laugardagur, ágúst 28, 2004

Mikið er ég nú löt að pakka niður núna! Ég er komin með sjónvarp og video og mig langar helst að liggja í rólegheitum uppí sófa núna og glápa á eitthvað skemmtilegt.
En, það er laugardagskvöld. Kannski ég fái mér eitt rauðvínsglas í tilefni þess.
Alone, in my going away place...
Ég er að fara til New York eftir tæpan sólarhring. Massívt. Ég fór til ömmu áðan og var að lýsa fyrir henni Danmerkur ferðinni og svo var ég að segja frá því að ég væri að fara út á morgun og lýsti fyrir henni dagskránni. Svo vildi hún endilega fá að heyra eitthvað með okkur. Ég stökk út í bíl og náði í demo-disk með nýjum lögum frá okkur og leyfði henni að heyra. Hún var að fíla það í tætlur og dillaði sér með. Hún verður 88 ára 11. september...
Anyways, ég er heima hjá mömmu og pabba og bíða eftir að fá að narta í lambahrygg. Svo er ég að þvo þvott því ég hef ekki ennþá getað flutt þvottavélina sem ég hef tryggt mér hjá Héðni. Síðan verður farið beint á æfingu í kvöld og pakkað niður. Svo bara skemmta sér eða bara fara snemma að sofa??
Veit ekki, verð held ég alltof stressuð til að fara að sofa. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvað verður gert...
Það er stuð hjá okkur núna...

föstudagur, ágúst 27, 2004

úúúú...smart!
Ég fór í bað í pínulitla baðinu mínu í dag. Það var bara fyndið. Ég þurfti að vera í allskyns jógastellingum til að liggja vel ofan í vatninu. En sem betur fer er baðið vel djúpt, annnars væri þetta bara fáránlegt...

Tékkið á þessu. Ekki slæmt að vera headline-ið á þessu útgáfupartýi :)
Ekki vondur dómur hér.
Annars er búið að auglýsa okkur útum allar tryssur í Bandaríkjunum í október - nóvember. Ég barasta bara klóra mér í hausnum!
Hehehe...aumingja kallinn. Það verður hlegið að honum og gert grín af honum og lýsi alla ævina sem eftir er!

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Sá einhver syncronized swimming á ólympíuleikunum í gærkvöldi!?!?
Það var klikkað fyndið og fáránlegt!
Magnað...

Uh Huh Her - Who The Fuck?


Who the fuck
D o you think you are
Get out
O f my hair

who the fuck
do you think you are
Comin' round
here

Who the fuck?
W ho the fuck?
W ho the fuck
Do you think you are
Get your comb
Out of there
Coming out
My hair

I'm not like other girls
You can't straighten my curls
I'm not like other girls
You can't straighten my curls

Who the fuck
You tryin' to be?
Get your dog
A way from me!

What the fuck
Y ou doing in there
Get your dirty fingers
Outta my hair!

Who?
Who?
Who?
Who?

Fuck!
Fuck!
Fuck!
You

I'm free
You'll see
I'm me
You'll see

Who?
Það er búið að hlusta mikið á nýja PJ Harvey diskinn núna á meðan ég kem hlutum fyrir hér og þar. 3 lög eru í miklu uppáhaldi hjá mér núna, The Letter, It's You og The Darker Days Of Me & Him.
Jammm....Hún er bara kúl gella!
Jæja góðir hálsar! Við erum að tala um beina útsendingu frá Sóleyjargötunni! Þráðlausa netið er komið á!
Ég fann LOKSINS skrúfurnar að rúminu hans Harðar Gunnars áðan! Ég var búin að gefa upp alla von og sá fyrir mér að ég þyrfti að kaupa nýtt rúm handa honum. Hélt að skrúfurnar hefðu bara glatast einhverstaðar á Akureyri. En nei, þær voru vel faldar í einum dótakassanum hans Harðars.
Núna er Hörður Gunnar að prófa litla sæta baðið í fyrsta skipti. Það lítur vel út, held ég máti það í kvöld þegar ég er búin að vesenast að koma mér betur fyrir. Á eftir að gera heilan helling hérna! Og mig vantar enn ísskáp!!! Helst með frystihólfi, ekki hærri en 155cm!!!
Það er hræðilegt að fara út í búð og versla og ekki geta keypt neinn mat að viti! Ég get ekki geymt neitt sem þarf að geyma í kulda og það eru flest allar matvörur, nauðsynlegar. En ég má heldur ekki verað kaupa mikið þar sem ég er að fara út á sunnudaginn klukkan 16:00 til New York!
Hot diggidy! Jæja.. ætla að halda áfram. Kannski ég smelli smá myndum af íbúðinni á eftir til að gefa ykkur smá nasasjón af þessu hérna.

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Þetta er bara fyndið! Það eru fleiri fyndin myndbrot á síðunni hans Þorsteins. Hann er fyndinn.
Ég er flutt!
En pínu erfitt að vera ekki með ísskáp. Ætla samt að gera mér ferð til Reykjvíkur, jafnvel í kvöld eða á morgun og skoða einn sem er í boði. En annars þá svaf ég mína fyrstu nótt þar í nótt og svaf mjööög vel. Líkar vel þarna uppi undir súðinni. Þetta er reyndar soldið stór íbúð þannig það er mjög mikið svona tómt space hjá mér. Þarf að kaupa mér einn eða tvo pálma í hornin...
Var að koma ýmsu fyrir í dag og veit ekkert hvernig ég á að hafa þetta. Mig vantar stóla og auka hillu, það er víst. Kannski ég fari bara aftur í IKEA-Rúmfatalagers-ferð á morgun. Úúú..svo þarf ég nú að stoppa hjá henni Særúnu og skiptast á sjóræningjaeintökum :)
En ég gerði eitt í dag, fór og sótti um þráðlaust net sem verður væntanlega komið á á morgun. Er núna í Borgarnesi að sækja smá auka dót og vesen...og bollasúpur!
Bless í bili.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Ég fór og fyllti bílinn af bensíni áðan fyrir heilar 6002 krónur!!!
Blóðugt!!!!!
Þegar við förum til New York á sunnudaginn þá hittum við......Janosh! Nei, Bibba!
Hlakkar mikið til. Hann ætlar meiraðsegjaðreynað spila með okkur :)

Hér er hægt að sjá hvar og hvenær við munum túra um USA með Solex í október-nóvember...
Það vantar mjólk útí kaffið og það er myglaður ostur inni í ísskáp!

mánudagur, ágúst 23, 2004

Takiði eftir einhverri breytingu á mér??

Það eru komnar myndir úr ferðinni til Danmerkur! En ég nennti engan vegin að taka myndir, þær eru örfáar, nema þessar sem Birta tók þegar við vorum að spila. Ég byrjaði á að taka myndir af hótelherberginu sem var nú algjör gestaþraut. Eftir miklar pælingar og klór á hausnum, þá tókst mér að kveikja ljós og fatta sturtuna og margt fleira...
Þetta var góð ferð. Stjanað við okkur eins og stórstjörnur. Við t.d. héldum fyrst að við fjögur værum að fara í tvö tveggja manna herbergi og ætluðum að reyna að lauma Lísu og Birtu með. En þá fengum við öll sér herbergi, semsagt fjögur. Og ekki nóg með það, þá voru 3 rúm í hverju herbergi! Eins og sést á þessari mynd var hægt að draga annað rúm undan hinu og svo var ein koja fyrir ofan til að taka niður. Við vorum semsé með rúm fyrir 12 manns...
Það tókst mjög vel að spila. Reyndar náðum ekki að klára 10 laga prógrammið og urðum að sleppa því tveim nýjum lögum sem við vorum spennt yfir að taka. En gott klapp og það var gott atmosphere í gangi þarna. Ligeglade danir að drekka öl útum allt svæðið og chilla og mér leið eins og ég væri að syngja á skýji því útsýnið var frábært frá sviðinu. Beint út á höfn og fljúgandi fuglar yfir smábátunum og sólskín og heitur vindur...ahh..það var gaman.
Ég var reyndar að flippa úr stressi og kvíða fyrir tónleikana, en það hvarf allt um leið og ég steig inn á sviðið! Við vorum svo líka DAUÐÞREYTT eftir þá og fórum bara beint uppá hótel að hvíla okkur, enda sváfum við lítið sem ekkert nóttina áður en við flugum út þar sem við lögðum af stað um 4 leytið um nóttina á Keflavíkurvöll!
Laugardagurinn og sunnudagurinn voru bara frídagar sem við eyddum í rólegheitum í rölt út um allt! Mikið rooosalega var labbað. Við fórum aldrei í lest eða strætó. Fengum okkur bara taxa frá Kastrup og aftur þangað, frítt í boði festivalhaldaranna. Hittum Teit og Dodda og Völu og fleira gott fólk. Þetta var barasta sweet helgarferð til Köben eins og maður hafði unnið þessa ferð í happdrættisvinning
Eeen, núna er þreytan farin að láta bera á sér, enda lítið sofið í nótt og enn á dönskum tíma sem er akkúrat tveim tímum á undan Íslandi. Ég þarf að vakna snemma í fyrramálið með Hörð Gunnar í leikskólann....og klára svo að flytja!!!

Svo er bara New York á sunnudaginn!
Ég er komin heim, allt gekk vel. Segi meira síðar.

Hörður Gunnar sagði við mig þegar ég kom í dag:
"Mamma, sko mig þykir vænt um þig..."

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Ég var að róta eitthvað til áðan og fann þá bók á náttborðinu hans pabba sem heitir "Spiritual Diary". Þá eru það gullmolar sem að hann Paramahansa Yogananda hefur tekið saman og maður getur alltaf lesið einn mola fyrir hvern dag. Hann er mikill spekingur og gaman að lesa það sem hann hefur skrifað. Þetta er mjög gott fyrir þá sem vilja stoppa aðeins í látunum og íhuga aðeins, og hvað annað betra að íhuga en gullmola Yogananda. Orð dagsins í dag er t.d. purification. Ég ætla nú ekkki að fara að skrifa allan textann upp en hann er góður skal ég segja ykkur. Það er ekki vitlaust að hafa svona bók í töskunni sinni, ekki bara það að hún passar vel í handtösku eða vasa, heldur er þetta gott veganesti á lífsleiðinni.
Amen.

Jamm, annars já er 19. ágúst í dag, sem þýðir að ég á afmæli eftir tvo mánuði!
Ekkert svo hrikalegt veður í Danmörku um helgina. Allavega gott veður á morgun og þá spilum við um kvöldið. Svo er bara spurning um að taka með sér regnhlífina, það spáir víst smá skúrum...
Úff...get annars ekki valið hvað ég á að taka með mér.
Einhverjar hugmyndir um það í hverju ég eigi að vera þegar við spilum?!?

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Ég var að koma af síðustu æfingunni fyrir Danmerkur ferðina. Fín æfing, vantaði þó Villa, en það var þó í lagi. Við Árni og Steini vorum hress. Hlakkar mikið til að fara út. Komin með flugfreyjutösku frá Eygló frænku, en hún var svo elskuleg að lána mér. Spurning um að kaupa sér svoleiðs fyrir næstu ferðir...
En svo er bara ferð á skagann í fyrramálið með H.G. í leikskólann og svo tekur Geir við stráknum. Spurning hvort ég eigi svo ekki bara að fara suður annað kvöld og gista þar um nóttina því við fljúgum snemma á föstudagsmorgni. Ég NENNI EKKI að keyra meira! Hvað þá að keyra til Keflavíkur klukkan fimm um morguninn frá Borgarnesi!!! Nei, held það sé betra að keyra frá Reykjavík. Enda förum við nokkur saman og um að gera að sameinast í bíla. Nóg er líka af dóti með okkur. Hljómsveitargræjur og læti!
Jahh, gode gamle Danmark, her kommer jeg igen!
Þetta er alltaf að verða meira og meira real með hverjum deginum...
"Solex/On! Air! Library!/Worm Is Green/Ovian to tour the USA in October..."
Shiskebab!!!
GARG!
Það má ekki mikið meira á mig leggja. Ég fór aftur á skagann í kveld á hljómsveitaræfingu. Allt í lagi með það, hún var í styttri kantinum þannig að ég sá fyrir mér notalega kvöldstund í litlu stressi í heitu góðu baði. En nei!
Það var verið að flytja hús á þjóðvegi eitt og það þurfti að stoppa alla bíla sem komu á móti. Þó var sérstaklega erfitt að stoppa flutningabílana, sem eru MARGIR á þessum tíma. Fólksbílarnir gátu farið út í kantinn, en það þurfti að finna einhvern afleggjara fyrir stóru bílana og smeigja þeim þar inn og það var ekki auðfundið eða auðveldlega gert!
Ég var núna rétt í þessu að koma úr þessari horribulus ferð og barasta varð að segja ykkur frá því! Sérstaklega þar sem ég er að fara yfirum af þreytu og kvíða þessa dagana!
Þarf að vakna klukkan sjö í fyrramálið.
Góðanótt!

P.S.
Það angar allt af hinni verstu hrútafýlu hérna heima! Jóhann og vinir hans eru búnir að vera spila eitthvað spil í allt kvöld, með lokaða glugga, táfýlu og snakk og kók!

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Ég er búin að spana endalaust fram og tilbaka Borgarnes - Akranes síðustu daga og ég er þreytt og ringluð!
Mér vantar enn að flytja rúmið og sófann...kemst aldrei í það, plús mér vantar að færa þvottavélina frá bílskúrnum hjá mömmu hans Héðins yfir í íbúðina mína.
Mér vantar ennþá ísskáp með frystihólfi, má ekki vera hærri en 155 cm!.
Ég er svo líka byrjuð með H.G. í aðlögun í leikskólanum á Akranesi. Þannig að dagurinn hjá mér hljóðar svo...vakna snemma í leikskólan, flytja smá og flytja meira og laga til og vesenast og fara aftur á skagann, tvisvar, þrisvar, fara á æfingu og það styttist í helgarferð til Danmerkur að spila!
Er held ég að kafna...

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Damn hvað ég þoli ekki helvítis hjólhýsapakkið sem keyrir um á þjóðvegi eitt á 60 km hraða! Eða húsbílapakkið eða...æj allt þetta pakk. Hver er munurinn á kúk og skít?!

Anyways...búin að vera að snúast heilmikið í Reykjavík um helgina. Var hjá henni Særúnu í nýju flottu íbúðinni hennar. Ég var líka fyrsti gesturinn hennar sem fékk að gista. Hún vakti mig líka með nýlöguðu kaffi og ristuðum beyglum. Særún, þú ert æði!
Ég ætlaði mér að kaupa jafnvel ísskáp, en ég keypti allt annað en það! Nú fyrst átti ég pening til að eyða svolítið í sjálfa mig, þannig að ég keypti mér leðurstígvél eða ökklastígvél sem ég er búin að verað slefa yfir í langan tíma! Ég keypti líka nýtt áklæði á sófann sem var orðinn ógeðslegur, þannig að hann mun núna líta út fyrir að vera nýr. En ég er í helvítis vandræðum með gardínur. Það eru níu gluggar, hvorki meira né minna, sem mér vantar gardínur í. Það eru kappar allstaðar þannig að ég þarf líklegast að sauma gardínur. Það kann ég ekki! Ég kann að smíða glugga en ég kann ekki að sauma gardínur! Ég fékk alltaf háa einkunn í smíðum og helv.. lága einkunn í handavinnu þegar ég var í grunnskóla.
En þetta reddast. Ég held það séu til gamlar gardínur í kassa uppá lofti hérna hjá möm&pab. Bara leita...

Er annars á fullu að búa til fullt af sjóræningjadiskum handa Særúnu og hún eflaust að gera það sama fyrir mig. Við skelltum okkur þó í Skífuna í dag og ég keypti mér tvo diska. Nýja Sonic Youth diskinn, Sonic Nurse og svo einn gamlan Leonard Cohen disk, The Future. Keypti hann aðallega út af einu lagi sem ég heyrði á þessum disk sem mér fannst svo kúl, Waiting For The Miracle. Svo er röddinn hans náttla æðisleg að hlusta á...mmmmm

Ó jamm og jæja...

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Fór á skagann áðan og tékkaði á þvottavél sem hann Héðinn Unnsteinsson góðkunningi minn bauð mér á gjafaprís. Mikið er ég fegin, flott og fín vél í góðu standi á gjafaverði! :)
Annars er ég að fara á mína síðustu vakt í fyrramálið. Þetta er nú búin að vera indæl vika. Gott veður og ég hef bara verið í sólbaði með gamla fólkinu á Dvaló. Svo hef ég verið að flytja smá og smá og á bara eftir að flytja stóru hlutina, s.s. rúmið mitt og sófann. Allt hitt kemst í fólksbílinn. Pabbi var nú svo indæll að fara með mér ferð á skagann í gær. Foreldrar mínir fóru hinsvegar til Mallorca í nótt og geta því ekki hjálpað mér meir í bili. Er einhver sem veit um stóran bíl eða kerru sem gæti skutlast með rúmið og sófann útá skaga fyrir mig???
Nú svo vantar mér líka ennþá ísskáp, með frystihólfi. Einhver?? Ég þarf nú að skjótast suður og versla hitt og þetta fyrir nýju íbúðina, kannski ég skelli mér bara á eitt stykki nýjan ísskáp, lítinn og sætan, víst ég fæ þvottavélina á svona fáránlega lágu verði...
Anyways...ég er þreytt og brunnin og er barasta skriðin uppí rúm.
Góða nótt!

mánudagur, ágúst 09, 2004

Ég gleymdi að segja frá því að ég eignaðist "stelueintak" af nýja Magnetic Fields disknum, i.
Shiskebab hvað hann er góður! Mæli með honum...
Ég er nýkomin frá Akranesi. Ég fór og náði í lyklana að íbúðinni og skellti nokkrum kössum inn í stofuna í leiðinni. Svo fór ég útum allt með málbandið að mæla út hin og þessi hlutföll, þó kannski helst gluggana, sem eru þó nokkrir, svo ég geti sett upp einhverjar gardínur.
Ég fer svo aftur á skagann í kvöld. En þá er það nú bara hljómsveitaræfing. Við erum komin með æfingahúsnæði á skaganum sem er bara sweet, minni akstur til Reykjavíkur, spara pening! Það er líka reyndar soldið þægilegt við það að vera á Akranesi að það er svo stutt til Reykjavíkur!
Anyways, ég var að klippa H.G. áðan. Veit ekki...ég ætti kannski að farað láta fagmennina um þetta? Hann er allavega ánægður, það skiptir jú mestu máli. Þó að þetta sé ekki mikil fashion klipping, þá virkar hún.
Má ég biðja alla mína vini um að biðja fyrir því að ég fái að taka næstu haustönn og klára hana, þó ég verði kannski erlendis helminginn af önninni? Ég er núna á fullu að skrifa bréf til hinna og þessa í skólanum, því það lítur út fyrir það að ég muni missa af slatta af skyldumætingartímum.
Hjálp! Vonandi verður hægt að hliðra aðeins til fyrir mig...

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Ég fór óvænt í afmæli til Gvends í gær.

Það var gaman. Góður vinahópur sem alltaf er gaman að hitta og nokkrir nýir með. Ég tók nokkrar myndir af þessari gleði í gær.
Ég tók mig til og drakk bara rauðvín. Ég treysti mér ekki í bjórinn sökum þess hversu veik ég var eftir síðustu bjórdrykkju. Það var nú gott, því ég vaknaði hress í morgun, enginn hausverkur og engin ógleði. Bara leið vel, í ný-uppábúnu rúminu mínu. Ég er svo bara að chilla núna þangað til ég fer að vinna kvölstubbinn minn frá fimm til tíu. Svo er líka sweet veður úti og það er víst spáð einhverri hitabylgju hérna næstu viku. Næs, því svo á ég frí á morgun. En þá fer ég einmitt í íbúðarmálin...

föstudagur, ágúst 06, 2004

Jæja, þá er það orðið ljóst. Ég fer á mánudaginn, þá á ég frí í vinnunni, og sæki lyklana að nýju íbúðinni minni á Akranesi. Og þá get ég byrjað að flytja draslið mitt úr bílskúrnum, í rólegheitum. En mér VANTAR ísskáp með frystihólfi og þvottavél!!! Anybody?!?
Svo eru æfingar og upptökur framundan hjá WIG, enda farið að styttast í tónleikaferð hjá okkur. Þá spilum við efni af plötunni og líka eitthvað af nýju góðu stöffi. Hlakkar til að takast á við það. Á bara eftir að vinna smá, síðasta vaktin mín 13. ágúst, splendid...
Er að fara á kvöldvakt á eftir. Búin að slaka vel á í langri, heitri sturtu, enda orðin soldið kvíðin fyrir vetrinum. En það verður vonandi ekki nein vandamálaflækja í hausnum mínum í vetur, ég má ekki við því!
Hlakkar til að eignast þessa...

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Mamma mín er hipp og kúl. Fyrir utan það að hafa verið á Bessastöðum í matarboði um daginn, þá bað hún mig um að skrifa nokkra diska fyrir sig. Ég er semsé í þessum töluðu orðum að skrifa fyrir hana nýja Morrissey diskinn, því hún bað mig um það. Ég ætla líka að skrifa Air, Talkie Walkie fyrir hana því hún gæti huxanlega notað hann á snyrtistofunni við hinar ýmsu meðhöndlanir. Hún notar allavega diskinn okkar stundum. Yebb, hún er hipp og kúl og hlustar alltaf á nýja músík sem að Óli Palli og félagar í popplandi, kynna fyrir henni á hverjum virkum degi á Rás 2.
Ég gróf upp úr draslinu í herberginu mínu "69 Love Songs" með Magnetic Fields. Það var orðið allt of langt síðan ég hlustaði á það, enda búin að vera með nýja Morrisey og nýja PJ Harvey diskinn í botni í langan tíma. En núna er víst kominn nýr diskur með Magnetic Fields.

Ég verð að eignast hann. Allavega er síðasti diskur þeirra í M.F. algjör snilld!


miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Ég er ekki mikið fyrir rapp tónlist. En það er eitt og annað sem ég get þó hlustað á. Núna er ég t.d. að hlusta á smooth rapptóna hans McSolar

og fíla það í tætlur. Einnig finnst mér gaman að hlusta á Kelis

þegar ég er í reiðu eða pirruðu skapi.
Ég er í rapp-stuði...

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Jæja! Ég er nærri dauða en lífi...
Nei, nei. Er bara búin að vera ansi "veik" eftir sunnudagskvöldið.
Ég var að vinna til tíu á sunnudagskvöldinu og átti svo ekki að mæta í vinnu fyrr en klukkan hálf fjögur á mánudeginum. Þarna sá ég mér fært að kíkja aðeins á næturlífið. Ekki var mikið um að vera í Borgarnesi, reyndar var Dj Jón Mýrdal á Búðarkletti, en enginn til þess að fara með mér. Hinsvegar voru Árni og Lísa stödd á Akranesi og voru alveg til í eitthvað nætursprell. Ég dreif mig því á skagann, með gloss, sólarpúður og eye-liner og hitti þau.
Við byrjuðum að rölta inn á Cafe 15 um tólf leytið. En þar var verið að gera upp kassann þannig að við bökkuðum hálf asnaleg í framan út. Við röltum síðan á Cafe Mörk og þar var opið og nokkrar hræður þar inni. Allt í lagi, við fengum stóra hornsófann til að sitja í og fengum okkur bjór. Ég drakk örfáa bjóra og staðurinn fylltist með tímanum og í lokin var hellingur af skemmtilegu liði þarna. Við fórum meira að segja í tvö eftirpartý! Old skúl skagadjammsfílíngur...hehehe!
Samt sko skemmdi ég eiginlega fyrri partýið. Ég var í einhverju voða stuði og byrjaði að vaska upp þegar ég kom inn. Gaurinn sem átti heima þarna sagði að ég þyrfti nú ekki að gera það, en mér langaði til þess, enda finnst mér oft gaman að vaska upp og gera hreint. Ég vaskaði semsé þarna upp, þangað til að einhver gella kom og reif af mér þvottaburstan og sagðist alveg geta vaskað upp sjálf, hún ætti líka heima þarna! Ég bara, úps, bakkaði og sagðist bara hafa verið að sprella aðeins...en hún var enn með fýlusvip. Það endaði með því að hún heimtaði að allir færu út...úpps!
En það var annað partý í boði og við fórum þangað. Strákarnir báðu mig hinsvegar vinsamlegast um að fara ekki að vaska upp þar svo við verðum ekki rekin út aftur, og ég lofaði því. Það var stuð þar og mikið af skemmtilegu fólki. En svo var klukkan orðin margt og allir orðnir þreyttir þannig við fórum heim til Árna og ég fékk þar fína gistingu.
Eeen, ég varð veik um leið og ég lagðist. Ég hljóp inn á klósett og ældi massívt. Síðan gat ég sofnað því mér leið aðeins betur. En þegar ég vaknaði daginn eftir, þá tók ekki betra við. Ennþá meiri flökurleiki og hausverkur DAUÐANS! Ég fór og ældi meir og meir og ætlaði aldrei að geta komið mér á fætur því ég átti að mæta í vinnu á Dvalarheimilinu klukkan hálf fjögur.
Þetta endaði með því að ég fékk að mæta hálf tíma of seint í vinnuna, ennþá flökurt og dauðþreytt. Í dag var ég enn með velgju í maganum og pínu erfitt að vinna. Núna, verð ég að farað drífa mig að sofa, bæði því ég svaf mjög ílla og lítið í nótt og líka af því ég er að fara að vinna klukkan 7:30 í fyrramálið!!! Sem betur fer á ég frí á fimmtudaginn...þá verða líkami og sál endurnærð.
Góðanótt gott fólk.