laugardagur, júlí 31, 2004

Ég er mikil kattarkona og elska ketti. Á kisu hérna hjá mömmu og pabba, hún Litlarós. En helv.. hafi það. Þegar ég kom úr vinnunni þá var fress-köttur inní húsinu og hann tjúllaðist alveg þegar hann sá mig koma inn og hljóp eins og raketta um allt húsið að reynað komast út! Ég náttla gat ekki brjálast, heldur reyndi ég á ná honum með blíðu kattartali og náði honum í fangið og henti honum út. Og haldiði ekki að hann hafi spritzað einhverju ógeði einhverstaðar í stofunni þannig að kattarhlandsfýlan tók á móti mér þegar ég gekk inn í stofuna! Damn! Ég fór á fjórar fætur og sniffaði hingað og þangað einsog leitarhundur og fann blett sem angaði hræðilega. Skrúbbaði það og þreif. Oj..ekki er ég hrifin af því þegar kettirnir taka upp á þessu. Ég skammaðist í Litlurós fyrir að hafa boðið manninum inn. Hver veit nema þau hafi verið uppí rúminu mínu að gera eitthvað dónalegt!
Annars er búið að vera ansi rólegt og einmannalegt hjá mér milli vakta. Ég reyndar tók mig til og horfði á Finding Nemo í dag í vaktahléinu. Hún er stórskemmtileg. Ég hef mjög gaman af svona nýjum teiknimyndum. Eins hef ég horft ansi oft á Ice Age. Hún er líka æði...the Sloth.
En núna er ekkert að gerast. Broken Arrow í sjónvarpinu, eitthvað stuð jafnvel á Búðarkletti í kvöld, en ég þarf að mæta í vinnu klukkan 7:30 í fyrramálið :(
Ég huxa að ég skríði bara fljótlega upp í rúm.
En annars, eigið þið góðar stundir...

föstudagur, júlí 30, 2004

Þetta er, að mínu mati, eitt það flottasta WIG-verk sem ég hef heyrt...
Djöf.. er ég fegin að vera ekki að kúldrast í tjaldi einhverstaðar í roki og rigningu. Vestmannaeyjarspá lítur ekki vel út! Ekki er hún bara neitt spes á öllu landinu!
Ég fékk nóg af útileiguskammtinum þegar ég fór á Hróaskeldu í ár. Hinsvegar hlakkar mér mjög mikið til að fara til Danmerkur í ágúst og hvað þá til Bandaríkjana mánaðamótin ágúst - september!!! úúúú...það er miklu skemmtilegra að fara svona til útlanda en að vera hér blautur á rok-rassgats-eyju!
Ég vorkenni þessu verslunarmannahelgardjammfólki ekkert! Ég og vinir mínir gengum DAUÐAGÖNGUNA á Hróaskeldu!

Jæja..bara ég og Hörður Gunnar hér. Við ætlum að fá okkur gott að borða, svo ætlum við að rúnta á Skagann og þar ætla ég að skilja hann eftir hjá pabba sínum, því svo fer ég að vinna eldsnemma í fyrramálið. Ég veit ekki hvort ég geri nokkuð í kvöld. Ég veit bara að ég ætla að leggjast í gott baðbombubað frá Lush áður en ég fer að sofa! Mmmmmm....

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Yebb, Danmörk og Bandaríkin, here we come!

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Ég bakaði pönnukökur áðan með nýja PJ Harvey diskinn í botni. Eitthvað tilefni? Jú, ég er að fara til Danmerkur í ágúst og svo til Bandaríkjana í september. Fylgist betur með því á þessari heimasíðu!
Ég get leyft mér að vera ein og róleg um verslunarmannahelgina. Ég verð náttla að vinna, en svona skrítnar vaktir. Ég vinn semsé frá 7:30 til 12:00 og svo aftur 17:00 til 22:00 bæði laugardag og sunnudag. Svo get ég víst djammað ef mér langar til á Sunnudagskvöldið því ég er á kvöldvakt á mánudeginum. Annars verður það bara hvíld hjá mér milli tólf og fimm þessa daga, með DVD og snakk og lazyboyinn, og kannski nett legging/hvíld milli vakta. Ég verð jú ein heima. Mamma og pabbi og Jóhann ætla norður. H.G. fer líklegast til pabba síns.
Þeir sem eru í svipuðu ástandi, að vinna eða ekki gera neitt sérstakt, gætu jafnvel heimsótt mig milli tólf og fimm, eða eftir tíu á kvöldin, og horft á DVD með mér...
Merkilegt. Ekki slæmt svosem...


Which British Band Are You?


"I had the wierdest dream..."
Já. Búin að dreyma margt og skrítið síðustu daga. Veit ekki alveg hvort ég eigi að segja frá öllu. Þetta er bæði dónalegt og svo líka eitthvað leiðinlegt sem ekki allir hafa áhuga á að lesa.
En draumurinn í gær var svosem ekkert asnalegur. Ég var stödd í Júgóslavíu og var flóttamaður, ásamt nokkrum vinum, föst í kjallaraholu að fela mig. Fyrir utan voru fullt af hermönnum og húsarústum og fólk á hlaupum eða liggjandi í blóði sínu. Við sem vorum inni í þessari sérútbúnu flóttamanna-kjallaraholu, vorum öll greinilega búin að skipuleggja þennan felustað. Þarna vorum við með svefnpoka og einhvern mat, vatn, búið var að útbúa skrítið klósett/kamar, svo voru svona gæjugöt til að fylgjast með því sem var að gerast úti.
Ætli þessi draumur sé ekki undir áhrifum fréttanna í dag. Það er ekkert nema stríð, stríð og blóð og stríð og hryðjuverk. Djöf.. er maður orðinn leiður á því og uppgefin á sál eftir að hafa horft eða hlustað á fréttirnar.
Ég er alveg harðákveðin í því, í framtíðinni þegar ég verð reynd hjúkka, þá ætla ég að fara til stríðshrjáðra landa og gera mitt besta í að hjúkra sem flestum, t.d. í þessum samtökum!
Það er hægt að skoða myndir á rauðkrossvefnum sem hafa mikil áhrif á mann og manni langar virkilega að farað gera eitthvað og hjálpa til!!
Kannski var ég flóttamaður eða að deyja úr hungri í fyrralífi?

laugardagur, júlí 24, 2004

Ég er búin að bíta þetta í mig. Ég er búin að ákveða að leigja Sóleyjargötuna í vetur! Til hamingju ég að vera búin að ákveða þetta!
Fyndið. Konan sem sýndi mér íbúðina er að vinna hjá VÍS á Akranesi. Hún hringdi í mig í gær rétt áður en ég náði að hringja í hana. Hún ætlaði nú ekki að farað tala um íbúðina, en heldur það að ég hafi borgað of mikið í tryggingar útaf bílnum mínum hjá VÍS, þannig að hún ætlaði að endurgreiða mér það, 19518kr!! Djöfull var ég ánægð með það! Sérstaklega þar sem ég var nýbúin að kíkja á heimabankann minn og hárreita mig og grenja...Yebb, alltaf gott og gaman að fá óvæntan pening. Þannig að ég tilkynnti henni það í leiðinni, glöð og brosandi, að ég myndi vilja leigja íbúðina hennar í vetur! Yess!! Ég mun leigja hana frá 1. ágúst og sem er bara fínt, því þá geta jafnvel mamma og pabbi hjálpað mér að flytja, þar sem þau verða erlendis í lok ágúst. Þau verða líka bara fegin að losna við draslið mitt úr bílskúrnum sínum fyrr.
Leigan verður nú svosem í dýrara lagi fyrir mig, en það reddast allt. Ég hef ekki áhyggjur.
Jæja. Það er vinna framundan. Vinna, vinna, vinna. Var að vinna í gær, er að vinna í dag og aftur á morgun og hinn...brrrr!!Svona verð ég þegar ég verð fimmtug hjúkka, vinnandi í Bandaríkjunum, eða...?

föstudagur, júlí 23, 2004

En flottastur og bestur var að sjálfsögðu...Morrisey!Ójá!

En, þessi þyrfti að fara í smá húðstrekkingu...Svona verður Krummi í Mínus þegar hann verður gamall.
Fokkídí fokk! Afhverju er orðið svona erfitt að setja inn mynd í bloggið?en mér tókst það eftir miklar þrekraunir! Hérna sjáum við forsprakka Bergman Rock! Hann var heví kúl á hróa!

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Yebb! Var að koma úr fu.... vinnunni. Á frí á morgun, takið eftir því!
Ég ætla að skella mér út á Akranesið og skoða eitt stykki íbúð. Það var hringt í mig í gær og mér boðin 3ja herbergja íbúð í risi á Sóleyjargötunni, ca 80-90 fermetrar á 55þús á mánuði. Not bad... Það er ekki mikið lægra leiguverð í boði þessa dagana á þessu svæði. Vonandi er þetta fín íbúð og allt það því þá ætla ég að taka hana og þá mun ég leiga hana frá 1. ágúst og þá er ég komin með íbúð!!!! Splendid, ég hætti hvort sem er að vinna 14. ágúst og mun þá hafa góðan tíma til að skipuleggja mína innkomu í íbúðina. En krossum fingur og vonum það besta, ég er ekki búin að sjá hana ennþá!
Kannski ég skelli mér suður í höfuðborg lýðveldis eftir skagaferðina. Ég á nú frídag og þarf svo ekki að mæta fyrr en á kvöldvakt á fimmtudaginn...spurning.
Jæja, nóg blogg í bili!
Im a fucking workaholic!
Ég er farin í vinnunna...

sunnudagur, júlí 18, 2004

Ennþá meira sunshine mar!
Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag, lagðist ég á teppi úti í garði og lá í næstum þrjá tíma í sólbaði.
Svo var grillað og gaman. Mér tókst að láta mömmu og pabba hlusta vel á nýja Morrisey diskinn, þau fíluðu hann!
Tók myndir í tilefni þessa fallega dags.
Djöf... væri ég til í að sofa svo út á morgun, EN, ég þarf að mæta í vinnuna klukkan hálf átta í fyrramálið.
Blóð, sviti og tár!
 
 

laugardagur, júlí 17, 2004

Sunshine mar!
Yebb, (eins og Árni segir), ég er búin að eiga góðan sólríkan dag og sólin skín enn í þessum skrifuðum orðum.
Í gær skellti ég mér á tónleika með Ragnheiði Gröndal og Black Coffie, snilld. Er alveg að fíla þetta. En ég átti svo að mæta í vinnu í morgun klukkan 7:30 og það gerði ég. Eftir vinnu lagðist ég í sólbað á Gunnlaugsgötunni með fullt af ættingjum. Það kom yfir mig þessi gamla góða Gulló stemming sem hefur ekki verið lengi!
Núna er ég nýkomin úr Lush-vöru-baði og ilma eins og engill...ég er að segja ykkur það!
Fyndið í gær, þegar ég kom heim af tónleikunum. Það voru allir farnir að sofa og allt dimmt. Ég skreið uppí rúm eftir að hafa hreinsað andlit og tennur. Síðan gat ég ekki sofnað fyrir brjáluðu suði í eyrunum í mér. Það hlaut að vera að það væri eitthvað í gangi þarna frammi, þannig ég rölta fram og lít í kringum mig. Já, já, haldiði að kaffikannan hafi ekki verið on með brunnið kaffi í könnunni. Það var líka kveikt á hljómborðinu inni í stofu og kveikt á öllum sjónvarpsgræjum, videotækjum og því. Svo var kveikt á uppþvottavélinni og allt í ljómandi ljósi inní bílskúr! Semsagt kveikt á öllum andskotanum liggur við, en ekki slokknaði á suðinu í eyrunum á mér. Ég komst þannig að því að ég var ílla skemmd í eyrunum eftir tónleikana, enda voru þeir ansi kröftugir í lokin þegar þau þurftu að farað yfirgnæfa fullan lýðinn! Eins gott þó að ég fór þarna fram að athuga hvað suðaði, annars hefði jafnvel getað kviknað í!!! Og ég er eldhræddasta kona í heimi!!!!!
Þökk sé suðinu...
Annars verður róleg stemming í kvöld. Ég þarf að vinna aftur í fyrramálið. Maaan, þetta átti að vera fríhelgi hjá mér! Ég get bölvað því endalaust, AFHVERJU var ég að taka þessar aukavaktir!? Fökkit!

föstudagur, júlí 16, 2004

Langar einhverjum að bjóða mér á Lou Reed tónleikana!?
Damn hvað mig langar mikið, en....kannski verð ég ekki á landinu.
Meir um það síðar.
Mér vantar líka ÍBÚÐ fyrir veturinn, á Akranesi!
Anybody??
Oh...þetta er svona leiðinlegur dagur.
Ég átti að eiga frí um helgina, en að sjálfsögðu er ég að vinna aukavaktir um helgina!
Ég get huggað mig við það hvað sumarið er fljótt að líða og að ég hætti að vinna eftir ca mánuð. Þá tekur eitthvað stórmerkilegt við! Vildi að ég gæti skrifað eitthvað um það, en það má ekki jinxa hlutina.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Matur is my middle name...
Jebb. Var í hörku grillveislu heima hjá ömmu í kvöld með hele familien, alveg samkvæmt ættaruppskrift. Nokkur lambalæri á stóru grilli, sem er útbúið úr tunnu (fjölskyldugrillið), salat í stærstu skál sem ég hef nokkurn tíman séð og FULLT af kartöflusalati. Þetta kláraðist allt saman að sjálfsögðu á augabragði.
Ég dembdi sjálfri mér í uppvaskið þar sem ég kom ekki með neinn mat né lagði neinn pening í púkkið. Það virkaði, allir voða ánægðir að ég skyldi byrja að vaska upp.
Fínn dagur.
Fór líka í bíó fyrr í dag og sá Shrek 2. Hún er æði, stígvélaði kötturinn kemur sterkur inn!
Hörður Gunnar átti hinsvegar blóðugan dag. Hann fékk blóðnasir á hamborgarastað og svo fékk hann stórt gat á hausinn í kvöld heima hjá ömmu. En hann er seigur strákurinn. Hoppandi ennþá hérna frammi og klukkan að ganga tólf á miðnætti!
JEbb... þarf að fara að skunda okkur í rúmið. Var bara að setja nokkrar myndir inn af deginum.
Góðanótt elskurnar mínar...ég er farin að sofa við Air sem er snilldin ein!
 

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Ég er stödd í svítunni hans Robba, nýbúin að troða kjúkling oní mig og með stórt kókglas. Já, ég er í fríi og það er gott. Eg keyrði mig reyndar út í dag. Fór í Kringluna og Smáralindina og í eitt tæki í tívólíinu þar með Herði Gunnari. Það var eitthvað skrítið. Finnst alltaf hálf skrítið og óspennandi að fara í tivoli á Íslandi með kaldan gust framan í sig. Það er bara farið í tívolí þegar maður er í Danmörku, púnktur!
Ég keypti mér þrjá boli, tvo hórulega til að syngja í. Allt á útsölu svo ég setti sjálfa mig ekkert á hausinn. Var samt að leita mér að einhverjum sexy leðurstígvélum, en ég fann draumastígvélin mín, þau voru bara ekki til í minni stærð, búhú!! Týpískt!
Huxa að ég stoppi nú ekki lengi í höfuðborginni þó ég fari ekki að vinna fyrr en klukkan hálf fjögur á föstudaginn. Það stefnir allt í stóra grillveislu á morgun heima hjá ömmu. Nú eru allir ættingjar sem búa erlendis í íslandsheimsókn. Sonja systir mömmu og Peter maður hennar frá Englandi, Sóley hálfsystir mömmu frá Færeyjum og svo er hún Jóhanna góða Guðmundsdóttir að koma frá USA ,í dag minnir mig! Ætli ég fari þá ekki bara aftur í nesið á morgun svo ég missi ekki af þessum einstaka viðburði. Grill á gulló!
Plentý tú dú.
Nenni þessu ekki lengur.
Bless í bili...

mánudagur, júlí 12, 2004

Sólbrún og sæt eftir helgarferðina til Akureyrar.
Ég hafði það mjög gott, sat bara og gerði ekki neitt, enda var ég í fríi, nema anda og láta sólina sleikja mig og láta gestgjafana bjóða mér stanslaust mat og að drekka. Hins vegar varð Hörður Gunnar lasinn, var með 39 stiga hita og magapínu þannig að ég var ekki alveg aðgerðarlaus.
Þetta var eina fríhelgin mín, þangað til ég hætti um miðjan ágúst að vinna á Dvalarheimilinu. Ég átti því vel skilið þessa afslöppun. Ég fór líka til Guðveigar frænku, Halastjörnu í Öxnadal og fékk fimmréttaðan, dásamlegan mat! Þetta er alveg æðislegt hjá henni þarna. Ég mæli með því að fólk sem er á norðurleið, stoppi á Hálsi í Öxnadal og fái sér mat hjá henni Guðveigu.

Ég er þreytt. Ætla skríða uppí rúm eftir erilsama vaktstjóravakt á fyrstu hæð í kvöld.
Arrívadertsí!

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Ég er þreytt og fucked up í hausnum! Mér vantar frí aftur og sem betur fer á ég nú helgarfrí.
Ég ætla að skella mér norður til Akureyrar og liggja í sundi allan tíman og sóla mig.
Það er spáð yfir 20 stiga hita. Það væri líka gaman að fara í mat til Guðveigar frænku.
Gott plan!

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Jæja, þá eru hróaskeldumyndir komnar inn! Það er inni á sprellmyndir 3 og 4 hérna niðri til vinstri.
Gjöriðisvovel!
Hot diggidy ding dong damn!!
Það er ekkert að virka þetta xphotoalbum mitt. Þannig að engar myndir af hróa eru komnar inn ennþá. BUT, ég er að búa til nýtt. Sprellmyndir 3 mun bráðum líta dagsins ljós. Ég er að vinna í því á fullu um leið og ég botna nýja Morrisey diskinn og fæ dejavú frá tónleikum hans, sem voru einmitt hápúnktur hróaskeldunnar í ár!
Það var margt skemmtilegt en ég verð að játa það að ég fór á frekar fáa tónleika miðað við það sem ég ætlaði mér! Ég varð bara uppgefin og niðurdregin í hvert skipti sem fór að rigna og nennti ekki neinu nema hanga í einhverju tjaldi og drekka bara bjór í rólegheitum, í stað þess að blotna, hlaupandi á milli staða. Ef þú spyrð mig, þá var þetta rétt ákvörðun hjá mér. Og sérstaklega það að fara á hótelið á sunnudeginum og fara í bað og hreinsa drulluna af manni.
Þetta er allt í lagi. Á næsta ári plönum við í WIG að fara og spila, og vera þá bara á hóteli eða fínu tjaldsvæðunum....hver veit!
Myndirnar koma bráðum, bíðið spennt!

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Fuckin A!
Mikið rosalega var þetta erfið hróaskelda! Samt gaman sko. En mér hefði sko ekki dottið í hug að ég myndi fara á sunnudegi og sleppa tónleikunum á þeim degi. Við pökkuðum niður, drifum okkur í Köben og pöntuðum okkur fínt hótelherbergi, fórum í bað og fínt út að borða og rotuðumst eftir það.
Síðan áttum við góðan dag á strikinu daginn eftir. Keyptum okkur skó og ný föt (því allt var útatað í drullu) og fórum svo fljúgandi heim um kvöldið.
Fín ferð ef þú spyrð mig, en HELV.. erfið!
Þá er bara að vinna í því að setja inn myndirnar. Þær segja alla söguna!