fimmtudagur, september 30, 2004

Ég get ekki hætt. Ég fór á bókasafnið í dag og tók mér nýjar bækur. Fyrst og fremst þá náði ég mér í Líf og List Leonardo Da Vinci. Ég verð að hnýsast meira um þann listamann. Síðan greip ég líka Launhelgar og Lokuð Félög. Bók um t.d. hin ýmsu leynifélög sem eru nefnd í Da Vinci Lyklinum.
Svo tók ég líka smá léttmeti...er ekki orðin alveg ga-ga-gralsjúk! Jebb...fékk mér bókina um hann Elling, Paradís í Sjónmáli. Hlakkar til að lesa hana.
En núna ætla ég að horfa á Dr. Sivago. Það er líka eitt sem ég átti eftir að lesa...
Ég var að enda við að klára Da Vinci Lykilinn og vá, þvílíkt skemmtileg bók! Ég var svo æst yfir þessu að ég með mína seinhægu-leshæfileika, rúllaði henni upp á nó-tíme! Plús það að það var svo skemmtilegt hvernig maður þurfti alltaf að standa upp og athuga hitt og þetta. T.d. eins og helstu málverk Da Vinci, sem oft er vitnað í. En ég á einmitt litla bók með helstu málverkum hans og ég var alltaf að stoppa lesturinn og farað leita að táknum og skýringum í myndunum hans. Svo er allt svo dularfullt, allt í táknum og leynifélögum og alls konar spennandi vísindum og trúarbrögðum....góð flétta.
Nú þarf ég bara að finna mér góða bók til að hafa með í tónleikaferðalagið. Það styttist í það, aðeins 5 dagar!

miðvikudagur, september 29, 2004

YESSSS!!! Bráðavaktin er að byrja aftur, klukkan átta í kvöld! Vúhúú!
Ég fór og heimsótti Helgu Íris og ponsið sem fæddist þann 28. september. Þeim heilsast báðum vel og eru bara hin hressustu. Mikið rosalega er þetta nú fallegur drengur...

og auðvitað tók ég myndir af honum :)
Ég er í vondu skapi út í commenta-kerfið. Það stendur bara núll, eða enginn comment, en svo þegar maður skoðar betur, þá eru nokkur falin þar fyrir innan. Skiljiði mig. Það kemur semsagt ekki í ljós þegar einhver hefur commentað bloggin mín. Kannski maður ætti að reynað finna sér nýtt commentakerfi. Kannski maður ætti bara að hætta að blogga?

öppdeit: akkúrat þegar ég puplishaði þetta blogg, þá komu commentin í ljós. það hefur fundist fyrir reiði minni...

þriðjudagur, september 28, 2004

Til hamingju Helga og Helgi. En þau eignuðust helgan dreng í nótt. Nú er það bara Særún sem er eftir í hinni heilögu þrenningu úr MA að farað eignast barn!

Annars er lítið af mér að frétta enda lifi ég rólegu lífi þangað til ég fer út. Er hinsvegar búin að verað skjótast í bæinn í þó nokkrar IKEA ferðir og er alveg við það að farað kveikja í IKEA! Allt útaf einu sófaborði... En ég ætla nú ekki að farað kveikja í IKEA þar sem ég fíla margt þar inni og margir aðrir. Kannski kveiki ég bara í starfsfólkinu. Nei, það væri leiðinlegt þar sem Berglind vinkona var að vinna í IKEA og á marga vini þar. Ég veit, ég kveiki bara í flutningamanninnum sem er ekki ennþá kominn með borðið mitt. Það er að segja þegar ég er búin að fá sófaborðið mitt í hendurnar...

Þetta var nú bara nett lygasaga, en ég skal segja ykkur aðra sögu sem inniheldur sannleika. Ég er búin að kaupa mér nýja teikniblokk og flotta teikniblýanta. Ég er farin að teikna aftur og það er gaman! Ég er byrjuð á að teikna skóna mína...verkefni sem ég ætlaði alltaf að demba mér í ef ég hefði ekkert að gera. Ég teikna semsé einn skó af hverju pari, og við erum að tala um þó nokkur pör. Þetta á eftir að taka laaangan tíma. En það er allt í lagi. Fer ekki í skólann fyrr en eftir áramót. Ef Guð lofar...

laugardagur, september 25, 2004

Var að finna fleiri myndir af gigginu okkar í New York á Pianos.
Annars er rólegt hjá mér í kvöld. Er að sörfa netið eins og sannur nörd og klædd lopapeysu og borða popp og drekka kók.
Nenniggi að horfa á Twins...bjánaleg mynd.

föstudagur, september 24, 2004

Ég og Hörður Gunnar vorum að föstudagsflippa áðan.
Annars er bara rólegt kvöld hjá mér. Color Purple á eftir...átti alltaf eftir að sjá þá mynd. Nú er tækifærið.
Hehehehe...Batman.

Hverjum var annars ekki hrillilega kalt og langaði ekkert að fara fram úr í morgun vegna veðurs!? Dí..það var svooo mikið ROK og rigning að ég hélt ég myndi verða úti þegar ég fór með H.G. í leikskólann í morgun. Enda skreið ég strax uppí rúm aftur þegar ég kom heim...ahh

fimmtudagur, september 23, 2004

Mikið rosalega er gaman að horfa á Scrubs. Þetta er eitt af því fáa sem ég horfi á í sjónvarpinu, annars er yfirleitt slökkt á því og ég að hlusta á músík eða lesa. Ég er t.d. að lesa Da Vinci Lykilinn þessa dagana og er mjög spennt yfir því. Mögnuð bók, það sem ég er búin að lesa...
Ég er að pirrast yfir því að ég kemst ekki á Mörkina í kvöld. En fyrir þá sem ekki vita betur, þá er Mörkin réttara sagt Kaffi Mörk á Akranesi. Ekkert spes staður, nema í kvöld eru þeir Óli Atla og Villi Magg, vinir mínir og fyrrverandi hljómsveitarmeðlimir Ebony Rythmstick, að spila í dúettinum Nó-Pí! Ég var búin að ákveða að fara á þessa tónleika með þeim fyrir lööngu síðan, en ég er ekki með pössun og ég bý ein með barni mínu á Akranesi. Arg...
En ég get þó glatt mitt litla hjarta með tónlist og bókum...og nammi í skál. Svo er líka gaman þegar maður lendir á fyndnum bloggfærslum, eins og þessari, en hún er bara fyndin!
Jább...svo er ég líka að bíða eftir honum pabba. En hann er að koma með minn laaaangþráða ísskáp í kvöld. Júbbííí!
Mig langar í bíó og sjá Anchorman!

miðvikudagur, september 22, 2004

HVER hringir í Séð og Heyrt og tilkynnir svona fáránlegar fréttir!?Ég er orðlaus...buxnalán!
Þessi diskur er í svooooo miklu uppáhaldi hjá mér núna!En ef einhver fattar ekki orðaleikinn, þá er þetta diskur með Future Bible Heroes, enn eitt bandið sem Stephen Merrit er viðriðinn, og diskurinn heitir Memories Of Love. Mæli með honum, það er að segja ef þið getið keypt hann á Íslandi. Ég keypti hann í USA, ligga ligga lá...og ætla að kaupa meira með þeim þegar ég fer út aftur eftir tvær vikur!

þriðjudagur, september 21, 2004

Ég er í Autechre stuði núna og hlusta á Tri Repetae diskinn minn og fíla taktinn...
Einu sinni var ég ljóshærð með stutt hár......þessi mynd var tekin '97 minnir mig, áður en ég litaði hárið blátt eins og sést hér líka á síðunni minni. Ég er mjög ungleg þarna og saklaus í útliti, ekki satt?
En ég er á leiðinni í snyrtingu til hans Villa á næstunni og ég er búin að fá nokkrar áskoranir um að klippa mig aftur stutt. Mig langar lúmskt til þess.
Hvað finnst ykkur gott fólk?
Hún Kristín Lilja Eyglóardóttir, frænka mín góð og jafnaldra, er 26 ára í dag!
Hún er nú á sínu 5. ári í læknisfræði úti í Ungverjalandi. Hér getum við séð hana vera að læra í einum tímanum (með gleraugun). Gaman hjá henni...
Ég óska henni innilega til hamingju og bið líka að heilsa Skorranum!
Merkileg refsing. Ætli maður eigi eftir að mæta þessum manni þegar maður verður staddur í Texas í lok október?
Hér sit ég og fæ mér morgunmat. Gat ekki sofið í nótt og er enn glaðvakandi eftir að hafa farið með H.G. í leikskólann. Ætli það endi ekki með því að ég á eftir að leka niður um miðjann daginn. Það er ennþá tímarugl í gangi...isss! En það styttist í það að við förum aftur út. 2 vikur og þá verður keyrt um Bandaríkin í rúman mánuð!
úff já

mánudagur, september 20, 2004

Kvöldmatur: Rúgbrauð með makríl í tómatsósu og lakkrísrótarte.
Namm...
Ohh...hvað ég vildi óska að ég gæti farið á þessa tónleika í Portland! En því miður, við förum heim 10. nóvember og tónleikarnir eru 11. nóvember. Bömmer!

sunnudagur, september 19, 2004

Já há vá! Það var gaman í gær.
Dagurinn byrjaði á stuttu, en góðu útvarpsviðtali á Rás 2. Við Steini fórum og töluðum við útvarpskonuna, (man ekki hvað hún heitir), en hún var að fíla okkur í tætlur og við fíluðum hana. Henni langar að taka viðtal við okkur aftur þegar við komum heim frá seinni tónleikaferðinni okkar, þ.e. ef að Óli Palli verður ekki á undan henni. En við vonum að hún verði á undan :)
Svo var dressað sig upp fyrir afmælið hennar Sonju.
Við fórum, margir góðir vinir hennar Sonju, og borðuðum Sushi á veitingastaðinn Maru. Það var mjög gott og skemmtilegt. Síðan þurfti ég að rjúka eftir matinn á Grand Rokk þar sem við í WIG vorum að farað spila. Særún kom með mér, en hún var einmitt dugleg með myndavélina þetta kvöld þar sem ég gleymdi minni myndavél heima á skaganum.
Það var tekið hið klassíska pöbbarölt eftir giggið, nema það var kannski ekki svo klassískt þar sem við komumst hvergi inn. Við vorum alltof mörg saman í hóp og því eina ráðið að skella sér bara á 22 og dansa, og það var fjör! Palli í Maus var að dj-a og hann gerði það vel með góðum lögum. En það var ekki dansað lengi þar sem við vorum í okkar fínasta pússi og þar með talið háhæluðum skóm og fæturnir mínir dóu í einu lagi með Depeche Mode. Ég settist því niður og ákvað að nú væri nóg komið af djammi kvöldsins.
En já, bottom line, þetta var mjööög skemmtilegt kvöld, gekk vel að spila á Grand Rokk, góðir áheyrendur og gott klapp og hróp.
Sonja, þú ert æði!

Og já, endilega kíkja á þessar flippuðu djamm myndir síðan í gær. Þakka þér fyrir að taka myndir Særún. Þær eru fínar...og fyndnar :)

laugardagur, september 18, 2004

Hún Sonja besta vinkona og besta frænka í heimi á afmæli í dag!!!

Sonja á Hróarskeldu 2004...

föstudagur, september 17, 2004

Ég var að fá póst frá honum Árna Teit. Þar stóð meðal annars...
...ég er búinn að panta flug til new york 5.okt. og heim 10. nov frá baltimore.
Allt að gerast!
Við í Worm Is Green verðum að spila á Grand Rokk annað kvöld uppúr miðnætti.
Við verðum líka í stuttu viðtali á Rás 2 á morgun um hálf fjögur leytið.
Ekki missa af því!
Ég er búin að skrifa svooo mörg bréf til skólans og tala við hina og þessa!
Ég held að niðurstaðan verði sú að ég tek ekki neina kúrsa þessa haustönn. Hinsvegar ætla ég að reyna að taka eins marga kúrsa og ég get á vorönninni. Svo er pælingin sú að reyna að fá þetta allt saman metið inn í HÍ og færa mig þangað yfir veturinn 2005-2006. Þá gæti ég líka haldið áfram að leigja á skaganum því það er svo f**kings dýrt að leigja í Reykjavík!
Svona er staðan í dag hjá mér. Annars er ég bara að dúlla mér við hitt og þetta hérna heima...

fimmtudagur, september 16, 2004

Sumir eru ánægðir að vera hjá mömmu sinni aftur!
Ég gleymdi að segja frá því að í þessari tónleikaferð minni um Bandaríkin, þá fór ég á EITT túristasafn! Við Þórhallur og Steini kíktum á "Science Fiction Museum and Hall Of Fame" í Seattle (sfhomeworld.org). Það var alveg magnað. Þarna voru allir flottustu hlutirnir úr flottustu sc-fi myndunum. Við erum að tala um hjálminn hans Svarthöfða (the original one!) og Alienið úr Aliens (djöfull var það hræðilegt að standa fyrir framan það!), öll flottu róbótin, R2D2, Robocop, Terminator og fleiri. Svo voru fullt af hlutum úr Star Trek og vá hvað það var hallærislegt...HELLINGUR af munum úr hinum og þessum kvikmyndum! Þetta var rosa flott, en ég er viss um að menn eins og Hlynur frændi og Jóhann bróðir væri meira til í að fara á svona safn, því þeir eru meira inní þessum málum en ég. Ef þeir koma með mér til Seattle einn daginn, þá fer ég með þá á þetta safn. Svo í Hall of Fame, þá erum við að tala um búninga af hinum og þessum. Original Batman, Robin og Súperman búningarnir! Hehe, skýlurnar þeirra voru eins og hræðilegar stórar sjúkrahúsnærbuxur!! Svo voru KISS-búningarnir þarna, Moonwalker fötin hans Michael Jackson og palíettu hanskinn hans, nortorius BIG, en jakkafötin hans hefðu getað verið húsið mitt því þau voru svo stór! Hellingur af búningum. Verst að það mátti ekki taka neinar myndir þarna, annars hefði það verið kúl að geta sýnt ykkur þetta.

Annars er allt mjög rólegt hjá mér þessa dagana. Ég er búin að rétta úr svefninu, held ég. Annars held ég að ég hafi aldrei verið svona þreytt á allri minni ævi! Ég er núna bara að redda ísskáp, sem er fundinn, hjá Hlyni frænda takk fyrir. Svo þarf ég að sækja þvottavélina mína, ég er með fjall af gluggapósti sem þarf að fara í gegnum, plús það að ég er að reyna að hafa samband við skólayfirvöld, námsráðgjöf í sambandi við skólann, því það dæmi er því miður ekki að ganga með þessum tónleikaferðalögum. Ég verð því að fresta náminu mínu um einhvern tíma, þessa önn eða þetta ár. Það kemur í ljós þegar ég næ í hana Sólveigu námsráðgjafa. Ég ætla jafnvel að reyna að færa mig yfir í HÍ ef það er möguleiki. Þá þarf ég heldur ekki að farað flytja mig strax aftur. Er orðin soldið þreytt á því...
JEbb....ble í bili.

miðvikudagur, september 15, 2004

Ég er officially orðin audioscrobbler meðlimur!
Hlakkar til að eignast nýjasta diskinn frá þessum snillingi...

Ég keypti mér nokkra diska úti sem ég er nú búin að hlusta á lon og don og leiðist ei! Það er allt frá honum Stephen Merrit, höfuðpaur Magnetic Fields, sem er ein uppáhalds hljómsveitin mín.
Ég keypti mér líka tvær litlar plötur með Morrissey. Á eftir að hlusta á þær. Þær eru bara smart!
Ég keypti Get Lost með M.F., og Holiday með M.F., The Charm of The Highway Strip með M.F., The Wayward Bus/Distant Plastic Trees með M.F., The Lonely Robot með Future Bible Heroes, I'm Lonely (and I love it) með F.B.H., Memories of Love með F.B.H., Hyacinths and Thistles með the 6ths.
Svo var það 7" singlarnir með Morrissey, First of the Gang to Die og Irish Blood English Heart.
Ég er svooo rík núna.
Svo keypti ég mér líka nýja Bjarkar-diskinn, Medúlla.

Sá diskur er bara töff!
Mig vantar ennþá ísskáp...
*andvarp*
Hann Steini okkar á afmæli í dag!Til hamingju Steini minn...

þriðjudagur, september 14, 2004

Hæ! Ég er komin heim, heil á húfi eftir laaaangt ferðalag! Allir glaðir og hressir.
Ég er farin að leggja mig, enda búin að vera vakandi í þrjá daga...

sunnudagur, september 12, 2004

Hérna er grein sem ég ætlaði alltaf að sýna ykkur. Þó sérstaklega pabbi, þú verður að lesa þetta! :)
Þetta er seinni ferðin sem við förum í.
Já, það er að skella á 3 vikna "frí" heima á Íslandi. Hot diggidy damn! Þetta er æði, en þetta er líka þokkalega erfitt. Ég þarf t.d. að skipuleggja allt upp á nýtt þegar ég kem heim. Skólinn lítur ekki vel út og ég er að taka námslán, ég á eftir að klára ýmislegt í sambandi við íbúðina og ég þarf að undirbúa mig í að vera rúman mánuð meira í burtu frá Herði Gunnari! :(
Ég er farin að sakna margra núna síðustu dagana og hlakkar til að fara heim. En þetta er alls ekki búið að vera leiðinlegt, þvert á móti. Þetta tekur bæði á sál og líkama að túra svona. Þessi tveggja vikna túr ætti að kenna okkur að höndla mánaðartúrinn. Þá verðum við ekki bara tvær hljómsveitir on the road, heldur fjórar! Þrengra í bílnum og meira fjör, eða ég vona að það verði gaman. Ég vona að þessar hinar hljómsveitir hafi sama húmor og við hin, það er búið að hlæja MIKIÐ á ferðalögum um þjóðvegi bandaríkjanna.
Ég er annars nýkomin úr sturtu. Fór snemma að sofa, vaknaði snemma, bara búin að verað dunda mér eitthvað ein hérna og lesa Da Vinci lykilinn. Við fórum út í gær, en ég hafði enga orku í það og fór því bara ein snemma heim á hótelið. Ég veit ekkert hvenær þeir strákarnir komu heim, hef ekki kíkt á þá. Þeir eru örugglega sofandi ennþá.
Við erum svo boðin heim í pönnukökur hjá konunni hans Bredder, sem er annar aðili Ovian sem við vorum að túra með. En svo síðar í dag keyrum við til Seattle og svo er flogið um miðnætti til New York.
Ég gæti þess vegna farið núna og troðið draslinu mínu í töskuna mína...
Amma mín á afmæli í dag 11. september. Ég veit að það er kominn 12. september hjá ykkur heima á klakanum, en það er ennþá 11. hér. Ég er að halda uppá afmælið hennar í hjarta mínu.
Amma, ég elska þig!
Jójójó!
Við vöknuðum um hádegi og fórum beint í viðtal og myndatökur í dag. Sorrý Birta að ég köttaði svona á þig, það átti ekki að gerast. En já, það gekk vel í viðtalinu og myndatökunni og eftir það röltuðum við niður í bæ til að sjá Tears For Fears spila!! Nema hvað, svo voru þeir ekki að spila, heldur spila seinna í kvöld. Kannski náum við að sjá þá á eftir, how cool is that!?

Í gærkvöldi spiluðum við síðasta giggið okkar og það var líka allt öðruvísi en öll hin. Við leyfðum Steina að vera í fríi í þetta skipti og Árni var aðallega einn að spila. Við Villi komum inn í seinni hluta tónleikana og spiluðum/sungum smá. Það var bara kúl. Þetta var lítill og töff staður sem höndlaði vel svona tónleika. Þórhallur var svo að Dj-a inn á milli, en við vorum að spila með annarri tveggja manna hljómsveit sem heitir Wroom...chillout music.
Í kvöld ætlum við á tónleika með hljómsveit sem er á ARRCO-labelinum sem heitir Swords. Hún er víst voða góð og okkur hlakkar til að vera í fríi frá spileríi og vera áhorfendur í eitt skipti. Svo á morgun verður keyrt til Seattle og flogið um miðnætti þaðan til New York aftur.
Við verðum svo komin til Íslands aftur 6 um morguninn á þriðjudaginn. Fyndið...við leggjum af stað um átta um kvöldið í N.Y. þann 13. september og lendum um 6 um morguninn í Keflavík 14. september. Laaangt ferðalag!

Ú já, ég tók í hendina á manni í gær sem kom á tónleikana okkar sem er í bandi sem heitir Jackie O Mother Fuckers og er búin að túra með engum öðrum en Sonic Youth í mörg ár! How Cool is that!?
Shitt, við erum að verða svo americanized hérna...ég fíla það. Ég gæti alveg búið hérna úti. Fólk hérna fær líka að vera alveg í friði með það hvernig það lítur út eða hvað það gerir eða fílar. Þú getur bara verið þú og enginn böggar þig.
Smart.
Já, ég er búin að setja eiginlega allar myndirnar inn. Tékkið á því.

föstudagur, september 10, 2004

Ég er alltaf að setja inn nýjar myndir smátt og smátt. Það gengur hægt en gengur þó. Það er bara ekki eins fullkomin nettenging hér eins og á Ace hotel.
Við spiluðum í gær hér í Portland í stórum sal fyrir fullt af fólki. Við vorum hápunktur festivals hér, sem heitir musicfestnw. Crowdið var ánægt og það var bókstaflega röð hjá mér eftir að við spiluðum þegar ég fór að selja geisladiskinn okkar. Smart.
Núna er sólskínsdagur og við ætlum eitthvað að hanga í dag. Svo verður spilað aftur í kvöld á litlum, en töff klúbbi sem heitir Dunes.
Þangað til næst,
Ciao!

fimmtudagur, september 09, 2004

Jæja, þá er ég komin á enn eitt hótelið og nú í Portland eftir langt og mikið flakkidíflakk! Fínt hótel, svipað og Ace hótelið sem við vorum á í Seattle, plús það að ég er ein með mitt herbergi! Er búin að gista þröngt síðan við fórum til Portland þarna um daginn, en já, þá lögðum við af stað um 6 um morguninn til Oakland. Við keyrðum í 12 tíma og spiluðum svo um kvöldið þar á ágætisstað sem við vorum fyrst soldið hrædd við, en það lagaðist. Allir alltaf jafn vingjarnlegir við stjörnurnar og við seljum diska grimmt og gefum eiginhandarártianir. Ég varð reyndar þokkalega veik eftir þennan 12 tíma akstur. Hiti, höfuðverkur og magapína, plús killer-íllt í bakinu eftir að sitja svona lengi í bíl. En það lagaðist, því auðvitað var hjúkkan með verkjalyfin með sér.
Eftir giggið í Oakland keyrðum við til San Fransisco og fórum á hótel þar. Það var bara rétt hjá, þannig að það var ekki mikill akstur í viðbót. Við gátum svo sofið út daginn eftir því ekkert var um að vera nema spila seinna um kvöldið.
San Fransisco er æði. Það var samt killer heitt þarna og því erfitt að túrístast mikið þar í frítíma okkar, líka vorum við mjöög þreytt ennþá. En við fórum þó í svona túrista lest-rútu-á teinum og keyrðum upp og niður hæðir S.F. og sáum heilmikið yfir. Löbbuðum niður á hafnarbakkann og sáum Golden Gate brúnna og Alcatraz-eyjuna með fangelsinu alræmda. Rákumst á Sean Connery og Nicholas Cage og þeir voru hressir. Jájá...það var mjög gaman. En vá hvað það er mikið að túristum í S.F. það er bara klikkun! Allt í allskonar túristadraslbúðum og alltof mikið að ég er alltaf með geðveikan valkvíða hérna í búðum. Enda hef ég ekki keypt mikið nema kannski geisladiska hérna úti. Það er rosalega mikið af flottum fatabúðum og skóbúðum víða, en ég bara höndla ekki svona mikinn valkvíða!
Giggið í S.F. var frekar fyndið. Við spiluðum ásamt Ovian (sem við erum að túra með, tveir hressir guttar, kani og norðmaður) og svo var eitt band sem spilaði inn á milli. Þvílíka furðuhljómsveit hef ég aldrei kynnst og hún tók öllu mjög alvarlega á meðan ég átti erfitt með að halda niðrí mér hlátrinum. Myndirnar frá því lýsa því kannski ágætlega. Skrítnasti hljómsveitardansari sem ég hef séð fylgdi þessari hljómsveit.
Anyways, við fórum svo eftir það beint á hótel og lögðum okkur til að keyra enn eina vegalengdina daginn eftir. Þá var það Los Angeles, 6 tíma akstur. Það var nú bara létt og þægilegt, vorum ekkert að flýta okkur heldur. Fórum bara beint á hótel og vöknuðum svo hress daginn eftir og reyndum að fara að túristast í L.A., en dísús, það var svo heitt, um 100°f og óbærilegt að ganga göturnar. Við sáum Hollywood skiltið og kíktum inní guitar-rock-center og þá vorum við orðin góð. Svo var spilað um kvöldið á grúví bara sem heitir Spaceland. Það voru ansi fáir þar, en góðir. Við spiluðum vel, seldum vel og fengum gott vibe frá audiencinu. Við erum búin að eignast fullt af nýjum vinum og jafnvel stórir hlutir að fara að gerast eftir allt þetta spilerí. Ýmsir menn sem eru búnir að hafa samband við okkur í sambandi við ýmsa hluti.
Eftir giggið var farið beint að sofa og vaknað snemma því svo var 18 tíma akstur til Portland aftur!!! Það var semsé í gær, og við komum um 2 um nóttina til Portland og gistum heima hjá honum Evan aftur. Það var fínt, rotuðumst strax þar og svo fórum við bara á hótelið okkar núna í dag þegar við vöknuðum.
Núna er ég hress og róleg. Vöknuð, hvíld og bíð spennt eftir giggi kvöldsins hér í Portland. Greg, yfirmaður ARRCO, bíður spenntur eftir að við spilum á þessu festivali hér. Við erum headline-ið og það er farið vel með okkur. Svo spilum við aftur annað kvöld á einhverjum klúbbi hér í Portland. Portland er jú heimabær ARRCO svo þetta verða líklegast bestu giggin okkar....
Jæja...ég ætla að rembast við að setja inn fleiri myndir, það gengur eitthvað brösulega. En þangað til næst...
Ástarkveðjur frá okkur öllum í WIG!

laugardagur, september 04, 2004

Er komin til Portland og verðum hér í nótt. Á morgun tekur svo við 12 tíma akstur til Oakland! Þannig að við ætlum að fá okkur að borða núna þar sem klukkan er að ganga sjö og svo verður bara farið snemma að sofa. Við þurfum svo að vakna klukkan 5 eða 6 í fyrramálið.
Ble í bili!

föstudagur, september 03, 2004

Well, now we're gonna drive down the coast to San Fransisco. Ég er semsé að yfirgefa flotta hótelið í Seattle, með fínu nettengingunni. Veit ekki hvernig gisting verður næst. Kemur í ljós.
Verð að drífa mig niður, það er beðið eftir dívunni.
Ble í bili!
Vá. Var að koma frá Crocodile cafe þar sem við vorum að spila og það gekk svoooo vel! Við seldum fullt af diskum og vorum líka klöppuð upp. Við höfðum ekkert aukalag, þannig ég tók bara La Vie En Rose alein á sviðinu og lýðurinn trylltist!!!
Svo er ég búin að árita fullt af diskum og ég fíla mig eins og súperstjörnu! Því miður, þá klikkaðist það að taka myndir af tónleikunum, en það koma fleiri myndir síðar af síðari tónleikum í San Fransisco og L.A. og Portland og Oakland.
Ble í bili!!
Ég er búin að spila á Pianos í New York þar sem að sjálf PJ Harvey er nýbúin að vera á sama sviði að spila.
Ég er búin að spila á radio KEXP Seattle þar sem að t.d. hljómsveitin Air og fleiri flottir tónlistarmenn hafa spilað.
Ég er að fara að spila á Crocodile Cafe, þar sem að meðal annars Pearl Jam og Nirvana hafa spilað, í kvöld....
Halló halló Villi hérna, gestablúggari hjá syngjandi hjúkkunni. Dúdda strokaði út heilt blúgg og fór bálvond í sturtu haha.... þannig að ég ætla segja (á að segja frá) útvarpsferðinni á kexp-radio þar sem við spiluðum og töluðum og fórum á kostum, enn í staðinn ætla ég að semja ljóð til verkamannsins, ummm kemur í ljós að Dúdda fór ekki í sturtu og ætlar beint í sándtjekk þannig að ég held mig við efnið. Við vöknuðum snemma sem er mínus ef þið eruð rokkstjörnur einsog ég(a little inside from the rockstar point of view hahaha.............=I) og biðum heillengi eftir snar-cabdriver sem hlustaði, afsakið blastaði kristilegri útvarpstöð og hló frantiklí alltaf þegar hinn indverski nýskírði maður í útvarpinu talaði með vondum hreim, ég hló með en einhver í bílnum pissaði á sig 4-real. Hér er Dúdda komin einsog vorsól á vetrarkvöldi pís át frá Seattle.

Jamm..Dúdda komin aftur. Ég er ennþá reið og pirruð. En hér eru nýjar myndir frá Seattle. Ble í bili.

fimmtudagur, september 02, 2004

Jæja! Fyrsti skammtur af ferðamyndum er kominn!
Vá hvað ég er búin að hlæja mikið í kvöld!

miðvikudagur, september 01, 2004

Hér er hægt að sjá myndir af tónleikunum okkar í New York á Pianos! Hipp og kúl staður...
Vá maður, það er svo margt að segja frá ég bara er að kafna. En þetta kemur svona smátt og smátt með tímanum.
Eftir að hafa flogið með skemmtilega flugfélaginu frá New York, þá lentum við í Seattle rúmlega ellefu um kvöldið að staðartíma. Við vissum að það átti að koma einhver mini-van að sækja okkur, en enginn lét sjá sig. Við hringdum loks í bílstjórann, þar sem við vorum búin að fá númerið hans hjá Greg í Arena Rock. Haldiði ekki að það hafa bara limmósína rúllað upp að okkur?! Jújú, við trúðum þessu varla og tókum margar túristamyndir og vörum mjög nördaleg, en vá hvað það var gaman að vera sótt svona!
Síðan var bílstjórinn svaka hress náungi. Hann spjallaði mikið og fékk að lokum að vera á gestalista til að koma á tónleikana okkar annað kvöld. Hann bað um disk og bað um að við árituðum hann líka. Svo sagði hann okkur að hann væri líka að safna svoleiðis, ætti marga diska með hinum og þessum tónlistarmönnum, þar á meðal keyrði hann einu sinni Britney Spears og á áritaðan disk frá henni. Hann bað um símanúmerið hjá mér þegar hann komst að því að ég væri the single singer, en hann var ekki beint interesting gaur, þannig að ég sleppti því.
Hann rúntaði með okkur um centerið nálægt hótelinu. Það eru margir hipp og kúl staðir hér, enda erum við á first Avenue. Hótelið okkar heitir AceHotel og er virkilega töff. Við erum með þrjú herbergi, villi og árni í einu, þórhallur og steini í öðru og svo er ég ein með svaka fínt herbergi, og þessa fínu nettengingu! Allar nettengingar í N.Y. virkuðu aldrei.
Við hentum töskum inn og skoðuðum flotta hótelið og fórum síðan út til að fá okkur snarl. Bærin var svo tómur, og hreinn, miðað við N.Y.! Við röltum um og leituðum að stað sem átti að vera opinn allan sólarhringinn og selur mat. Við ætluðum að fá okkur smá nart og kannski einn bjór fyrir svefninn, vorum soldið mikið þreytt, enda Seattle fjórum tímum á eftir N.Y. og við því komin í 8 tíma mismun frá Íslandi! Klukkan var líka að verða 2 um nótt í Seattle, en það var líf og fjör á þessum eina stað sem var opinn. EN, það er ekki selt áfengi eftir klukkan tvö í Seattle!!! Við gátum semsé ekki fengið okkur bjór með nachos-skammtinum sem við Þórhallur pöntuðum okkur saman, því allar máltíðir sem maður pantar sér hérna úti eru fyrir RISA! Við tvö gátum ekki klárað þennan "starter"! Ég sá t.d. ekki Villa sem sat fyrir framan mig, því hann var falinn bak við FJALL af frönskum! Allt mjög greasy og skrítið, enda hef ég ekki getað borðað alminnilega síðan ég kom hingað, er bara skrítin og pirruð í maganum.
Jamm...enginn bjór í gærkvöldi og allt lokað, meirað segja seven eleven!! Þórhallur þurfti að fara inná einhverja gasstation að kaupa sér sígarettur og var svo spurður um skilríki í þokkabót...hehehe! Svo er annað furðulegt. Allstaðar er iðandi mannlíf allan sólarhringinn í N.Y. og fólk að drekka, eins og þegar við spiluðum á mánudagskvöldið, þá var svaka partý eftir tónleikana. En það má hvergi reykja inná stööum. Svo aftur á móti í gær þegar við máttum ekki drekka bjór eftir klukkan tvö, þá voru allir að reykja inná matstaðnum og drekka vatn í góðum fíling!! Við erum búin að hlæja mikið af Seattle, en það vonandi lagast núna í dag, það var náttla allt dautt í gær. Núna er kominn dagur og iðandi mannlíf fyrir utan gluggan minn og ég nýkomin úr sturtu og tilbúin í slaginn!
Í dag förum við í útvarpsviðtal (hjá Fraiser) og spilum held ég líka. Svo spilum við á Crocodile-bar annað kvöld. Semsagt...tími til að skoða sig um í dag.
Kær kveðja og meira síðar,
Dúdda heimsflakkari!
Ég er að fíla þetta í tætlur!

Ég er nýkomin á þetta fína hótel í Seattle. Við flugum frá New York klukkan átta um kvöldið að staðartíma og erum núna að aðlagast enn einum tímamismuninum. Nú er ég semsé átta tímum á eftir Íslandi!
Úff...hvar á ég að byrja!? Jamm..segja kannski frá því að ég flaug með hressasta flugfélagi sem ég hef kynnst frá N.Y. til Seattle. Blue Jet heitir það félag og það voru bara ungir hressir flugþjónar að snúast í kringum mann. En það var magnað útsýni, ég hef aldrei séð svona mikið ljós fyrir neðan á meðan ég er í flugvél!

Við hittum BJARNA í N.Y. og það útaf fyrir sig var æði! Maður var farin að sakna knúsalingsins, enda snjúbbuðum við hann mikið!

En shit, ég hef ekki meiri bloggtíma núna. Verður að bíða. Ég er allavega heil á húfi og það er geðveikt gaman að vera mini-seleb í Bandaríkjunum!

Until next time...sem verður örugglega fljótt, því það er góð nettenging inná herberginu mínu!