laugardagur, október 30, 2004

1Heyja!
Eg er heima hja Troy og brodur hans, Travis og their eru ad undirbua BBQ veislu handa okkur og avocado margaritur. Thad er mikil sol, um 30 stiga hiti og sma gola, sem betur fer, thvi eg helt eg myndi fa hitaslag i dag thegar eg labbadi nidur i bae fra hotelinu. Eg hringdi i Hord Gunnar i dag thar sem hann a fimm ara afmaeli og spjalladi adeins vid hann. Thad var naes og mig langadi mest ad fara heim strax um leid og eg heyrdi i ollum tharna heima...buhu....en thad er nu ekki mikid eftir, bara sma.
Giggid i gaer var alveg mjog fint. Frekar stor stadur, Emo's, thannig ad folkid fyllti stadinn agaetlega. Thad var hropad og hurrad fyrir okkur og thad filadi thad thegar eg taladi islensku. Vinsaelt svidsatridi... Einn gaur kom upp ad mer i gaer og sagdist hafa ekid i 3 tima til ad koma og sja okkur. Hann er Solex fan og var buin ad fylgjast med dagbokinni hennar a netinu. Hann sagdist hafa lesid thad ad eg hefdi att afmaeli um daginn og verid voda full og fyndin,...hmmm...tharf ad raeda adeins vid hana Elizabeth undir fjogur augu!
En ja, thad gekk vel i gaer og vid eigum nuna aedislegt fri i solinni og faum godan mat hja Nelson braedrum. Aedi...
Eins og thid sjaid tha er eg i tolvunni hans Travis og thad er thvi midur ekki mikid um islenska stafi her. En eg veit ad thid getid klorad ykkur i gegnum thennan lestur.
Thvi kved eg i bili.

Og til hammo med ammo elsku Hordur Gunnar minn!!!

föstudagur, október 29, 2004

Ég er stödd á hóteli í Denton, Texas, með lélegustu nettenginu ever. En hey, þó kemst ég til að kasta inn nokkrum orðum!
Við tókum tvo daga í að keyra hingað, bara næs chill en með óvæntri uppákomu. Það sprakk dekkið á miðjum þjóðveginum með látum í dag. En við erum öll á lífi, þetta var bara skerí sérstaklega þar sem ég hef reynslu í rútuslysi. En það kom "highway-maður" og lagaði þetta fyrir okkur og við komumst heil á húfi á staðinn til að spila, sem heitir Hailey's, í Denton. Og ég sem er farin að rugla öllu saman sagði við áhorfendur (sem voru hinir fínustu) it is nice to be here in Austin. En við förum þangað á morgun... Þau hlógu nú bara að mér og ég gerði bara meira grín. Það var bara gaman í kvöld.
Á morgun keyrum við semsé til Austin, 3-4 tíma keyrsla og svo bíður okkur BBQ-veisla og gisting, heima hjá honum Troy (gleðigjafi) sem á einmitt heima þar með bróður sínum. Skemmtilegt það. En núna er ég voða þreytt enda klukkan orðin hálf fjögur að nóttu hér hjá okkur á meðan hún er að verða hálf níu heima á klakanum góða.
Og já vá, það er svo heitt og rakt hérna.
Welcome to Texas!!!

þriðjudagur, október 26, 2004

Jæja...hér sit ég með kaffi og ristaða kanilbeyglu og hef það gott. Sólin skín yfir fjöllinn og allir á góðu róli, chilla í sínu horni eða sofa út.
Ég var að dúlla mér við að setja inn fleiri myndir...enjoy!
Og hérna getiði séð hvað ég hef það gott í dag :)
Jæja, nú er ég stödd einhverstaðar um miðja nótt hátt uppá fjalli heima hjá pabba hans Troy (kærasta Merit), nálægt Denver eða um 40 mílur þaðan. Við notuðum allan þennan ferðadag í að ferðast frá Tucson til Denver í staðin fyrir að gera það á tveim dögum. Þannig getum við sofið út á morgun og slappað af. En hér var tekið á móti okkur eins og höfðingjum. Við erum að tala um mjög stórt bandarískt hús sem hefur það allt. Við fáum rúm, mat og drykki og það er arineldur, heitipottur og tveir stórir hundar svo eitthvað sé nefnt. Það var opnuð rauðvínsflaska um leið og við komum inn og sagt við okkur að við ættum að hegða okkur eins og við værum heima hjá okkur, megum vaða í allt sem okkur langar til...sweet!
En giggið í Tucson í gær var mjööög fámennt, þó það hafi verið mjög gott spilerí hjá okkur. En þetta er víst háskólabær og allt liðið var líklegast heima hjá sér að reyna að ná upp helgarlærdómnum sínum. En þeir fáu sem mættu fíluðu okkur og létu okkur vita af því. Þessi klúbbur var annars mjög flottur og við þurftum meira að segja ekki að leita að hóteli eftir giggið. Staðurinn átti nefnilega íbúð sem við höfðum til afnota, með nokkrum rúmum og sturtu og handklæði,...það nauðsynlegasta! Þar gistum við í gær og vöknuðum svo eldsnemma til að keyra hingað.
En núna er klukkan orðin alltof margt og ég ætla að skríða uppí rúm. Reyni kannski að setja inn fleiri myndir á morgun, ef ég nenni. En ég ætla fyrst og fremst að sofa út, í risastóru amerísku mjúku rúmi...aaahhhh!
Sunnudagur 24. október 2004

Giggið í gær í LA var skrítið, allavega miðað við San Fransisco sem var svo brilliant gigg í alla staði. Það var þó fleira fólk mætt í gær heldur en þegar við spiluðum þarna síðast, en skrítið fólk sem sat og sýndi lítil viðbrögð, en þó einhver samt. Við seldum allavega eitthvað af merchinu. En já, við vorum öll frekar þreytt og allir eitthvað skrýtnir. Held það hafi samt aðallega verið skrýtna hljóðmanninum að kenna hvað öllum böndunum gekk eitthvað asnalega. Það tók FOREVER að sándtékka og við sem héldum að það myndi vera fínt því við mættum svo snemma. Æj, hann var bara skrítinn þessi gaur, enda fengum við líka að heyra það af aðdáenda að það hljómuðu öll bönd frekar ílla sem spiluðu þarna. En það væri alltaf sándgæjunum að kenna því þeir fá alltaf svo lítið borgað.
Við gistum síðan á einhverju fönkí spacehóteli (spiluðum í spaceland!?). Troy, sem er kærasti Merit, sem er flottasta trommaragella sem ég hef kynnst og spilar í Solex, hefur verið með okkur núna síðan í Portland. Hann á víst heima í Texas og ferðast því með okkur þangað. Vegna þessa þá þurfa þau tvö náttla sitt rúm, sem þýðir það að það er laust pláss við hliðin á Elizabeth (Solex). Ég hef semsé gist hjá henni síðustu nætur í staðinn fyrir að liggja eins og sardína í dós með Hannesbræðrum. Allt í lagi með það, en maður sefur allavega betur. Ekki veitir af því, því að við erum ekki að fá mikinn svefn og ég verð úrillari með hverjum morgni sökum svefnleysis. Ég meina, við förum oft að sofa um 3-4 leytið og vöknum svo 8 eða 9 á morgnana, 5 tíma svefn eða svo. Ekki mikill svefn þar, nema bara að reyna að sofa í vaninum. En ég á mjög erfitt með að festa svefn í bíl, flugvél eða öðrum farartækjum og því er ég farin að þrá það að fara heim í rúmið mitt og sofa út! En þetta er rokk og ról og ævintýri.
Við erum búin að keyra í dag niður Californiu og komin til Arizona þar sem við blasir fullt af kaktusum og meiri hiti. Allir komnir á hlírabolina og drekka vatn eða borða ís. Við erum líka komin yfir enn eitt tímabeltið þannig að tímanum hraðar um einn klukkutíma, sem þýðir það, að við erum orðin pínu sein á staðinn í Tucson, en hann heitir Plush, minnir mig. En hey, við erum alltaf að seinasta snúning, enda heilmikil vinna að ferðast svona. Það er eiginlega alltaf þannig að við fáum okkur góðan og mikinn morgunmat snemma, keyrum síðan til endastöðvar og borðum þar kvöldmat. Á leiðinni er varla stoppað til að pissa og því getur maður farið að grenja og hárreita sig og svoleiðis á leiðinni...
En já, nú sýnist mér það fara styttast í það að við nálgumst Tucson, bara nokkrar mílur eftir. Orðið dimmt og tími til að gigga. Vona að við munum eiga gott kvöld í kvöld. Það var frekar súrt í gær og sérstaklega miðað við laugardagskvöld. En whattahell. Svona er lífið...you win some, you loose some.

sunnudagur, október 24, 2004

Jæja. Þá er ég komin til Los Angeles eftir sex tíma akstur frá San Fransisco.
Við spiluðum semsé í gærkvöldi í S.F. fyrir villtan og trylltan lýð og ég hélt virkilega að þakið ætlaði af! Nei, nei, en þetta var örugglega besta giggið okkar hingað til, troðið af fólki og við vorum meira að segja klöppuð upp en gátum ekki spilað aukalag því við vorum hljómsveit númer tvö af fjórum. Við seldum helling af diskum og nokkra boli og árituðum villt og galið. Reyndar voru öll böndin rosa góð og rosa góð stemming á öllu þessum fjölda sem mætti þarna um kvöldið. Staðurinn heitir Bottom of The Hill og er mjög flottur staður, eða við allavega fíluðum hann í tætlur. Fengum líka rosa góðan heimalagðan mexíkómat þarna og átum á okkur gat! Og já, svo kom hann Christian frá KORK-agency til okkar og spjallaði við okkur og hlustaði á tónleikana. Hann var að fíla þetta og hann ætlar að hjálpa okkur með að skipuleggja túra í sumar á festivöl hér og þar í Evrópu. Spennó...
Núna erum við semsé mætt í Spaceland, þar sem er þráðlaust net og gott andrúmsloft. Enda höfum við líka spilað hérna áður og því notalegt að koma hingað aftur. Við eigum jafnvel von á góðum fjölda í kvöld, en samt er aldrei að vita hvað gerist í þessum bissness. Það eina sem við treystum á er að það er laugardagskvöld.
Jebb... Im feeling good, það er líka góður dagur í dag, eða 23. október, sem er afmælisdagur afa á Akureyri, en hann hefði orðið 90 ára í dag ef hann hefði verið á lífi. Svo á líka annar góður strákur afmæli í dag, en það er hann Breder sem er 25 ára í dag, norðmaðurinn góði í hljómsveitinni Ovian. Spurning um að bjóða honum í glas í kvöld og syngja fyrir hann afmælissönginn.
Jæja, ætla að reyna að setja inn einhverjar myndir.

föstudagur, október 22, 2004

Vá, var að koma frá Portland gigginu okkar sem var æði. Ég var heit uppá sviðinu, tilfinngarnar mínar blússandi og ég náði crowdinu. Sérstaklega þegar við spiluðum Love Will Tear Us Apart, en þá sagði ég einmitt að það væri "the story of my fucking life!"
Seldum plenty af diskum og læti. Og núna verð ég að farað sofa, þurfum að vakna snemma á morgun eða um 6-7 leytið og keyra til San Fransisco!
Hlakkar til, en kvíður fyrir líka. Þetta er erfitt jobb.
Góðanótt elskurnar mínar!

fimmtudagur, október 21, 2004

Týpískt, ég bloggað í morgun og það datt út og ég varð reið og gat ekki byrjað uppá nýtt aftur. Nú er ég búin að róa mig niður aftur, búin að taka nett beauty session, lita augnbrúnir og setja maska á andlitið svo eitthvað sé nefnt.
En í gær var voða gaman hjá okkur. Við áttum semsagt frídag og gerðum ekkert nema að chilla á þessu frábæra hóteli sem tekur alltaf svo vel á móti okkur (erum á góðum díl hérna).
Síðan seinna um daginn kom Greg og hitti okkur. Við fórum yfir á barinn, eða Doug Fir sem er flottasti veitingastaður/bar/tónleikastaður sem ég hef komið á! Konan sem t.d. er að ráða hljómsveitir þarna vill endilega fá okkur til að spila þarna. Þannig að það má búast við því að við förum aftur til Portland á næsta ári :)
Allavega, það var gaman að hitta Greg og spjalla við hann um hlutina. Við eyddum góðri stund þarna í notalegheitum og hittum líka skemmtilegt fólk, eins og Ben sem reddaði mér hótelherberginu. En hann er einn af eigendum hótelsins. Svo var bara farið að sofa með gin og tónik anda og vaknað úldinn í morgun. Það var þá góð þörf á þessu beauty sessioni!
Í dag var Greg að spá í að láta Villa klippa sig, þannig að hann kemur líklegast einhverntíman á eftir. Hann er að sjálfsögðu eins og við hin í WIG orðinn húkkt á Villa og þarf því líklegast að fara alltaf til Íslands í klippingu, dýrt en töff!
Ég er hinsvegar að gæla við þá hugmynd í dag að fá mér tattú. Ég hitti stelpu í gær sem vinnur hérna í lobbyinu og hún kynnti mér fyrir vini sínum sem er tattúverari. Hann ætlaði að reynað að koma við hérna í dag ef hann hefur tíma, með möppuna sína og græjurnar og gefa mér tattú á góðu verði. Það var líka alltaf áætlunin að fá sér tattú á afmælisdaginn minn í Portland!
Jæja, kominn tími til að tékka á strákunum hvort þeir séu vaknaðir. Ég er allavega búin að vera vakandi heillengi en fór seint að sofa. Maður er bara orðinn svo vanur því að þurfað vakna snemma til að keyra eitthvað langt og svo fara seint að sofa því maður er að spila seint og svo leitað hóteli.
En í kvöld verður spilað á Dantes og ég held að við séum ekki annað bandið heldur þriðja bandið sem spilar, sem er kúl. Við sándtékkum klukkan sex, sem þýðir, chill þangað til ;)
Greg, Árni og Ben (JupiterMotel) eru bestir! Ég er komin inn í mitt eigið herbergi þar sem ég get striplað um á brókunum, ekki þarf ég að bíða eftir sturtunni eða klósettinu og ekki þarf ég að þola stífluð klósett eftir stóra...
Núna er ég hamingjusöm, hrein og falleg í Portland :)

miðvikudagur, október 20, 2004

Fallegasta email sem ég hef nokkurntíman fengið er þetta. En mamma skrifaði upp nákvæmlega það sem Hörður Gunnar hafði að segja.

hörður gunnar geirsson segir,
"knús mamma elsku besta mamma haaanna elsku frú og svoooo hannna besta mamma í öllu heimi besta mamma sem leyfir mig að koma heimog svoooo og svooo elsku mamma mín mamma mín er bestur bestur og bestur og ég er að ríma stóll póll, póstur ostur sko hnna ég þarf ekki aað fara heim, ekki meir. ok
Hörður Gunnar.


Sætt...get lesið þetta aftur og aftur!
Ég er loksins komin aftur til Portland. Við erum reyndar öll í sama herbergi, sem þýðir það að ég þarf líklegast að deila rúmi með hannesbræðrum aftur í nótt. En það er í lagi, þröngt mega sáttir vinir liggja.
Við erum bara í góðu chilli. Ekkert nema að hanga og þvo smá þvott hérna, spila fótbolta úti í portinu og svo kíkja á flottasta klúbb sem ég hef nokkurn tíman séð á ævi minni, í kvöld. En hann er bara hérna í portinu og tilheyrir Jupiter Motel. Það væri gaman að fá að spila þar einhverntíman í framtíðinni. Enda finnst okkur eins og við séum komin heim þegar við erum komin til Portlands.
Hér er sól og blíða, enginn vetrarkápa lengur. Þá á líka eftir að hlýna meira og meira eftir því sem við förum sunnar. Við fórum áðan og fengum okkur snarl á uppáhalds kaffihúsinu okkar hérna, beint á móti hótelinu.
Við röltuðum líka niður á ARRCO skrifstofuna en það var enginn þar, þannig Villi skildi bara eftir fyndin orð á símsvaranum. Við hittum örugglega Greg síðar í dag.
Jább...bara chill. I like it.
Jæja, búin að spila á Crocodile þar sem var gott crowd sem meira að segja söng fyrir mig afmælissönginn! Svo var farið uppá hótel og þá komu Solex-systur með kampavínsflösku handa mér og við fengum okkur öll eitt staup fyrir svefninn.
Á morgun verður farið til Portland, þriggja tíma akstur max sem er ekkert, og frí um kvöldið! Svo verður spilað á fimmtudagskvöldið á Dantes í góðu stuði. Við munum sennilega gista aftur á Jupiter hotel í Portland, þannig að ég býst við góðu netsambandi þar líka.
Until next time, I love ja!
Fleiri myndir!
Jæja, þá er ég búin að bæta við fleiri myndum. Hér og hér, en þetta eru reyndar eiginlega allt eins myndir, af okkur í vaninum. En við gerum lítið annað...
Enjoy anyways!
Og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar elskunar mínar!
Sad but true, 26 ára gömul piparjúnka!
Vildi óska að ég fengi ástarbréf eins og strákarnir... *snökt*
Jæja! Loksins gat ég skellt inn nokkurra daga bloggi frá netlausum stöðum. Ég meina, við vorum að keyra in the middle of nowhere síðustu daga. En núna er ég semsé stödd á Ace Hotel í Seattle þar sem er plenty of þráðlausu neti. Við erum að fara að spila á Crocodile Cafe á eftir og erum meira að segja aðalbandið og spilum því síðust, því get ég chillað hér aðeins í einkaherberginu mínu á afmælisdaginn minn! Ahh..sweet!
Blogga meira síðar, því nú þarf ég aðeins að net-vinna og setja inn fleiri myndir.
Núna erum við að keyra til Minneapolis í góðum gír. Erum búin að slaka soldið vel á í gær og í dag.
Eftir Chicago dæmið fórum við á flott hótel þar sem að einn gaurinn í OnAirLibrary vinnur hjá Marriot hótelkeðjunni og fær alltaf afslátt á þeim hótelum. Þar gátum við sofið út og tekið það rólega. Það var ekki nema smá akstur til Milwaukee og því ekkert stress. Við komum semsagt frekar snemma þangað og gátum leitað að góðu hóteli í rólegheitum. Síðan tékkuðum við okkur inn á Days Inn hótel og ég fékk loksins að sofa ein í heilu queen size rúmi!
Allavega, við hengum, slökuðum á, gerðum ekkert að viti nema hlusta á góða músík, í um það bil 2-3 tíma á hótelherberginu. Það var næs og örugglega eitthvað sem við þurftum því kvöldið var svo alveg brilliant hjá okkur.
Við mættum á staðinn, Cactus Bar og rótuðum. Fengum pizzur og drykki og allir glaðir. Síðan var bara chillað og ekkert að drífa sig að byrjað spila. Það var líka föstudagskvöld og því von á aðeins fleiri fólki en á síðustu giggum. Þegar við byrjuðum að spila fengum við þvílíkt gott vibe frá crowdinu og við féllum öll í einhvern zone og spiluðum okkar besta gigg held ég hingað til! Allar mínar tilfinningar fóru í sönginn og þvílík viðbrögð sem ég fékk. Ég var meirað segja spurð að því hvort ég væri nokkuð búin að syngja inná aðra diska eða hvort ég væri búin að gefa út einhvern sóló-disk. Ég fékk semsé mikið hrós útaf röddinni minni og ég var alveg í skýjunum eftir þessa tónleika :)
Síðan var farið á hótelið og sofið nokkuð vel út í morgun. Við fórum í góðar sturtur og fengum okkur góðan morgunverð og byrjuðum svo að leggja af stað til Minneapolis.
Okkur hlakkar til að spila í kvöld. Okkur hlakkar líka rosalega til að spila svo í Seattle og Portland, þar eigum við nefnilega okkar áðdáendur og svona vísan stað. Ég held meiraðsegjað við fáum aftur frítt inná Jupiterhotel í Portland aftur, sem er æði! Já...við erum í góðum gír núna. Búin að fá smá hvíld og hlaða batteríin. Við erum líka búin að verað skoða myndir af fólkinu okkar heima og huxa mikið til þeirra. Já auðvitað er mikill söknuður í gangi...en tíminn líður fljótt þegar það er nóg að gera.
We will be home soon :)

Framhald...
Já, spiluðum í gær á 7th street Entry. Það var hellingur af liði og heilmikil sala. En crappy monitorar! Allir óánægðir með hljóðið uppá sviði, sama hvað var reynt. Meira að segja Solex, sem var eina bandið sem fékk sándtékk, var alltaf í einhverju fokki með hljóðið. Why sándtékk then?!
Aníveis, það var mikið af fólki og mikið fjör, enda laugardagskvöld í Minneapolis. Það var því tekið nett djamm þegar við komum hérna uppá hótel. Við fengum gefins vodka flösku og drukkum eitthvað af henni ásamt appelsínu og trönuberja safa, skoðuðum myndir, hlógum að Bjarna, svo eitthvað sé nefnt. Mjög gaman allt saman. Sérstaklega þar sem við höfum ekki haft mikinn tíma í eitthvað svona. Það er alltaf bara farið beint að sofa þegar maður loksins kemst á hótelið eftir giggin. Ekki einu sinni orka til að fara í sturtu! Jújú, við reynum að gera allt til að líta fersk út :)
Næst tekur við tveggja daga akstur til Seattle og þá verður spilað á Crocodile Cafe, aftur, þann 18. október. En þá eiga einmitt Ali og Claudia, tvíburarnir í OnAirLibrary afmæli og verða 26 ára. Daginn eftir, 19. október, þá verð ég 26 ára líka :) og þá eigum við líka frídag í Portland, uppáhalds borginni minni í Bandaríkjunum so far... (Það var nefnilega hætt við Vancouver giggið þann 19.)
Jább. Líst vel á þetta allt saman.
Ójá, staðurinn sem við spiluðum á í Minneapolis er víst soldið frægur. Allavega hefur Prins spilað þarna, en öll tónlistaratriðin í Purple Rain voru tekin upp á þessum stað, 7th Street! How kúl is that? Svo hefur hún Björk okkar spilað þarna víst. En eigandi staðarins sagði að hún væri frekar skrítin kona...

Ég annars sit hér, nýsturtuð, með fléttur í hári og bíð eftir að strákarnir drulli sér á fætur og drífi sig í sturtu eða eitthvað. Við leggjum nefnilega af stað eftir 10 mínutur!!!

Meira...
Við keyrðum mikið í gær, eða um 12 tíma. Við keyrðum til North-Dakota þar sem er ekki mikið að sjá nema flatlendi og örfá hús. Það er varla að það sé pissustopp eða bensínstöðvar. Þess vegna var keyrt eins og ég veit ekki hvað allan daginn og ég var að drepast úr leiðindum á vissum tíma. En allt í lagi. Ég sá nokkuð sem var merkilegt. Fullt af skrítnu og hallærislegu fólki sem veit lítið um heiminn og já, ég sá buffalóa! Það var kúl. Við stoppuðum um kvöldmatarleytið í borg sem heitir Bismark, já, eins og brjóstsykurinn. Það var svokallaður truck-stop-restaurant. Þarna gengum við inn eins og skrattin úr sauðalæknum því ekki var hægt að segja að það kæmi mikið af fólki eins og við þarna inn. Konan sem vísaði okkur til borðs og þjónaði okkur var líka mjög forvitin og spurði mikið. Hún var mjög hissa þegar við sögðum henni hvaðan við öll værum og hvað við værum að gera. Hún sagði eitthvað; “Hvað eruð þið að gera í North-Dakota!? Það gerist ekkert í North-Dakota, þið viljið ekki vera hér, ekki festast hér..” En hún var hress og fyndin, en mjööög hallærisleg. Örugglega hallærislegasta konan sem ég hef séð hérna í Ameríkunni. Átti mjög erfitt þegar hún tók á móti okkur. Við pöntuðum mat hjá henni og fengum öll eitthvað mjög soðið og loðið. Fólk virðist ekki vita t.d. hvað ferskt og hrátt grænmeti er. Maður fær alltaf frosið soðið grænmeti. Svo spurði ég hvort ég gæti fengið guacamole með kjúklinga-taco-salatinu mínu, en hún sagðist ekki halda það, vissi ekki einu sinni hvað það var!
En jæja, við borðuðum þennan skrítna mat og fórum svo í búðina við hliðiná og hlógum mikið þar. Þar var hægt að kaupa ljót föt og asnalega tónlist og ljóta minjagripi. En við drifum okkur svo að keyra nokkra tíma í viðbót og fundum svo mótel og sváfum þar í nótt.
Núna er kominn nýr dagur, 18. október, afmælisdagur tvíburanna, en þau í OnAirLibrary eru einhverstaðar á undan okkur á leiðinni. Við munum keyra eitthvað svipað lengi í dag eins og í gær. En við erum ready. Nýbúin að borða fínan morgunmat á hillbillímatstaðnum við mótelið. Þar var mikið af white trash liði sem mig langaði svo að taka myndir af, en þorði ekki. Svo fórum við og tókum bensín rétt hjá. Þar hlógum við líka mikið þar sem þrír mjööög miklir hillbillígaurar komu labbandi útur bensínstöðinni og hoppuðu uppí pallbílinn sinn, allir með ís í hendinni!!! Hahaha...maybe you just had to be there...aníveis.
We are on the road again og erum núna komin til Montana, sem er þriðja stærsta fylkið. Það er mjög breitt og við erum akkúrat að fara að keyra beint í gegnum það, sem mun þá líklegast taka mjööög drjúgan tíma. Við spilum svo í Seattle á morgun, afmælisdaginn minn, en ég er með einhverja ruglaða dagskrá sem segir að við áttum að spila í dag. Dagskráin er eitthvað breytt framundan, einhver gigg sem er búið að hætta við, en það er í lagi, þá fáum við okkar frí inn á milli. Ekki veitir af...


Keyrsla, keyrsla, keyrsla og ég er að verða geðveik á að ná ekki sambandi við umheiminn!
Í gær keyrðum við, í orðsins fyllstu merkingu, allan daginn. En það var fallegt umhverfið, snjór og miklir skógar og stór fjöll. Ójá, það er skít kalt þessa dagana! Í gegnum Montana og svo Idaho. Við borðuðum kvöldmat á einhverjum Thai stað einhversstaðar í Idaho og fögnuðum um leið afmæli tvíburanna. Síðan keyrðum við meira og meira og gistum einhverstaðar, að ég held í bæ sem heitir Spokane í Washington fylki, á köldu móteli. Vá, þrjú fylki á einum degi! En það var gott að komast í rúm, enda rotaðist ég um leið, DAUÐþreytt!
Í morgun, þann 19. október, fór ég svo í heita sturtu, fór í pils og púðraði andlitið og setti á mig gloss og maskara. Við fórum síðan á Dennys og fengum okkur þennan venjulega morgunmat; egg, bacon, hasbrowns, pönnukökur og síróp, kaffi og orange juice, svo eitthvað sé nefnt. Á leiðinni þangað var sunginn nettur afmælissöngur til mín í vaninum, fallegt! Bjarni beibí borgaði síðan fyrir mig morgunmatinn og gaf mér eina af pönnukökunum sínum. Gaman af því.
Við hringdum öll heim líka í smá stund og heyrðum snöggvast í fólkinu okkar heima. En ég þrái svo að komast í netsamband svo ég geti sett inn ferðasöguna mína og eitthvað af myndum. Ég veit að sumir eru alveg að snappa af því þeir heyra ekkert frá okkur.
En, 4 tímar í Seattle. Mig hlakkar til :)

föstudagur, október 15, 2004

Jæja. Búin að spila og það gekk mjög vel. Frekar fátt samt, en ég held að það sé vegna þess að við byrjuðum alltof snemma að spila. Chicago er víst svona frekar late night town og því ekki vitlaust að byrja seint að spila. Núna er Solex að farað byrja og það er komið gott crowd í salinn.
En allavega, ég er ánægðust með það að ég hitti Jóa, Daníel og kærustu hans. Ég hef ekki hitt þau síðan ég bjó úti í Danmörku, eða fyrir um 15 árum síðan! Strange... en þetta var rosa gaman, mikið spjallað og rifjað upp.
Núna er ég nýbúin að éta hryllilega stóran Burrito rétt og er að veltast um hérna í sófa baksviðs. Vona bara að við fáum alminnilegt hótel í nótt svo ég geti tekið gott bað fyrir svefninn.
Ble í bili...
Fleiri myndir...

fimmtudagur, október 14, 2004

Erum komin til Chicago og Solex er núna að sándtékka á Empty Bottle. Gaman að það skuli vera þráðlaust net hérna...fleiri orð, fleiri myndir :)
Þessi staður lítur vel út og mér líst bara vel á þetta kvöld. Það er líka fimmtudagskvöld og góð stemming á liðinu hérna. Sjáum til...
Við fórum til Detroit eftir Toronto giggið. Við keyrðum aftur í gegnum landamærin og þá tók á móti okkur ein mesta bitch-landamæragella sem ég hef kynnst. Hún var með hvöss augu, virtist vera soldið vitlaus, en hún var með vald þannig að við vorum ekkert að böggast og gerðum allt sem hún sagði. En það tók samt ekki langan tíma að komast aftur inn í Bandaríkin, kannski 15 minutur á meðan það tók allavega klukkutíma að komast inní Kanada. Þar voru hinsvegar hressir Kanadiskir landamæraverðir, ekki bitchi gellur með fyrirtíðaspennu.
Eníveis, við keyrðum inní Detroit sem er heimabær Eminem og er líka alveg hryllilega ljót borg og ílla farin eitthvað. Göturnar eru allar sprungur, húsin hreysi og enginn maður á götunni. Engir veitingastaðir og okkur leist ekkert á þetta. Við mættum tímanlega, vorum komin fyrir átta, en þá átti að opna húsið og hlaða inn græjunum. Það var enginn kominn og ekkert að gerast, þannig að við röltuðum inná einhvern írskan pöbb rétt hjá. Þar var sveitt og ljótt lið, en þó skemmtilegt. Þar hittum við meðal annars John Bush eða Johnny B Good eins og hann kallaði sig. Hann sagðist ekkert vera skyldur Bush forseta og sagðist meirað segja hata hann og Vietnam stríðið. Þetta var gamall karl sem var búin að lifa á áfengi og sígarettum allt sitt líf og leit út eins og jólasveinninn...og að sjálfsögðu tók ég mynd af honum.
Eftir létt spjall við Johnny B þá fórum við aftur að tékka hvort það væri búið að opna staðinn, The Lager House. Ekki ennþá, en það var kominn einhver gaur sem var dyravörður, en var að bíða eftir eigandanum og lyklunum að hurðinni. Við stóðum úti og náðum að kíkja í kringum okkur, ekki mikið að sjá, en ég spottaði byssukúluför á húsinu eftir drive by shooting.
Loksins kom eigandinn og hleypti okkur inn. Húsið átti að opna klukkan níu þannig að það náði enginn að sándtékka. En fólkið sem var að vinna á staðnum var hresst og það hressti okkur við. Það var pantaður mexíkóskur matur handa okkur sem var klikkað góður og svo var pool-borð sem gladdi okkur líka. Það kom ekki mikið af fólki. Þegar Ovian byrjuðu að spila, þá voru aðeins tvær stúlkur komnar á staðinn, og þær voru ekki einu sinni að horfa á tónleikana heldur spiluðu bara pool í chilli. Þannig við í hljómsveitunum vorum bara inní sal og skemmtum okkur og klöppuðum og hrópuðum. Þetta var bara góð hljómsveitaræfing fyrir okkur. Þeir tóku bara tvö lög strákarnir í Ovian og svo fórum við að setja upp. Og loksins fór að koma eitthvað af fólki, þannig að þegar við byrjuðum að spila þá voru fleiri en hljómsveitarmeðlimir og starfsfólk á staðnum. Við spiluðum öll frekar stutt, það kom heldur ekki mikið af fólki, en samt tókst okkur að selja tvo WIG diska?! Við vorum ekki einu sinni búin að setja upp vörurnar til sýnis. Eftir giggið og nokkra gin í tónik, var farið og leitað að hóteli og fengum ódýrasta hótel hingað til. Gott mál, ódýrt hótel frá peningalitlu giggi. En lokaniðurstaðan af Detroit, ekki svo slæm borg :)
Núna erum við on the road til Chicago og þar munum við spila stað sem heitir Empty Bottle. Ég á jafnvel von á því að nokkrir íslendingar muni mæta þar. Árni Teitur segist þekkja einhverja þar. Ég á hinsvegar vinafólk þar sem ég hef ekki hitt í mörg ár og væri svo sannarlega gaman að hitta núna. Fólk sem bjó úti í Danmörku á sama stað og sama tíma og þegar ég bjó þar. Daniel, einu ári yngri en ég, var mikil leikfélaginn minn þar. Við söfnuðum froskum og brenndum okkur á brenninetlum saman, það var gaman... Ég vona að þau komist til að sjá okkur spila.
Jæja....180 mílur í Chicago. Þá er mál að horfa á eitt stykki góða grínmynd.
Au revoir!

Hey...ég á afmæli eftir 5 daga...

miðvikudagur, október 13, 2004

Hvað er með þessa bræður?!

Mig langar að kynna; Toronto brjálæðið!
Jamm...það eru semsé komnar fleiri skemmtilegar myndir. Allavega finnst okkur þær mjög skemmtilegar og fyndnar! :)
Eitt leiðinlegt þegar ég loksins kemst á netið. Þá er klukkan alltaf orðin svo margt heima á Íslandi þannig að allir eru sofandi eða eitthvað og ég þá ein á msn-inu...
Við erum stödd í Toronto á staðnum Lee's Palace, staðurinn sem við spilum á. Hér er allt mjög amerískt miðað við Montreal, þar var meiri frönsk stemming og pínu íslensk. Og já, það er þráðlaust net hérna þannig ég gat sett inn enn eitt word skjalið sem ég skrifaði í bílnum á leiðinni hingað. Nú get ég aftur dundað mér við það í kvöld að setja inn fleiri myndir. En eins og er, þá er klukkan hér rúmlega átta og við þurfum að fá okkur kvöldmat. Svo spilum við örugglega um tíu leytið á eftir strákunum í Ovian. Á morgun förum við svo back til USA og til Detroit. Yessöríbob!
Annað word skjal...

Jæja, hvar vorum við síðast. Já, held það hafi verið í Portland. En eftir Portland giggið fórum við á HÓTEL og gistum þar og sturtuðum okkur sem var bara næs! Allir sváfu eins og grjót, en svo var vaknað snemma og lagt af stað til Montreal, Kanada, klukkan rúmlega átta um morguninn. (Við erum yfirleitt alltaf búin að spila og róta um tvö að nóttu, vöknum alltaf snemma, þannig þetta er pínu þreytandi á líkama og sál). Við vörum örugglega tíu tíma að keyra til Montreal í gegnum þvílíkt stór fjöll og tré í fallegum haustlitum. Það var rosalega fallegt að horfa í kringum sig og skoða, en það var líka farið að vera kaldara loftið. Við erum komin í jakkana okkar og flíspeysurnar, en klæðum okkur örugglega úr því öllu saman þegar við förum aftur suður, down to Texas!
Já, tíu tímar, en ekki sex eins og áætlað var, því umferðin var hæg og mikið um vegavinnu allsstaðar. Síðan þegar við komum að landamærum USA og Kanada, þá tók það þokkalega tíma að komast í gegnum það. Mikið mál, þannig að ég og Bjarni við bara hristum hausinn og hlógum. En landamæraverðirnir voru nú samt hressir og kátir, það bætti skapið okkar. Það er líka gaman að heyra allt í einu frönsku. Allt í Kanada er merkt á ensku og frönsku.
Í Montreal, sem er í frönskum hluta Kanada, er hinsvegar allt skrifað á frönsku. Að panta sér mat á matseðli getur því orðið pínu strembið, en þá kemur sér vel að vera með stúdentspróf á málabraut. Maður man eitt og eitt orð og jafnvel getur klórað sig áfram í smá-setningum. Svo er náttla annar gjaldeyrir hérna. Við þurftum því að taka út kanadíska dollara, líka til að hafa skiptimynt fyrir vörunum okkar, sem við b.t.w. þurftum að smygla inn til Kanada. Það þarf annars að borga skatt af öllum diskunum og bolunum okkar sem við ætlum að selja. Við fátæku listamennirnir vorum ekki til í það, þannig við tókum örfáa diska og boli og sendum alla restina til Chicago og sækjum það þangað 14. okt.
Giggið í Montreal var fínt, í svona hálfgerðu leikhúsi. Stærsti staðurinn sem við höfum spilað á hingað til og það sándaði allt mjög vel. Við seljum líka alltaf eitthvað af bolum og diskum og gætum jafnvel komið út í smá plús eftir þessa ferð. Við fáum alltaf borgað af hverjum stað einhvern pening fyrir að spila, bara mismunandi mikið. Við erum náttla ekki headline-ið í þessari ferð, en þó ekki minnsta bandið. Það gæti hinsvegar verið að við headline-um í Seattle og jafnvel Portland.
Fyndið. Á La Sala Rossa, sem er staðurinn sem við spiluðum á í Montreal, þá hittum við örugglega mestu áðdáendur okkar hingað til. Þau báðu um óskalög, keyptu diska og boli, fengu áritanir og la la la... Voru að snúast í kringum okkur með glampa í augunum. Gaman að því.
Núna erum við á leiðinni til Toronto og keyrum í gegnum enn fleiri skóga. Þetta er um 6 tíma akstur. Sólin skín en það er kalt í lofti. Soldið ísland-fílingur. En það er bara gott mál, þar sem allir sakna margra heima. Það er líka annað sem minnir á Ísland hérna, það er talið í kílómetrum, ekki mílum, þannig við höfum nokkurnvegin hugmynd um hvað langt er eftir af ferðinni : D
Við spilum á stað í Toronto sem heitir El Mocambo. Vonandi gegnur allt vel þar líka. En núna ætla ég að láta þetta duga í bili og hlusta á góða músík og farað dorma.....zzzzz

mánudagur, október 11, 2004

Nú er gigg kvöldsins byrjað, Ovian byrjaðir að spila og við spilum eftir hálftíma. Ég er búin að vera að dunda mér á netinu og setja inn myndir frá New York. Þannig að, njótið vel fyrsta myndaskammtinum af tónleikaferðalaginu.

sunnudagur, október 10, 2004

Þarna var ég heppin. Það er hot spot á þessum stað sem við erum að farað spila á. Núna erum við bara að bíða, þar sem við erum ekki að headline-a þessa tónleikaferð, þá sándtékkum við næst-síðust alltaf, þ.e. ef tími gefst!
Núna er bara spurning hvort ég hafi tíma til að setja inn einhverjar myndir, en fyrst VERÐUM við að fara og fá okkur að borða!
Later!
copy - paste

Jæja. Ég ætla að gefa mér tíma til að blogga og segja frá því sem komið er, þó ég sé ekki nettengd og er bara að skrifa í word skjal. En þá get ég allavega sett þetta með léttum leik inná bloggið ef ég kemst á netið í smástund, eins og ég hef bara komist. Það er ekkert þráðlaust net á hótelunum sem við erum á en það eru svokallaðir “hot-spots” útum allar götur. Ég náði semsagt að blogga og rétta að kíkja á póstinn á meðan við lögðum fyrir framan eitthvað hús eða stoppuðum á rauði ljósi á einhverri götu. Það koma semsé engar myndir inná bloggið fyrr en við erum komin með steady nettengingu...
En já, við fórum til N.Y. þarna á þriðjudaginn og beint á Milford Plaza hótelið. Síðan vorum við bara að rölta um allstaðar, borða góðan mat og kíkja á hitt og þetta. Sáum margt, t.d. Sáum við Carmen Electra í fríðum karlahópi, en þá er hún að fara í gang með þátt eins og Tyra Banks, nema þessi þáttur heitir Man-Hunt, eða Americas next male top model. Og þarna var hún í hópi hallærislegra gaura á miðju Times Square og allir að taka myndir af þeim. Að sjálfsögðu smelltum við líka myndum.
En annars er enginn mikill peningur til að versla föt eða eitthvað skemmtilegt, við þurfum nefnilega að borga hótelherbergin okkar og það kostar. Reyndar, þó við séum bara búin að spila tvö gigg, þá erum við búin að selja þó nokkra diska og líka boli. Og auðvitað er það Dúdda, ljóshærða söngkonan sem tælir fólkið að vörunum... En allavega, þá spiluðum við á föstudeginum á Rothko’s, nýr staður í N.Y. á mjög skrítnum stað, en hann er víst hipp og kúl og það kom slatti af liði. Tónleikarnir og sándið tókust frábærlega og við vorum mjög ánægð. Svo erum við náttla að túra með 3 öðrum hljómsveitum; Ovian, On!Air!Library! og Solex (frá Hollandi), en þau eru öll á sama label og við hérna, eða Arena Rock (sjá ARRCO-linkinn til vinstri). Gaman að hafa þau með, stærri hópur sem er að ferðast saman miðað við síðustu ferð. Reyndar eru þau í OAL með sér bíl, þau eru fjögur, við erum svo níu in the van...hinum alræmda van þar sem allt gerist....kemur seinna.
Við fórum svo til Boston daginn eftir giggið í N.Y. og vorum pínu sein fyrir. Það þýddi það að við náðum ekki að sándtékka. En halló, það tókst fáranlega vel að spila í gær og fólk ánægt. Það var líka tekið viðtal við Steina og Bjarna og teknir upp tónleikarnir fyrir einhverja vefsíðu sem ég man ekki hvað heitir...kemur seinna. Þegar við vorum öll búin að spila, selja diska og spjalla við liðið sem var allt voða ánægt, þá þurftum við að gjörasvovel og finna okkur hótelherbergi og klukkan var 2 um nóttu! Við keyrðum um allt og Evan greyið (bílstjórinn) var að deyja úr þreytu. Allstaðar var fullt á öllum hótelum og Portland (Maine) var í 2 klukkutíma fjarlægð og enginn að meikað keyra meir. Það endaði með því að við þurftum að sofa í vaninum góða! En það var allt í lagi. Við vöknuðum snemma, sváfum náttla mjög lítið, fengum okkur góðan morgunmat og keyrðum svo til Portlands og fengum hótelherbergi!!Vei!! Allir beint í sturtu og dúndruðumst svo hérna í rúmunum af þreytu. Nú eru allir vaknaðir og við erum á leiðinni að sándtékka á Big Easy.
Meira seinna.
Love, Dúdda og strákarnir í WIG!
Hæ!
Ég, eða við, erum lifandi! Ójá, erum búin að spila fínt gigg í N.Y. og vorum að ljúka við að spila hér enn eitt fínt giggið í Boston. Núna erum við að fara og leita að hóteli og svo verður brunað til Portland, Maine á morgun.
Má ekki segja mikið núna, seinna verður það...er að drífa mig.
Ble í bili ;)

sunnudagur, október 03, 2004

Ég sit með álpappírklessur á höfðinu mínu. Ég lét hana mömmu mína í það að láta ljósar strípur í mig. Villi greyið hefur svo mikið að gera og svo var hann veikur í þokkabót um helgina. En mamma rumpaði þessu vel af. Kemur í ljós á eftir þegar ég skola hausinn. Annars aflita ég bara allt hárið ef þetta verður eitthvað skrítið, eða þá að Villi lagar þetta bara úti. Kannski bara töff ef ég aflita hárið og klippi það aðeins og meika svona Marilyn Monroe Múv!
Vonandi getur hann Villi allavega snyrt endana á hárinu mínu. Þeir eru orðnir ansi klofnir og óflokksbundnir og þarf því að rista vel á!
Svo er svona "kveðjukvöld" í kvöld. Það verður eldað gott lasagna og gert dýrindis ítalskt tómatsalat, eða eins og Frank í Portland myndi segja. "It's Beautiful!!!" (með ítölskum tilþrifum og tilfinningum!)
Amma drottning kemur í mat og það verður haft gaman. Kannski stiginn Færeyskur dans?
Á morgun fer ég svo suður. Þarf að vesenast ýmislegt áður en ég fer út. Ýmis "paperwork" sem þarf að gera, enda verð ég í burtu í heilan mánuð!
Svo er það New York á þriðjudaginn!
En núna þarf ég líklegst að fara að skola hausinn, annars verð ég sköllót af bruna eftir smá stund!

laugardagur, október 02, 2004

Október mánuður er genginn í garð. Besti mánuðurinn. Enda eigum við Hörður Gunnar afmæli í október. Ég á afmæli 19. október, en þá verðum við í WIG stödd í Portland og þá er akkúrat frídagur hjá okkur. Hinsvegar þegar Hörður Gunnar á afmæli 30. október, þá verðum við stödd á Halloween-helginni, í New Orleans!!
Afi minn á Akureyri hefði átt afmæli 23. október, en þann dag valdi hún Særún góða vinkona að halda uppá útskriftina sína í Lögfræðinni.
Ef allt gengur að óskum, mun hún Sonja flytja inn í október í sína fyrstu íbúð, án þess að vera að leigja, heldur kaupa.
Fyrsti vetrardagur er í október. Oft var það þannig að fyrsti snjórinn kom á afmælisdaginn minn. En ég veit ekki hversu mikill snór verður hjá mér á meðan ég er úti í USA. Kannski enginn?
Ég er allavega að fara að sækja ferðatösku sem ég ætla að fá lánaða. Stærri gerðina af flugfreyjutösku. Ég var með svo hrikalega vonda gamaldagstösku með mér síðast. Ég ætla líka að reyna að minnka farangurinn eins mikið og ég get! Það verður ekki mikið af fötum, heldur bara farið margar ferðir í Laundry House. Þetta skal takast. Ein nett taska fyrir mánaðarferðalag um Bandaríkin og Kanada. Ég er allavega feginn því að hafa farið fyrst í þetta tveggja vikna ferðalag. Núna veit ég nokkurn vegin hvað ég á að hafa með mér, hvað er nauðsynlegt og hvernig ég á að hegða mér.
Ójá, það er líklegast best að hafa með sér einhverjar magatöflur. Nenni ekki að vera með þessa stanslausu magapínu aftur, í heilan mánuð!!

föstudagur, október 01, 2004

Eitthvað sem ég veit ekkert um eru t.d. íslenskir fuglar. En núna er ég orðin ansi forvitin. Málið er að við gluggana mína, á morgnana, heyri ég alltaf svo skemmtilegt fuglatíst, eða öllu heldur blístur, eins og einhver sé að flauta fyrir utan.
Ég er búin að vera að reyna að skoða þessa fugla, en þeir fljúga alltaf burt um leið og ég kem upp að glugganum, sama hversu varlega ég fer.
Mig langar svo að vita hvaða fugltegund þetta er. Ég var að rúlla í gegnum nokkrar fuglamyndir á netinu, en sá ekkert sem líkist þessum. Nema þá kannski skógarþrösturinn, en hann er reyndar allt öðruvísi á litinn. Þessi sem er fyrir utan hjá mér er mjög dökkur, en í laginu eins og þröstur, held ég... Skipta þrestirnir yfir í vetrarbúning eins og fleiri fuglar? Hefur einhver hugmynd um hvaða fugl þetta er?
Hann situr alltaf á þakskegginu, en ég bý á efstu hæð í þriggja hæða húsi. Svo blístrar hann þarna fyrir utan og vekur mig blíðlega, ásamt sjávarniðnum, sem er heldur ekki langt frá. En ég bý við Sóleyjargötuna á Akranesi sem er mjög nálægt sjónum.
Ef einhver hefur einhverja hugmynd...þá væri gaman að vita.
Hahahaha! Buff-rokkskólinn!