2005

Það er aðeins að birta til. Ég er búin að verað fara í gegnum námsgögn. Það eru verkefni að farað hrannast upp á ný. Ekki hópverkefni, heldur bunch af einstaklingsverkefnum! Og þar sem ég verð í seinni hópnum sem fer í verknám, þá verð ég að gera öll þessi verkefni á meðan ég er í verknáminu og rembast við að klára þau og skila strax eftir verknámið. Á meðan ég og minn seinni hópur erum í verknáminu, þá sitja þær sem voru í fyrri verknámshópnum í rólegheitum og klára sín verkefni í engu stressi...ósanngjarnt!
Svo þar ég að velja mér verkefni/spurningu fyrir lokaverkefni. Ég þarf að velja mér spurningu sem ég vil svara um viðfangsefni innan hjúkrunar, sem tengist því efni sem ég er búin að verað læra á klínísku sviði.
Ég hef ekki hugmynd um hvaða spurning það ætti að vera!
En svo er ég búin að verað skoða heimasíðu SHA og skoða þá síðuna sem fjallar um handlækningadeildina þar, en þar verð ég í verknámi frá 8. nóv til 25. nóv.
Á þessari handlækningadeild er bara hellingur að gerast! Margt hægt að skrifa um, margt sem mér dettur í hug. Eitthvað jafnvel sem mig langar að læra meira um og þá standa mig vel í þegar ég fer svo í verknámið...
Hlakkar bara til :)
Svo ætlar Gunnar að kíkja til mín á eftir þrátt fyrir bæklun sína. Góurinn minn! :)
Svo er platan okkar að koma út á morgun. JEbb, og Óli Palli fjallaði um okkur á Airwaves þætti á rás 2 í dag. Gúddí gúddí...
Það er sunnudagur.
Ég er ennþá með ljótuna.
Ég hata sunnudaga.

fimmtudagur, október 13, 2005

Ohh...ég er ekki að nenna þessu. Þetta er alltof mikið efni, samt er þetta bara helmingurinn...það er svo heill helmingur eftir!!!
Ég semsagt las og skrifaði þangað til höndin datt af í gærkvöldi. Þá vafði ég hana aftur á með sárabindi (sem ég lærði um daginn í verklegri hjúkrun) og fór að sofa.
Ég vaknaði STRAX við vekjaraklukkuna! Það er eins og ég hafi sofið í eina mínutu en ekki einhverja klukkutíma, þoli ekki þegar það gerist! :(
Núna þarf ég að lesa meira og ég nenni því ekki. Þetta er leiðinlegt efni...
Og það er brjáluð hálka úti og snjór útum allt. Ég veit ekki hvort ég kemst á rennisleipum dekkjum mínum suður. Ég lenti næstum í árekstri áðan þegar ég keyrði H.G. í skólann. Pff...þessi dagur byrjar ekki vel...

Já...svo er ég með ljótuna í þokkabót!

miðvikudagur, október 12, 2005

Ég er að læra undir félagsfræðipróf og ég nenni því ekki.
Mig langar bara að borða popp. Svo einfalt er það!
Langar í...

Ég fann lausn á löngu-blogg-vandamálunum mínum. Ég copy bloggið og sendi mér það í tölvupósti og pósta það á bloggið hér í tölvuveri Eirbergs. Hér kemur gamalt blogg sem ég er búin að reynað pósta nokkrum sinnum...

Einhvern tíman var mér sagt frá því að í Kanada þá unnu allir sjálfboðaliðavinnu.
Það þykir bara sjálfsagður hlutur og flest allir gera það. Hvort sem þetta er satt
eða ekki, þá finnst mér þetta alveg brilljant hugmynd og góð lausn á ýmsum
vandamálum.
Hvernig væri það ef við myndum skipa allt vel vinnufært fólk á Íslandi til að vinna
hvorki meira né minna en eina vakt eða einn vinnudag á mánuði, þar sem er mikil
mannekla eða þar sem neyðin er mest, í sjálfboðaliðavinnu?
Í fyrsta lagi þá myndi þetta leysa manneklu vandamál okkar.
Í öðru lagi myndi þetta kannski opna augu fólks fyrir því hversu mikil
stéttarskipting hefur skapast og hvað mikið af fólki býr hreinlega við
ömurlegheit, eða allavega sjá hvað margir eiga við mörg vandamál að glíma.
Eins og til dæmis það að reyna að eiga kannski 5000 krónur eftir af mánaðarlaunum
sínum eftir að búið er að borga reikninga, húsaleigu og allt það, og það í BYRJUN
mánaðarins! Stundum eru engar 5000 kr. Stundum þarf maður að hækka heimildina sína
til að lifa af mánuðinn eða bara nota kreditkortið sitt. Þá hækkar sá reikningur og
maður er kominn í vítahring dauðans. Og þá eru við ekki að tala um eyðslu í föt og
allskonar drasl, heldur bara nauðsynjar: Matvörur, bensín og skólagjöld og svo
framvegis.
Á meðan vaða sumir í 5000 króna seðlum og vita ekki hvað þeir eiga við þá
að gera!
Setjum þá sem ekki þekkja til neyðarinnar inn í neyðina. Látum þá upplifa aðstæður
og kjör láglaunafólks. Hvernig væri það t.d. ef við myndum setja borgarstjóra á
100þús króna mánaðarlaun í einn til tvo mánuði. Hvað myndi viðkomandi gera? Sækja um
hærri heimild á reikningnum sínum? Eyða umfram á kreditkortinu sínu?
Skiptir ekki máli hvort þú sért séra jón eða bara venjulegur jón, það
ættu ALLIR að gegna þessari skyldu, fara í sjálfboðaliðavinnu. Og ein vakt á mánuði
er EKKI mikið, en myndi huxanlega gera mikið.
Og okey, það er gott og blessað að mennta sig. Menntun er af hinu góða. En það
hafa ekki allir tækifæri til þess að mennta sig.
Og hver á þá líka að vinna kúkadjobbin sem eru svo láglaunuð að ég bara
SKIL ÞAÐ EKKI!
Flestir eiga eftir að fara á dvalarheimili. Viljið þið ekki að fólkið sem
á eftir að annast ömmu ykkar, mömmu eða sjálfa ykkur, að þeim líði vel í
starfi og vinni vinnu sína vel?
Hvernig væri þá að borga t.d. fólki í umönnunarstörfum sem eru N.B. að vinna
mjög mannúðarlegt starf, HÆRRI LAUN?

Ég hef aldrei fílað pólitík því mér finnst hún algjör tík, en halló!
Fariði nú að gera eitthvað af viti kæru stjórnmálamenn sem ráðið þessu
landi!
Það liggur við að ég panti viðtalstíma hjá einhverjum pleppanum á Alþingi
og beri fram tillögu mína um sjálfboðavinnuna.
Kemur einhver með?

þriðjudagur, október 11, 2005

....mjög stytt útgáfa af blogginu mínu langa...hitt var hvort sem er rusl!


Mig langar að tala um félagsfræðina, því stundum sit ég við hliðiná mjög spes stelpu í þeim tímum. Þetta er clausus, fullur háskólabíósalurinn og allar stúlkurnar að keppast við að glósa sem mest. Ég er bara chilluð þar sem ég er "allready inside" og þarf bara að ná þessum áfanga. Því er ég stundum að horfa í kringum mig og pæla í stúlkunum.
Allavega, þessi stelpa er ekki að taka námið sitt nógu alvarlega. Hún var um daginn bara með litla skrifblokk þar sem hún sat alla þrjá fél-tímana og krotaði einhverjar myndir og skrifaði nafnið sitt nokkrum sinnum. Ekki miklar félagsfræðiglósur þar. Svo í tíma í gær, þá toppaði hún áhugaleysið. Hún var komin með fartölvu eins og margar aðrar. Nema hvað, hún var ekki að glósa. Hún var að sörfa netið. Og hvað var hún að skoða, jú, hún var að lesa um síðustu þætti BOLD AND THE BEAUTIFUL!Gaman af því...
HVAÐ ER Í GANGI!? AFHVERJU GET ÉG EKKI PÓSTAÐ LÖNG BLOGG?!?!?! ÉG HATA ÞENNAN BLOGGER!!!
Nú styttist óðum í afmælið mitt. Ef einhver vill gefa mér afmælisgjöf, þá myndi ég gjarna vilja fallega peysu. Ég á EKKERT NEMA LJÓTAR, GRÁAR og DRUSLULEGAR peysur!
Já, ég er með ljótuna í dag...

mánudagur, október 10, 2005

Ég fann gamlan disk í körfu í dag.Þessi diskur er bara snilld!
Allavega finnst mér og Herði Gunnari það :)

föstudagur, október 07, 2005

Ahh...hópverkefni 2 er á lokastigi. Afhending í dag. Mikill léttir :)
Þetta verður glæsilegt bláæðafótasáraverkefni.

fimmtudagur, október 06, 2005

Nýjasta æðið mitt! :) Krossgátur á netinu! Jibbííí....
Miklu skemmtilegra en leikur1.is
Mikið Rooosalega er ég sammála þessari frétt! Græðgin í þessu landi er með ólíkindum...
Ég segi bara eins og Sonja. Menn eru að spenna bogann alltof mikið og dansa í kringum gullkálfinn.
Mammon ræður ríkjum í hjörtum manna í dag.
Þeir ríku verða ríkari og fátæku fátækari.
Vont mál.
Jæja, þá er það ákveðið. Worm Is Green verður að spila á NASA á Airwaves hátíðinni. Geimið verður á laugardagskvöldinu, klukkan 21:30 :)

þriðjudagur, október 04, 2005

Það er humar í rjóma grænmetis sósu og hvítlauksbrauð í matinn í kvöld.

-Hótel Mamma
Hafiði pælt í því hvað lagið "Straight to my Heart" með Sting er flott lag?

mánudagur, október 03, 2005

Vantar peninga, peninga, peninga!
Maður kemst víst ekkert áfram í lífinu nema ef maður á peninga.
Kúkar einhver peningum?
Ég skal skeina...
Það er rétt Mikki. Þetta er BARA fyndið! Híhííí...
Hey hó, fór ekki á sjó, enda fegin því það var sirka 20% mæting í tíma í morgun. Þær sem fóru til eyja skemmtu sér víst mjög vel allan laugardaginn en svo þegar var farið heim í gær, þá var svo vont í sjóinn að allir slepptu magasulli útum allt. Ójá, það skal ég segja ykkur. Þær fáu sem mættu í morgun og fóru í þessa ferð voru grænar í framan og skjálfandi á beinum með sveitt enni.
En ég fór ekki. Ég fór heldur uppí Þverholt í sveitasæluna og tók stubbinn með. Guðni og Krummi mættu líka á svæðið, þannig að þeir tveir stubbar, Hörður og Krummi, léku sér mikið, úti og inni, átu mikið nammi og svaka fjör. Ég fór eitthvað út í fjós og ná mér í lykt en annars var ég barasta súper ofur dugleg að vinna í hópverkefninu sem þarf að skila í þessari viku. Við erum að tala um 5 blaðsíðna verkefni og ég gat skrifað fínt efni í alls fjórar blaðsíður. Jebb, held ég hafi staðið mig vel í mínu hlutverki í þessari hópverkefna vinnu :)
Núna er ég nýkomin heim. Ég vaknaði klukkan sex og var að koma heim núna, klukkan sex. Tólf tíma dagur hvorki meira né minna, en samt bara mjög skemmtilegur. Á morgun á ég svo frí og get sofið út með góðri samvisku.
Jessöríbob!
Lífið er ágætt, þrátt fyrir KLIKKAÐAR skuldir. En ég humma það af mér einhvernvegin :)

fimmtudagur, september 29, 2005

Hvað er betra en rjúkandi heitt te og hrökkbrauð með osti, tómötum og ferskri basilíku, þegar maður kemur þreyttur heim frá Reykjavík? Ekkert.
Ég þarf að fríska mig upp fyrir verkefna vinnu og ekki slæmt að byrja á þessu og sörfa netið í leiðinni.
Ég var að koma úr verklegum örveru- og sýklafræði tíma í Öskju þar sem við vorum að grugga í sýklum og fleiru.
Áður en ég fór inn í tíma þá hitti ég þar óvænt hann Ívar Örn Benediktsson, gamlan góðan skólatappa sem gat veitt fram bros á vör á hverjum manni í denn. Og viti menn, honum tekst það enn í dag. Við forvitnuðumst um líf hvors annars og kvöddumst svo. Ég á kannski eftir að hitta hann aftur í Öskju og ræða meira við hann. Annars er hann víst alltaf uppá jöklum einhversstaðar að vinna við rannsóknir. Maðurinn er nú einu sinni að byrja í doktorsnámi í jarðfræði. Duglegur strákur.
Eníhú, þá voru bekkjarsystur mínar að reynað plata mig útí vísindaferð sem verður um helgina. Ég hélt að vísindaferðin væri nýbúin?! En þær eru víst þekktar fyrir djamm æði þessir hjúkkunemar :)
Það verður víst farið til Vestmannaeyja og dólað sér þar alla helgina. Hljómar spennandi dagskráin og andinn yfir stelpunum er góður. Kannski maður skelli sér bara?
Sjáum til hvað tími og peningar leyfa...

Jæja, back to work!

miðvikudagur, september 28, 2005

Þvílíkar geðsveiflur!
Ég er glöð einn daginn og pirraðari en andskotinn hinn daginn! Núna er ég t.d. ekkert nema pirringurinn. Allt að bögga mig í hausnum. Hrærigrautur skal ég segja ykkur. Allt komið í hrærigraut inní kollinum.
Áhyggjur heimsins eru alltof margar og ég er alls ekki bara að huxa um sjálfa mig. Ég er líka að huxa um marga í kringum mig. Áhyggjur ættingja minna og vina renna inn í mitt litla hjarta líka og ég finn til með þeim.
Ég vildi að ég gæti framið kraftaverk.
Það besta sem ég get gert er að fara með bænirnar mínar.
Amen.


Uppfært...

Kannski á maður bara að reyna að brosa og hlæja og hlusta bara á Lionel Ritchie?

Hahahaha!
Ógeðslega erum við "græn" í músíkbransanum á þessari mynd. En þetta er ein fyrsta group myndin okkar. Það mætti halda að þetta væri ljósmyndari Skítamórals eða eitthvað.
Hreeellingur!
Hérna er ég hinsvegar að "smygla inn hnetum" á Pianos í fyrra, með ljóst sítt hár. Djöfull breytist maður mikið á stuttum tíma.
En nú er ég nýklippt og lituð og verð sko aldeilis flott fyrir næstu myndatöku ;)
Þökk sé honum Villa, rakara dauðans!!!
Sonja er með myndavélina mína í láni úti í Króatíu þannig að ég get ekki sýnt ykkur "nýja hárið". Þið verðið bara að bíða spennt.

þriðjudagur, september 27, 2005

Check dis out!

Annars þá stóð ég mig vel í verklegu í dag. Nú kann ég að setja upp þvagleggi og stómapoka. Svo var ég bara með eina villu í krossaprófinu í lok tímans.
Maginn minn er líka farinn að lagast. Ég fékk mér hafragraut og epli í morgunmat.
Ég fór í góða, heita, langa sturtu í morgun.
Ég er ekki lengur kúkalabbi.
Ég er falleg og gáfuð stelpa með bros á vör :)

mánudagur, september 26, 2005

Ég er lítil í mér :(
Ég vildi að ég væri geimskutla útí geimi og hengi bara þar og þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af neinu!
Haha, æðisleg mynd!En þetta eru myndir frá henni vinkonu okkkar í WIG. Hún Heiður og Kolla vinkona hennar komu og hittu okkur á Pianos í New York. Hún tók nokkrar myndir af okkur sprella. Gaman af þessum stelpum. Hressar píur.
(Ég vona að það sé í lagi Heiður mín að ég steli mér aðgang að myndunum þínum ;)

Annars er bara dauði og djöfull í gangi hjá mér núna. Ég var að drepast úr magapínu í gærkvöldi. Svo vaknaði ég upp klukkan þrjú í nótt og ældi lifur og lungu og ristli. Svo vaknaði ég AKKÚRAT á klukkutímafresti, alveg fram undir átta í morgun og fór á klósettið og ældi meira og meira og meira. Nákvæmlega á klukkutímafresti. Núna er ég í hálfgerðu móki þar sem ég er að setjast alminnilega upp í fyrsta skipti í dag. Annars hef ég annað hvort legið í fósturstellingunni uppí rúmi eða inná baðgólfinu. Öhhh hvað ég hata gubbupest! Og plús það að ég missti af löngum mikilvægum skóladegi í dag! Ég verð hinsvegar að fara í skólann á morgun. Þriðjudagar eru próf og skyldutíma-dagar í verklegu í hjúkrun. Enda erum við að farað læra að setja upp þvaglegg og ýmislegt fleira skemmtilegt á morgun. Vona að ég haldi mér frá klósettinu á morgun.

Jæja, ég ætla að reynað troða í mér tei og epli. Maginn er tómur og aumur.

sunnudagur, september 25, 2005

Nýr diskur með Worm Is Green mun koma út þann 17. október.Pælið í því.

föstudagur, september 23, 2005

Ég keypti líka þessa útí NY

The Czars - Before...but longerThe 6ths - Wasps' nestsQueens of the Stone Age - Songs for the DeafGoldfrapp - Black CherryÞannig að það er gaman hjá mér þessa dagana...en ég á náttla að verað læra. Þess vegna er ég eiginlega bara búin að hlusta á nýju Goldfrapp plötuna. En hitt kemur :)
Ég elska nýja diskinn minn.
Supernature með Goldfrapp.

fimmtudagur, september 22, 2005

Ég fór í verklegan tíma í örveru og sýklafræði í náttúrufræðihúsinu Öskju í dag. Það var gaman. Við vorum að taka sýni með pinnum hér og þar. Síðan strukum við sýnunum í svokallaða AGA skál. Við tókum líka sýni af bakteríum eins og t.d. staphylococcus með dauðhreinsaðri lykkju og strukum í AGA skálina og dauðhreinsuðum til skiptis í logandi gas-eldi. Skiljiði? Þetta var stuð. Svo skoðum við sýnin í næstu viku og athugum hvað við finnum mikið af bakteríum í skálunum okkar.

En annars þá var ég að fá að vita með verknámið mitt. Ég verð í seinna hollinu, milli 8. og 25. nóvember OG ég fékk verknámspláss á handlækningadeild Sjúkrahús Akraness :) Manni er bara farið að hlakka soldið til, enda erum við að læra svo margt skemmtilegt í verklegu tímunum okkar núna. Næsta þriðjudag þá fáum við að læra að setja upp þvaglegg (æfum okkur á dúkkum ekki hvorri annarri) og ýmislegt fleira. Spännend!

Ég fann bandarískt nammi áðan í töskunni minni. En það var hálfur Smoothie Mix Skittles poki.

Gaman af því.
Shiskebab! Er ég sú eina sem finnst íslenski bachelor þátturinn vondur? Ég bara get ekki horft á meir...

þriðjudagur, september 20, 2005

Vúúú.... spennó :)

TORTOISE og WILL OLDHAM í skrítnu samstarfi.Chicago bandið Tortoise og Will Oldham, sem stundum gengur undir nafninu Bonnie Prince Billy eru að vinna saman að plötu. Komið er nafn á plötuna, The Brave and the Bold og mun hún innihalda tíu lög úr öllum áttum. Á meðal laga sem Tortoise og Will Oldham munu taka má nefna Thunder Road eftir Bruce Springsteen, Daniel eftir Elton John og Cavalry Cross eftir Richard og Lindu Thompson. Aðrir höfundar eru; Devo, The Minutemen, Milton Nascimento, Lungfish, Quixotic, Melanie og Don Williams.
Jæja þá, ég var víst klukkuð og verð því að drita hér niður 5 random facts about me. Annars verð ég bara púuð niður og lögð í útlegð eða eitthvað...

1) Ég er tölvufíkill
2) Ég elska kóríander, get nánast fengið fullnægingu við að lykta eða bragða á því.
3) Mér finnst Royal karamellu og súkkulaði búðingar rosalega góðir og fæ mér oft ein á kvöldin með gervirjóma og súkkulaðispænum.
4) Ég hlusta miklu meira á tónlist heldur en nokkurntíman að horfa á sjónvarp. Get eytt mörgum tímum í það að stara útí loftið með góða tónlist undir. Þetta tefur mig stundum frá mikilvægum verkefnum eins og t.d. lærdómi.
5) Ég er hreinlætisperri

Og hananú og hafiði það!
Ég klukka því hér með áfram...Sonju, Særúnu, Berglindi, Ragnheiði og Lísu. Drífa sig svo stelpur!
Nálar og VítamínÞað skal ég segja ykkur, ég var í verklegum tímum í Eirbergi í morgun. Mætti hress með kókómjólk og eggjabrauð í nesti. Við vorum að gera skemmtilega hluti. Læra að taka saman lyf, blanda lyf eins og sýklalyf og gefa í bláæðaleggi og svo vorum við að sprauta hvora aðra bæði við nafla/ undir húð og í rassinn/í vöðva. Við fengum semsé vænan B vítamín skammt í rassinn í morgun og ég er hin hressasta í dag. Mér tókst þetta náttla allt mega vel og er stolt af sjálfri mér. Verklegu hæfileikar mínir eru miklir, það er ég búin að sjá, ó já. Svo var ég líka rosalega klár í að taka saman lyf úr lyfjaskáp samkvæmt flóknum upplýsingum. Ég var ein af þeim fyrstu sem kláraði þetta og allt villulaust! Gott hjá Dúddu. Yessss...

Núna er smá tölvustund hjá mér og Herði Gunnari. Svo fer ég með pjakkinn á frjálsíþróttaæfingu rúmlega þrjú og svo fer ég sjálf í jóga tíma klukkan fimm. Hlakkar til að fara í jóga. Veitir ekki af í þessu stressandi kvíðafulla lífi.

mánudagur, september 19, 2005

Jæja, þá eru myndirnar frá New York komnar inn.Enjoy!
Ég reyni aftur...

Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að fara í skólan í morgun. Við lentum um sex leytið og ég var komin uppí Eirberg til að nema klukkan tæplega átta. Eftir tvo tíma í sýkla og örverufræði, þá var ég farin að slefa, stara á blaðið og missa sjón og heyrn, þannig að ég ákvað að drulla mér heim því það eina sem ég meikaði var rúmið mitt. Ég bað stúlkurnar vinsamlegast um að glósa mikilvæg atriði fyrir mig og láta mig hafa á morgun. Til að halda mér vakandi á leiðinni heim hringdi ég í hann Gunnar minn og blaðraði við hann. Hann ætlar að koma í kvöld og knúsa mig og taka við gjöfum frá mér. Ég var svo komin heim um 10-11 leytið í morgun og hitti mömmu og pabba og gaf þeim líka gjafir. Síðan skreið ég uppí rúm eftir að hafa tekið tvær parkódin því ég var að drepast í öllum liðum vegna mikils labbs um götur NY og plús það að mér líður alltaf ílla í flugvél og get aldrei komið mér vel fyrir og gat því ekkert sofnað þar. Ég gat semsé lagt míg í ca fjóra tíma í dag og ég er enn úrvinda. Spurning um að leggja sig aftur, ég er bara í smá stressi með skólavesen og VERD hreinlega að skólavesenast fyrst áður en ég legg mig meir. Öhh hvað ég meika ekki lærdóm núna.
En annars er gaman að segja frá því að á JFK hittum við frægan mann. Ég fékk störu á hann og við það brosti hann til mín og blikkaði og heilsaði mér. Þetta var enginn annar en hann Flavor úr Public Enemy, maðurinn með klukkuna!Jebb, gaman af þessu, en ég missti af photo opportunityinu og því á ég enga mynd af honum. En Árni, Bjarni og Steini geta staðfest þetta. Villi missti því miður af honum.
En jæja...nenniggi að blogga meir.
Myndir koma síðar.
Ble í bili.
Ég trúi þessu ekki!!! Þreytta og pirraða ég var búin að blogga helling og það publisast ekki!! Ég er farin í blogg-verkfall!

sunnudagur, september 18, 2005

Hey dudes and dudessess!
'Eg er stodd a W 43 st og 9 Av 'a smoothie bar sem inniheldur thradlaust net. Sorry kids, komst ekki a netid fram ad thessu. En nuna er sunnudagur og vid forum a kennedy flugvoll eftir ca 2 tima.
Fostudagur: Giggid gekk mjog vel. Vid roltudum um baeinn um daginn og forum svo a Pianos um sex leytid, bordudum, hittum Greg og Evan og annad gott folk. Spiludum, komum saum og sigrudum. Ja, ja, sidan var djusad fram a nott og ja, eg hitti Johonnu fraenku sem var eldhress og kat.
Laugardagur/i gaer: Vid svafum til hadegis, roltudum svo mikid allan daginn ad thad eyddust nokkrir sentimetrar af haelunum minum. Annars tha reyndum vid ad versla eitthvad, en thad gekk svona lala thar sem thad var mjog heitt, eg var heldur ekki i miklu verslunarstudi. Eitthvad threytt og gomul greyid eg. Vid forum svo ad borda vondan mat a Hooters og sidan foru eg og Arni uppa hotel og horfa a Adult Swim og steinsofnudum sidan en hinir guttarnir foru aftur ut a lifid.
Sunnudagur, i dag: Erum buin ad rolta i rolegheitum upp og nidur goturnar. Mikill hiti og mikil threyta. Vid forum fljotlega ad farad saekja draslid okkar og fara ad kvedja NYC. Jebb, flugid er svo klukkan rumlega atta og eg verd komin heim ca 6 eda 7 i fyrramalid til Islands og beint i skolan klukkan atta! Harkan sex skal eg segja ykkur, thad eina sem blivar!

Annars, tha hlakkar mer til ad hitta ykkur oll og vid her segjum oll:

TIL HAMINGJU MED AFMAELID SONJA MIN!

Sjaumst fljotlega :)

Love,
WIG!

föstudagur, september 16, 2005

Hey everybody! Hi doctor Nick!

J'a j'a, vid erum stodd 'a Malibu Hotel 'a Broadway og erum k'at og hress. Vid flugum fyrst og fremst i sex tima og miklum 'oroa fr'a KEF en th'o med forsetanum og fru i somu flugvel. Sidan seint um sidir eftir miklar tafir a flugvellinum vorum vid komin hingad a hoteli um 9 ad stadartima. Vid forum beint a brjaladan mexikanskan veitingastad thar sem var sungid og spilad a feita gitara og trompet med latum. Maturinn var godur, guacamolid var villt, buid til a stadnum af DAnny the Dog (utskyri seinna). Allir drengirnir voru ad deyja ur greddu en thad er allt i lagi thvi vid erum i NY baby.
Nuna er klukkan ad verda tolf a hadegi og vid erum ad farad tekka okkur ut bradum af thessu hoteli og forum a annad betra sem hefur medal annars handklaedi og sjonvarp sem er haegt ad horfa a. Vid erum buin ad rolta mikid i morgun, fa okkur thvilikt godan morgunmat a besta Diner i heimi hja manni sem leit ut eins og blanda af Robert De Niro og Kevin Spacey. Mynd kemur seinna af honum, en hann var hressasti madur i heimi og vinur hans Villa 'i lifinu.
Jebb, vid erum sveitt og vid thraum sturtu. Vid aetlum ad drulla okkur a hitt hotelid og fara svo a eftir og na i passa fyrir tonlistarhatidina sem vid spilum a i kvold, a Pianos. Uhhh....hlakkar svo til!
En'ih'u, time is running out. Eg hef 'atta minutur til ad skrifa thetta blogg.
BleWIG

fimmtudagur, september 15, 2005

Jæja, þá er maður barastað farað leggjaf stað! Ó já og það á afmælisdeginum hans Steina tromm tromm. Til lukku með það Steini minn.
Margt flippað í gangi sem verður vonandi hægt að útskýra betur þegar við komum heim. Nýr plötusamningur og svona :)
Eníhú, við erum að farað þjóta til KEF og svo verður flogið út til NY um fimm leytið.
Verð líklegast í einhverju net sambandi úti, þannig að ... stay tuned!
Ble
WIG

miðvikudagur, september 14, 2005

Úff...ég er svo drullustressuð útaf öllum andskotanum!
Ég er að fara út á morgun og er með verkefni á bakinu á meðan sem ég þarf að skila á mánudaginn, þegar ég kem heim! Er reyndar að sækja um frest sem ég fæ líklegast, en þetta er hópverkefni sem þýðir að ég er að leggja auka álaga á hópinn minn!
Svo þarf ég að gera svo mikið áður en ég fer út að ég er í ruglinu og veit ekki hvar ég á að byrja. Ég sit bara og stari á tölvuskjáinn og man ekki neitt...

Og það er spáð rigningu og 27 stiga hita alla helgina í NY. Hvaða fatnað á maður að taka með sér?!

þriðjudagur, september 13, 2005

Þrír nýir diskar og því eitthvað fátækari í kjölfarið. En hey, það er svona þegar maður röltir útí Skífuna með Særúnu. Ég keypti;Neil Young - FreedomNancy Sinatra - Nancy SinatraMick Harvey - One Man's Treasure

Allt á einhverju tilboði. Annars kaupi ég ekki nýja diska hér á landi. Ég er líka að fara til NY ekki á morgun heldur hinn! Þá ætla ég mér að verða meira fátækari :)

mánudagur, september 12, 2005

Annars þá má líka segja frá því að mér er farið að hlakka soldið mikið til að fara út til NYC. JEbb... við í Worm Is Green erum að fara á fimmtudaginn út og spilum á föstudagskvöldinu á Pianos. Þetta er tónlistarhátíð, kölluð CMJ. Ekkert ósvipað Airwaves þar sem fullt af böndum verða að spila hér og þar í NY alla næstu helgi. Við komum svo aftur heim snemma á mánudaginn og ég fer þá beint í skólann. Það er allavega planið...sjáum til hvort ég meika það.
Ég sit heima hjá Sonju. Ein. Hún er að vinna og allir að gera eitthvað. Ég gisti hjá henni síðustu nótt svo ég þurfti ekki að vakna eldsnemma í skólan. Ég gisti líka núna í nótt. Eins gott og það er að vera hjá Sonju, þá finnst mér nú alveg laaang best að vera heima. Þó ég búi heima hjá mömmu í einu litlu herbergi. Það að hafa litla ólátabelginn í kringum mig og þurfa að fylgja reglum til að agi haldist á heimilinu. Ég hallast meira að því, heldur en að vera ein á einhverju vappi í Reykjavík. Ég get fallið fljótt í kæruleysið ef ég þarf ekki að huxa um aðra en sjálfa mig...Ég t.d. lagði mig í dag í ca tvo tíma! Ég hef ekki lagt mig svona lengi um miðjan dag síðan ég var 17 ára eða eitthvað!
Jebb. Mér hlakkar til að fara heim á morgun eftir hádegi og sækja drenginn í skólann og knúsa hann. Og svo að sjálfsögðu að keyra með Júllu og Geir G á miðvikudaginn. Regla og agi. Þannig á þetta að vera svo hlutirnir gangi :)

sunnudagur, september 11, 2005

Drottning drottningana á afmæli í dag.Það er engin önnur en hún Jóhanna Lind Pálsson, færeyska mær, sem verður 89 ára í dag.
Hún hefur verið eldhress og kát og jákvæð, alla sína ævi og er sko alls ekkert að farað hætta því. Ég hef aldrei séð hana fara í fýlu eða í vondu skapi. Hún er fyrirmyndin mín. Idolið mitt.
Hún stundar enn vatnsleikfimi sína eins og unglingur stundar sína uppáháldsíþrótt og er því fim á fæti.
Hún dekrar við gróðurhúsið sitt á hverju sumri með rósirnar sínar og hlustar á poppland í útvarpinu.
Hún lagar alltaf kaffi þegar einhver kemur í heimsókn, enda sífelldur gestagangur hjá henni alla daga eða ættarmót alla daga á Gunnlaugsgötunni. Hún fílar það.
Hún hefur ferðast víða um heim og væri t.d. alveg til í að skreppa til Marokkó aftur ef ég myndi bjóða henni.
Hún er algjör elska...hún er amma mín :)Þrefalt húrra fyrir ömmu:
Húrra, húrra, húrra!!!

Til hamingju með daginn amma mín. Megir þú lengi lifa!

föstudagur, september 09, 2005

Ekkert eins hressandi eins og að hlusta á Aphex Twin. Hlustaði mikið á hann þegar ég bjó fyrir norðan og var að keyra í snjó og hálku.

Ég hitti Villa í dag. Hann var hress. Við fórum að versla bol á hann og fengum okkur hádegismat saman. Við ræddum líka hármál og önnur mál.
Spurning um enn eina hárbreytinguna? Kann samt ágætlega við hárið mitt í dag. Fíla þessa klippingu í tætlur.

Oj já, til hamingju Jón rakari, pabbi Villa, með afmælið. Hann fæddist víst líka á þessum degi. Og eflaust margir aðrir...til hamingju allir!
Hún á afmæli í dag þessi elska...Njóttu helgarinnar Særún mín :)

miðvikudagur, september 07, 2005

Hrakfallasögur af mér og bílnum mínum halda áfram.
Ég var að keyra í dag í mínum rólegheitum þegar stór vörubíll kom á móti mér. Ég huxaði með mér djöfull keyrir hann hratt og ég hafði aldeilis rétt fyrir mér. Ég var vart búin að sleppa orðinu þegar hann keyrir framhjá mér og liggur við hrindir mér útí kant með ofsahraða sínum og GRJÓTKAST DAUÐANS kemur yfir bílinn minn!
Ég hélt ég myndi láta lífið á stundinni, en nei, ég ók áfram, en stór og myndarleg sprunga myndaðist í framrúðu bílsins. Þetta var í morgun. Svo fór ég suður í skólan og kom heim um sex leytið og þá hafði sprungan stækkað um helming.
Ohh..hvað ég er þreytt og pirruð.
Svo er ég að kafna úr allskyns öðrum áhyggjum...lífið er erfitt.
Þröngi vegurinn er svo sannarlega erfiðari en sá breiði.

þriðjudagur, september 06, 2005

Ég vil bara minna á greinina hans Geirs sem hann kastaði inná Selluna um daginn.
Hún lýsir soldið minni reiði gagnvart samfélagi okkar í dag. Ég nenni ekki að reyna meir að pósta þetta langa blogg. Það bara gengur ekki.
En hérna er greinin hans Geirs. Skyldulesning!
Eníveis, ég fór í fyrsta skyndiprófið mitt í morgun. Fékk níu. Húrra.
Er samt drulluþreytt og pirruð.
Vaknaði sex í gær og var komin heim kl sex...gat ekkert lagt mig um kvöldið og fór að sofa um 12. Vaknaði aftur sex í morgun og ók hálf sofandi suður. Varð að fara ein því ég þurfti að vera komin heim aftur klukkan eitt. Í gær fór ég með Júllu V og Geir Guð. Það var stuð.
Það rímar.
Þannig að, þetta brilljant langa blogg sem ég ætlaði að pósta um reiði mína útí samfélagið, á greinilega ekki að líta dagsins ljós. En ég held áfram að reyna.
Ég bara nenni ekki að skrifa þetta uppá nýtt núna í mínu drulluþreytukasti.

NYC eftir 9 daga. Stuð.
Djö, ég get póstað eitthvað stutt blót um bloggerinn en ég get ekki copyað og peistað langt blogg sem ég bloggaði í gær og póstað það!
HElvís...
Djöfull hata ég þennan blogger, virkar ekkert þetta drasl!!

fimmtudagur, september 01, 2005

Ég skeit ekki á mig í skólanum í dag.
Hinsvegar fékk ég bara annað kvíðakast þegar ég sá verkefnin sem ég þarf að farað vinna í haust. Djís..það verður sko ekki gert neitt annað en lært í vetur og hananú!
En já, ég sá nokkur kunnuleg andlit í bekknum mínum og kom mér mest á óvart að Fanný af skaganum sat beint fyrir aftan mig. Mikið var ég fegin að þekkja einhvern þarna. Sérstaklega því strax í dag áttum við að raða okkur 3-4 saman í einhverja verkefnahópa. Ég brosti bara sætu smeðjubrosi til Fannýar og bað um að fá að vera með henni í hóp. Svo reyndar sat önnur dama við hliðiná mér og spurði hvort ég væri búin að velja hóp því hún þekkti engan þarna og vissi ekkert hverjum hún ætti að vera með...ég er víst ekki ein í þessum einmanna heimi mínum.
En já, skóli aftur á morgun og enn eitt taugaáfallið.
Nei ég segi bara svona.

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Ég er að byrja í skólanum á morgun...vííí...
Kvíði, drulla, stress og hægðatregða.
Og að sjálfsögðu verða nagaðar neglur líka og misstigið sig og mismælt sig og allt það..
Já, ég þoli ekki breytingar. En þetta eru góðar breytingar og ég reyni að brosa eins og ég get í gegnum skituna.

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Ég bara hreinlega elska þessa pésa!Varð bara að segja ykkur það...

Bibbi er líka góður bloggari, en nota bene, ekki fyrir viðkvæma og stranglega bannað innan 18 ára!
Það er búið að bjóða mér í pjásu/stelpu-náttfatapartý á laugardaginn hér í Borgarnesi. Hmm...er barasta soldið spennt fyrir því. Gamlar vinkonur og svoleiðis.
Skólarnir byrjaðir og þá byrja teitin líka, helgi eftir helgi. Ekkert nema djammað og djúsað í vetur. Jahámm..eða svona, kannski eitthvað. Ég held þó að ég muni eyða mörgum helgar-stundum mínum uppí sveit. Ég sé nefnilega ekki fram á það að ég geti verið mikið með Gunnari virku dagana í vetur sökum anna skólans.
En við sjáum til...
Er samt búin að lofa að vera dugleg að hitta Sonju og Særúnu þær stundir sem ég dvel í Reykjavík. Og ætli ég dvelji ekki nokkrar nætur hjá þeim líka í vetur :)

mánudagur, ágúst 29, 2005Ég þoli ekki copy-controlled diska!
Hrmpf!

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Þrjár kvöldvaktir í röð og ein stutt morgunvakt í morgun og nú hef ég kvatt Höfða.
Já, ég er búin með sumarvinnuna og svo tekur skólinn barasta við 1. september.
Gaman af þessu.
Ég er farin uppí sveit og hvíla mig.
Eigið þið góðan sunnudag.

föstudagur, ágúst 26, 2005

Jæja. Þá er heimasíða Worm Is Green loksins lifnuð við á ný.
Tékk it...

Einnig hef ég bætt inn tveim linkum. Það eru þær systur Guðrún og Heiðrún frá Þverholtum sem eiga þá. Það er gaman að fylgjast með þeim...


Elsku pésinn minn...
Hann Hörður Gunnar byrjaði formlega í skólanum í gær og ég skutlaði honum þá í skólann af því að við misstum af skólabílnum. En í morgun vöknuðum við tímalega og við röltuðum af stað i strætóskýlið. Ég minnti hann rækilega á það að gleyma ekki skólatöskunni sinni í bílnum. Svo hoppaði hann uppí rútuna þessi elska og kvaddi mig með vinki. Ég fór því heim og beint uppí rúm að kúra aðeins meira.
Stuttu seinna heyrði ég að útidyrahurðin opnaðist og einhver "hljóp" inn. Skrýtið, huxaði ég með mér, en ég hélt að þetta væri mamma að koma heim af næturvaktinni. Nema hvað, mamma tekur ekki svona snögg og stutt skref...
Allt í einu opnast svefnherbergishurðin og þar kíkir inn í gættina lítið saklaust andlit Harðar Gunnars.
Ég spyr hissa "Hvað ert þú að gera hérna?"
Hann.."Ég týndi skólatöskunni minni."
Ég.."Og afhverju fórstu ekki í skólann?"
Hann.."Af því mig langar að finna nestið mitt."
Ég.."Og hvernig komstu hingað aftur, labbandi??"
Hann.."Nei, í bíl, með konunni.."
Ég rýk því upp og skelli mér í sloppinn og sé að Inger frá Indriðastöðum bíður í bíl fyrir utan. Ég í hálfgerðu hláturkasti og sjokki spyr hvað hefði gerst. Þá segist hún hafa séð hann grátandi á horninu fyrir neðan himnastigann (þar sem krakkarnir fara útúr rútunni) og sagðist hafa týnt töskunni og nestinu sínu. Hún skutlaði honum síðan heim til mömmu.
Inger sagðist ætla að skutla honum uppí skóla aftur og ég skyldi bara finna uppá töskunni. Ég hljóp því aftur inn í sloppnum og beint í símann og hringdi uppí skóla. Og viti menn, þá var taskan hans, með nestinu, að koma inní hús og það var farið með hana niðrí skólastofu.
Jebb...svona byrjar þetta glæsilega hjá drengnum.
Þessi elska, hann er soldið gleyminn greyið :)

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Ég fann Right Said Fred diskinn minn Up. Það er æðislegt að hlusta á hann!

Fliss! Sá einhver kastljósið í kvöld? Ég hló svo mikið en samt vorkenndi ég í leiðinni Regínu Ósk og Lögreglukórnum. Þau voru að syngja á fullu lagið "Gullvagninn" sem Bó gerði vinsælt einu sinni. Nema hvað, í miðju laginu, þá fór Regína eitthvað úr takt greyið og Lögreglukórinn hætti að syngja, nema teipið hélt áfram, kórsöngurinn. Allt mjög vandræðalegt sem endaði náttla með því að Regína hætti líka að syngja og lagið fjaraði bara rólega út...
Glatað að lenda í svona. Hefði ekki viljað vera í hennar sporum.
Svo tók kórinn aftur lag seinna í þættinum, án Regínu Ósk, og það tókst bara mjög vel og ég gat ekki séð að það var mæmað...
Ég hef losnað við mikinn bagga af herðum mínum.
Ég fékk endurmetið matið mitt frá HÍ :)
Þannig að, ég fæ nokkurskonar undanþágur í samtals 3 kúrsum. Sátt er ég.
Ég fer því í fjóra kúrsa núna í haust í staðin fyrir tvo. Svo verða það sex kúrsar eftir áramót. Það verður andskoti nógu mikið að gera hjá mér. En svona er þetta. Það verður bitið á jaxlinn og LÆRT í vetur!
Halellúja...og frunsan er að hverfa.
Víííí....

mánudagur, ágúst 22, 2005

Hahahah!

Hressandi frétt í morgunsárið...eftir tvær næturvaktir.
Ahh...núna fer ég ekki að vinna fyrr en á fimmtudagskvöld og næstu helgi. Svo er ég barasta búin með minn skammt á Höfða! Good feeling.
Ég held ég sé líka öll að róast í sambandi við skólamálin. Þetta reddast allt saman.
Held ég verði í akstri með Júllu Viðars og Geir Guðjóns eitthvað í vetur. Allavega þá daga sem ég ákveð að keyra. Huxa að ég reyni nú að gista soldið í bænum. Er komin með soldið leið á akstri og veturinn ekki einu sinni byrjaður!
Eníhú..er að spá í að fara uppí sveit í rólegheitin þar aðeins. Kannski ég hjálpi Gunnari aðeins með girðingarvinnu eða að reka kvígur. Svo hvíla mig aðeins meira eftir næturvaktina og senda Hörð Gunnar út til Gunnars á meðan. Svo þarf ég að sækja mömmu og pabba og Jóhann á KEF-völl í kvöld. Mikið að gera...en svona er lífið.
EN, ég hef það hinsvegar mjög gott miðað við marga í dag og ég vil þakka fyrir það sem ég hef. Takk.
Lokaorð: Amen.

laugardagur, ágúst 20, 2005

Næstum allir á menningarnótt nema ég. Ég er bara búin að vinna í morgun 8-14 og svaf svo í allan dag og er nú að fara á næturvakt. Þvílík menning hjá mér.
Ætli ég taki ekki með mér krossgátur, bók og góða músík á vaktina, allt í nafni menningarinnar. Verst að ég get ekki hlustað mikið á músíkina þar sem ég þarf að hlusta á eftir fólkinu.
Eníhú...við finnum okkur eitthvað skemmtilegt að gera í nótt, blásum í blöðrur...allt í nafni menningarinnar.
Takiði eftir því að mér leiðist?!
Góðar stundir.

föstudagur, ágúst 19, 2005

Hvað segiði um það að ég slái þessu uppí nett kæruleysi og fari barasta norður í Háskólan á Akureyri í haust?

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Djöfs rugl og geðveiki! Þetta voru barasta með fokkings frábærustu tónleikum sem ég hef farið á!!! Sjæt!!
Myndirnar segja margt...allavega rifja þær vel upp kvöldið fyrir mér..aaahhhhh!
Ég elska þetta band.miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Og ég fattaði loksins um helgina hverjum Guðrún systir hans Gunnars líkist.
Búin að vera spá í þessu lengi...
Hér er húnLiv Tyler :)
Eins og snýtt útúr nösinni á henni!
Heppin hún fékk líka að kyssa Viggo Morthensen!
Djöfull er ég orðin slöpp í þessum blogg-bissness. En það kannski lagast næsta mánuð þegar ég verð byrjuð í skólanum aftur, þá bloggar maður mest.
Ég er líka slöpp í herðum og á rassi/setbeinum eftir smá reiðtúr sem ég fór í síðastliðinn mánudag. Djííss hvað ég er ekki í æfingu...og Gunnar minn hossast þetta alla daga! Skrýtið að hann skuli ekki vera kominn með sigg á botninn sinn.

Ég var í löngu fríi um helgina. Bannað að hafa svona langt frí, því ég var svo algjört slytti í vinnunni í gærkvöldi. Ekkert nema letiblóð. Svo er það tveggja daga frí núna, matarboð og SONIC í kvöld og svo bara chill á morgun. En svo verða það morgunvaktir og næturvaktir um helgina. Ég fer semsé ekkert að skemmta mér á menningarnótt og ég missi líka af afmæli James Davis Mann, einkaþjóns Fischers, á sunnudaginn, en okkur Gunnari og Guðna var boðið í það í síðustu viku.
Jebbidídú.
Þunnt blogg, en svona er lífið.
Og í tilefni þessa þreytta bloggs, þá set ég inn þessa hressu þreyttu mynd af mér, Jóa Bró og Litlurós síðan 1992 eða eitthvað.Góðar stundir.

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

ÉG FÉKK SVAR FRÁ HÍ! Loksins...eftir að hafa verið að sækja um námið síðan í febrúar byrjun, þá fékk ég lokasvar...eða hvað!?
Ég fékk semsé metið inn 32 einingar af 40. Súrt, en jæja. Ég á hinsvegar, eins og ég skil þetta best, eftir 3 kúrsa á fyrsta árinu í HÍ en 6 af öðru árinu. EEN, það lítur allt út fyrir það að ég fái ekki að taka nema 2 kúrsa í haust og svo 6 í vor og þessi eini sem er eftir, fæ ég ekki að taka fyrr en í haust 2006!
Skrítið hvernig ég er metinn inn. Ég fæ t.d. metið inn Aðferðir í hjúkrun II, en ekki Aðferðir í hjúkrun I.???
Ég verð semsé að klára fyrst tvo kúrsa af 1. árinu í vor til að geta tekið einn kúrs af haustönn 2.árs. Skiljiði mig nokkuð!!
Eins flókið og þetta getur orðið og það gerir mig ennþá gráhærðari og ég fæ enn fleiri grænar bólur! URRRGG! Og við hvern á ég svo að tala til að fá útskýringu á þessu og til að fá að vita hvaða kúrsa má ég farað skrá mig í.
Búhúúú...þetta er svo taugatrekkjandi að það hálfa væri nóg! ÉG MÆLI ALLS EKKI MEÐ ÞVÍ AÐ FÓLK SKIPTIR UM SKÓLA Í MIÐJU NÁMI!!!
bless

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Ég er búin að vera svaka dugleg í dag.

Hringjandi í hina og þessa útaf ýmsum erindum, borga reikninga og senda póst útum allar tryssur. Ahh....svo líður manni svo vel á eftir að vera búin að þessu öllu. Ég þoli ekki þegar svona erindi sitja á hakanum. Maður verður bara meira og meira stressaður útaf hlutunum þegar maður lætur hlutina bíða!
Því er best að klára allt sem fyrst...bíta bara á jaxlinn ef það er leiðindaverk!

mánudagur, ágúst 08, 2005

Kúl. Gaman að vera með lag í A-spilun :)
Mamma og pabbi voru að panta sér ferð til Englands að heimsækja Sonju og Peter í Lowestoft...og buðu Jóhanni með. Já, alltaf fæ ég að finna fyrir því að ég er ekki litla barnið lengur!
Ne djók. Ég og Gunnar ætlum bara að fara í eitthvað sniðugt ferðalag. Okkur langar mikið að heimsækja Kúbu og Jamaica. Kannski það muni bara bíða þangað til við förum í brúðkaupsferð....ansi langt í það. Maður getur þó alltaf skellt sér til Köben eða eitthvað í helgarferð. Go'e gamle Danmark!
Annars er ég hálf lömuð af þreytu eftir tvær síðustu næturvaktir. Komin í smá frí og svo fer ég í laaaangt helgarfrí næstu helgi. Næs. Ég ætla helst að vera bara uppí sveit og svo skreppa aðeins og syngja í einu brúðkaupi þann 13. ágúst.
Ekkert annað planað. Svo er orðið ansi stutt í SONIC YOUTH!!! Júbbííí!
Jæja...
...verð að setja meira drasl í tölvuna.

föstudagur, ágúst 05, 2005

Shippohoj...
Já. ÉG mun eyða mestum mínum tíma á skaganum um helgina, í vinnunni.

Hvað ætlið þið annars að gera um helgina?

Mikið asskoti er annars gaman að vera búin að fá tölvuna sína aftur. Hún virkar barasta fínt.
Og svo er það bara næsta mál á dagskrá; fara með bílinn í viðgerð eftir helgi...ef ég nenni...
Ohh..ég er þreytt og eirðarlaus. HEld ég leggi mig bara. Farin að sjá ofsjónir.
Bless!